Dagur - 12.07.1996, Blaðsíða 15
IÞROTTIR
Föstudagur 12. júlí 1996- DAGUR- 15
FROSTI EIÐSSON
Óli Þór í
Tindastól
Óli Þór Magnússon, fram-
herjinn gamalkunni úr
Keflavík, er genginn til liðs
við Tindastól á Sauðárkróki
og leikur fyrsta leik sinn með
liðinu í kvöld.
Óli Þór kemur væntanlega
til með að styrkja ungt lið
Tindastóls en liðið er í topp-
baráttu Norðurlandsriðils 4.
deildar. Þar eru þrjú lið efst og
jöfn, KS, Tindastóll og Magni
og mótið er hálfnað.
Óli Þór er 33 ára og á 184
1. deildarleiki að baki og hefur
skorað 59 mörk. Hann lék með
ÞÖr á Akureyri eitt tímabil og
skoraði þá tvö mörk í 16 leikj-
um. Óli Þór átti magurt tímabil
í Keflavík í fyrra, þar sem
hann skoraði aðeins 4 mörk en
þar á undan var hann næst
markahæstur í 1. deild tvö
tímabil í röð - skoraði 15
mörk 1993 og 1994
Óli Þór hætti með Keflvík-
ingum fyrir skömmu vegna
ósættis við þjálfara og ákvað í
gær að ganga til liðs við
Tindastól. Hann leikur sinn
fyrsta leik með liðinu gegn SM
á Hörgárvelli í kvöld.
Knattspyrnan
um helgina
Föstudagur:
3. d. ka Dalvík-Grótta kl. 20
4. d. ka. Neisti-Magni kl. 20
4. d. ka. SM-Tindastóll kl. 20
2. fl. ka. ÍBV-KA kl. 20
2. fl. ka. Leift/KS/Dalv-Þór kl. 20
Laugardagur:
2. d. kv. Tindastóll-KS kl. 14
4. d. ka. Hvöt-KS kl. 14
2. fl. ka Tindastóll-Grindav. kl. 16
Sunnudagur:
2. d. ka. KA-Skallagrímur kl. 18
2. fl. kv. Leiftur/Dalv-KS kl. 14
Mánudagur:
1. d. kv.lBA-KR kl. 20
2. d. ka. Völsungur-Þór kl. 20
3. fl. kv. Tindastóll-Dalvík kl. 20
4. fl. ka Tindastóll-Þór kl. 17
4. fl. ka KS-KA kl. 17
6. flokkur polla:
Riöill á Blönduósi
Riðlakeppni Pollamótsins, - ís-
landsmótsins í 6. flokki
drengja verður haldin víða um
landið um helgina. Á Norður-
landi fer keppnin fram á
Blunduósi og keppt verður
bæði laugardag og sunnudag.
Átta félög senda A-lið til
keppni, en það eru Hvöt, Tinda-
stóll. Þór, KS, KA, Völsungur,
Leiftur og Dalvík. Sjö B-lið
verða í keppninni, því Hvöt
sendir aðeins eitt lið til leiks.
Knattspyrna -1. deild karla:
Leiftursmenn fundu rétta taktinn
- sóknarleikurinn small saman og Fylkir lagt að velli
Leiftur vann góðan sigur á Fylki
í Ólafsfirði í gærkvöldi, 2:1, þar
sem skemmtilegur og opinn síð-
ari hálfleikur gladdi heimamenn
og gaf þeim von um að sóknar-
broddurinn væri kominn aftur í
liðið en Leiftursmönnum hefur
gengið afleitlega að skora að
undanförnu. Staðan í leikhléi
var markalaus en heimamenn
voru sterkari og ákveðnari í síð-
ari hálfleik og sáust þá taktar
sem Ólafsfirðingar voru farnir
að venjast frá sínum mönnum
fyrr í sumar.
