Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 2. ágúst 1996 LEIÐARI------------------- Verslunarmannahelgin ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1600 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- GUÐRÚN K. JÓHANNSDÓTTIR SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS Á HÚSAVÍK 464 1547 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B, JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 Verslunarmannahelgin, mesta ferðahelgi árs- ins, er hafin og framundan eru erilsamir dagar úti á þjóðvegum landsins. Verslunarmannahelgin er út af fyrir sig merkilegt fyrirbæri. Nánast allt sumarið er horft til þessarar helgar sem miðpunkts alls, þegar hlutirnir eiga að gerast. Fólki er teflt saman á ýmsa staði á landinu til að skemmta sér. Sem betur fer ganga þessar hátíðir flestar vel fyrir sig, en þó bregður víða út af í þeim efnum og frásagnir af því rata fremur á síður dagblaða og í ljósvakamiðlana. Verslunarmannahelgin er gott dæmi um hvernig landinn getur farið fram úr sjálfum sér í öllum ákafanum, en hitt er það að gott er að tappa saman upphlaðinni spennu einu sinni á ári. Verslunarmannahelgina tengja menn gjarn- an umferðinni og það er eðlilegt, því aldrei er jafn mikill umferðarþungi og einmitt um þessa helgi. Þrátt fyrir allar þær tíðu upplýsingar sem landsmenn fá um umferðaröryggismál í gegn- um fjölmiðla, eru slysin tíð og því miður, ef marka má reynslu undanfarinna ára, má vænta þess að fréttir berist um helgina af slysum úti á þjóðvegum landsins. Þetta er vissulega dapur- legt, en minnir okkur öll enn einu sinni á að við megum ekki fara fram úr okkur sjálfum í öllum hamaganginum. Öryggið verður ætíð að vera í fyrirrúmi því ef það gleymist áður en haldið er af stað í ferðalagið aukast líkur á að illa fari. Það er því full ástæða til að hvetja vegfarendur enn eina ferðina til þess að fara sér rólega úti í um- ferðinni og gleyma ekki að tillitssemi er dyggð. Sem betur fer hefur vegakerfið verið að batna verulega á undanförnum árum. Vegir hafa verið lagðir bundnu slitlagi. Þetta eykur öryggi vegfarenda til mikilla muna auk þess sem bifreiðarnar endast betur. Þeim fjármunum sem varið er til uppbyggingar vegakerfisins er því vel ráðstafað og er full ástæða til að hvetja yfirvöld samgöngumála að halda áfram á sömu braut. Umboðsskrifstofan fyrir kísilgúrútflutning: Ung kona tekur víð stjómínni 15. ágúst - Celite á íslandi er á Húsavík Kísiliðjan við Mývatn var stofnuð árið 1966 og hóf útflutning á kísil- gúr tveimur árum seinna og þá varð til umboðsskrifstofa á Húsa- vík, sem sá um að kísilgúrinn færi í skip og yrði dreift til kaupenda erlendis. Um 26 ára skeið hefur Höskuldur Sigurgeirsson séð um rekstur skrifstofunnar, en nú eru breytingar í vændum. Þann 15. ágúst n.k. tekur við stjómun skrif- stofunnar ung kona að nafni Rannveig Jónsdóttir. Ung kona á uppleiö Rannveig er Akureyringur en hef- ur búið á Húsavík í ár. Hún hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir ellefu árum og hefur verið á kafi í bók- haldinu síðan. Síðastliðið vor heimsótti hún starfsfélaga sína á fjórum stöðum í Evrópu og segir slíkar heimsóknir af hinu góða „maður setji andlit við símann“ ef svo megi að orði komast. Rann- veig segir að það vinni vissulega margar konur hjá Celite á um- boðsskrifstofum út um allan heim, en ekki sé mikið um að þær