Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 3
£*GO h 'il'm O ii incNi ii^íiíí — CJI IOAH /*> Þriðjudagur 9. júlí 1996 - DAGUR - 3 FRÉTTIR Landbúnaðarráðherrar Norðurlanda funda á Húsavík: góð landkynning" - segir Guðmundur Bjarnason, landbúnaðar- og umhverfisráðherra Guðmundi Bjarnasyni, landbúnaðar- og umhverfísráðherra, þykir við hæfí að halda fund landbúnaðarráðherra Norðurlandanna í sínuin heimabæ, Húsavík. Mynd: GKJ Árlegur fundur landbúnaðarráð- herra Norðurlandanna er hald- inn að þessu sinni á íslandi. Guðmundur Bjarnason, land- búnaðar- og umhverfisráðherra, tók þátt í slíkum fundi fyrir ári síðan í Lillehammer í Noregi og þegar ljóst var að fsland yrði næst í röðinni fannst honum vel við hæfi að fara neð fundinn á heimaslóðir. Og til Húsavíkur er hann kominn ásamt um áttatíu manns, sem ætla að funda og skoða land og þjóð í leiðinni. „Það er árviss viðburður að lanbúnaðarráðherrar Norðurland- anna hittist og beri saman bækur sínar um ýmis málefni bæði sam- eiginleg og eins áherslur einstakra landa. Mér fannst sjálfsagt að leggja til að fundurinn yrði hald- inn hér í minni heimabyggð og mér sýnist í það minnsta veðrið ætla að taka vel á móti okkur þannig að ég vona að þetta verði bæði fróðlegur og skemmtilegur fundur. Þetta er annars vegar land- búnaðarráðherrar Norðurlandanna sem funda og hins vegar stór hóp- ur embættismanna Norðurlanda- ráðs, sem funda um landbúnað og skógrækt. Fundir sem þessir eru í sjálfu sér mjög mikil landkynning, bæði kynni manna á milli og kynni við land og þjóð. Núna verður farið m.a. í ferð í Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatnssveit auk þess að fara í hvalaskoðun á Skjálfandaflóa með fundargesti. Margir velta því fyrir sé hve miklu sé eytt af fjármunum í slíka fundi og það má auðvitað hver hafa sína skoðun á því, en ég er þess fullviss að ef að vel tekst til með uingjörð um svona fundi þá skilar það sér margfalt þegar til lengri tíma er litið. Fundir af þessu tagi eru fyrst og fremst upplýsingafundir og stefnumótandi fundir en þar eru ekki teknar ákvarðanir sem binda þjóðirnar. Mjög nauðsynlegt er fyrir okkur íslendinga að styrkja og efla Norðurlandasamstarfið, þannig að það geti verið okkar vettvangur til samskipta við aðrar þjóðir, við höfum ekki hug á því eins og allir vita að ganga í Evr- ópusambandið, það hafa hins veg- ar Danir, Svíar og Finnar gert, og þá er mjög mikilvægt fyrir okkur að nýta Norðurlandasamvinnuna til þess að fá upplýsingar um það hvað er að gerast hjá Evrópusam- bandinu og hugsanlega að koma okkar skoðunum á framfæri. Það má geta þess til gamans að ég er nýlega búinn að sitja fund með umhverfisráðherrum Norðurlanda þar sem Daninn, Svíinn og Finn- inn voru að undirbúa fund í Evr- ópusambandinu og buðu Islend- ingunum og Norðmönnunum að taka þátt í þeim undirbúningsfundi til þess að fylgjast með því sem þeir eru að gera og líka að láta okkar sjónarmið koma fram. Þetta tel ég vera mjög mikilvægt og gagnlegt fyrir okkur,“ segir Guð- mundur Bjamason, landbúnaðar- og umhverfisráðherra. GKJ AKUREYRARB/ÆR Starf við mælingar Laust er til umsóknar starf á mælinga- og hönnunar- deild Akureyrarbæjar. Æskilegt er að umsækjendur hafi stúdentspróf af raun- greinasviði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en um miðjan ágúst. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar gefa starfsmannastjóri og Gunnar H. Jóhann- esson deildarverkfræðingur í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrar- bæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 18. júlí nk. Starfsmannastjóri. „Landslagið er stórkostlegt" - segir Annika Ahnberg, landbúnaöarráðherra Svíþjóðar Sænski landbúnaðarráðherrann, Annika Ahnberg, hafði fyrirfram látið í ljós þá ósk sína að fá að reyna íslenska hestinn. Hún brá sér strax á fyrsta degi heimsóknar- innar í hestaleiguna í Saltvík við Húsavík og fór á bak. Blm. Dags hitti hana þegar hún reið í hlað í Saltvík eftir velheppnaðan reiðtúr. „Þetta var stórkostlegt, hesturinn er bæði fallegur og mjög sterkur þrátt fyrir smæðina, svo ég tali nú ekki um þetta tilkomumikla lands- lag sem þið hafið hér á Islandi. Eg er mjög hrifin af því sem ég hef séð hingað til og meira á ég eftir að sjá,“ segir brosandi sænskur landbúnaðarráðherra, Annika Ahnberg. GKJ Sænski landbúnaðarráðherrann, Annika Ahnberg í hestaleigunni í Saltvík, nýkomin úr velheppnuðuin reiðtúr. Mynd: gkj V AKUREYRARBÆR Stöðuvörður Laust er til umsóknar starf stöðuvarðar (hálft starf) hjá Bifreiðastæðasjóði Akureyrar frá 1. ágúst nk. Helstu verkefni eru: Eftirlit með gjaldskyldum bifreiðastæð- um, stöðum á gangstéttum, stæðum fatlaðra og fleiri atriði tengdum stöðubrotum. Laun skv. kjarasamningi Akureyrarbæjar og Verkalýðsfé- lagsins Einingar. Upplýsingar gefa starfsmannastjóri og Gunnar H. Jóhann- esson deildarverkfræðingur í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrar- bæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 18. júlí nk. Starfsmannastjóri. 1 • • i Verðbréfasjóðir Landsbréfa hafa gefið hœstu ávöxtun verðbréfasjóða í 5 ár Sem dœmi um raunávöxtun Verðbréfasjóða Landsbréfay þá hafa SýslubréfgefiS raunávöxtun sl. sex mánuði. Hafðu samband við Oddnýju Friðriksdóttur, umboðsmann Landsbréfa í Landsbankanum á Akureyri og fáðu nánari upplýsingar um verðbréfasjóði Landsbréfa. II 91 § , LANDSBRÉF HF. - 7lhx Löggilt verðbrófafyrirtœki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVIK, SIMI 588 9200, BREFASIMI 588 8598 JU

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.