Dagur - 08.08.1996, Page 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 8. ágúst 1996
FRÉTTIR
Landbúnaðarráðuneytið:
Breytt fýrirkomu-
lag á greiðslum úr
fóðursjóði
Landbúnaðarráðherra hefur tek-
ið ákvörðun um breytt fyrir-
komulag á greiðslum úr fúður-
sjóði frá og með 1. ágúst sl.
Breytingarnar leiða af sér lækk-
un fóðurtolla í verði kjarnfóðurs
sem er 55% af innflutningsverði
sem svarar til kr. 11,18 á kg af
fóðurvörum sem voru fluttar inn
á fyrsta íjórðungi ársins.
Gjaldið verður nú kr. 0,80 á kg
á innflutt hráefni í fóðurblöndur
en kr. 7,80 á kg á innfluttar tilbún-
ar fóðurblöndur. Það svarar til
þess miðað við innflutningsverð
nú að fóðurtollar sem koma fram í
verði hráefna í fóðurblöndur nemi
4% af meðalverði innflutts fóðurs
og að fóðurtollar af innfluttum
fóðurblöndum nemi 38%. Fóður
til fiskeldis og loðdýraræktar
verður sem áður undanþegið fóð-
urgjöldum að fullu.
I frétt frá landbúnaðarráðuneyt-
inu segir að þeir fjármunir sem
verði innheimtir renni til Fram-
leiðnisjóðs landbúnaðarins til efl-
ingar nýrra verkefna í landbúnaði
og til stuðnings við búgreinar og
breytingar á búskaparháttum á
lögbýlum. Áætlað er að til ráð-
stöfunar til þessara verkefna komi
á bilinu 30-35 milljónir króna á
ársgrundvelli sem m.a. verða not-
aðar til að efla innlenda fóður-
framleiðslu.
Þessi breyting á ráðstöfun fóð-
urtolla leiðir af sér margvíslegar
breytingar. I fyrsta lagi lækkar út-
söluverð á tilbúnum innlendum
fóðurblöndum. Sú lækkun mun
verða á bilinu 9-20%, mismunandi
eftir innihaldi erlendra hráefna í
blöndunum. Til að útsöluverð fóð-
urs lækki strax vegna þessara
breytingar verður greitt úr fóður-
sjóði á birgðir í vörslu fóðurinn-
flytjenda. I öðru lagi verða lagðar
af greiðslur til framleiðenda bú-
vara á 50/55 hlutum af andvirði
fóðurtolla úr fóðursjóði eftir af-
urðum, sem Framleiðsluráð land-
búnaðarins hefur annast. Endur-
greiðslurnar hafa verið takmark-
aðar við framleiðsluheimildir í
mjólkurframleiðslu, sauðfjárrækt,
og eggja- og kjúklingaframleiðslu.
Sú framleiðslustjórnun sem það
hefur leitt til leggst því niður. í
þriðja lagi telur landbúnaðarráðu-
neytið að umsýslukostnaður við
greiðslur úr fóðursjóði til fram-
leiðenda búvara sparist þegar
þeim verði hætt, sem hefur numið
um 5 milljónum króna árlega.
Landbúnaðarráðuneytið gerir
ráð fyrir nokkurri lækkun á verði
búvara í kjölfar þessara breytinga
til hagsbóta fyrir neytendur. óþh
Búnings-, tækja- og skrifstofuhúsnæði er að rísa við knattspyrnuvöll Óiafsfirðinga. Til þessa hafa knattspyrnumenn
þurft að ganga frá búningsklefum sundiaugarinnar til knattspyrnuvallarins, eflaust lengsti göngtúr milli búnings-
klefa og vallar sem þekkist í 1. deild. Myndióþh
Ólafsfjarðarvöllur:
Ný búningsaðstaða tilbúin fyrir
upphaf íslandsmótsins 1997
Byggingu húss við íþróttavöllinn í Ólafsfirði, sem
hýsa á búningsaðstöðu og tækja- og áhaldageymslu á
neðri hæð og veitingasal, eldhús og skrifstofur á efri
hæð, miðar vel og er áætlað að byggingu verði að
fullu lokið 1. maí 1997. Skrifstofumar eru ætlaðar
þeim aðilum sem standa að byggingunni, þ.e. Ung-
menna- og íþróttasambandi Ólafsfjarðar (ÚÍÓ) og
knattspymudeild Leifturs en skíðadeild Leifturs hefur
byggt yfir sína starfsemi á skíðasvæðinu ofan Hom-
brekkuvegar. Knattspyrnudeild Leifturs hefur verið á
hrakhólum með húsnæði undir starfsemina, en deild-
in hefur verið í leiguhúsnæði í félagsheimilinu Tjarn-
arborg jafnframt því að sjá um daglegan rekstur fé-
lagsheimilisins. Byggingarkostnaður er áætlaður um
25 milljónir króna. GG
Borgarafundur
í kvöld kl. 20.30 með
Stefáni Jóni Hafstein!
Akureyringar og nærsveitamenn, athugið!!
Rabbfundur um nýja morgunblaðið Dag-Tímann verður
í kvöld kl. 20.30 á Fiðlaranum, Skipagötu 14, 4. hæð.
Ritstjóri blaðsins, Stefán Jón Hafstein, mun kynna
helstu áherslur blaðsins og svara fyrirspurnum.
Komið og látið í ljós ykkar ábendingar og skoðanir ásamt því
að heyra hverjar helstu áherslur verða í hinu nýja blaði!
Sjáumst hress!
-besti tími dagsins!
Utsalan i fullum gangi
Pæmi:
Gallabuxur kr. 1.990
Gallajakkar kr. 2.900
Gallakjólar,
síðir og stuttir frá kr. 1.990
5íðir kjólarfrá kr. 1.990
5tuttir kjólarfrá kr. 1.690
Peysur frá kr. 1.400
t3rekkugötu 3
sími 462 4969