Dagur - 12.07.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 12.07.1996, Blaðsíða 3
FRETTIR Föstudagur 12. júlí 1996- DAGUR-3 ■j ' Forráðamenn Sólarfilmu, þeir Þórhallur Birgisson og Birgir Þórhallsson, og Helga Lilja Björnsdóttir og Sigurbjörg Sverrisdóttir frá Glaðni-Iistsmiðju, fagna samstarfssamningi. VlÐBRÖGÐ VIÐ Ú.A. MÁLINU Ásættanlegt miðað viö aðstæður - segir Sigurður J. Sigurðsson, oddviti sjálfstæðismanna Sigurður J. Sigurðsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akureyrar, sagðist nokkuð sáttur með niðurstöðu bæjar- ráðs í ÚA-málinu, hún sé ásættanleg miðað við aðstæður, enda mætti segja að á þessum tímapunkti hefði varla verið hægt að komast að annarri skárri, eins og hann orðaði það. „I fyrsta lagi var ljóst að Ak- ureyrarbær myndi ekki nýta sér forkaupsréttinn að þessu nýja hlutafé og bein afleiðing af því var að bærinn yrði minnihluta- eigandi í fyrirtækinu. í öðru lagi er ljóst að skuldir framkvæmda- sjós verða ekki greiddar niður nema með því að selja hlutabréf í eigu Akureyrarbæjar. í þriðja lagi hefur gengið á bréfunum hækkað verulega að undanfömu og til þess að fá sem mest fyrir bréfin í sölu er sjálfsagt rétti tím- inn til þess núna. Einnig er mik- ilvægt að kom- ast út úr allri þeirri umræðu sem verið hefur um þessi bréf og eignarhald bæjarins í fyrir- tækinu,“ sagði Sigurður. - Hvað um þessa upphœð sem á að selja? „Mér finnst að annað hvort eigi bærinn að marka sér þá stefnu að eiga þarna 20% og láta bæjarbúa vita að það sé stefnan, eða þá að selja allt. Hins vegar held ég að menn gangi til þessa gjörnings núna með mjög mis- jöfnu hugarfari, þ.e. sumir telja þetta áfanga að því að selja allt saman og aðrir vilja halda í þessi 20%. Mér finnst galli að ekki skuli vera fastar tekið á því hvemig menn vilja sjá hlutina í nánustu framtíð, þó enginn geti auðvitað skrifað upp á neitt til lengri tíma,“ sagði Sigurður. „Þessi forkaupsréttur til handa almenningi á Akureyri er einhver leið til að ná sáttum við þau sjónarmið að Akureyrarbær ætti áfram að eiga stóran hlut. í sjálfu sér hef ég ekki athugasemd við það en hef hins vegar áhyggjur af því að það leiði ekki til þess að menn fái hæsta mögulega verð. Það er auðvitað ákaflega mik- ilvægt að koma framkvæmda- sjóði út úr þeirri stöðu sem hann hefur verið í og jafnframt ljóst að önnur ráð en að selja hlrta ÚA- bréfanna hafi ekki verið fyrir hendi. Hins vegar hefur menn greint á um leiðir og margt sem bent hefur verið á í því sam- bandi, sem til allrar hamingju hefur ekki verið framkvæmt,“ sagði Sigurður. HA Útfærslan skiptir máli - segir Sigríður Stefánsdóttir, oddviti Alþýðubandaiagsins „Það var lögð þarna fram til- laga á fundinum sem ekki var búið að kynna áður þannig að henni var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Það liggur auð- vitað fyrir að meirihlutinn er henni sammála. Ég aftur á móti vil gjarnan ræða þessi mál í flokknum áður en ég sker úr um hvernig brugðist verður við,“ sagði Sigríður Stefáns- dóttir, oddviti Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjórn Akureyr- ar, aðspurð um viðbrögð við lendingunni í málefnum ÚA. „Ég get sagt að þama kemur í annað sinn á hálfu ári fram stefnumótun meirihlutans. í fyrra skiptið átti að selja öll hluta- bréfin, nú á að selja helming- inn. I