Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. ágúst 1996 - DAGUR - 11 TONLIST Gítartónleikar í Deiglunni Sunnudaginn 28. júlí efndu Halldór Már Stefánsson og Maria José Boira til gítartónleika í Deiglunni í Grófargili á Akureyri. Þau eru á tón- leikaferð um landið og höfðu þegar haldið tónleika í Siglufjarðarkirkju 21. júlí og í Blönduósskirkju 23. júlí. Ferð þeirra lauk með tónleikum á Sólon Islandus í Reykjavík 31. júlí. Maria José Boira hefur haldið tónleika víða á Spáni bæði sem ein- leikari og sem félagi í gítarkvartett, sem kallast Quartet Mosaic de Guit- arres. Halldór Már Stefánsson hóf gítarnám sitt við Tónlistarskólann á Akureyri en mun ljúka post-gradu- ate námi frá Luthier tónlistarskólan- um í Barcelona á næst vori. Þar hef- ur hann numið undir handleiðslu Arnaldar Arnarsonar, gítarleikara. María José Boira hóf tónleikana á þremur sónötum: K 1 í d-moll, K 208 í A-dúr og K 178 í D-dúr eftir Scarlatti. Leikur hennar var afar hnitmiðaður og vandaður. Sérlega skemmtilega tókst Mariu José Boira að draga fram fínleg blæbrigði í styrkbreytingum, sem gáfu flutningi hennar ljúflegan brag. Þá lék Maria José Boira Platero y yo eftir E. Sainz de la Maza. Verkið er í fjórum hlutum: Platero, E1 Loco, Azotea og La Muerte. I fyrsta kafla vakti athygli falleg notkun á ritardando, í öðrum kaflanum hin sérkennilega laglína, sem gítarleik- arinn vann skemmtilega úr, í þriðja kaflanum ríkti léttleiki og í þeim fjórða, La Muerte, náði Maria José Boire seiðandi brag í kliðandi og fallegum leik. Saman fluttu Halldór Már og Maria José Boira Konsert í D-dúr efrir A Vivaldi. Verkið er í þrem köflum: Allegro, Largo og Allegro. I leik þessa verks var Maria José Boire leiðandi, en Halldór Már í meðleik. Samleikur þeirra var afar náinn og vel unninn svo að hvergi bar skugga á. Sérlega vel fór flutn- ingur síðasta kaflans, Allegro, þar sem Maria José Boira fór á kostum í fjörlegum leik og natnislegri mótun einstakra stefja og stefjabúta. Eftir hlé lék Halldór Már Stef- ánsson einleik í þrem verkum. Hið fyrsta var Sónata (1. kafli) eftir J. Turina. Upphaf þess verks var nokkuð dauflegt, en er á leið færðist þróttur í leikinn og náði gítarleikar- inn verulegum tilþrifum. Annað verkið, sem Halldór Már lék, var Gran Solo op. 14 eftir S. Sor. I þessu verki var leikur Hall- dórs Más fullur ákveðni. Hann náði fallegum blæbrigðum í leik sínum og túlkaði verkið skemmtilega. Loks lék Halldór Már Preludio y danza eftir J. Orbón. Verkið er skemmtilegt áheyrnar og naut sín vel i flutningi Halldórs Más. I fyrri hluta þess er líkt og hik, sem gítar- leikarinn náði vel að túlka, en í hin- um síðari er blær leitar, sem ekki síður kom fram í öruggum leik Hall- dórs Más. Næstsíðast á efnisskrá tónleik- anna var samleikur Halldórs Más Stefánssonar og Mariu José Boira í þremur vinsælum suður-amerískum lögum eftir ýmsa höfunda. Lögin voru Rosa Amarela, Por un beso og Morenita do Brasil. Tónleikunum lauk svo á Toccotu eftir P. Petit. Verulegur hiti var í leik Mariu José í Toccötunni og fylgdi Halldór Már þar vel eftir. Verkið er afar forvitni- legt og skemmtilegt áheyrnar. í því bregður tónskáldið fyrir sig ýmsum stíl allt yfir í jazzískan brag, sem skilaði sér fallega í flutningi gítar- leikaranna tveggja. Tónleikarnir í Deiglunni voru prýðilega sóttir og gerðu tónleika- gestir góðan róm að flutningi'lista- mannanna tveggja. Þeir þökkuðu góðar undirtektir áheyranda með því að leika sem aukalag þemað úr kvikmyndinni The Deer Hunter og kvöddu svo gesti sína í lok ánægju- legrar samveru. Haukur Ágústsson. Gjöf Verkalýðsfélags Húsavíkur til Sjúkrahúss Húsavíkur