Dagur - 12.07.1996, Blaðsíða 7

Dagur - 12.07.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. júlí 1996 - DAGUR - 7 Þættir úr reisubók Hjörleifur Hjartarson skrifar taugatitring sem þeir ensku nefna „crazy cow decease“ þó ekki þuifi að bætast við samviskubit og sjálfsásökun yfir því að hafa sett Evrópusambandið út af sporinu, hleypt illu blóði í stjómmálamenn beggja vegna Ermasundsins og or- sakað almennt lystarleysi á hamborgurum og öðru kjötmeti kúakyns víða um lönd. Slíkt er ekki auðvelt að rogast með á samviskunni, sérstaklega ekki fyrir viðkvæmar skepnur eins og kýr. Hér í Frankaríki hafa menn sem kunnugt er betri og fágaðri matarlyst en gengur og gerist meðal annarra þjóða en nú finna menn eitthvert Kreutzfelt-Jakob-bragð af flestu kjötmeti og einhver pólitískur óþefur spillir fyrir þeim mar- gréttuðum hádegismatnum. Steikhús og hamborgarasjoppur keppast við að auglýsa „kjöt af kúnum okkar“ (þ.e.a.s. frönskum kúm) og argentínskt eða bandarískt hráefni en mæta þó skilnings- og lystarleysi meðal borgaranna (þ.e.a.s. franskra borgara). Á íslandi eru kýr líka í sviðsljósinu þó ekki séu þær endilega með „crazy cow decease". Frómir kúabændur ræða um það í fúlustu alvöru að skipta út íslenskum kúm fyrir norskar, sem að sögn Atla á Jarðbrú geta ekki staðið í halla. .Menn tala um þetta eins og þegar þreyttum mönnum er skipt útaf í fótboltaleik fyrir nýja sprækari og leiða rök að því að norskar kusur séu betri í skapinu en þær íslensku. Ég botna nú hreinlega ekkert í þessari umræðu og biðst vægðar fyrir hina málleysingjana. Sjálfur hef ég haft mikil og per- sónuleg kynni af íslenskum kúm og fullyrði hér að þær eru bæði prúðar og stilltar og á því sviði fyllilega samkeppnis- færar við þær erlendu kýr sem við viljum helst bera okkur saman við. Pistill þessi er að vísu ferðapistill og ég hafði hugsað mér að fjalla hér um ýmsar dásemdir Parísarborgar. En kýr leit- uðu einhverra hluta vegna á huga minn og því fór sem fór. Ég ætla því að lokum að láta flakka hér ljóð fyrir böm á öll- um aldri um kúna Huppu Hrund, sem er eftir enska rithöf- undinn Roald Dahl sem er af norskum ættum og eins og fram kemur vel að sér um lundarfar kúa. Frændur oklcar Kínverjar kenna árin sem kunnugt er við ýmis dýr. „Ár rottunnar“, „Ár drekans" o.s.frv. Héma meg- in á hnettinum hafa „Ár konunnar“, „Ár trésins“, „Ár fatl- aðra“ liðið í aldanna skaut og aldrei komið til baka svo vit- að sé. Árið sem nú er að líða ætti með réttu að geta kallast „Ár kýrinnar“ svo mjög sem kýr hafa verið í sviðsljósinu að undanfömu. Sjaldan hefur nokkur skepna valdið jafn mikl- um almennum taugatitringi og alþjóða pólitískum úlfaþyt nema ef vera kynni Löngumýrar-Skjóna. Maður skyldi ætla að blessaðar kýmar ættu nóg með sinn eigin persónulega „Árið sem nú er að líða ætti með réttu að geta kallast „Ár kýr- innar“ svo mjög sem kýr hafa verið í sviðsljósinu að undan- förnu. Sjaldan hefur nokkur skepna valdið jafn miklum almenn- uin taugatitringi og alþjóða pólitískum úlfaþyt nema ef vera kynni Löngumýrar-Skjóna.