þessari tillögu er raunar ekki nánari út- listun á því hvemig að því skuli staðið eða hvert framhald- ið verður með eign bæjarins. Ég á því von á að afstaða okkar ráð- ist að nokkru leyti af því. Við vorum á því í vetur að það hefði verið farið ansi bratt af stað og betra hefði verið að hugsa málið aðeins betur áður. Þetta er því meira í takt við það sem við vor- um að segja þá. Mér finnst skipta miklu máli hvert framhaldið á að verða upp á það t.d. hvaða verð fæst fyrir bréfin. Ef meirihlutinn ætlar að selja öll bréfin á kjörtímabilinu þá væri e.t.v. skynsamlegra að gera það allt í einu. Ef aftur á móti á að skilja þama eftir eign, sem við bentum á að væri skyn- samlegt í bili, þá má vel vera að þetta sé það sem heppilegast er að gera. En mér finnst vanta ansi mikla útfærslu á þetta og að okk- ar afstaða hljóti að vera svolítið bundin því hvemig staðið verður að málum,“ sagði Sigríður. HA Sigríður Stefánsdóttir. Framleiðsla á Glaönisvörum hafin á ný á Siglufirði: Sólarfilma tekur aö sér söluna Framleiðsla á minja-, skartgrip- um og barmmerkjum er nú aftur hafin af fullum krafti á Siglu- firði í verksmiðju Glaðnis eftir u.þ.b. árs hlé. Verksmiðjan er nú orðin eign Glaðnis-listsmiðju ehf. og fyrst um sinn verður áherslan lögð á að framleiða þá minjagripi og aðrar vörur, sem best seldust af fyrri framleiðslu- vörum verksmiðjunnar. Þá er og verið að undirbúa framleiðslu á vörum, sem byggja sérstaklega á gamalli íslenskri menningu. „Það er góður grundvöllur fyrir þessari framleiðslu og heilmikið að gera. Það eru framleiddir sömu minjagripir og gert var áður og við munum gera það út þessa sumarvertíð. Við höldum okkar striki í sumar og stokkum síðan upp í haust. Það er þegar byrjað að hanna nýja hluti og við ætlum að ná þeim inn fyrir jólin,“ sagði Sigurbjörg Sverrisdóttir, frá Glaðni-listamiðju, í samtali við Dag. Verskmiðja félagsins er sem fyrr á Siglufirði en markaðsskrif- stofa í Reykjavík. Verksmiðjan er sú eina sinnar tegundar hér á landi en þar hefur m.a. verið framleitt mikið úrval af skartgripum eftir norrænum fyrirmyndum frá vík- ingatíma. Sólarfilma ehf., sem hefur sér- hæft sig með góðum árangri í framleiðslu og sölu á minjagripum í 35 ár, hefur nú tekið að sér að dreifa framleiðsluvörum Glaðnis- listsmiðju ehf. utan höfuðborgar- svæðisins og nýta til þess öflugt sölukerfi sitt. En starfsmenn Glaðnis munu sjálfir sjá um dreif- ingu í Reykjavík og nágrenni og hafa nýlega opnað söluskrifstofu í Reykjavík. Þessa dagana er dreif- ing Glaðnisvaranna að hefjast að nýju. SH KampczcMnátómHxlmeí Kcudcdi^fjcju'i Rik dqe- jfduipA&ncjxl (Kj mecfi culhœtii /IneJeku K.ccjflf JecwujeJet VeA& GxíeÍHl h/i. f.9SO,- ÖnoaA KnHÍjáui oeAckiA, meí (foUatutl luxnjHCuúhhutttúuk jjáAtiufoicfJzvölci ocf flútiaCiePón, 0<ý jélaCfOCi nokka á lcuufaActacfkoöld ILLUGASTAÐIR í FNJÓSKADAL KAFFISALA laugardaga og sunnudaga í sumar kl. 15 til 18. Bjóðum upp á heimabakað brauð, flatbrauð, vöfflur með rjóma og ástarpunga. SIJNDLAUGIN er opin alla daga frá kl. 10 til 19. Þar eru heitir pottar og gufubað. Frítt fyrir 5 ára og yngri, 6 til 12 ára kr. 70, 13 ára og eldri kr. 150. MINIGOLF á staðnum og er opið á sama tíma og sundlaugin. Verið ávallt velkomin! STARFSFÖLK ILLUGASTAÐA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.