formlega afhent. Frá vinstri, Aðalsteinn Baldurs- son, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, Aldís Friðriksdóttir, hjúkrunarforstjóri, Kristbjörg Sigurðardóttir, formaður deildar starfsfólks í heilbrigðisþjónustu innan Verkalýðsfélags Húsavíkur, og Friðfinnur Hermanns- son, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Húsavíkur. Mynd: GKJ Verkalýðsfélag Húsavíkur: Afhenti Sjúkrahúsi Húsavíkur þarft tæki Við hátíðardagskrá þann 1. maí síðastliðinn var framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Húsavrkur, Frið- finni Hermannssyni, afhent gjafabréf þar sem Verkalýðsfélag Húsavíkur gaf Sjúkrahúsinu lyftu til notkunar við að lyfta sjúklingum t.d. upp úr rúrninu og á og af salerni. Nú á dögunum kom svo lyftan og afhenti Aðal- steinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, hana formlega. Hann sagði við það tækifæri að ákvörðun haft verið tekin um hver gjöfin skyldi vera eftir ábendingar frá starfsfólki Sjúkrahússins. Þama er um að ræða tæki sem auð- veldar mjög starfsfólki alla umönnun við sjúklinga sem þurfa mikla aðstoð og er ekki síður einfalt og þægilegt fyrir sjúklingana. Þá vildi Verkalýðsfé- lagið með þessari gjöf leggja sitt að mörkum til að efla Sjúkrahúsið á Húsavík. Verkalýðsfélag Húsa- víkur varð 85 ára á þessu ári og svo vill til að Sjúkrahúsið á einnig afmæli í ár en það verður 60 ára. GKJ Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna væntanlega staðsettur hér á landi: Skólinn hluti af þróunar aðstoð íslendinga Ríkisstjórnin hefur sent Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó til- boð um að væntanlegur sjávarút- vegsskóli þeirra fái aðsetur hér á landi. Skólastarfið yrði að veru- Gistiheimilið Brekkusel á Akureyri: Góð nýtíng í júlímánuði og góðar horfur íramundan Góð nýdng hefur verið á gisti- heimilinu Brekkuseli á Akureyri í júlímánuði og seinni hluta júní- mánaðar en „vertíðin“ fór fremur hægt af stað og maímánuður var fremur dapur. Horfur eru góðar í ágústmánuði, m.a. í tengslum við ráðstefnu norrænna vatnafræðinga, sem haldin verður hér á Akureyri 12.-15. ágúst nk. Hróður gistiheimilisins Brekku- sels virðist þó fara víða því nýlega barst bókun frá Japan gegnum MINNINO söluskrifstofu Flugleiða í Tokyo og koma Japanirnir hingað 15. ágúst nk. Helga Haraldsdóttir hjá Brekkuseli segir að þessi bókun komi nokkuð á óvart því ekki hafi farið fram nein sérstök kynning á gistiheimilinu erlendis umfram þær upplýsingar sem ferðaskrif- stofum er gefið upp. Japanskir ferðamenn hafi hins vegar gist áð- ur á Brekkuseli og sennilega hafi þeir borið gistiheimilinu þetta vel söguna. GG legu leyti kostað af íslenska rilíinu og sett upp sem hluti af aðstoð ís- lands við þróunarríki, þar sem sjávarútvegur er mikilvæg at- vinnugrein. Tilboð þetta er til skoðunar hjá forsvarsmönnum Há- skóla S.þ. í Tókýó í Japan, og verði því svarað játandi má þess vænta að fyrstu nemendunir komi til náms hér á landi á vormánuðum 1998. Ingvar Birgir Friðleifsson, jarð- fræðingur hjá Orkustofnun og skólastjóri Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna, er formaður nefndar á vegum S.