Dagur - 12.07.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. júlí 1996 - DAGUR - 5
- segir Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri
Fjallalamb hf. á Kópaskeri, sem er
sláturhús og kjötiðnaðarfyrirtæki,
var stofnað 1990, en áður hafði
Kaupfélag Norður-Þingeyinga
rekið þar sláturhús. Þegar kaupfé-
lagið varð gjaldþrota var farið í
það af bændum að stofna fyrirtæki
til að reka sláturhús því þá lá fyrir
að 'sláturhúsið á Þórshöfn var að
missa sláturleyfið en á Kópaskeri
var hús sem uppfyllti að mörgu
leyti ýmsar kröfur um aðbúnað og
hollustuhætti.
Haustið 1989 var sláturfé ekið
til Húsavíkur en bæði þótti það
nokkuð langur akstur og eins
hvarf nokkur atvinna úr héraði við
það. Fjallalamb hf. er í eigu
bænda, sveitarfélaga og annarra
einstaklinga í Norður-Þingeyjar-
sýslu, alls 125 aðila. Norður-Þing-
eyjarsýsla er matvælaframleiðslu-
hérað og hafa öll stærstu fyrirtæk-
in á sviði matvælaframleiðslu náð
langt £ markaðssetningu og gæð-
um. Heiðarlöndin eru víðfeðm og
grösug. Fjalldrapi, blóðberg og
kjammikill heiðargróður kryddar
fjallalömbin. Norður-Þingeyjar-
sýsla er mikið sauðfjárræktarhérað
þar sem kynbótarækt á sér langa
sögu og vöðvamikið og vel gert fé
er stolt hvers bónda.
Garðar Eggertsson, fram-
kvæmdastjóri, segir 15 til 20
manns starfa hjá fyrirtækinu en
um sláturtíð fjölgar starfsmönnum
upp í a.m.k. 80, en á sl. ári greiddi
félagið 132 starfsmönnum laun og
námu heildarlaunagreiðslur 30,7
milljónum króna.
„Markaðssetningin gengur vel
en við vinnum úr mestu af því
kjöti sem til fellur hér, en hér var
slátrað um 23 þúsund kindum sl.
haust, sem eru um 340 tonn. Auð-
vitað seljum við líka óunnið kjöt
og fer það að mestu á markaðinn á
höfuðborgarsvæðinu. Við seljum
allar okkar afurðir sjálfir innan-
lands en flytjum út gegnum Kjöt-
umboðið hf. það magn sem fellur
til utan framleiðsluheimilda, þ.e.
utan greiðslumarks, og verður því
að fara úr landi. Það var um 25
tonn á sl. ári.
Við höfum lagt áherslu á að
selja okkar vöru fremur undir
merkjum gæða en verðs og leitum
lítið eftir því að elta lægstu verðin.
Þannig höldum við vissum gæða-
staðli eða „standard“. Hér er mjög
gott lambakjöt og við höfum m.a.
lagt áherslu á vistrænt kjöt. Það er
krafan í Evrópu og víðar og hún
ntun vaxa hérlendis því neytendur
vilja vita meira um sína vöru og fá
tryggingu fyrir því að hún sé ekki
framleidd með hjálp lyfja. Þar er
um að ræða kjöt af skepnum sem
gengið hafa í náttúrulegu um-
hverfi og hafa ekki fengið lyf eða
önnur aukaefni. Lífrænt ræktað
kjöt er hins vegar af skepnum sem
ekki hafa gengið á ræktúðu landi.
Hver bóndi fær vottun um að hann
sé í vistræm.i framleiðslu og
kaupandinn á að geta séð hver
framleiddi skrokkinn og þannig á
að vera auðvelt að sjá hver hefur
framleitt hann.
Við framleiðum hér hangikjöt
þar sem við reynum að ná fram
þessu gamla kofabragði sem
margir sækjast eftir en það fæst
almennt ekki í matvöruverslunum
í dag. Kjötið er reykt lengur en
þessi framleiðsluaðferð er töluvert
dýrari sem þýðir minni framlegð.
Sviðin eru sviðin við gaseld og
glóðajám og síðan eru þau verkuð
með burstum en ekki einhverjum
efnum. Þetta er tímafrekara og
dýrara en þessi vinnsluaðferð við-
heldur þessari sérstöku og dýr-
mætu ímynd okkar,“ segir Garðar
Eggertsson.
Garðar segir neysluvenjur
breytast mjög hratt og matvæla-
framleiðendur verði að vera mjög
vakandi fyrir þeim breytingum
sem verða á kröfum neytandans.
Ekki sé mikið um tískusveiflur í
því sambandi en framsetning, aug-
lýsingar og verð hafi auðvitað
töluvert að segja þegar um sölu á
einstaka kjöttegundum sé að ræða.
Lambakjötið virðist þó hafa sterk-
ustu stöðuna, helst að neytendur
geti neytt þess til langtíma sem
ekki sé t.d. með svínakjöt.
