Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. ágúst 1996 - DAGUR - 5
Tómatar og agúrkur
firá Hveravöllum
- hlutafélagið um ræktunina er orðið 92 ára gamalt og er líklega elsta hlutafélag landsins,
sem starfað hefur óslitið frá stofnuninni
Gróðurhúsin að Hveravöllum eru mjög mismunandi að staerð og eru 13 talsins.
Vel búinn 5D jeppi á
einstöku verði
BSA Laufásgötii 9, Akureyri, sími 462 6300
Suzuki 5D Vitara
Þeir sem leggja leið sína akandi
frá Húsavík til Mývatnssveitar
um Reykjahverfi taka örugg-
lega eftir myndarlegum gufu-
strókum og gróðurhúsum þegar
farið er framhjá Hveravöllum
og þá er svo sannarlega ekki úr
vegi að líta við því þarna er Ijúf-
fengt grænmeti ræktað í gróð-
urhúsunum og jarðvarminn
notaður til ræktunarinnar.
Elsta hlutafélag landsins?
Garðræktarfélag Reykhverfinga
var stofnað 17. júlí 1904 og er því
92 ára. Þetta er líklega allra elsta
hlutafélag landsins, sem starfað
liefur óslitið frá því það var stofn-
að. í fyrstu lögum félagsins segir
að tilgangur þess sé að rækta kart-
öflur í stórum stíl og aðra garð-
ávexti við hverina í Reykjahverfi.
Einn hlutur í félaginu kostaði þá
eitt hundrað krónur og voru hlut-
imir 50 í upphafi. Það þýðir að
stofnféð hefur verið 5.000 krónur.
Hverjum hlut fylgdi eitt atkvæði
en einn og sami einstaklingurinn
gat aldrei átt fleiri en þrjú atkvæði
þótt hann ætti fleiri hluti. Stein-
grírnur Jónsson hét fyrsti formað-
ur félagsins. í dag á Kaupfélag
Eyfírðinga stærstan hlut í félaginu
eða ríflega 50% en aðrir stórir
hluthafar eru Kaupfélag Þingey-
inga og Ólafur Atlason, fram-
kvæmdastjóri og fjölskylda. 73
smærri hluthafar eru í félaginu.
Framkvæmdastjóramir hafa verið
þrír frá upphafi og þar hefur sonur
tekið við af föður. Fyrsti fram-
kvæmdstjórinn hét Baldvin Frið-
laugsson og gegndi hann því starfi
í 33 ár, eða þar til sonur hans Atli
Baldvinsson tók við og var hann
framkvæmdastjóri í 38 ár, til árs-
ins 1976, en þá tók við stöðunni
sonur hans Ólafur, sem í dag er
framkvæmdastjóri á Hveravöllum.
Gróðurhúsarækt
Eins og áður sagði var aðallega
um kartölurækt að ræða fyrstu ár-
in og gekk sú ræktun oft í brösum
vegna tíðarfars og annarra áfalla.
Það hefur án efa verið búskapur-
inn, sem þeir sem við ræktunina
unnu höfðu sem hliðarbúgrein,
sem bjargaði því að menn gáfust
aldrei upp. En það var svo ekki
fyrr en árið 1933 að fyrsta gróður-
húsið var byggt að Hveravöllum.
Stærð þess var 50 fermetrar og
kostaði 1.800 krónur. Nú em
gróðurhúsin þrettán talsins og eru
rúmlega 6.000 fermetrar að stærð.
Nýjast í byggingarframkvæmdum
er viðbygging við skrifstofu og af-
greiðslubygginguna og hefur þar
verið komið fyrir nýrri flokkunar-
vél sem flýtir mjög fyrir flokkun
og pökkun, enda segir fram-
kvæmdastjórinn að fylgja verði
nýjungum í greininni að öðrum
kosti verði menn hreinlega undir í
baráttunni.
Þetta er það sem aðallega er ræktað á Hveravöllum, tómatar, agúrkur,
paprikur og blóm.
Ólafur Atlason er framkvæmdastjóri hjá Garðræktarfélagi Reykhverfmga að Hveravöllum. Hann tók við af föður
sínum Atla en sá hafði tekið við því embætti af föður sínum Baldvini Friðiaugssyni.
Helstu tegundir
Tómatar, agúrkur og paprikur er
auk sumarblómanna það sem mest
fer fyrir í ræktuninni á Hveravöll-
um. 40-50 ára hefð er fyrir því á
Hveravöllum að hafa til sölu sum-
arblóm á hverju vori og er haldið í
þá hefð þó svo ljóst sé að sú sala
gefi ekki mikið af sér, þá er sán-
ing og ræktun sumarblómanna
kærkomin tilbreyting fyrir starfs-
fólkið, gefur því fjölbreytni í starf
sitt. Tómata-, agúrku- og papriku-
plönturnar eru allt einærar plöntur
og þegar ræktunartímabilinu lýkur
í októberlok þá þarf að kasta öll-
um plöntum úr gróðurhúsunum,
þrífa þau og sótthreinsa áður en
hægt er að setja nýjar plöntur í
húsin. Þessi hreinsun tekur að lág-
marki tvo mánuði fyrir 3-4 starfs-
menn ef vel viðrar, það gefur auga
leið að ef frost eru mikil þá liéla
húsin og verkið tefst. Byrjað er að
sá fyrir nýjum plöntum strax í
desember.og reynt að koma þeim í
gróðurhúsin í janúar og byrjun
febrúar. Fyrstu uppskeru er svo að
vænta í aprfl og síðan linnulaust
allt til októberloka. Að sögn Ólafs
Atlasonar, framkvæmdastjóra,
þarf að ná allt að 150 tonnum af
uppskeru á ári til að reksturinn
gangi. Yfir sumartímann starfa
allt að tuttugu manns á Hveravöll-
um, sumir í hlutastörfum, en fer
niður í þrjá til fjóra starfsmenn yf-
ir vetrartímann eða þegar hreinsun
húsanna stendur yfir.
Sala og dreifíng
Það er Sölufélag Garðyrkjumanna
sem sér um dreifingu og sölu á
grænmetinu frá Hveravöllum en
Ólafur segir að það þýði ekkert að
ætla að standa í því sjálfur það
gangi hreinlega ekki upp. „Hag-
kvæmast væri að vera bara með
eina tegund í ræktun en þar sem
við hér erum einu ræktendumir á
mjög stóru svæði þá er varla hægt
annað en vera með helstu tegundir
eins og tómata, agúrkur og paprik-
ur. Neysla á papriku hefur aukist
gífurlega mikið á síðustu tíu til
fimmtán árum og hefur því ræktun
papriku hér hjá okkur aukist vem-
lega. Maður verður að fylgjast
með þróuninni og aðlaga sig að-
stæðum annars er ekki til neins að
vera að standa í þessu,“ segir
Ólafur Atlason, framkvæmdastjóri
hjá Garðræktarfélagi Reykhverf-
inga að Hveravöllum. GKJ
Nýju flokkunarvélinni hefur verið koniið fyrir í viðbyggingunni, sem reist
var á síðasta ári. Myndir: GKJ