Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 8
I 8 - DAGUR - Föstudagur 2. ágúst 1996 VElf>l KLÓ Vatnsleysíð háir víða veiðimönnum Veiðimenn eru ekki mjög ánægðir með þurrkana sem hafa verið í sumar og veðrið hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum. Ár eru margar vatnslitlar, bæði vegna rigningarleysis og hversu lítill snjór var í fjöllum í vor. í Miðfjarðará er fluguveiðitím- inn liðinn og veiðimenn komnir aftur með maðkinn. Alls voru komnir 284 laxar á land þegar fiskifréttamaður Dags fékk fregnir þaðan í vikunni og er það ekki eins gott og vonast var til. Vatns- leysið háir veiðimönnum og áin er „alveg að þoma“ sagði heimildar- maður Dags í Miðfjaðará. I Víðidalsá er sama sagan - veiðin gengur hægt vegna vatns- leysis. Nú eru komnir 320 laxar á land og er mikið um leginn fisk og lúsugan og er þetta um hundrað fiskum færra en á sama tíma í fyrra. Ekki er þó hægt að kvarta yfir stærðinni í Viðidalsá í sumar því þar hafa menn verið að fá stóra og væna fiska, á bilinu 10 til 19 pund, en síðustu daga hafa þó komið einstaka smálaxar, 4-5 pund, inn á milli. Veiðimenn sjá mikinn fisk í ánni en hann tekur mjög illa og margir hafa misst eft- ir skemmtilegar rimmur. í Laxá í Ásum hefur verið óvenju dauft eins og víðar. Þar eru komnir 331 lax á land og er það nokkru minna en í fyrra enda er áin fremur vatnslítil nú. Veiðin er þó misjöfn og sumir dagar eru mjög góðir og þá konta yfir 20 laxar á land. I Eyjarfjarðará hefur verið góð veiði að undanfömu þó ekki séu tölur á reiðum höndum um aflann. Um síðustu helgi veiddust 5-6 punda bleikjur í ánni. Hörgá er einnig góð á meðan hún „er til friðs og ekki mikill litur í henni“ eins og heimildarmaður Dags orð- aði það. 1 Fnjóská hafa veiðst 50 laxar og þar er ágæt bleikjuveiði. Dreem veiði í Húseyjarkvísl Veiði hefur verið fremur dræm í Húseyjarkvís! að undanförnu eins og á mörgum öðrum stöðum en þar koma þó einstaka vænir fiskar á land. Kaffihlaðborð Verðum með okkar vinsæla kaffihlaðborð sunnudag og mánudag kl. 14-18 báða dagana. Verið velkomin! Steinhólaskáli, Eyjafjarðarsveit. LOKAÐ vegna sumarleyfa dagana: Föstudag 2. ágúst og þriájudag 6. ágúst. BLIKK- OG TÆKNIÞJÓNUSTAN hf. KALDBAKSGÖTU 2 • 600 AKUREYRI • SÍMI : 96 24017 ■ FAX : 96 11279 KT.: 431188 - 1479 VSK.NR.: 31911 BÚNAÐARBANKINN Á AKUREYRI 0302 - 26 - 431 Laxá í Aöaldal: Brosmildur Kani tók Maríulaxinn á Langeyjareyri Þessi brosmildi Bandaríkjamaður nældi í Maríulaxinn sinn í Laxá í Aðaldal á dögunum og sá var ekki af minni gerðinni. Michael J. Mars heitir maðurinn á myndinni og hann er greinilega kátur með veiðina. Þetta er 19 punda hængur, sem veiddist á Black Sweep no. 6 á 6. svæði í Laxá, í Langeyjareyri, þar sem Laxárfélagið er með svæði. Michael var drjúgur eftir að hann landaði þessum fallega fiski og segja kunnugir að hann hafi verið með bros á vör allan veiðitímann og hann var enn glottandi þegar hann steig upp í flugvélina á leiðinni heim. Vatnsdalsá: Tveir yfir 20 pund í vikunni 1 Vatnsdalsá er veiði að glæðast og það komu 10 laxar á land fyrir hádegi í gær. Reyndar var allt lúsugt, þ.e. nýgengnir fiskar eru að koma inn en „þeir ganga ekki í gegnum flóðið" eins og þeir orða það í Vatnsdalnum. Frekar lítið vatn er í ánni og það vantar úrhelli svo allt fari almennilega í gang. Alls eru komnir 265 laxar á land en þar er veitt á sex stangir. Það er 10 fiskum betra en í fyrra en þá var einnig byrjað 10 dögum fyrr. Eins og gjaman er á þessum tíma eru fiskarnir smærri en fyrr í sumar en þeir stóru bíta þó á inn á milli. Þeir stærstu eru 22 pund og alls eru komnir 4 laxar yfir 20 pund, en þar af komu tveir í fyrradag. Eins og áður hefur komið fram í Veiðiklónni er öllum stórum fiskum sleppt í Vatnsdalsá og Bandaríkjamennirnir sem veiddu þá stóru í vikunni vom himinlifandi þegar þeir slepptu þessum vænu og góðu fiskum. Áður en fisknum er gefíð frelsi á ný er hann merktur og það hafa fjórir veiðst í annað sinn og eru því orðnir „góðkunningjar" veiðimanna. Jöfn og góð veiði í Fljótaá hefur verið mjög góð veiði að undanförnu en hún er nú heldur farin að minnka aftur. Alls em komnir um 20 laxar á land en á annað þúsund bleikjur. Fiskur- inn er vænni nú en í fyrra og hitt- eðfyrra. Það hafa mest komið á land yfir 200 bleikjur í einu holli. Veiðimenn eru að vonum ánægðir enda veðrið búið að leika við þá í Fljótum. Vatnið er jafnt og gott í ánni og vatnsleysið bagar veiði- í Fljótaá menn þar ekki eins og víða annars staðar. Talsvert hefur verið af er- lendum veiðimönnum í Fljótaá í sumar og em þeir mjög ánægðir með veiðina og láta vel af staðn- um.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.