Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 16

Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 9. júlí 1996 ...þú færð kríli með hverjum filmutilboðspakka! !hsjr ^Pedið'myndit' Skipagata 16 - 600Akureyri - Sími 462 3520 Frá ráðherrafundinum á Húsavík í gærmorgun. Fyrir miðri mynd má meðal annars þekkja fulltrúa frá íslandi, þá Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæindastjóra Bændasamtakanna og Ara Teitsson, formann samtakanna. Mynd: GKJ Húsavík: Fundi landbúnaðarráðherra Norðurlandanna lokið - ályktun varðandi skógrækt samþykkt Fundur landbúnaðarráðherra Norðurlandanna var haldinn á Húsavík nú um helgina. Ráð- herrar frá öllum Norðurlöndun- um voru mættir nema frá Dan- mörku, en þaðan var vænst tveggja ráðherra, landbúnaðar- ráðherrans og umhverfisráð- herrans, en báðir boðuðu forföll. Hér var um að ræða þrjá fundi, í fyrsta lagi embættismannanefnd sem undirbjó ráðherrafundinn, í öðru lagi fundaði norræn sam- starfsnefnd á sviði landbúnaðar og skógræktar og í síðasta lagi sjálfur ráðherrafundurinn. Á honum var rætt um framkvæmd GATT samn- inganna og reynslu fyrsta ársins af þeim samningum, þá var tekið fyrir samstarfsverkefni Norður- landanna við Eystrasaltsrfkin og Rússland og stuðningur af hálfu Norðurlandaráðs við þau lönd. Þá kom fram á fundinum sú tillaga að leggja til við samstarfs- ráðherrana í Norðurlandaráði að þegar gengið yrði frá fjárhags- áætlun næsta árs, þ.e.a.s. 1997, að hækka þá upphæð sem varið er til landbúnaðar og skógræktar um meira en helming. Þá var rætt um skógrækt og vemdun skóga og lögð fram og samþykkt ályktun um það að framfylgja áherslum umhverfisnefndar Sameinuðu Þjóðanna og Ríó samþykktum á sviði skógræktar. Mjög athyglis- verð umræða fór fram um lífræna og vistvæna ræktun og hvemig hægt væri að standa að slíkri rækt- un. Að lokum var fjallað um mat- VEÐRIÐ A Norðurlandi er spáð rign- ingu þegar líða tekur á dag- inn og suðaustan golu eða kalda. Hiti 10-14 stig. Spáð er vestan goiu eða kalda á miðvikudag og skúrum um mest allt land. Á fimmtudag er spáð skúrum og 8-14 stiga hita. Um helgina er búsist við norðlægum áttum og rigningu eða súld. Norðlendingur út í geiminn Fyrir stuttu var vestur í Kanada tilkynnt að þrír þarlendir menn hefðu verið valdir til að verða sendir út í geiminn á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA. Þar á meðal er einn fímmtugur íslendingur, raunar Norðlendingur, Bjarni Valdi- mar Tryggvason að nafni. Væntanlega er Bjami fyrstur íslendinga til að dvelja úti í geimnum, en hann hefur unnið á vegum NASA í Kanada í tólf ár. Bjarni á ættir að rekja í Svarf- aðardal, faðir hans er Svarfdæ- lingur, Svavar Tryggvason, nú búsettur í Vancouver í British Columbia í Kanada, og móðir hans er Sveinbjörg Haraldsdóttir frá ísafirði. Blaðamaður hitti Svavar Tryggvason að máli í Vancouver á dögunum og sagðist hann ekk- ert vita meira um áætlaða ferð sonarins út í geiminn en almenn- ingur í Kanada, enda væri hann að kröfu NASA bundinn þagnar- skyldu um vinnu sína hjá stofn- uninni. Þó væri vitað að Bjami yrði sendur út í geiminn innan tveggja ára, jafnvel innan átta mánaða. óþh Grenjavinnslumenn á fullu á fjöllum: „Refurinn í meðallagi" - segir Kári Gunnarsson vælaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, sem halda á í Róm á Italíu í nóvember á þessu ári, og einmitt í tengslum við þá ráðstefnu velta menn því fyrir sér hvemig land- búnaði verði best komið í framtíð- inni til að hægt verði að brauð- fæða heiminn. GKJ Ætla má að meira sé af bit- dýrum á landinu nú en undanfarin ár eftir undangeng- inn góðan vetur. Ungadauði sé þá minni en í annan tíma, sem leiðir til enn meiri fjölgunar refs og minks, sem almennt hefur þó verið að fjölga síðustu árin, segir Ásbjörn Dagbjartsson, veiðistjóri ríkisins, í samtali við Dag. Grenjavinnslumenn víða um land eru nú á fullu við störf, enda er sumarið helsti veiðitíminn. Að sögn Ásbjöms eru greiddar 1.200 kr. fyrir hvert minkaskott, 1.400 kr. fyrir hvert hlaupadýr refs, 1.000 kr. fyrir fullorðinn ref og 450 kr. fyrir skott af hverjum refa- yrðlingi. Þá