stýri skrifstofunum. Upphaflega hét fyrirtækið Johns Manville, breytt- ist síðar í Manville en árið 1991 selur Manville þá deild fyrirtækis- ins sem hafði með sölu og dreif- ingu kísilgúrs að gera til Celite. Höfuðstöðvamar em því í Banda- ríkjunum, í Lompoc í Kalifomíu, þar sem stærsta kísilgúmáma í heimi er. Aðalskrifstofan í Evrópu er svo í París og má segja að yfir- menn Rannveigar séu þar. Þegar Rannveig skrifar reikninga fyrir Kísiliðjuna við Mývatn tengir hún tölvu sína í Mývatnssveitina en ætli hún í bókhaldið þá skal tengt til Parísar, og bókhaldið er í raun allt tvöfalt á þessari skrifstofu því allt skal fært bæði í íslenskum krónum og í dollurum. Og þá að sjálfsögðu á íslensku og ensku þar sem við á. A skrifstofunni starfa auk Rannveigar tvær konur í hlutastarfi, þetta eru því alls tvö störf. Rannveig Jónsdóttir tekur við rekstri Celite skrifstofunnar á Húsavík þann 15. ágúst næstkomandi. Dreifíng Kísilgúr er seldur út um allan heim, héðan fer hann ýmist til annarra Celite fyrirtækja í Evrópu eða til umboðsmanna í hverju landi. Mest er selt til Evrópulanda þar með talið Norðurlönd en líka til Nígeríu, Saudi-Arabíu og Egyptalands. Kísilgúmum er ekið frá Kísil- iðjunni við Mývatn til Húsavíkur þar sem hann er settur í gáma, það- an er hann fluttur með skipum til útlanda. Á síðasta ári var útflutn- ingur mjög mikill og fóru þá frá Húsavík tuttugu og átta þúsund og Mynd: GKJ eitt hundrað tonn af kísilgúr, sala fyrir tæpar 770 milljónir króna. Tuttugu til þrjátíu gámar hefja héð- an för sína, fullhlaðnir kísilgúr, á viku hverri. Mikilvægt er að allur undirbúningur sé í lagi og allt gangi áfallalaust því ekkert verður lagað eða bætt ef í ljós kemur að eitthvað er ekki eins og það á að vera í gámnum þegar hann er kom- inn á erlendan hafnarbakka. Kísilgúr Kísilgúr er ekki bara kísilgúr, til em margar tegundir, sem flokkað- ar em eftir grófleika, það hve langan tíma það tekur vökva að renna í gegnum hann. Kísilgúrinn er einmitt mest notaður í hvers konar matvælaiðað og mjög mikið í síur, t.d. fyrir olíur, bæði hráolíur og matarolíur, við alla bjór- og víngerð svo eitthvað sé nefnt. Þá er kísilgúr mikið notaður í lyfja- gerð, og má nefna að stærsti kaup- andinn í Danmörku notar kísilgúr- inn við insúlínframleiðslu. Enn- fremur er kísilgúr þekkt efni til uppfyllingar mest við gerð máln- ingar og snyrtivara hvers konar, t.d. tannkrems. Núverandi námaleyfi Kísiliðj- unnar við Mývatn gildir til 2010 og hefur frá upphafi verið dælt úr vatninu í svokölluðum Ytri-Flóa og er svo enn í dag. Þótt kísilgúr finnist víðar í heiminum er þetta samt eini staðurinn þar sem hon- um er dælt úr vatni, annars staðar er um námur að ræða, þar hafa setlögin verið orðin svo þykk að allt vatn er þurrkað burt. Kísilgúr, öðru nafni bamamold, er gráleit eðja úr skeljum kísilþörunga og myndar oft setlög á botni stöðu- vatna, og geta slík setlög orðið nokkur hundruð metra þykk. GKJ Heiöurshjón þakka Þessi heiðurshjón, Jón Jónsson og og vildu fá að þakka öllum þeim Friðrika Kristjánsdóttir frá sem glöddu þau með gjöfum, Fremstafelli, áttu nýverið dem- blómum og skeytum innilega fyrir antsbrúðkaup auk þess átti Frið- hugulsemina. „Verið öll best rika áttatíu ára afmæli um svipað kvödd og gangi ykkur allt til leyti. Þau komu að máli við Dag gæfu.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.