Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 2. ágúst 1996 B RÆÐINCUR Út í óvissuna „Litli" og „stóri" bruaðu sér í ökuferð í sundlaugargarðinum ó Akureyri, en þangað koma æ fleiri gestir. Ef að líkum lætur verður þar fjöldi fólks nú um helgina, lengstu ferðahelgi órsins, en hótíðin „Halló Akureyri" hófst í gær. óþh/Mynd: BG Hvað veistu? Sólin ilmar af eldi allan guöslangann daginn, faðmar að sér hvert einasta blóm, andar logn yfir sæinn. Fagur óður til sólarinnar. Hver yrkir svo? 'uossu^JjnBig uuDijof jjya ja 6o w6d|jd|’o$w jfijðij g.^oj-] — Hvað ætlar þú að gera um helgina? Hulda Biering er nýflutt til Akureyrar en hún hefur verið ráðin verkefnisstjóri MenntasmiSju kvenna á Akureyri. „AÖ sjálfsögðu ætla ég að vera á Akureyri um heigina á hátíðinni Halló Akureyri. Eg fæ gesti frá Reykjavík og ætla aöallega að sinna þeim, fara meS þá um bæ- inn og sækja viðburði tengda hátíðinni. Líklega skrepp ég í Kjarnaskóg og fer í sund." Helgin leggst vel í Huldu og eins hið nýja starf sem hún tók við í gær. Fróðleikur Engin smásmíði! Þyngsta klukka heims er Tsar Kolokol sem var steypt árið 1735 í Moskvu. Hún vegur 196 tonn, er 5,9 m í þvermál, 5,8 m há og 60 cm á þykkt þar sem hún er þykkust. Klukkan er sprungin og 11 tonna moli brotnaði einu sinni úr henni. Heilræði dagsins Arla skal rísa, sá gull vill í götu finna. 'ft'ó l 9!J9 uinjXausj i ujOLjDUUDiudnD)) i nssu3|s) ;>|jeAjn|^ i sseuxD] n6u| p ui>|sj jda puAui |SSSc( r MA-kvartettinn v. MA-kvartett- inn var geysilega vinsæll á fjórða áratugnum. Þeir félag- arnir Þor- geir Gests- son, Stein- þór Gestsson, Jakob Haf- uðum söng. Þeir félag- stein og Jón frá arnir byrjuðu að æfa Ljárskógum sungu sig inn söng þegar þeir voru í hug og hjörtu lands- samtíða í Menntaskólan- manna með einkar fág- um á Akureyri. í eldlínunni „Hér verður mikið fjör" - segir Hallbjörn Hjartarson „Helgin leggst verulega vel í mig og hér verður mikið fjör. í fyrra var ég var skammaður fyrir að vera of mikið upp í útvarpi þannig að nú verð ég minna í því og fylgist meira með skemmtiatriðum og öðru slíku," sagði Hallbjörn Hjartarson, kántrýkóngur, sem verður í eldiínunni á hinni árlegu Kántrýhátíð á Skagaströnd um helgina. „Eg syna með kúrekunum á föstudagskvöld og síðan kem ég fram á útitóníeikum fyrir utan Kántrýbæ klukkan fjögur á sunnudag. Síðan syng ég með kúrekunum aftur á lokatónleikunum í Kántrýbæ en að öðru leyti mun ég bara sýna mig og sjá aðra á svæðinu," sagði Hallbjörn. „Við erum ekki sérstaklega spenntir fyrir að það verði afskaplega mikið af fólki heldur fremur að fólk eigi góða og ánægjulega stund hjá okkur og vilji koma til okkar aftur að vori." Spurmng vikunnar ___________________Spurt á Akureyri. ■Hvað ætlar jbú að gera um helgina? GuMinna Thorlacius og Aðalgeir Páls- son: „Við ætlum að vera heima og hafa það gott um helgina og hver veit nema við tökum þátt í Halló Akureyri." Þorvaldur Makan Sigbjörnsson: „Eg ætla að vera í bænum á föstudags- kvöldið og fara í Sjallann. Síðan hef ég hugsað mér að fara jafnvel í Asbyrgi á sunnudeginum og slappa af." Brenda Kristjánsson: „Um helgina ætla ég í sumarbústað mágkonu minnar í Hvalfirði." Reynar Bjarnason og Arnar Ólafsson: „Við erum á leiðinni til Siglufjarðar á síldarævintýrið. har verður margf um að vera og við ætlum að taka þátt í eins mörgu og við getum." Vignir Vikingsson: „Um helgina ætla ég að flýja lengst inn á Jökuldalsheiði með tjaldvagninn minn. Þar ætla ég að hafa það gott og veiða."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.