Dagur - 08.08.1996, Side 9

Dagur - 08.08.1996, Side 9
Fimmtudagur 8. ágúst 1996 - DAGUR - 9 Góður hagnaður Eimskips og dótturfélaga Eins og kom fram í fréttum í síðustu viku nam hagnaður af reglulegri starfsemi Eimskips á fyrstu sex mánuðum þessa árs 425 miiljónum króna, en á sama tíma 1995 var hagnaðurinn 388 milljónir. Hagnaður af rekstri félagsins og dótturfélaga þess fyrstu sex mánuðina var 291 milljón króna. Árið 1995 var 245 milljóna króna hagnaður fyrstu sex mánuðina og 206 milljóna króna hagnaður sömu mánuði 1994. Veltufé frá rekstri á fyrri hluta ársins var 944 milljónir króna en 844 milljónir króna á sama tíma árið áður. Arðsemi eigin fjár er 10%. Eigið fé Eimskips og dótturfélaga þess nam rúmum 6 milljörðum króna í lok júní og jókst um 266 milljónir króna frá áramótum. Eiginfjárhlutfall- ið er 41%. I fréttabréfi Eimskips kemur fram að á fyrri hluta ársins 1996 var fjárfest fyrir rúma 2 milljarða, en stærstu liðimir voru þar smíði nýs skips, gámakaup og kaup á hlutum í flutningafyrirtækjum. Að jafn- aði störfuðu 955 starfsmenn hjá Eimskip og dóttur- félögum þess frá janúar til júní 1996, þar af 688 á íslandi en 267 erlendis. í fréttabréfi Eimskips kemur fram að á fyrri hluta þessa árs hafi verið lögð á það áhersla að efla þjón- ustunet Eimskips innanlands. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen hf„ sem var í eigu Eimskips, var sameinuð Tollvörugeymslunni hf. og hefur Eimskip eignast meirihluta í hinu sameinaða félagi, TVG-Zimsen hf. Þá fjárfesti Eimskip í Vöruflutningamiðstöðinni hf. Áfram var unnið að uppbyggingu vömdreifinga- miðstöðva félagsins í Reykjavík og á Akureyri með það að markmiði að auka þjónustu á sviði birgða- halds og vörudreifingar. í júní sl. stofnaði Eimskip ásamt lettneskum samstarfsaðilum skipafélagið Maras Linija Ltd. með aðsetur í Felixstowe á Bretlandi. Tilgangurinn er að sögn forráðamanna Eimskips að taka yfir starfsemi Latvian Shipping Association Ltd. sem átt hefur í rekstrarerfiðleikum að undanfömu. Heppinn Reyðfírðingur Fyrir rúmu ári tók símasöludeild bókaútgáfunnar Skjaldborgar upp á þeirri nýbreytni að bjóða við- skiptavinum sínum að taka þátt í léttum getraunaleik. Vinningurinn að þessu sinni er helgarferð fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum Flugleiða erlendis. Verðmæti vinnings er kr. 70 þús- und. Þann 25. júlí sl. var dregið úr réttum svörum og kom upp miði nr. 5668 og er eigandi hans Anna Einarsdóttir á Reyðarfirði. Önnu verður sent gjafabréf frá Flugleið- um þessu til staðfestingar. Bókaútgáfan Skjaldborg óskar vinningshafanum til hamingju og þakkar þeim fjölmörgu viðskipta- vinum sínum sem sendu inn svör við getraunaleiknum. (Fréttatilkynning) Já... en ég nota nú yfirleitt beltiö! |UtyFERÐAR Ritröð uppeldis- og menntunar: Bókin Börn og skilnaður komin út Nafnspjald til ungs krabbameins- sjúkfíngs Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur verið beðið um að senda 17 ára gömlum krabba- meinssjúklingi, Craig Sharfold, nafnspjald. Æðsta ósk hans er að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir að eiga flest nafnspjöld í heiminum. Aðeins skal senda til hans eitt nafnspjald frá hverri stofnun. Til þess að lengja keðjuna biðj- um við þig að senda bréf til 10 annarra stofnana/fyrirtækja. Lítill tími er til stefnu og við biðjum þig að eyða