Dagur - 12.07.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 12.07.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 12. júlí 1996 FRÉTTIR Eiður Haraldsson, framkvæmdastjóri Háfells ehf., og Sigurður Oddsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar hjá Vegagerðinni á Akureyri, handsala verksamning um vegarlagningu yfir Fljótsheiði. Þeim til halds og trausts er Rún- ar Jónsson, yfir eftirlitsmaður. Mynd: Haiidór. Samið um lagningu á nýjum vegi yfir Fljótsheiði: Stærsta verkið í langan tíma Hita- og vatnsveita Akureyrar: Rætt um kaup á Gufuveitunni I gær var undirritaður hjá Vega- gerðinni á Akureyri verksamn- ingur milli Vegagerðarinnar og verktakafyrirtækisins Háfells ehf. í Reykjavík um Iagningu á nýjum vegi yfir Fljótsheiði í S- Þingeyjarsýslu. Um er að ræða verk upp á 133 milljónir króna og er það stærsta einstaka verk sem samið hefur verið um í langan tíma Iná Vegagerðinni á Akureyri, að Olafsfjarðarmúlan- um undanskyldum. Alls bárust 11 tilboð í verkið á sínum tíma. Eftir viðræður við lægstbjóðendur var ákveðið að ganga til samninga við Háfell, sem átti þriðja lægsta tilboðið, rúm 70% af kostnaðaráætlun. Lægri tilboð áttu Héraðsverk ehf. og Hafnarverk ehf. Með lagningu á nýjum vegi yf- ir Fljótsheiði bætist í raun við mikilvægur hlekkur í samgöngu- kerfið, en Flótsheiðin er hluti af hringveginum og hefur aðeins verið sumarvegur til þessa. Vegar- stæðið færist nokkru sunnar á heiðina og við það þarf ekki að fara eins hátt upp. Lækkar vegur- inn úr 310 metrum yfir sjávarmáli í um 270 metra. Vegurinn sjálfur er 9,9 km en verkinu fylgja einnig 200 m af Aðaldalsvegi og 700 metrar af Ingjaldsstaðavegi. Um er að ræða mikið verk og til að taka dæmi em fyllingar um 360 þúsund rúmmetrar, þ.e. ef þær væru settar í garð sem væri metri á kant myndi garðurinn verða 360 km að lengd. Efra og neðra burð- arlag er samtals 61 þúsund rúm- metrar og klæðning er 63 þúsund fermetrar, eða svipað flatarmál og 420 góð einbýlishús. Allt efni í fyllingar er tekið úr námu upp á háheiðinni. Þar reikna menn með að koma niður á klöpp sem síðan verður sprengd og möluð og efnið notað í efra burðarlag og klæðn- ingu. Efni í neðra burðarlag verð- ur unnið í námum á tveimur stöð- um, rétt sunnan við Fosshól og norðan við Einarsstaði í Reykja- dal. Verkið mun hefjast nú um mánaðamótin og á samkvæmt út- boðsgögnum að vera lokið fyrir 1. ágúst 1998. Er verkhraðinn aðal- lega bundinn þeim fjárveitingum sem ætlaðar eru í verkið. I sumar verður unnið við fyllingar á þeim köflum þar sem búist er við mestu sigi á veginum, en reiknað er með að samtals 36 þúsund rúmmetrar af fyllingarefni fari í sig, þ.e. hverfi ofan í jörðina undan þunga vegarins. Þar sem sigið verður mest er áætlað að vegurinn sígi l,8metra. HA Hita- og vatsnveita Akureyrar ætlar að ganga til samninga við Hömlur, eignarhaldsfélag Landsbanka íslands, um kaup á Gufuveitunni hf., sem sér fyrir- tækjunum Foldu og Skinnaiðn- aði fyrir gufu. Um er að ræða tvo rafskautakatla ásamt einum olíukatli og öðrum búnaði. Bók- un veitustjórnar þess efnis var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær og samþykkt, þannig að endanlegir samningar verða lagðir fyrir bæjarráð til staðfest- ingar. „Það sem Hita- og vatnsveita ætlar að gera er að framleiða þama gufu fyrir þau fyrirtæki sem á því þurfa að halda og það stend- ur ekki annað til en að Hitaveitan hafi af þessu einhverjar tekjur," sagði Franz Amason, fram- kvæmdastjóri HVA, í samtali við Dag. Hann sagði að tekjumar kynnu að verða litar í upphafi en ættu að geta aukist þegar endur- bætur á búnaðinum væru yfir- Mjólkurframleiðsla: Kvótinn aukinn Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að greiðslumark í mjólk fyrir næsta framleiðsluár, sem hefst hinn 1. september nk., skuli aukið um eina milljón lítra frá því sem nú er, eða úr 101 millj. lítra í 102 millj. Þetta er gert í samræmi við aukna mjólk- urneyslu - og úreikninga sem gera ráð fyrir áframhaldandi neysluaukningu. Reglugerð um aukningu greiðslumarks er frágengin, en hún öðlast gildi. 