“ Kýrin Hlustið börn og heyrið nú um hreint sagt ótrúlega kú. Sú var kölluð Huppa Hrund er hjá okkur hún dvaldi um stund. Hún vildi eins og vonlegt er vera eins og kýrnar hér en allir sáu að víst hún var vansköpuð um lendarnar. Beggja vegna hryggjar héngu hnúðar sem að líktust engu. Við urðum samt að vonum hlessa er vöxtur hljóp í hnúða þessa. Og eftir mánuði eina jrrjá (Eg sá það gerast, svei mér þá!) báðir hnúðar hrukku í sundur. (Og hjálpi mér) það gerðist undur! Það spruttu upp vængir - voða kylfur sem glitruðu eins og gull og silfur. Kú með vængi. - Vængjakú vissi ég enga fyrr en nú. Vængjum blakaði Huppa Hrund og hóf sig upp af sléttri grund. Með virðulegum vængjatökum sem valur yfir húsaþökum sveif hún um í alls kyns hlykkjum og æsilegum bakfallslykkjum. Brátt var hún sýnd í Sjónvarpsfréttum svífandi með miklum fettum. Svo tóku að streyma milljón manns að mynda þennan himnadans. Þeir æptu „Kýrin kann að fljúga! Vá!! þeir voru ekki að ljúga.“ Þeir hoppuðu og hlógu mikið en fóru aldrei yfir strikið. Nema einn svo ári ljótur, frá Afganistan var sá þrjótur. Þarna mitt í mannþrönginni maðurinn jós af reiði sinni. „Hvað ert þú heimska belja að bralla? Ert’ ekki með öllum rnjalla?” Huppa heyrði öll hans org sem ómuðu um stræti og torg. „Je minn,“ sagði hún, „sá er dóni. Og ljótur, þessi lassaróni.“ Svo tók hún dýfu á heljarhraða. Á hundrað lét hún skotið vaða. „Árás!“ sagði hún „Ella mella. Eigðu þetta“ - KÚADELLA!! Myndlistaskólinn á Akureyri: Með skaparans lagi Sumarnámskeiðin í Myndlistaskólanum undirbúin; Helgi Vilberg, Guö- mundur Ármann og Rósa Kristín Júlíusdóttir. Myndlistaskólinn á Akureyri verður með sumamámskeið í ár og hefst fyrsta námskeiðið 17. júlí. Námskeiðin eru hugsuð sem nokkurs konar viðbót við þau námskeið sem eru í skólanum á vetuma og segir Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistaskólans, að með þessu sé verið að lengja tíma- bilið þar sem fólki gefist kostur á að nema myndlist. Námskeiðin verða í tveimur hálfs mánaðar hlutum og er fyrri hlutinn ætlaður fullorðnum en í þeim síðari verður kennsla fyrir böm og fullorðna. Sumamámskeiðin taka yfír styttri tíma en vetramámskeiðin því í sumar sækja nemendur tímana dag eftir dag en ekki einu sinni í viku. „Þessi námskeið eru fyrir þá sem alltaf hefur langað til að læra myndlist en ekki gefið sér tíma til þess.“ Kennarar verða fimm og á þeim margvíslegu námskeiðum sem þeir verða með em kennd undirstöðuatriði hverrar greinar innan myndlistarinnar. Guðmund- ur Ármann segir að mikil ásókn sé í myndlistamám og því sé greini- lega þörf fyrir námskeið sem al- menningur getur sótt allan ársins hring. Guðmundur verður með námskeið í módelteiknun og mál- un, grafík, einþrykki og andlits- teikningu og segir að stundum komist færri að en vilja. „Það má segja þetta ætlað fyrir þá sem hugsa sér að leggja út á sjón- menntabrautina en eins getur þetta verið nokkurs konar endurmennt- un fyrir kennara.