„Það er jákvætt að baráttan var
Gunnar Oddsson, fyrirliði Leifurs, stýrði sínum mönnuni til sigurs gegn
Fylki í gær. Mynd: BG
til staðar og við hefðum hæglega
getað skorað tvö til þrjú mörk í
viðbót. Menn voru ákveðnir að
leggja sig fram þar sem nú er tíu
daga frí í næsta leik og við urðum
að uppskera þrjú stig, sem við og
gerðum," sagði Gunnar Már Más-
son, sem skoraði sigurmark Leift-
urs í gær.
Fyrri hálfleikur var frekar dauf-
ur og fátt var um færi. Spilið var
stirt og leikmönnum gekk illa að
opna vamir andstæðinganna. Leif-
ursmenn voru þó nálægt því að
skora á 15. mínútu en tvívegis
björguðu gestirnir á síðustu
stundu. Það sem eftir lifði voru
heimamenn meira með boltann en
Fylkir fékk betri færi og Atli
Knútsson, markvörður Leifturs
varði eitt sinn meistaralega frá
Kristni Tómassyni.
í seinni hálfleik opnaðist leik-
urinn og var skemmtilegri. Leift-
ursmenn voru mun sterkari og
fengu nokkur hættuleg færi. Rast-
islav Lasorik og Pétur Bjöm
fengu góð færi snemma hálfleiks-
ins og á 10. mínútu kom fyrsta
markið. Gunnar Már átti þá send-
ingu á Baldur Bragason, sem var
einn og óvaldaður í vítateig Fylkis
og vippaði yfir Kjartan Sturluson,
markvörð Fylkis. En Adam var
ekki lengi í Paradís því Fylkis-
Knattspyrna - 8-liöa úrslit Mjólkurbikarsins:
ÍBA-stúlkurnar féllu
út í vítaspyrnukeppni
„ V ítaspyrnukeppni eru alveg
eins og að kasta krónu upp í
loftið. Heppnin ræður og stelp-
urnar voru óheppnar í kvöld,
þær létu verja hjá sér,“ sagði
Hinrik Þórhallsson, þjálfari
ÍBA, eftir að lið hans hafði fallið
úr Mjólkurbikarkeppni kvenna í
fyrrakvöld í vítaspyrnukeppni
gegn í A á Akranesi.
Jafnt var eftir hefðbundinn
leiktíma, 0:0 og því var framlengt
um 2x10 mínútur. Liðunum tókst
ekki að skora og því var gripið til
vítaspymukeppninnar til að fá
fram úrslit. Hjördís Úlfarsdóttir
skoraði úr fyrstu spymu ÍBA, en
þrjár næstu spymumar hjá ÍBA
fóru forgörðum. Harpa Mjöll Her-
mannsdóttir skaut yfir markið og
markvörður ÍA varði vítaspymur
frá Hörpu Frímannsdóttur og
Ragnheiði Pálsdóttur. Maren Eik
Vignisdóttir, markvörður IBA,
varði eina spymu, en þeim Magn-
eu Guðlaugsdóttur, Guðrúnu Sig-
ursteinsdóttur og Áslaugu Áka-
dóttur tókst að skora úr sínum
spymum.
Fyrirliði ÍBA, Ragnheiður
Pálsdóttir, var mjög vonsvikinn
eftir leikinn. „Þetta var mikil bar-
átta, við fengum 2-3 dauðafæri og
áttum að vera búnar að gera út um
leikinn. Það var hins vegar ekkert
að gerast í framlengingunni og
það er svekkjandi að þetta skyldi
fara svona í vítaspymunum, ekki
síst eftir að vera búnar að keyra
alla þessa leið,“ sagði Ragnheiður.
Keppnisferðalag IBA-liðsins tók
14 tíma. Hópurinn lagði af stað
Ólafsfjöröur:
Tröllaskagaþríþraut á morgun
Skíðadeild Leifturs mun halda
Trölllaskagaþríþraut í samvinnu
við fleiri aðila á morgun, í
tengslum við norrænt vinabæja-
mót, sem nú stendur yflr í Ólafs-
firði.
