Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 5
'vnn v- !
r> m. ~u.
m 10 ah
Þriðjudagur 9. júlí 1996 - DAGUR - 5
Vesturfarasafnið á Hofsósi opnað:
íslendingsþráin leitar enn í vestur
Fjölmenni var viðstatt opnun Vesturfarasetursins á Hofsósi sl. sunnudag.
Karlakórinn Heimir söng viö athöfnina, ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, en
kórinn er nýlega kominn úr söngferð til Kanada. Myndir: -sbs.
Mikið fjölmenni var viðstatt opn-
un Vesturfarasetursins á Hofósi sl.
sunnudag og meðal gesta þar var
forseti Islands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir. Einnig voru við þessa
athöfn nokkrir Vestur-íslendingar,
fólk sem búsett hefur verið alla
sína tíð vestanhafs en rekur ættir
sínar hingað til lands gjaman í
annan eða þriðja lið - og jafnvel
lengra aftur. Það fólk og aðrir sem
tóku til máls við þessa athöfn luku
lofsorði á það framtak sem opnun
setursins er og telja það munu
styrkja tengslin milli íslendinga
og fólks vestra.
Meðal dagskráratriða við opn-
un setursins var söngur Karlakórs-
ins Heimis í Skagafirði, sem söng
nokkur ættjarðarlög - en sem
kunnugt er var kórinn í fyrra mán-
uði í söngferð á íslendingaslóðum
vestra. Er það eitt og sér dæmi um
þau menningarlegu tengsl sem eru
milli íslendinga og þess fólks í
Vesturheimi, sem hingað á ættir
sínar að rekja.
Þráin leitar vestur
Þeir sem til máls tóku á samkom-
—
Jón Ásgeirsson, formaður Þjóð-
ræknisfélags Islendinga.
Jón Ásgeirsson,
formaður Þjóðræknis-
félags íslendinga:
„Umfjöllun
eykur
áhugann“
„Ég á erfitt að gera mér grein fyrir
með hvaða hætti Vesturfarasetrið
hér muni efla áhuga Vestur-ís-
lendinga á föðurlandi sínu. Þó
mun sú umfjöllun ein og sér sem
setrið fær gera það,“ sagði Jón Ás-
geirsson, formaður Þjóðræknisfé-
lags íslendinga - en það er sam-
nefnari allra Islendingafélaga í
heiminum - um 70 talsins - og er
helmingur þeirra vestanhafs.
Jón hefur á liðnum árum komið
nærri eflingu menningartengsla
milli íslendinga og þess fólks
vestanhafs sem hér á einhverjar
rætur. Var Jón meðal annars rit-
stjóri Lögbergs-Heimskringlu,
blaðs íslendinga í Kanada, um
nokkurra ára skeið og þá búsettur
vestanhafs.
Áhugann á föðurlandinu segir
Jón vera afar misjafnan milli
svæða, mestur sé hann ef til vill í
Manitoba-fylki, eða því svæði
sem nefnt er Nýja ísland. Almennt
telur hann þó að jákvæðir hlutir
hafi verið að gerast í þessu sam-
bandi á liðnum árum og áhugi
Vestur-íslendinga á föðurlandi
sínu hafi verið að aukast.
unni á Hofsósi luku lofsorði á það
framtak sem opnun Vesturfaraset-
ursins er, en meðal þeirra voru
ráðherrar. Bjöm Bjamason,
menntamálaráðherra, sagðist telja
að sú þrá að leita vestur byggi enn
með þjóðinni, „...og ráði því
meðal annars að hér er minni vilji
en víðast annarsstaðar til að gerast
hluti af þeim pólítska og efna-
hagslega samruna sem að er stefnt
í Evrópu. Reynsla okkar af nánu
samstarfi við stærsta ríki vestur-
heims er einnig á þann veg að hún
spillir ekki fyrir vinarhug í þess
garð,“ sagði Bjöm.
Halldór Blöndal, samgönguráð-
herra, sagði að opnun Vesturfara-
setursins væri glöggt dæmi um
það hve miklu fólk og fyrirtæki
gætu áorkað sjálf í uppbyggingu
atvinnurekstrar - án atbeina ríkis-
ins - „ef guð og sólin eru með í
því sem þeir eru að gera,“ einsog
ráðherrann komst að orði. Halldór
kvaðst vera þess fullviss að Vest-
„Ég finn sterkt að ég er íslending-
ur og sérstaklega þegar ég er kom-
inn hingað norður. Ættir mínar rek
ég í Skagafjörð og á Austurland,"
sagði Loris Johnsen, formaður
Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi - en honum og Ed-
idh, eiginkonu hans, var sérstak-
lega boðið að vera viðstödd opnun
setursins.
