Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 09.07.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 9. júlí 1996 ÍÞRÓTTIR Sjúkrabíll á hótelið Óvenju mikið var um meiðsl á Pollamótinu. Fimm þurftu að fara á sjúkrahús til að láta huga að meiðsl- um sínum sem ekki voru alvarleg. Eitt dœmi var þó til um að sjúkrabíllinn hafi verið misnotaður. Hringt var á sjúkrabíl á laugardaginn og þegar knattspymu- maðurinn steig út í bflinn heyrðu nokkrir hann segja: „Hótel Harpa plís.“ Reyndist knattspymumaðurinn þó vera orðinn auralaus. Vildi ekki spila í 2. deild Bjöm Bjartmarz úr Víkingi var valinn besti sóknar- maður mótsins og hann var einnig langmarkahæstur. Bjöm ákvað það þegar í vor að vera með á Pollamót- inu, en þá tilkynnti hann knattspymudeild félagsins að hann mundi ekki spila með 2. deildarliði félagsins fyrr en eftir Pollamótið. Ástæðan er sú að þeir sem hafa verið á meistaraflokksskýrslu í sumar em ekki gjaldgengir á mótið. Það má því fastlega búast við því að þessi mikli markaskorari sjáist á leikskýrslu hjá meistaraflokki Víkings á næstunni. Meira um barnafólk Rúmlega þrjú hundruð manns mættu á lokahófið og svo virðist sem þátttaka í það fari minnkandi á sama tíma og mótið nýtur sívaxandi vinsælda. Ástæðan er að öllum líkindum sú að mun algengara er að menn taki konur og böm með og verji frítímanum með fjölskyldunni. Benedikt mótsstjóri Bjami Hafþór var einn af upphafsmönnum Polla- mótsins, ásamt þeim Benedikt Guðmundssyni og Aðalsteini Sigurgeirssyni, fyrrverandi formanni Þórs. Það var fyrir um átta árum eftir að svipuð mót höfðu verið sett á laggimar fyrir yngstu knattspynumenn- ina. Benedikt var mótsstjóri um helgina en keppti einnig í lávarðadeildinni en hann er einn þeirra sem keppt hefur á öllum Pollamótunum. Bjarni Hafþór var markahæsti maður móLsins fyrstu árin en hefur ævinlega verið í veiðiskap þegar mótið hefur verið haldið síðustu ár. Pollamótslagið eldist vel Pollamótslagið nýtur jafnan mikilla vinsælda á mót- inu og var oft spiíað, enda með betri lögum sem sam- in hafa verið fyrir knattspymufélög. Bjarni Hafþór er höfundur lags og texta. Lagið var samið þegar fyrir fyrsta mótið. Nokkrir Þórsarar fóru í hljóðver ásamt söngvaranum Karli Örvarssyni. ílla gekic að hljóðrita lagið þar sem söngvararnir voru ekki allir mjög lag- vissir, þó það heyrist ekki í endanlegri gerð lagsins. Fara snemma í háttinn Á upphafsárunum voru eingöngu lið frá íþróttafélög- unum en það hefur færst í vöxt að ýmsir félagshópar smali í lið og sendi á mótið. Dæmi um eitt slíkt er Atlavík, skýrt eftir samnefndu fyrirtæki á Eskifirði. Eigandi fyrirtækisins greiðir jafiiframt allan ferða- kostnað liðsmanna, gegn því að þeir fylgi þeim regl- um sem hann setur. Til að mynda þurfa liðsmenn að hlýta algjöru áfrengisbanni auk þess sem þeir þurfa að vera farnir í háttinn fyrir klukkan 23. Vill fleiri stóla Séra Pétur Þórarinsson hefur gjaman verið einn af litríkari mönnum mótsins. Hann hefur aðeins misst af einu móti og sendi þá gínu fyrir sig og þekkt eru ummæli hans eftir þriðja Pollamótið, þegar hann sagðist aldrei hafa jarðað jafn marga á einum degi. Pétur sem nú er í hjólastól hélt ræðu á lokahóftnu í íþróttahöllinni og talaði þá fyrir minni kvenna. Hann sagðist aldrei hafa orðið jafn var við það eins og á mótinu hvað konur horfðu mikið á hann. Hann hefði síðan komist að því að áhugi þeirra hefði ekki beinst að honum sjálfum, heldur hjólastólnum sem hann var í. Lagði hann til við mótsnefndina að keyptir yrðu stólar fyrir kvenfólkið. Stigin í riðlakeppninni á Pollamóti Þórs Stig liða í riðlum: A-riðill: Grótta 11, Víðir 10, Fram 8, Dalvik 6, Atiagrautur 3, Austri I. B-riðill: Víkingur R. 13, ÍR 11, TBA 10, Atlavtk 4, Efling 