nokkrum mínútum í þetta, svo keðjan slitni ekki. Sendið nafnspjald ykkar til: Mr Craig Sharfold Make a Wish Foundation 31, Permitter Center East Atlanta, Georgía 20346 USA Með kveðju og fyrirfram þökk, Halidóra Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri. Ritröð uppeldis- og menntunar er röð faglegra smárita um ýmis málefni á sviði uppeldis- og menntamála. Hverju þeirra er ætlað að vera notadrjúg hand- bók fyrir fagfóik í uppeldis- og menntastéttum. Útgefandi er Hf. Uppi sem gefur m.a. út tímaritið Uppeldi. Þriðja bókin, Böm og skilnaður er skrifuð af Benedikt Jóhannes- syni, sálfræðingi, sérstaklega fyrir Ritröð uppeldis og menntunar. Áður útkomnar í ritröðinni em bækumar Þroskamat eftir Einar Guðmundsson, sálfræðing, og Agi og hegðun eftir Helgu Hannes- dóttur, bama- og unglingageð- lækni. í bókinni Börn og skilnaður, er fjallað um fjölgun hjónaskilnaða og stöðu fjölskyldunnar, um skiln- aðarferlið og viðbrögð bama við skilnaði, um hlutverk bama við skilnað, áhrif skilnaða á böm og um stofnun stjúpfjölskyldu. Skiln- aður er viðkvæmt efni, sem snertir tilfinningar margra, einkum vegna þeirra bama sem í hlut eiga. Með- an á framkvæmd skilnaðar stendur em meðlimir fjölskyldunnar í mjög viðkvæmu ástandi tilfinn- ingalega en allt er þó undir því komið að makamir geti rætt sam- an og í sameiningu skipulagt fyrir- komulag skilnaðarins vel, einkum gagnvart bömunum. Geti parið ekki orðið sátt um framkvæmdina né sett niður deildur sínar sjálft er mikilvægt að leita eftir skilnaðar- ráðgjöf hjá fagfólki. Skráning í síma 462-3520 ^Fedtomyndin Skemmtilegur leikur fýrir alla sem áhuga hafa á Ijósmyndun SÆFAR ÍSLANDSBANKI Hahs ftmiíN Hvar? Hvað? Keppnin hefst laugardaginn 10. ágúst kl. 10:00 f.h. og lýkur kl. 22:00 sama dag. Þátttökugjald er 1000 kr. Kepp- endur geta skráð sig hjá Pedromyndum Skipagötu 16, Akureyri í síma 462 3520. En þar hefst keppnin. Einnig verður unnt að skrá sig þar samdægurs, að morgni 10. ágústkl. 9:00-9:45. Keppnin er öllum opin og hæfir fólki á öllum aldri! Eina skilyrðið er að keppendur hafi myndavél fyrir 35 mm filmu. 5S Hvernig? Keppnin felst í því að taka ljósmyndir af 12 fyrirfram ákveðnum verkefnum eða myndefnum eftir tiltekinni röð á 12 klukkutímum. Við rásmark fá keppend- ur 12 mynda Kodak litfilmu og 3 fyrstu verkefnin. Á þriggja tíma fresti þurfa þeir síðan að mæta á ákveðnum áfanga- stöðum og fá næstu verkefni. Tólf tím- um síðar, kl. 22:00, koma þeir í mark og skila filmunni. Aðeins má taka eina mynd af hverju myndefni. Verðlaunaafhending og ljósmyndasýning hefst kl. 15:00 sunnudaginn 11. ágúst við Pedromyndir, Skipagötu 16. Dómnefnd skipa, fulltrúi Kodak, ljósmyndari og myndlistamaður. Innifalið í þátttökugjaldi er 12 mynda KODAK GOLD litfilma, framköllun á Kodak Royal pappír, pizzutilboð, grillveisla, maraþonbolur, möguleiki á að vinna til glæsilegra verðlauna, þátttaka í stórkostlegri ljósmynda- sýningu, tækifæri til að fá meistara- verkið sitt birt í Degi og ógleymanlegur sumardagur á Akureyri í góðum félagsskap. AKUREYRI VERÐLAUN Canon EOS 500 myndavél meö 35-80mm linsu frá Hans Petersen (besta filman) Grímseyjarsiglingar með sæfara frá FMN Canon Prima myndavél frá Pedromyndum (besta myndln) Allir keppendur fá bol meö merki keppninnar frá Islandsbanka

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.