Dagur - 12.07.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 12.07.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 12. júlí 1996 - DAGUR - 11 Handverkshús á Laugalandi / sumar er starfrœkt handverks- hús í gamla húsmœðraskólanum á Laugalandi og er það samstarf handverksfólks í Eyjafjarðar- sveit. I handverkshúsinu er safn í minningu Húsmœðraskólans á Latigalandi, þar er gallerí með valið handverk, Gullasmiðjan Stubbur er þar til húsa með staifsemi sína og vinnustofur handverksfólks eru opnar þar sem m.a. er kertagerð og vefnað- ur. Gebrg Hollanders eigandi Gullasmiðjunnar Stubbs er einn þeirra sem unnið hefur að undir- búningi stofnunar handverkshúss- ins. Hann segir hugmyndina á bak við handverkshúsið að efla hand- verk almennt og það sé gert með því að koma handverksfólki undir sama þak. Með því verði það sýnilegra, fólk geti miðlað hvert öðru af þekkingu sinni og verið að vinna saman að sameiginlegu áhugamáli sem sé handverk. „Með handverkshúsinu erum við að auka aðdráttaraílið í sveitina. Saga hússins, gamla húsmæðra- skólans, tengist einnig mikið inn í handverkið og því var viðeigandi að setja upp handverkshús hér. Ég sé fyrir mér í framtíðinni að hér gæti risið nokkurs konar menning- armiðstöð fyrir handverk." Safn í minningu Húsmæðra- skólans á Laugalandi er á efri hæð hússins. Þar hafa tvö herbergi ver- ið búin húsgögnum og öðru dóti er tilheyrði þeim tíma er skólinn var starfræktur. „Herbergin eru innréttuð eins og þegar forstöðu- kona skólans bjó í þeim. Dótið er komið hvaðanæva að, margt af því tilheyrði starfsemi skólans og þar eru m.a. gjafir frá fyrrum nemendum hans. Annars er til- gangurinn með safninu að veita innsýn í líf kvennaskólans áður fyrr.“ Einnig er á efri hæð hússins gallerí með valið handverk. „Lydía Helgadóttir sér um safnið og galleríið og hún hefur reynt að velja muni í galleríið er tengjast nytjalist. Þar er mikið af munum er unnir eru af handverksfólki í Eyjafirði. Það er líka gaman að benda á það að í vefstofunni fer fram vefnaður á Laugalandssvunt- um. Það eru þjóðbúningasvuntur sem eru ofnar eftir fomri íslenskri hefð.“ Vinnustofur handverksfólks eru einnig í skólahúsinu á Lauga- landi. í kjallara hússins er Gulla- smiðjan Stubbur og er hún vinnu- stofa Georgs. Þar smíðar hann leikföng er hann segir sniðin að íslenskum veruleik. Handverks- hópurinn Hagar hendur er með vinnustofu á neðri hæð hússins þar sem fram fer jurtalitun, ýmis ...U.«*v» ... UJ. ... . .......... .. en í þeim felst að ein rún er sett í hvert kerti og því fylg- ir síðan skýring á rúninni sem líta má á sem n.k. máls- hátt. Georg Hollanders við vinnu í Gullasmiðjunni Stubbi. Lydía Helgadóttir í galleríinu. Hún situr fyrir framan gínu í íslenskum þjóðbúningi sem er klædd Laugalands- svuntu. Framandi réttir á hreint frábæru verði Jóhanna Valdimarsdóttir við vefstólinn. Hún er að vefa úr jurtalitaðri íslenskri ull eftir Ingibjörgu frá Villinga- dal. Sumar á Súlnábergi Safnaherbergi í minningu Húsmæðraskólans. Til hægri eru gjafir frá fyrrum námsmeyjum en til vinstri sést gamla matarbjallan ásamt munum er tilheyrðu skólanum. Myndir: hbg saumaskapur, silkiprentun og fleira. Vefstofa með tíu vefstólum er í notkun á efri hæðinni og einnig er unnið að kertagerð. „Það er öllum velkomið að koma og starfa með okkur hér á Lauga- landi. Það getur verið erfitt yfir sumarmánuðina að fá fólk til að koma og starfa við handverk þeg- ar heyskapur er í fullum gangi en margir gefa sér tíma til að koma og vinna að einhverju verkefni. Mörgum finnst einnig þægilegt að koma hingað og sinna einhverju öðru en hinum daglegu störfum enda er hér góður andi og þægi- legt að vera. Það stendur einnig til að fleiri aðilar komi inn í hand- verkshúsið þegar á líður.“ Georg sagði að það stæði til að hafa ýmsar uppákomur í kringum starfsemina í handverkshúsinu. Ýmislegt væri á döfinni en það sem væri næst á dagskránni væri sýningin íslenski skógarhnífurinn, sem færi fram dagana 10. til 14. júlí. Handverkshúsið verður opið í sumar frá miðvikudögum til föstu- daga frá klukkan 13 til 18. hbg öýniðhom af mateeðW ökötuselsstrimlar ötrímlar af ekötueel eru eteiktiríolíu áeamt fereku grænmeti oq eterkkrydáaðir. 1.150,- T-bone Stór oq eafarfk nautaeteík. 1.590,- , Humartagliatelle Grófekorið grænmeti eremjöreteikt áeamt humarkjöti, kryddað með hvftlauk, eóea löquð úr humareoði. 320,- öniglapasta Sníglapðeta ‘ProvencaleM. Sniglamireru emjöreteiktir og kryddaðir. Provencale eóea er eett útáog blandað eaman við paeta. 1330,- Smöreteil ömiörsteiktur lax reteikt laxafíðrildi með gráðaoetl og vínberjum. 1.495,- öirloin steik Btcik er Þorin fram með Café de Fari6 smjöri. 1.495,- Þuffaló vængir Sterkkryddaðir kjuklingavængir eem emakkaet beet með íeköldu fjallavatni eða bjór, bornir fram með frönekum kartöflum, hráealati og kælandi Rhode leland eóeu. 630,- Toppurinn á mcxíkanskri matargerð, kryddlegið nauta- og kjúklingakjöt borið fram enarkandi á pönnu áeamt fcreku grænmeti, ealea oq eýrðum rjóma. 1.330,- Opið föstudaga og laugardaga ld. 8-23 - Aðra daga kl. 8-22 A._________ SULNABERG Eitthmð sem þú verðtir að yrófa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.