Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 9
TONLIST Föstudagur 2. ágúst 1996 - DAGUR - 9 Kammerkór Langholtskirkju í þriðju tónleikaröð Sumartónleika ’96 voru haldnir tónleikar í Raufarhafnar- kirkju föstudaginn 26. júlí, í Reykja- hlíðarkirkju laugardaginn 27. júlí og í Akureyrarkirkju sunnudaginn 28. júlí. I þessari tónleikaröð kom fram Kamm- erkór Langholtskirkju undir stjóm Jóns Stefánssonar kantors og orgelleikara Langholtskirkju í Reykjavík. Kammerkór Langholtskirkju er skipaður 12 söngvurum úr Kór Lang- holtskirkju. Samkvæmt söngskrá er kórinn skipaður sjö konum og fimm körlum. Karlar voru allir með í för, en konur á tónleikunum í Akureyrar- kirkju, sem undirritaður sótti, ekki nema sex. Kórinn virtist ekki líða stór- lega fyrir þessa vöntun, en þó kom fyrir, að í kvennaröddum gætti lítils háttar áreynslu; svo sem í lokalagi tón- leikanna, hinu skemmtilega Hósíanna eftir Þorkel Sigurbjömsson. Þetta kann að hafa stafað af því að kvennaraddir vom ekki alveg fullskipaðar. Raddir kórsins eru góðar. Tónn bassa er vel breiður og þéttur. Tenór hefur fallega áferð, sem gerir honum vel fært að flytja sólóhluta, auk þess sem hann fyllir afar vel í hljóminn. Altröddin er mjög vel skipuð, svo sem heyra mátti í sólóum, sem fómst rödd- inni vel úr hendi. Hið sama er um sópran. Kórfélagar era margir vel fær- ir um einsöng, en einstakir söngmenn, úr kvennaröddum sérstaklega, áttu verulegar strófur. Sérstaklega ber að nefna í þessu sambandi hið forvitni- lega verk Mistar Þorkelsdóttur, Alle- lúja, þar sem einsöngur kemur mjög fyrir og skilaði sér fagurlega. Kammerkór Langholtskirku er greinilega strangþjálfaður. Flutningur var sem næst ævinlega afar vel sam- hæfður. Út af brá lítillega í fáein skipti, svo sem í Requiem Jóns Leifs, þar sem nokkuð gjallandi tónn var í sópran. Örlítils óróa gætti í kvenna- röddum í Haustvísu Maríu eftir Alta Heimi Sveinsson, einkum í fyrsta er- indi. Þá kom fyrir, að innkomur voru ekki alveg hnífjafnar, svo sem í Smá- vinir fagrir eftir Jón Nordal. Af bar í flutningi lögin Hættu að gráta hringa- ná í útsetningu Hafliða Hallgrímsson- ar, Jesú mín morgunstjarna í útsetn- ingu Jóns Þórarinssonar, Heilræðavís- ur Jóns Nordals, Maríukvæði Atla Heimis Sveinssonar og Ave María eft- ir Hjálmar H. Ragnarsson. A efnisskrá tónleika Kammerkórs Langholtskirkju vom einungis íslensk verk; flest trúarlegs eðlis, en nokkur af öðmm toga. Öll tónskáldin, sem við sögu komu hvort heldur í útsetningum eða fmmsömdum lögum, era enn á lífi, nema Jón Leifs. Hér var því um veru- lega nútímalega tónleika að ræða, þegar horft er til aldurs tónskáldanna. Það sýnir hins vegar smekkvísi íslenskra höfunda, að útsetningar allar voru mjög í anda þess, sem unnið var með, þó að fyrir brigði nútímalegu tónbragði til áherslu og þar sern það átti við. Tónleikar Kammerkórs Langholts- kirkju vom einkar ánægjulegir. Að til skuli verða söngflokkur sem kamm- erkórinn út úr kór kirkju er ekki lítill akkur fyrir þann söfnuð, sem í hlut á. Fómfúst starf bæði söngstjóra og söngfólks sýnir hug þessa fólks til kirkju sinnar og þegar árangur er svo góður, sem er hjá Kammerkór Lang- holtskirkju, er starf kantors og söng- manna ómetanlegur þáttur í fagurri lofgjörð safnaðarins. Tónleikar Kammerkórs Langholts- kirkju voru vel sóttir og flutningi hans vel fagnað. Sem aukalag flutti kórinn lagið Vel er mætt til vinafunda, en kirkjugestir tóku margir undir. Það voru vel viðeigandi lok góðra tón- leika. Haukur Agústsson. Bílasala • Bflaskipti a firnj BILASALA Nissan Sunny 4x4, st., árg. ’94, blár, ek. 31 þ. km. Verð: 1.310.000,- Crysler Caravan V6 A/T, árg. ’95, beis, ek. 13 þ. míl., vel búinn, 7 manna. Verð: 2.850,- MMC Lancer 4x4, st., árg. '94, beis, ek. 48 þ.km.Verð: 1.370.000,- Toyota Corolla GLi 1600,5 d., árg. '93, orange, ek. 49 þ. km. Verð: 1.050.000,- Dodge Neon Sport 2000 i, árg. ’95, blár, ek. 21. þ. míl., 150 HÖ. Verð: 1.570.000,- MMC Sapporo GLS 2400 i, árg. ’88, blár, ek. 80 þ. km. ABS o.fl., einn eig. Verð: 700.00,- Toyota Corolla XLi, 3 d., árg. ’94, silfur, ek. 48 þ. km. Verð: 990.000,- Toyota Hilux X-C Dísel, árg. ’84, hvítur, ek. 215 þ. km, 35“ 5:71 m/rnæli, o.fl. V:600.000,- • Bflasala MMC Pajero, 5 d., DTIA/T, árg. ’91, blár/grár, ek. 140 þ. km. Verð: 1.750.000,- Toyota 4Runner V6 A/T, árg. '91, grænn, ek. 112 þ. km, 31“, stigbr. brk. Verð: 1.850.000,- MMC Pajero 5 d., V6 A/T, ’93, ek. 34 þ. km, álf., sóll., stigbr., spoi, o.fl. Toppeintak. V. 2.950.000,- Vantar bíla á skrá og á staðinn BÍLASALA við Hvannavelli Símar 461 3019 & 461 3000 HRISALUNDUR - fyrir þig! Qtíýrara en þig gi unat TILBOÐ í KJALLARA Herrapeysur frá kr. 797 T X herraskyrtur frá kr. 797 NÝTT í KJALLARA Prjónar og prjónagarn í mikiu úrvali Nýkomin sending af BRANDTEX dömufatnaði \t/ /é' TILBOÐ Nvjar ísleitskai kartoflur 2 kg kr. 256 pk. 6ræn vtnber kr. 299 kg Vatnsmelónur kr. 78 kg Gular ntelónur kr. 78 kg Svínabógsneiðar kr. 498 kg Prime Ribs kr. 998 kg Svíhakótelettur léttreyktar kr. 989 kg Grillaðir kjúklingar kr. 598 stk. IVIikið úrval af nýslátruðu svínakjöti á grillið Öpið fostudae til k! 19.30 Lðugardóg iil k! 18.00 LÖKAt) SUNNU. 06 MÁNUD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.