3, Grótta B 1. C-riðill: Víkverji 15, KR 10, Einherji 8, Grundarfjörður 6, ÍBK 3, Tindastóll 1. D-riðill: Haukar 10, Bolungarvík 10, KR-B 8, Reynir 8, B 1903 5, VölsungurO. E-riðill: Fylkir 13, KS 11. Blikar b 8, Vaskur 7, Þór b 3, HK 0. F-riðill: Verjumar 12, Blikar 10, Þór C 9, Leiknir F. 7, Huginn 4, Garparnir 1. G-riðill: ÍA 10, V-Jónasar 9, Leiknir Rvk. 5, Þór d 2, Glóða- feykir 1. H-riðill: Grindavtk 13, Magni 10, Þróttur 8, Dagsbrún 4, V-Jónasar b 4, UMFA 0. Lávarðadeild: A-riðill: ÍA 13, KR 10, Fylkir 9, Þór 7, Breiðablik 1. Víðir I. B-riðill: Þróttur 16, Víkingur 11, KA 9, Fram 8, UMFA 5, BVV5.HV3. Liðsmenn Pollaliðs KR fögnuðu sigri á mótinu með eftirminnilegum hætti á lokahófinu. Tvöfalt hjá KR Lífiö er fótbolti! Lífið er fótbolti, - alit annað er smáatriði var ritað á keppnistreyjurnar hjá liði TBA, Tennis- og badmintonfélags Akureyrar, eitt af hinum svo- kölluðu heimatilbúnu liðum á Pollamótinu. Hvort þessir kappar hafa einhvern tímann haldið á tennis- og badmintonspöðum skal ósagt látið en þeir kunnu ýmislegt fyrir sér í boltasparki. Hvað sógðu keppendur á Pollamótinu? KR-ingar stóðu uppi sem sigur- vegarar í báðum flokkunum á Pollamóti Þórs og Bautabúrsins sem lauk á laugardaginn. KR mátti þola töp í báðum flokkun- um í riðlakeppninni, en svo virð- ist sem Reykjavíkurliðið hafi haft meira þrek en andstæðing- arnir þegar í útsláttarkeppnina var komið. Alltaf gaman ,,Ég varð fertugur um daginn og er stoltur af aldrinum,“ sagði Jakob Pétursson, ein helsta sprauta KR- inga í eldri flokki, sem kom á mótið í fimmta sinn og keppir í fyrsta sinn í lávarðaflokki, 40 ára og eldri. Keppnin varð reyndar skamm- vinn hjá Jakobi því hann meiddist á fæti þegar nokkrar mínútur voru liðnar af fyrsta leiknum og lék ekki með eftir það. „Ég stökk upp og lenti á stórri þúfu, með þeim afleiðingum að sprunga kom í beinið. Það er samt alltaf stórkostlega gaman að koma hingað og þetta mót hefur haft mjög mikið að segja fyrir allt hóp- starf í félaginu og bindur okkur saman, sem erum í eldri flokki." - En æfðu Jakob og félagar stíft fyrir Pollamótið? „Við höfum æft tvisvar í viku, einu sinni á KR-vellinum sem er jafnslétta eins og „golfgrín" og einu sinni á háskólatúninu sem er svipað þúfnabarð eins og héma. En við eigum því að þekkja þessar aðstæður vel,“ sagði Jakob, einn tólf KR-lávarða á mótinu. Aðalmót ársins „Það hefur enginn okkar spilað á 1. deildarplani. Þetta er eina mótið sem við tökum þátt í og því aðal- mót ársins. Maður hittir sömu andlitin ár eftir ár og þegar maður er á ferð um landið, hittir maður oft einhverja sem maður hefur verið að sparka í á síðasta Polla- móti,“ sagði Hallgrímur Ingólfs- son, einn liðsmanna Verjanna, Akureyrarliðs sem hafnaði í 4. sæti Pollamótsins eftir tap í víta- spymukeppni gegn ÍR. Arangur- inn er sá besti hjá liðinu í þremur tilraunum og reyndar vom Verj- umar óopinberir Norðurlands- meistarar Pollamótsins að þessu sinni. „Það er ótrúlegt harðfylgi og leikgleði hjá leikmönnunum í lið- inu hjá okkur og við eigum örugg- lega eftir að lenda í Lávarðadeild- inni fyrir rest. Álagið er mikið, við emm flestir orðnir haltir og sárir og markvörðurinn okkar þurfti að fara í aðgerð því hann fingurbrotnaði í gær,“ sagði Hall- grímur. Aðspurður um nafnið á liðinu, sagði hann að það væri oft mis- skilið. „Þetta er í raun færeyskt nafn og þýðir varnarmennimir. Fyrsta liðið sem við spiluðum við í gær, Garparnir, vissu ekki af því. Þeir lágu í sókn allan tímann en gleymdu vöminni og við skoruð- um ellefu mörk gegn þeim.