þ., sem fjallað hefur um vætanlegan skóla. Island þykir hafa ýmsa kosti fram yfir mörg þeirra landa sem nefnd hafa verið sem hugsanlegt aðsetur skólans. Til dæmis sé sjávarútvegur hér- lendis mjög háþróaður og hér séu einnig margir framúrskarandi vís- indamenn á ýmsum sviðum sjávar- útvegs, sem myndu leggja skólan- um lið. Síðastliðið haust skilaði hópur is Halldórsson Fæddur 22. júní 1979 - Dáinn 21. júlí 1996 Sunnudagurinn 21. júlí rennur okkur seint úr minni, því þá bárust okkur þær hræðilegu fréttir að Nikki eins og Nikulás var jafnan kallaður væri dáinn. Eflaust gegnir þessi kæri vinur okkar öðru hlutverki á framandi slóðum. Kannski var það fyrir glaðværð og sterkan persónuleika, sem okk- ur finnst óskiljanlegt að við eigum ekki eftir að njóta samvista Nikka lengur, hvorki við vinnu eða þar sem hann unni sér vel, við eggja- tínslu úti á bjargi á vorin. Ahugi og kraftur þessa dug- mikla drengs kom bersýnilega í ljós í páskafríinu hans. Hress og hlægjandi tók hann hamar í hönd og hjálpaði við smíðar á skála, sem nú stendur á Langanesbjargi. Já, það myndast víða skarð við fráfall Nikka, þar á meðal í hópi okkar eggjatínslumanna, og erfitt er að írnynda sér vor á bjargi án Nikka. Elsku vinur, hvíldu í friði. Elsku Ásta, Dóri, Tinna og Henný Lind, megi allt það góða styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Ykkar vinir, Eggjatínslumenn. fulltrúa frá fimm ráðuneytum skýrslu til utanríkisráðherra um hvemig haga mætti þessu skóla- starfi hér á landi. Niðurstaða hóps- ins er í stuttu máli sú að aðstæður til skólastarfs þessa séu afar góðar hér á landi og góður kostur sé fyrir ísland að styðja uppbyggingu þró- unarríkja með þessum hætti. I samtali við Dag sagði Ingvar Birgir Friðleifsson að stefnt væri að skólahaldi, sem væri með svip- uðu sniði og starf Jarðhitaskóla S.þ. Nemendur hans eru um það bil 15 á vetri hverjum og eru há- skólamenntað fólk í ýmsum raun- greinum, sem hnykkir á menntun sinni með framhaldsnámi í jarð- hitafræðum. Kennarar þess skóla eru vísindamenn af ýmsum svið- um, en skólahaldið hefst í apríl á ári hverju og stendur fram til loka október. Afla nemendur sér þekk- ingar með fyrirlestrum, vettvangs- ferðum og störfum undir leiðsögn sérfræðinga. Uppbygging sjávarút- vegsskólans yrði svipuð, en fyrir utan setu á skólabekk myndu nem- endur kynna sér starf sjávarútvegs- fyrirtækja og -stofnana víða um landið í samræmi við þær sér- Leiðrétting I frétt um Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mývatnssveit, þar sem sagt var að aðsókn samsvar- aði því að 130 milljónir kæmu í upplýsingamiðstöð í Reykjavík, á að vera: Kostnaðurinn sem Skútu- staðahreppur leggur í að reka Upplýsingamiðstöð í Mývatns- sveit er sambærilegur við það að Reykvíkingar legðu 130 milljónir í að reka Upplýsingamiðstöð hjá sér. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. GKJ áherslur í námi sem hver myndi velja sér; en í boði verður nám í fiskveiðistjórnun, fiskistofum og stofnstærðarmati, fiskveiðitækni og útgerð, fiskvinnslu- og gæða- starfi, stjómun og markaðsmálum. Ætla mætti að kostnaður Is- lands við skólahaldið yrði um 30 millj. kr. á ári hverju. Ingvar Birg- ir Friðleifsson segir að forsvars- menn Háskóla S.þ. vilji að sjávar- útvegsskólanum verði valinn stað- ur hér á landi, og sé síðasta útspil ríkisstjórarinnar í þessu máli svar við þeim óskum þeirra og ef allt gangi eftir, sem allt bendir til, taki skólinn til starfa eftir tæp tvö ár. Hann yrði staðsettur í Sjávarútveg- húsinu að Skúlagötu 6 í Reykja- vík, en jafnframt í nánu samstarfi við ýmsar menntastofanir á sviði sjávarútvegsmála, svo sem Há- skólann á Akureyri. - sbs. L*Tt# VINNINGSTOLUR - -QQ„ MIÐVIKUDAGINN 1 OI-UA laaP AÐALTÖLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1 . 6 al 6 1 48.910.000 r\ 5 af 6 c. + bónus 0 672.950 3. 5a,e 4 59.130 4. 4 af 6 195 1.920 j- 3 af 6 O. + bónus 721 220 Samtals: Haildarvinningsupphæð: Á fslandi: 50.352.490 1.442.490 Upplýsingar um vinningstölur fást einnig i sfmsvara 568-1511 eöa Grænu númorí 800-6511 og i textavarpi á siöu 453.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.