Dagur - 12.07.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 12.07.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. júlí 1996 - DAGUR - 9 A FE Rf> Od FLUCI Siglufjörður er vaxandi ferðamannastaður: Síldarbærinn mikli „í sjálfu sér skortir Siglufjörð ekkert til að verða vinsæll ferða- mannastaður. Sú umræða sem nú er efst á baugi meðal ferðamála- fólks er í þá átt að auka þurfi af- þreyingarmöguleika ferðafólks og að jrví þurfum við Siglfirðingar að huga. Hér er auðvitað margt að sjá pg tugir þúsunda Islendinga sem voru á síld eiga minningar tengdar staðnum. En við þurfum að huga að fleiri þáttum í þessa veru, en ekki síst tel ég mikilvægt að samgöngur við bæinn verði bætt- ar,“ segir Jón Ólafur Björgvins- son, ferðamálafulltrúi á Siglufirði. Á útmánuðum líðandi árs tóku öll fyrirtæki á Siglufirði sig saman og stofnuðu, ásamt bæjaryfirvöld- um, Ferðamálasamtök Siglufjarð- ar.Tilgangurinn með stofnun þeirra er að auka ferðamanna- straum í bæinn og að efla veg at- vinnugreinarinnar þar. Fjöldi ferðamanna sem heim- sækir Siglufjörð hefur aukist síð- ustu árin og talið er að þeir hafi verið alls 17.000 á síðasta ári og þar af voru gestir á Síldarævintýr- inu um verslunarmannahelgina nærri 10.000. Margir sækja einnig sfldarsöltunarsýningar, sem efnt er til þrisvar í viku á sumrin á mið- vikudögum, föstudögum og laug- ardögum. Margar ferðaskrifstofur senda hópa á sínum vegum til að fylgjast með sýningunum og að þeim loknum er hið merka Sfldar- minjasafn í Roaldsbrakka gjarnan skoðað. Þar má finna marga merka muni og myndir sem tengj- ast hinum sælu sfldarárum, allt fram undir 1970. Sendiherra ferðamanna Jón Ólafur Björgvinsson er fædd- ur og uppalinn á Siglúfirði, en Menntamálaráðherra heimsótti Síldarminjasafnið um síðustu helgi og þá var þessi mynd tekin. A myndinni eru, í fremri röð frá vinstri, Örlygur Kristfinnsson, forstöðumaður safnsins, Rut Ingólfsdóttir, eiginkona ráð- herra, og Guðmundur Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri. í efri röð t.v. er Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði. Hið merka Síldarminjasafn er í Roaldsbrakka. Séð yfir Sigiufjörð úr Hvanneyrarskál. hefur sl. sex ár verið búsettur í Gautaborg í Svíþjóð með fjöl- skyldu sinni, þar sem hann hefur numið íþrótta- og tómstundafræði. Til starfa á Siglufirði er hann að- eins sumarráðinn og hefur m.a. þau verkefni með höndum að lið- sinna þeim ferðamannahópum sem koma í bæinn og vera þeim innan handar með það sem að höndum ber. Hefur Jón Ólafur að- setur í Sfldarminjasafninu við Snorragötu. En jafnframt því að vera sendi- herra ferðamanna á Siglufirði vinnur Jón Ólafur að ýmsum öðr- í sjálfu sér skortir Siglufjörð ekkert til að verða vinsæll ferðamanna- staður,“ segir Jón Ólafur Björgvins- son, ferðamálafulltrúi á Siglufirði. Myndir: -sbs. i V m l 1 u| ' <!a| \ * 1 .. t ® 1 Wkt- ■ j - j Saltað á Siglufirði á hinum sælu síldarárum. Félagar í Leikfélagi Siglufjarðar fara með stórt hlutverk á söltunarsýningun sem efnt er til þrisvar í viku. um verkefnum á sviði ferðamála í bænum, svo sem stefnumótun nýrra viðfangsefna. Hann nefnir meðal annars hugmyndir um að menn beini sjónum sínum að Grímseyjarsiglingum til og frá Siglufirði, því sjólínan milli eyj- unnar og Siglufjarðar er svo stutt. Hrikalegt er Skarðið Þá vill Jón Ólafur vinna að því að auka áhuga ferðamanna á göngu- ferðum um Tröllaskaga, svo sem yfir í Héðinsfjörð. Er hafin vinna við gerð gönguleiðakorts fyrir svæðið. Einnig nefnir hann skemmtilegt útivistarsvæði í Hóls- dal inn af kaupstaðnum - og upp úr dalnum liggur vegurinn yfir Siglufjarðarskarð, einn hrikaleg- asti fjallvegur landsins. Á þessu ári eru liðin 50 ár frá því fyrsti bfllinn fór yfir Skarðið og verður þess minnst í sumar. Einnig segir Jón að hugsa mætti sér að efna til keppni meðal fjallahjólamanna, um hver geti farið þessa erftðu leið á skemmstum tíma. - Þá er fátt eitt nefnt af skemmtilegum hugmyndum Siglfirðinga um við- reisn ferðaþjónustu í bænum sín- um. „I uppbyggingu ferðaþjónustu skiptir mestu máli að flýta sér hægt og hugsa í árum. Þannig næst helst langtímaárangur. í raun erum við Siglfirðingar skammt á veg komnir í þessari atvinnugrein en það hjálpar okkur að margir ferðamenn hafa áhuga á þessum stað - og tengja hann þá við sfldar- ævintýrin miklu á sjó og landi,“ sagði Jón Ólafur Björgvinsson. -sbs. Ferðafélag Akureyrar: Gengið á Kerahnjúk á morgun Á morgun, laugardag, verður á vegum Ferðafélags Akureyrar farin gönguferð á Kerahnjúk norðan Dalvíkur. Gengið verð- ur úr Ólafsfirði upp Tindaöxl og upp á Kerahnjúk. Sarna leið verður farin til baka. Þetta verður frekar erfið gönguferð og ekki fyrir lofthrædda. Brott- för verður kl. 9 frá skrifstofu FA við Strandgötu á Akureyri. Sama dag verður farin öku- og gönguferð að Þeistareykjum norðan Mývatns. Ekið verður urn Hólasand austur að Þeista- reykjum og gengið urn ná- grennið. Brottför í þessa ferða- verður einnig kl. 9. Helgina 19.-21. júlí verður efnt til gönguferðar milli Eyja- fjarðar og Skagafjarðar. Á föstudagskvöld verður ekið í Baugasel og gist þar. Á laugar- dag verður gengið frá Bauga- seli inn Barkárdal og um Hóla- mannaskarð til gistingar í Tungnahryggsskála. Á sunnu- dag verður gengið um Svarf- dælaskarð og niður í Skíðadal. Þetta verður krefjandi göngu- ferð, sem krefst búnaðar til göngu á jökli. Skráning í ferð- ina verður til 17. júlí. Skráningu í jeppaferðina í Herðubreiðarlindir-Bræðrafell lýkur 13. júlí. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.