1. september. í samtali við Dag sagði Guðmundur Lámsson, formaður Landsam- bands kúabænda, að full þörf væri á aukningu greiðslumarks; mjólk- umeysla þjóðarinnar hefði aukist á síðustu misserum og haga þyrfti framleiðslu í samræmi við það. Hann sagði að mjólkurbúin í land- inu hafi af þessum sökum haft þörf fyrir þá mjólk sem framleidd er, og kvaðst því ekki búast við að hella þyrfi svonefndri umfram- mjólk niður - nú þegar líður að lokum framleiðsluárs. Fyrir alla slíka mjólk hefðu mjólkurbúin greitt að undanfömu. Þess má geta að núverandi bú- vörusamningur um mjólkurfram- leiðslu rennur út árið 1998 og hef- ur verið skipuð nefnd af hálfu bænda sem vinnur að end- urskoðun samningsins og gerð til- lagna vegna nýs samnings. I þess- ari nefnd eiga sæti Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Islands, og kúabændumir Guðmundur Lárusson í Stekkum í Flóa, Hjört- ur Hjartarson í Stíflu í Landeyj- um, Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum í Borgarfirði og Pétur Helgason á Hranastöðum í Eyjafirði. -sbs. staðnar. Þessi tækjabúnaður var kyndi- stöð Sambandsverskmiðjanna á Gleráreyrum en þegar ullarverk- smiðjumar urðu gjaldþrota var Gufuveitan hf. sett á stofn í eigu íslensks skinnaiðnaðar, Lands- bankans og fleiri aðila. Þegar síð- an Islenskur skinnaiðnaður varð gjaldþrota komst Gufuveitan al- farið í eigu eignarhaldsfélags Landsbankans. „Það er búið að vera í umræð- unni í nokkur ár hvort önnur hvor veitan í bænum væri tilbúin að kaupa og taka við þessum rekstri og nú hefur orðið að samkomulagi að reyna að ná samningum við bankann um að Hita- og vatns- veita taki við rekstrinum. Það verður unnið að því það sem eftir er þessa mánaðar með það fyrir augum að Hita- og vatnsveita eignist og reki Gufuveituna eftir 1. ágúst,“ sagði Franz. SH Akureyri Bæjarmála- punktar Aðkomuleiðir að Háskólanum Lagt var fram í bæjarráði í gær bréf frá rektor Háskólans á Ak- ureyri, þar sem hann beinir því til bæjarstjómar vegna fyrirhug- aðra framkvæmda á háskóla- svæðinu að sem fyrst verði lokið framkvæmdum við aðkomuleið- ir þangað og óskaði hann í bréf- inu upplýsinga um áfangaskipt- ingu og tímasetningu þeirra. Bæjarráð samþykkti að fela yfir- verkfræðingi bæjarins að svara erindinu. Brekkugata 8 seld Samþykkt var í bæjarráði að ganga að tilboði Reynis Adolfs- sonar fh. Ferðaþjónustu Akur- eyrar um kaup á húseigninni Brekkugötu 8. Tilboðið í eignina var 7,5 milljónir króna. Á sama fundi var hafnað erindi frá Ferðafélagi Akureyrar sem óskað hafði eftir makaskiptum á húseign sinni við Strandgötu 23 og Brekkugötu 8. Gildistími starfsmats STAK félaga Fyrir bæjarráðsfundi í gær lá er- indi frá Starfsmannafélagi Akur- eyrarbæjar, þar sem þess var far- ið á leit að gildistími starfsmats þess sem unnið var á sl. vetri og röðunar í launaflokka sem nú er að ljúka verði frá 1. október 1995 en ekki 1. janúar 1996 eins og launanefnd sveitarfélaga hafði samþykkt. í bréfinu var vísað til bókunar með kjara- samningi frá 1. aprfl 1995 og framvindu vinnunnar á Akur- eyri. Bæjarráð samþykkti að verða við erindinu og var fjár- veitingu til að mæta kostnaði vegna mánaðanna október-des- ember 1995 vísað til end- urskoðunar fjárhagsáætlunar. Framlag til félagslegrar leiguíbúðar fyrir blinda Bæjarráð hefur vísað til end- urskoðunar fjárhagsáætlunar, er- indi Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á íslandi, þar sem þess er farið á leit að Akureyrarbær styrki félagið til kaupa á félagslegri íbúð að Lindarsíðu 4 á Akureyri með fjárhæð sem svarar til 3,5% af kaupverði íbúðarinnar eða ca. 260.000 kr. Húsnæbi - heimilisabstob í boöi er 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í tvíbýli. Staðsetning: Á Eyrinni nálægt miðbæ. íbúðin er boðin endurgjaldslaust með rafmagni og hita gegn aðstoð við eldri hjón á neðri hæð. Leitað er að eldri konu sem er heima á dag- inn (ekki í vinnu) og geti veitt hjónunum einhvern félagsskap. Upplýsingar veitir Ellert Kárason í símum 461 1010 og 462 3054, bílsími 852 1954. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Frá og með 15. júlí 1996 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 18. útdráttur 3. flokki 1991 -15. útdráttur 1. flokki 1992 -14. útdráttur 2. flokki 1992 - 13. útdráttur 1. flokki 1993 - 9. útdráttur 3. flokki 1993 - 7. útdráttur 1. flokki 1994 - 6. útdráttur 1. flokki 1995 - 3. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í DV, föstudaqinn 12. júlí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSd HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS f I HÚSBRÉFAÐEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Viítu starfa sjálfstætt? Pá er þetta tækifæri fyrir þig. Til sölu er rekstur Borgarsölunnar og Turns- ins. Upplýsingar gefur Smári Ólafsson í síma 462 6687 eða 897 7874.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.