“ Guðmundur í námskeiðunum fyrir börnin er ekki eingöngu lögö áhersla á mynd- sköpun heldur líka listasögu, list- gagnrýni og fagurfræði. Börnin ræða um listina og velta fyrir sér spurningum um eðli listar. segir kennsluna byggja á hefð- bundnum aðferðum og að það sé einna helst einþrykkið sem er nýtt. „Þetta er sérstök aðferð innan grafíkur en samt á mörkum þess að vera teikning og er frábrugðið grafískri aðferð að því leyti að einungis er hægt að taka eitt þrykk eins og nafnið ber með sér. Börnin og Picasso Námskeiðin fyrir böm em tví- skipt, annars vegar fyrir 7-10 ára nemendur en hins vegar fyrir ald- urshópinn 19-12 ára. Rósa Kristín Júlíusdóttir sem ætlar að kenna bömunum segir kennsluna vera í anda svokallaðrar DBAE aðferð- ar, discipline-based-art-education. „Þetta gæti kallast myndlista- kennsla sem fræðigrein á íslensku og byggir á því að ekki er eingöngu lögð áhersla á mynd- sköpun heldur líka listasögu, list- gagnrýni og fagurfræði. Bömin ræða því um listina og við veltum fyrir okkur spumingum um eðli listar." Rósa segir að einnig verði farið með bömin í vettvangsferðir þar sem þau vinna skissur og full- vinna síðan í skólanum. Verkefnið sem bömin eiga að glíma við tengist Pablo Picasso og auk þess að kynnast honum sem málara vinna þau sérstaklega með málverkið Næturveiðar í Antibes. „Með þessu móti skyggnast þau inn í listasöguna og kynnast lítil- lega nokkrum af óteljandi vinnu- aðferðum Picassos." En hvemig finnst bömunum list Picassos? „I námskeiðunum leggjum við áherslu á jákvæða gagnrýni bæði þegar bömin gagnrýna hjá hvert öðru og eins þegar um verk eftir þekkta málara er að ræða. Gagn- rýnin er auðvitað fremur einföld hjá yngri bömunum og felst aðal- lega í tjáningu um hvað það er í myndinni sem þeim finnist fallegt. Eftir því sem þau eldast verður þetta aðeins flóknara. Það er mis- jafnt hvemig bömin upplifa verk Picasso ef þau eru á þeim aldri að finnast raunsæi fallegt og rétt þá leitar maður fremur í raunsæis- verk málarans." Rósa segir til- ganginn með kynningum á verk- um Picasso ekki vera að bömin líki eftir verkunum heldur eigi listaverk hans að opna á mögu- leika fyrir túlkun tilfinninga. Útgáfa á netinu I sumar verður í fyrsta sinn boðið upp á heimasíðugerð fyrir lista- menn. Farið verður í helstu atriði Alnetsins og er áhersla lögð á möguleika listamanna til útgáfu á Veraldarvefnum. Helgi Vilberg sem kennir á þessu námskeiði seg- ir mjög marga vera með myndlist- armenntun í landinu sem langi til að bæta við sig og fylgja þeim gíf- urlegu breytingum sem eru að eiga sér stað. „Með Intemettækn- inni skapast möguleikar fyrir lista- menn að kynna verk sín og afla sér upplýsinga um listastarfsemi annars staðar. Það er því mikil- vægt fyrir fólk með skapandi hugsun að læra að nýta sér þessa möguleika. Nú er talað um útgáfu á netinu ekki síður en í prentmiðl- um og augu manna beinast í aukn- um mæli að þessum öfluga miðli, sem á eftir að umbylta öllum sam- skiptaháttum áður en langt um líð- ur.“ Helgi segir að það sé mjög mismunandi hvað vaki fyrir fólki sem sækir námskeiðin. „Sumir ætla sér að prufa þetta ánægjunnar vegna en aðrir eru t.d. að undirbúa sig fyrir einhvers konar sjónlistar- nám.“ Hann segir að síðasta vetur hafi yfir þrjú hundruð manns verið á námskeiðunum og þar af hafi tæplega helmingur verið böm. í sumar verða námskeið í hluta- teiknun, módelteiknun, skrift og leturgerð, grafík eða einþrykki, andlitsteiknun, umhverfi og vatns- litum, Intemetinu - heimasíður fyrir listamenn og tölvugrafík. Hægt er að nálgast upplýsingar um námskeiðin og starf skólans á Alnetinu http://akureyri.ismennt. is/~hvh mgh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.