Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 14

Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 2. ágúst 1996 ÓLY/APÍULEIKARNIR í ATLANTA Ólympíupunktar • NBA stjörnurnar í bandaríska Draumaliðinu virðast búnar að fá yfir sig nóg af Ólympíuleik- unum enda með yfirburðalið og aðeins formsatriði að klára mót- ið. „Ég hef pantað mér flugvél á leigu á laugardagskvöld," segir Charles Barkley. „Ég ætla heim og spila golf í viku, ég spila 36 holur á sunnudag og ætla síðan að að vera á goifvellinum alla vikuna. Síðan fer ég í nokkrar auglýsingatökur,“ sagði Barkl- ey. Karl Malone er álíka spennt- ur yfir væntanlegu fríi. „Ég fer um Ieið og ég hef fengið gullið mitt. Ég hef verið í Atlanta í tvær vikur og það er meira en nóg fyrir mig,“ sagði Malone. • Það verða Argentína og Níg- ería sem keppa til úrslita í knatt- spymukepp.iinni á rnorgun. Nígería kom á óvart og sigraði Brasilíu 4:3 með marki á 4. mínútu bráðabana eftir að hefð- bundnum leiktíma lauk með 3:3 jafntefli. Brasilía hafði 3:1 yfir í hátlleik en Nwankwu Kano jafnaði á síðustu mínútu leiksins og hann gerði einnig út um leik- inn snemma í framlengninunni. Kanu var að fagna afmæli sínu en hann varð tvítugur í gær. Argentína sigraði Portúgal í hin- um undanúrslitaleiknum 2:0 þar sem Heman Crespo, 21 árs, skoraði bæði mörkin og varð þar með markahæsti maður leik- anna með fimm mörk í fimm leikjum. • Rússneska hlaupakonan Mítr- ina Trandenkova, sem varð fimmta í 100 m hlaupi kvenna féll á lyfjaprófi og varð þar með fjórði rússneski keppandinn sem staðinn er að svindli á leikun- um. Tárin falla Bandaríski glímukappinn Kurt Angle fagnaði ógurlega þegar honurn var dæmdur sigur í úrl- slitaglímu 100 kg flokki þar sem glímt er með frjálsri aðferð. Angle sigraði Abbas Jadidi frá íran í úr- slitaslagnum og þar var dramatík- in mikil. Jafnt var alla glímuna og þurfti að framlengja tímann. Aftur var jafnt þannig að dómarar kváðu upp úrskurð. Jadidi reyndi að lyfta hönd til lofts til marks um að hann væri sigurvegari en dómarinn hélt henni niðri. Dómaramir völdu Angle og Jadidi trúði ekki sínum eigin augum. Hann hljóp að dóm- araborðinu og öskraði á embættis- mennina en það bar engan árang- ur. A meðan kraup Angle á gólf- inu og þakkaði almættinu fyrir sigurinn og gullmedalíuna. „Ég virði Kurt Angle sem persónu en ekki sem Ólympíumeistara,“ sagði sá íranski eftir glímuna. Carl Lewis ekki saddur Carl Lewis er fræknasti sprett- hlaupari og langstökkvari Ólymp- íusögunnar og hann var enn á ný í hetjuhlutverkinu þegar hann sigr- aði í langstökkinu í vikunni. Hann baðaði sig lengi sviðsljósinu eftir sigurinn og var hylltur af áhorf- endum, svo lengi að Bjarna Fel. þótti nóg um, enda þurfi Guðrún Amardóttir að bíða í startholunum í 400 m grindahlaupi fyrir vikið. í allt var þetta níunda Ólympíugull kappans en hann er ekki saddur og vildi ólmur vera í liði Bandaríkj- anna í 4x100 m hlaupi eftir að könnun sem sjónvarpsstöð stóð fyrir sýndi að um 65% almennings vildi hafa hann í liðinu. Lewis hafnaði í áttunda sæti í 100 m hlaupinu á úrtökumótinu fyrir leikana og var því ekki valinn í liðið og þjálfarinn, Erv Hunt, þvertók fyrir að velja Lewis fram yfir menn sem höfðu unnið sér sæti í liðinu. Mjúk lending Keppnin í tugþrautinni er hörð og það reynir mjög á keppendur. Hér sést þýski keppandinn Frank Buseman í lendingu í sandgryfjunni en hann stökk lengst allra, 8,07 m. Eistinn Erki Nool varð annar með 7,88 m en Jón Amar Magnússon varð að sætta sig við 20. sætið á sínum 7,28 metr- um. Nær Vicario gullinu? Spænska tennisstjaman Arantxa Sanches Vicario keppir í dag við Lindsay Davenport til úrslita í ein- liðaleik kvenna í Atlanta. Vicario sigraði Jönu Novotnu frá Tékk- landi í undanúrslitum í fjörugum leik. Sú spænska sigraði 6:4 í fyrsta setti en Novotna jafnaði með 6:1 sigri í öðru. Allt leit síðan út fyrir sigur Novotnu í þriðja setti en Vicario, sem er þriðja á heims- listanum, náði sér upp aftur og sigraði 6:3. Lindsay Davenport sigraði bestu vinkonu sína, Mary Joe Femandez, í hinum undanúr- slitaleiknum, 6:2 og 8:6. Golf: Patricia í 1. sæti á hatta- og pilsamóti Hatta- og pilsamótið í golfi var haldið í frábæru veðri á Jaðars- vellinum á Akureyri sl. föstu- dagskvöld. Mótið er haldið sam- kvæmt gamalli hefð, en kylfing- arnir, sem allir eru kvenkyns klæddust í sitt fínasta púss, hatta og pils, eins og konur gerðu fyrr á árum við golfleik. Leikinn var höggleikur, með forgjöf og það var Patricia Jóns- son sem hreppti fyrsta sætið. Halla Sif Svavarsdóttir varð önnur og Aðalheiður Guðmundsdóttir varð í þriðja sæti, en þær eru allar í GA. Ymis aukaverðlaun voru veitt, Oddfríður Reynisdóttir úr Golfklúbbi Húsavíkur reyndist vera högglengst á 15. brautinni og þá voru nándarverðlaun veitt á par þrjú brautum, auk verðlauna fyrir góða nýtingu á vellinum. ' s “ : -A , r if^i tLMWit1 Bsv' -KW a Á niyndinni hér að ofan má sjá Önnu Freyju Eðvaldsdótt- ur pútta á 18. flötinni og þær Aðal- heiður Alfreðsdóttir og Þórunn Gunnarsdóttir bíða átekta. Keppendur í mótinu voru á fjórða tug, flestir þeirra úr GA, en einnig mættu til leiks keppendur frá Golf- ◄ klúbbunum á Húsavík og Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.