Þrautin felst í því að hlaupið
verður frá ráðhúsinu á Dalvík upp
Böggvisstaðadalinn og yfir
Reykjaheiði og niður að Reykjum
í Olafsfirði. Þaðan verður hjólað
eftir gamla þjóðveginum sem
liggur í vestanverðum firðinum og
niður í bæ.
Keppt verður í flokkum karla
og kvenna og einnig verður flokk-
ur trimmara án tímatöku. Þá verð-
ur einnig sérstakur hópur göngu-
fólks. Það gengur yfir Reykjaheiði
og lýkur þátttöku sinni án þess að
hjóla, því fólki verður séð fyrir
fari í Ólafsfjarðarbæ. Gönguflokk-
urinn er fyrir það fólk sem hefur
gaman af góðri og hollri hreyfingu
og útivist og má gera ráð fyrir því
að gangan taki um fjórar klukku-
stundir.
Mæting í þrautina er við félags-
heimilið Tjamarborg kl. 10:30,
þangað á fólk einnig að koma með
hjólin. Frá Tjamarborg verður far-
ið með rútu til Dalvíkur.
Gönguleiðin yfir Reykjaheiði
er gömul póstleið landpóstanna
frá Dalvík og Eyjafirði til Ólafs-
fjarðar og í Fljót. Liggur hún fram
Böggvisstaðadalinn, Dalvíkur-
megin, í grasigrónu landi langleið-
ina upp dalinn. Kindatroðningur
er fram allan dal og er honum að
mestu fylgt. Fremst í dalnum þarf
að fara upp all brattan rinda, upp í
skarðið sem farið er í gegnum.
Þegar komið er niður Ólafsfjarð-
armegin er nokkuð grýttur kafli
efst, en síðam er komið á gróið
land, niður að Reykjarétt þar sem
hjólin verða staðsett. Leiðin er að
nokkrum hluta vörðuð og verður
vel merkt með stikum. Búast má
við að á efstu hlutum leiðarinnar
verði nokkur snjór.
Þegar á hjólin er komið er fyrst
hjólað eftir eina veginum sem
þama liggur, en nokkru norðar við
bæinn Kvíabekk er beygt til
vinstri á gamla þjóðveginn, sem
liggur vestan við Olafsfjarðarvatn,
og honum fylgt alla leið niður í
bæ.
Akureyri:
Hálfmaraþon
um aðra helgi
íslandsmeistaramótið í hálf-
maraþoni verður haldið
laugardaginn 20. júlí á Ak-
ureyri. Boðið er upp á
keppni í hálfmaraþoni, 10
km hlaupi og skemmti-
skokki, sem er um það bil 3
kílómetrar.
Hlaupið verður í flokkum
16-39 ára. 40-49 ára, 50-59 ára
og 60 ára og eldri í hálfmara-
þoni. í 10 km hlaupi er keppt í
sömu flokkum að viðbættum
flokki 12 ára og yngri og 13-
15 ára.
Skráning í hlaupið fer fram
í Sportver á Akureyri og á
skrifstofu Reykjavfkumiara-
þons í Laugardalnum í síma
588-3399. Forskráningu lýkur
á þriðjudaginn og þeir sem
skráð hafa sig fyrir þann tíma
fá fría pastaveislu í íþróttahöll-
inni, kvöldið fyrir hlaupið.
2:1
menn komst strax í sókn og Krist-
inn Tómasson hamraði í bláhomið
frá vítateig. Óverjandi fyrir Atla í
markinu og staðan orðin 1:1.
Lasorik var nálægt því að jafna
skömmu síðar þegar hann rúllaði
knettinum í gegnum klof Kjartans
markvarðar og innfyrir marklín-
una að mati heimamanna en dóm-
arinn var á öðru máli og taldi að
Fylkismaður hefði bjargað í tæka
tíð.