fá grenjavinnslumenn, sem margir eru í verktakavinnu hjá sveitarfélögum 650 kr. greidd- ar á tímann. Áð jafnaði hafa um 5.500 minnkar verið drepnir á ári hverju og 3.000 refir, skv. skýrsl- um þeim sem embætti Veiðistjóra fær til sín. „Ég er alltaf í minknum," sagði Vilhjálmur Jónasson, minnkabani á Sílalæk í Aðaldal, í samtali við Dag. Hann hefur í nær 30 ár unnið á vegum sveitarfélaga víða í Þing- eyjarsýslum, við vinnslu grenja og drepur nær 300 dýr á ári. „Það getur alveg gert útslagið ef maður er ekki með góðan hund með sér í þessu,“ sagði Vilhjálmur, - sem telur að minkastofninn hafi ekki stækkað svo mjög síðustu árin. „En talandi um það sem greitt er fyrir grenjavinnsluna og þau laun sem sveitarfélög greiða minnka- bönum fyrir þá finnst mér orka tvímælis að greiða sömu laun til ungra manna sem eru að byrja í þessu og karla eins og mér, sem hafa verið í þessu lengi. En svona er launastefna ríkisins,“ sagði Vil- hjálmur á Sílalæk. „Okkur virðist að hér um slóðir sé frekar lítið um mink, en refur- inn er í góðu meðallagi," sagði Kári Gunnarsson í Flatatungu í Akrahreppi, en liann og Birgir Hauksson í Valagerði í Seylu- hreppi sjá um grennslavinnslu í Akra- , Seylu- og Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði og í Bólstaðar- hlíðahreppi í Húnaþingi. Kári ségir eftirtektarvert hvað fáir hvolpar séu í hverju greni nú, og andæfir hann þar með kenn- ingu veiðistjóra um að hvolpa- fjöldinn sé meiri eftir góða vetur en slæma. „Ég hygg að þetta sé einhver ráðstöfun náttúrunnar; að tófan gjóti fleiri hvolpun eftir harða vetur en góða, því ef tíðin er hörð þá verða afföllin vitaskuld meiri,“ segir Kári. Hann bendir á að síðasta sumar hafi verið allt að sex og sjö hvolpar á greni, en séu aldrei fleiri en fimm nú. Það sem af er suntri hafa Kári og Birgir unnið sjö greni og flest eru þau í Skagafirði innanverðum, það er Blönduhlíð og Lýtings- staðahreppi, og ennþá eiga þeir fé- lagar eitt greni eftir óunnið. -sbs. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf.: Tap upp á 27 millj. króna á síðasta ári Adögunum var haldinn aðal- fundur Hraðfrystihúss Ól- afsijarðar, þar sem lagður var fram ársreikningur og þar kom fram að árið 1995 hafi verið 27,1 millj. króna tap á rekstrinum, en árið 1994 var hagnaður af rekstri um 1,3 milljón. Að sögn Karls Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins, voru helstu ástæður verri af- komu þær að mestur hluti tekn- anna var í dollurum og pundum og gengisþróun hefur verið óhag- stæð á árinu. Einnig var verðlækk- un á ýsuafurðum í erlendri mynt. Hann sagði ennfremur að með nú- vemadi formerkjum gengi rekst- urinn ekki og þegar hefði verið dregið saman í rekstri og fram- leiðslu. I samtali við Dag sagði Karl að nú væri verið að skoða málið og framhaldið væri óráðið en hann vildi ekki tjá sig frekar um stöðu fyrirtækisins. í ársreikningi kom fram að rekstrartekjur minnkuðu um 90 milljónir, úr 428,1 millj. árið 1994 í 337,4 millj. á síðasta ári. Eigið fé í árslok nam 35,7 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var 14,9%. Heildareignir voru 230,3 milljónir um áramót og heildar- skuldir námu 204,6 milljónum. SH Flestir fjallvegir færir Leiðin upp í Laugafell opnað- ist í gær, og er hún einungis opin jeppum. Ökumönnum fólksbfla er eindregið ráðið frá því að reyna við veginn, snjó hefur ekki enn tekið upp, og er vegurinn sums staðar nokkuð blautur. Með opnuninni í Laugafell er nú hægt að komast upp úr Eyja- firði á Sprengisand, en þessi leið opnast mun seinna en hin hefð- bundna leið úr Bárðardal. Einnig er frá og með deginum í gær opið um Dragaleið. Gæsavatnaleið er enn ófær og samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar á Húsavík ónrögulegt að segja til um hvenær hún opn- ast. Mikill snjór er enn á veginum og þar sem ekki er hægt að ryðja leiðina er einungis hægt að vonast eftir hlýindum. Jeppafæri er upp í Öskju og þaðan vestur um, en vegurinn er fremur blautur. shv Tíl á innimálninau 25% afsláttur Verð frá kr. 569 pr. lítra Tölvublöndun Þúsundir lita C3 KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.