Riða hefur aldrei greinst í sauð-
fé á þessu svæði né aðrir þekktir
sauðfjársjúkdómar og það veldur
m.a. því að mjög vinsælt er að
kaupa líflömb af norðausturhorni
landsins þegar sauðfjárstofn er
endurnýjaður þar sem skorið hefur
verið niður vegna riðuveiki. Á
þessu svæði er eitt besta afréttar-
svæði landsins og segist Garðar
álíta að rneira ætti að sérhæfa ís-
Unnið við úrbeiningu á vistrænu lambakjöti hjá Fjallaiambi hf. á Kópaskeri.
Mynd: GG
lenskan landbúnað eftir landshlut-
um.
„Það hefði átt að taka á því fyrr
og með raunhæfari hætti og gæta
betur að land- og gróðumýtingu,
bæði með tilliti til sauðfjár- og
hrossabúskapar. Eyjafjörður átti
að mínu mati að njóta stuðnings
til mjólkurframleiðslu en ekki
sauðfjárframleiðslu nema ef vera
skyldi fremst í Eyjafirði og Svarf-
aðardal. Það á t.d. ekki að leyfa
bónda fram í afdal að vera í
mjólkurframleiðslu þótt um kosta-
jörð sé að ræða ef um langan veg
og erfiðan þarf að fara til að sækja
mjólkina. Á þeessu þurfa þing-
menn að taka og sýna pólitískt
hugrekki.
Á sumrin leggjum við áherslu á
framleiðslu kjöts á grillið en gæt-
um þess að hafa það ekki of sterkt
kryddað, erum með mildara og
heimilislegra krydd. Svo þjónum
við grillstöðum, hótelum o.fl. með
steikur allt niður í steikur fyrir
einn neytanda, tilbúnar á grillið."
Fjallalamb hf. var rekið með 85
þúsund króna hagnaði á árinu
1995. Heildarvelta félagsins nam
205,3 milljónum króna og hafði
dregist saman um 9,3% milli ára.
Skammtímaskuldir námu 107,8
milljónum króna og langtíma-
skuldir 28,6 milljónum króna og
eigið fé 36,2 milljónum króna.
GG
Forlagið:
Gefur út Stóru
garðabókina
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér „Stóru garðabókina, al-
fræði garðeigandans". í tilkynn-
ingu forlagsins segir að þetta sé ít-
arlegasta og íburðarmesta rit um
garðyrkju, sem komið hafi út á ís-
landi.
í stærstu köflum bókarinnar er
fjallað um helstu hópa garð-
plantna, svo sem tré, runna, rósir,
klifurplöntur, lauka, fjölæringa,
sumarblóm, kryddjurtir og mat-
jurtir. Einnig er í bókinni að finna
ítarlegan kafla um ræktun í stein-
hæðum og tjömum. Síðari hluti
bókarinnar fjallar um útbúnað og
aðstæður til ræktunar.
„Stóra garðabókin" er ætluð
öllum þeim sem vilja rælcta garð-
inn sinn. Á meistaralegan hátt
sameinar hún fræðilega nákvæmni
og einfalda framsetningu efnisins.
Hún hentar vel því fólki sem lang-
ar til að spreyta sig á garðrækt í
fyrsta sinn en er jafnframt mikil
fróðleiksnáma fyrir þá sem búa að
langri reynslu í garðyrkju. Þetta er
sannkallað alfræðirit sem nýtist
allt árið um kring og með það í
höndum má bæði endurbæta
gamlan garð og skapa nýjan frá
rótum. Hér er að finna dýrmætan
fróðleik sem tekur mið af langri
reynslu og gamalli hefð í garð-
yrkju. En á hverju ári líta nýjungar
dagsins ljós. Áður óþekktar teg-
undir bætast í hóp þeirra plantna
sem ná að dafna á norðurslóðum
svo að alls eru í bókinni tilgreind-
ar rúmlega 2500 tegundir og yrki
sem rækta má á íslandi. Þetta eru
fræði nútímans - einstæður fróð-
leikur sem gerir „Stóru garðabók-
ina“ að sannkölluðu nútímaverki,“
segir í tilkynningu Forlagsins.
Ágúst H. Bjamason, grasafræð-
ingur, ritstýrði bókinni en hann
hefur á liðnum árum sent frá sér
fjölda verka um grasafræði og
vistfræði.
„Stóra garðabókin“ er tæplega
550 síður að stærð og er prýdd um
3000 litmyndum.
« fyrlr pig/
Öriýmm ert pfggrunar
Diet Cola m kr.
VHkó vöffiutíelg kr. %Wf pk.
Búbót drottnmgarsuítaf 400 g kr. 159,-
x Eplif rauó> kr. 12Sf« kg
Melónur. gular, kr. 93,- kg
Bananar kr. 139,* kg
\t/
***
/r-
Kynnum Vilkó vöffludeig
fostudag frá kl, 15 til 13
0 afslattur
föstudag til mánudags
Fjallalamb hf. á Kópaskeri leggur áherslu á vistræna framleiðslu:
„Vmnsluaðferðin tímafirek og dýrari
en viðheldur dýrmætri ímynd okkar“