Sigurmarkið kom síðan á 73.
mín. þegar Baldur sótti inn í víta-
teig gestanna, og renndi yfir á
Lasorik. Hann framlengdi rakleitt
á Gunnar Már sem rúllaði boltan-
um yfir línuna, 2:1.
Kjartani markverði Fylkis var
síðan vikið af leikvelli á 78. mín-
útu fyrir að verjast með höndum
langt utan vítateigs. Gunnar Odd-
son fékk færi til að bæta við marki
fyrir Leiftur skömmu fyrir leiks-
lok en lyfti boltanum yfir markið
og hinum megin bjargaði Atli
glæsilega frá Bjarka Péturssyni á
síðustu mínútunni og tryggði
heimamönnum öll stigin. KH/SH
Lið Leifturs: Atli Knútsson, Auðunn
Helgason (Sigurbjöm Jakobsson 83)
Daði Dervic, Gunnar Oddsson, Gunnar
Már Másson, Slobodan Milisic, Sverrir
Sverrisson, Júlíus Tryggvason, Rastislav
Lasorik, Pétur Bjöm Jónsson (Páll Guð-
mundsson 75.), Baldur Bragason.
með rútu klukkan 13 í fyrradag og
var komið aftur til Akureyrar um
klukkan 3, aðfaranótt gærdagsins.
Það verða Valur, Breiðablik og
Stjaman sem fylgja ÍA í 4-liða úr-
slitin, Valur sigraði KR á KR-
vellinum 0:2, Breiðablik sigraði
Reyni Sandgerði 13:0 og Stjaman
sigrað Leikni 9:0.
Lið ÍBA: Maren Eik Vignisdóttir - Hjör-
dís Úlfarsdótitr, Erna Lind Rögnvalds-
dóttir, Harpa Frímannsdóttir - Rannveig
Jóhannsdótitr, Ragnheiður Pálsdóttir,
Harpa Hermannsdóttir, Sara Haraldsdótt-
ir, Kolbrún Sveinsdóttir - Karen Friðriks-
dóttir (Brynhildur Smáradóttir 85.), Katr-
ín Hjartardóttir.
Urslit í 1. deild
Leiftur-Fylkir 2:1
Baldur Bragason, Gunnar Már
Másson - Kristinn Tómasson
Stjarnun-KR 1:4
Baldur Bjamason - Ríkharður
Daðason, Einar Daníelsson 2,
Ámi I. Pétursson
ÍA-ÍBV 2:1
Haraldur Ingólfsson, Bjarni
Guðjónsson - ívar Bjarklind
Valur-Breiðablik 2:0
Amljótur Davíðsson, Sigurður
Grétarsson
Staðan
IA 9 8 0 1 26: 9 24
KR 87 1 0 26: 6 22
Leiftur 943 218:16 15
ÍBV 94 0 515:18 12
Valur 8323 7: 711
Stjarnan 9 3 2 4 10:16 11
Grindavík 8 2 24 815 8
Keflavík 7133 7:13 6
Fylkir 710612:14 3
Breiðablik 8 03 5 7:22 3
Tvö golfmót á
Norðurlandi
Opna Flugleiðamótið í golfi
verður haldið á laugardag og
sunnudag á Hlíðarendavelli á
Sauðárkróki.
Leiknar verða 36 holur með og
án forgjafar. Keppt verður í flokk-
um karla, kvenna og drengja og
stúlkna, 14 ára og yngri. Evrópu-
ferðir með Flugleiðum em í boði
fyrir þá sem sigra í karla og
kvennaflokki, og innanlandsferðir
með forgjöf f unglingaflokkum,
með og án forgjafar. Einnig verða
veitt nándarverðlaun. Skráning í
síma 453-5075 til klukkan 20 í
kvöld.
Pepsímót hjá Hamri
Golfklúbburinn Hamar við Dalvík
gengst fyrir Pepsímótinu á laugar-
daginn. Leiknar verða 18 holur,
með og án forgjafar og hægt er að
skrá sig í síma 466-1022.