“ Tími til að breyta fyrirkomulaginu „Þetta er annað mótið mitt. Það var frábært í fyrra og mjög skemmtilegt núna. Mér finnst þó tími til kominn að breyta fyrir- komulagi á keppninni,“ sagði Ámi Jakob. Árni Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður með IA, sem einnig lék með Stjömunni. „Það voru fjórir riðlar í Lá- varðadeildinni og það hefði ekki þurft að spila alla riðlana á sama tíma, það hefði verið betra að ljúka til dæmis riðlakeppninni á skemmri tíma svo menn þurfi ekki að eyða heilum degi í að bíða eftir leikjum. Við mættum til leiks með tvö lið, leikandi spilara en kom- umst ekki áfram í keppninni, að mínu áliti vegna þess að lið geta komist upp með að spila stífan vamarleik og hagnast á því. Ég held að það væri til bóta ef mörkin væru stækkuð, þetta er að verða eins og innanhússfótbolti, frekar staðnað,“ sagði Árni, sem á 50 A- landsleiki að baki. í Lávarðaliði IA voru einnig meðal annars Karl Þórðarson, Þröstur Stefánsson og Matthías Hallgrímsson, allt þekktir kappar, enda áttu liðsmenn Akraness sam- tals rúmlega 200 landsleiki að baki. Þetta var 8. Pollamótið sem haldið hefur verið og hefur fjöldi keppenda aldrei verið meiri, 60 lið voru skráð til þátttöku og fótbolta- mennimir um 750 talsins. I yngri flokknum, Pollaflokkn- um, þar sem keppendur eru frá 30- 39 ára aldurs mættust KR og Reynir í Sandgerði í úrslitaleikn- um og sigraði Reykjavíkurliðið nokkuð örugglega 4:1. ÍR-ingar hrepptu þriðja sætið eftir sigur í vítaspymukeppni gegn Verjunum 2:1 eftir markalausan leik liðanna. KR-ingar mættu Fylki í úrslita- leik Lávarðaflokksins og KR sigr- aði 1:0. Þróttur frá Reykjavík hafnaði í þriðja sæti með sigri á Akranesi. Mótinu var slitið með lokahófi í íþróttahöllinni. Rúmlega 300 keppendur snæddu kvöldverð og á eftir honum fylgdi verðlaunaaf- hendingin. Óhætt er að segja að stemmningin hafi verið mjög góð og nýkrýndum meisturum var fagnað með lófaklappi. Pollunum hjá KR munaði til að mynda ekki um að taka nokkra sigurhringi á gólfinu. Stigin í riðlunum Stig liða í riðlum: A-riðilI: Grótta 11, Víðir 10, Fram 8, Dal- vík 6, Atlagrautur 3, Austri I. B-riðill: Víkingur R. 13, ÍR 11, TBA 10, Atlavík 4, Efling 3, Grótta B 1. C-riðiII: Víkverji 15, KR 10, Einherji 8, Grundarfjörður 6, ÍBK 3, Tindastóll 1. D-riðill: Haukar 10, Bolungatvík 10, KR- B 8, Reynir 8, B 1903 5, Völsungur 0. E-riðill: Fylkir 13, KS 11, Blikar b 8, Vaskur 7, Þór b 3, HK 0. F-riðiII: Verjumar 12, Blikar 10, Þór C 9, Leiknir F. 7, Huginn 4, Garpamir 1. G-riðill: ÍA 10, V-Jónasar 9, Leiknir Rvk. 5, Þór d 2, Glóðafeykir 1. H-riðill: Grindavík 13, Magni 10, Þróttur 8, Dagsbrún 4, V-Jónasar b 4, UMFA 0. Lávarðadeiid: A-riðill: ÍA 13, KR 10, Fylkir 9, Þór 7, Breiðablik 1, Víðir 1. B-riðiII: Þróttur 16, Víkingur 11, KA 9, Fram 8, UMFA 5, BVV 5, HV 3. Skaphundar og fleira fólk Ymsar viðurkenningar eru veittar leikmönnum Pollamótsins, til að mynda eru valdir bestu leikmenn í polla- og lávarðaflokki og skap- hundar mótsins valdir, en það eru þeir sem hafa það ríkulegt keppn- isskap að tekið er eftir. I pollaflokknum var Víkingurinn Bjöm Bjartmarz valinn besti sóknar- maðurinn og samherji hans Gunnar Öm Gunnarsson besti vamarmaður- inn. Karl Þórðarson frá ÍA var valinn besti sóknarmaðurinn í lá- varðaflokki, Gunnar Austfjörð úr Þór besti vamarmaðurinn og Ámi Stef- ánsson úr Tindastóli besti markvörð- ur. Skaphundamir voru valdir þeir Sigurbjöm Viðarsson úr Magna í pollaflokknum og Guðjón Hilmars- son úr KR í lávarðaflokki. Það voru leikmenn sjálfir sem sáu um að greiða atkvæði og verðlaunin voru veitt á lokahófinu á laugardagskvöld. Hallgrímur Ingólfsson, hinn lipri leikmaður Verjanna er hér kominn í skotfæri en markvörður ÍR-inga sá við hon- um í þetta sinn. Leikurinn var markalaus og Hallgrími og félögum gekk illa að skora í vítaspyrnukeppninni í kjöl- farið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.