„Ég hef enn ekki hitt neina ætt-
ingja mína hér, en vonast til að
geta haft uppá þeim þegar tími
gefst. Ferðum mínum hingað til
lands hefur verið að fjölga, ég var
hér á síðasta ári og í maí sl. og ég
er viss um að ég kem fljótlega aft-
ur. Og þess má geta að konunni
urfarasafnið myndi vekja mikla
athygli meðal íslendinga vestra,
„...og virka einsog segull á þá að
koma hingað til lands að leita
uppruna síns og setjast á bæjar-
vegginn.“
Þekktu sjálfan þig
„Þekktu sjálfan þig, þekktu upp-
runa þinn, þekktu sögu þína,
þekktu rætur þínar,“ sagði Þór
Magnússon, þjóðminjavörður.
Hann sagði Vesturfarasetrið ekki
aðeins myndu kenna Islendingum
sjálfum að þekkja sjálfa sig, held-
ur og einnig kenna okkur að
þekkja þá sem héðan fóru - þá
sem ýmissa orsaka, m.a. veður-
farslegra, vegna hefðu ekki séð
sér fært að búa hér lengur - og
hefðu því leitað annnað og stofnað
nýtt samfélag - en þó áfram um
langa hríð verið góðir íslendingar.
Þór sagði opnun Vesturfaraset-
ursins vera merkan atburð í ís-
lensku menningar- og safnastarfi.
minni, sem á þó engar rætur hér,
finnst afar gaman að koma til ís-
lands og ekki dregur það úr okk-
ur,“ sagði Loris í samtali við
blaðamann.
Loris kveðst rækta tengsl sín
við Island með margvíslegu móti.
Hann segist til að mynda eiga
tvær hljómplötur með Karlakóm-
um Heimi, sem hann hlusti oft á.
Þá eigi hann nokkrar íslenskar
bækur - sem séu þó torf að lesa,
enda sé íslenskan erfitt mál að
læra. Þó kveðst Loris vonast til að
úr slakri íslenskukunnáttu sinni
rætist með tíðari ferðum sínum
hingað til lands - og þá auknum
tengslum við fólkið í landinu.
Hann sagðist hafa skoðað gamla
kaupmannahúsið á Hofósi fyrir
nokkmm árum og talið það ekki
eiga langa lífdaga fyrir höndum.
Síst hefði sig þá órað fyrir að þar
yrði jafn merkri starfsemi komið á
fót og nú er orðið. Jafnframt vitn-
aði Þór til að fyrri tíðar Skagfirð-
ingar hefðu talið það gæfu sína og
ígildi Guðs að þeim var sendur
Henderson kaupmaður - og hið
sama mætti segja nú; það væri
mikil gæfa fyrir íslenskt safnastarf
að njóta krafta manna sem Val-
geirs Þorvaldssonar, sem er for-
vígismaður að opnun Vesturfara-
setursins, en að því stendur form-
lega einkahlutafélagið Snorri Þor-
finnsson.
200 þúsund manns
Fyrir utan merka sögusýningu um
Vesturferðir íslendinga er í Vest-
urfarasetrinu aðstaða og gagna-
banki fyrir þá sem kynna vilja sér
uppruna og ættir þeirra sem fluttu
vestur um haf. Það var að stærst-
um hluta fólk af Austur- og Norð-
urlandi, þar á meðal mikið úr
Skagafirði og er Vesturfarasetrinu
því vel valinn staður á Hofósi.
Kunnugir telja að um 200 þúsund
manns vestanhafs eigi rætur sínar
að rekja hingað til lands og að
sögn kunnugra er áhugi meðal
rnargra úr þessum hópi að kynna
sér uppruna og ættir - og annað
það sem tengist „gamla landinu“.
-sbs.
Verkfærabíllinn
verður á Norðurlandi 10.-16. júlí og heimsækir
verkstæði og stærri vinnustaði.
Bændur og þeir aðilar sem vilja fá bílinn í heimsókn hafi
samband í síma 4613000.
Kynnum nýjungar í vönduðum verkfærum - fatnaði fyrír
fyrirtæki og vinnustaði og fleira.
Takið vel á móti USAG bílnum
- það borgar sig!
Nöldurhf. ELLINGSEN HF.
Loris Johnscn, formaður Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, ásamt
Gdidh, eiginkonu sinni. Mynd: -sbs.
Loris Johnsen, formaður Þjóðræknis-
félags Islendinga í Vesturheimi:
,,Finn sterkt að ég
er íslendingur"