Dagur - 08.08.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. ágúst 1996 - DAGUR - 7
Dagur-Tíminn
opnar þjónustusíma
Þann 1. ágúst sl. opnaði Dagur-
Tíminn grænt númer, 800 70 80,
fyrir lesendur. Þjónustusíminn,
sem er gjaldfrítt númer, mun
verða aðalsímanúmer Dags-Tím-
ans og er það nýjung á íslandi.
í tilkynningu frá aðstandendum
Dags-Tímans segir að markmiðið
með þjónustusímanum sé að auð-
velda landsmönnum öll samskipti
við blaðið og opna leið fyrir
áhugasama til að koma á framfæri
sjónarmiðum sínum og skoðunum
á undirbúningi hins nýja blaðs
ásamt efni þess eftir að fyrsta ein-
takið lítur ljós. Jafnframt er tekið
við nýjum áskrifendum í sama
símanúmeri.
Þjónustusími Dags-Tímans er
opinn alla virka daga kl. 9-17.
Fólk er hvatt til að láta í sér heyra
ef það hefur ábendingar um hið
nýja blað eða vill gerast áskrif-
andi.
Verslunarmanna-
helgarumferðtn
Fjórir hlutu alvarleg meiðsl í
umferðarslysum um verslunar-
mannahelgina í ár. Fjórtán urðu
fyrir minni háttar meiðslum, þar
af voru meiðsl óveruleg hjá
nokkrum.
Samkvæmt upplýsingum Um-
ferðarráðs skráði lögregla 89 um-
ferðaróhöpp um helgina, þar af
voru 29 í Reykjavík og tengjast
því tæpast umferð ferðamanna.
Aðeins færri voru teknir grun-
aðir um ölvun við akstur í ár en á
síðasta ári eða 66, en voru 73 um
verslunarmannahelgina í fyrra.
Um verslunarmannahelgina 1992
voru 107 teknir grunaðir um
ölvunarakstur. Það var mat lög-
reglumanna að eftirlit með ölv-
unarakstri hefði verið með mesta
móti í ár. Þá bar töluvert á hrað-
akstri víða um land, m.a. í Ámes-
sýslu og Húnavatnssýslum.
Umferð var talsvert dreifð um
landið um helgina og var til dæm-
is áberandi meiri á Norðurlands-
vegi en í fyrra. Þá dreifðist um-
ferðin meira en oft áður vegna
rysjótts veðurs.
Kjötiðnaðar-
hanskamir duga
sjómönnunum vel
Það þekkja sjómenn manna best
að tindabikkju- og kolaveiðar
geta reynst þeim nokkuð erfiðar,
enda erfitt að ná þessum teg-
undum úr netunum.
Fjólmundur Fjólmundsson, sjó-
maður, hefur komist að raun um
að ein tegund vettlinga er betri en
önnur fyrir þessar veiðar, en það
eru svokallaðir öryggishanskar
sem kjötiðnaðarmenn nota. Um er
að ræða nokkurs konar stálhanska
sem notaðir eru til þess að fyrir-
byggja að menn skeri sig.
Að sögn Önnu S. Magnúsdótt-
ur hjá fyrirtækinu Valdimari
Gíslasyni hf. í Reykjavík, sem
flytur öryggishanskana inn, hafði
Fjólmundur spumir af hönskunum
og pantaði eitt par til pmfu. „Hann
hafði strax samband aftur, bless-
aði hanskana í bak og fyrir og
sagði okkur að þetta virkaði vel
og að þetta væm frábærar fréttir
fyrir alla þá sem væru á þessum
veiðum,“ sagði Anna. óþh
I sumar verður boðið upp á
gíæsílegt matarblaðborð
öll föstudagskvöld
rá kl. 19.00 tíl 22.00.
r svigna borðin undan
kræsingum og góðgætí.
í síma 4631400
Hrafnagili, sími 463 1400
Spumingar til Jóns Þórðar-
sonar, stjómarformanns UA
- frá Sverri Leóssyni, útgerðarmanni á Akureyri
1. Var einhugur í stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf. um að auglýsa
ekki starf framkvæmdastjóra félagsins?
2. Var einhugur í stjóm ÚA um ráðningu Guðbrands Sigurðssonar í
starf framkvæmdastjóra?
3. Af hverju var Svalbakur eldri seldur frá Útgerðarfélagi Akureyringa
hf.?
Garðyrkjustöðin
Grfsará
Opið alla virka daga frá ki. 9-18
^ ________ f
Sumarblóm
á kr. 12,50
20% afsláttur
af öllum
skrautrunnum
1. til 17. ágúst
Tarket Eik Robust
Tarket Eik Rustic
Lamella Eik Classic
Lamella Cherry
Lamella Merbau
Afsl. Staðgr.
4.009 15% 3.408
4.220 15% 3.587
4.508 17% 3.742
5.131 17% 4.259
4.933 17% 4.094
Ódýra parketiðfœst hjá okkur
Verð frá kr. 2.680 m2
LÓNSBAKKA • 601 AKUREYRI
463 0321, 463 0326, 463 0323
FAX 462 7813
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
■■■■■■■■■■■■■■■