Dagur - 08.08.1996, Side 16
^lómabúám ýf
AKURV
Kaupangi v/Mýrarveg ■ Sími 462 4800
Hitaveita Blönduóss:
Fær lán-
tökuheimild
vegna
tilraunaholu
Bæjarstjórn Blönduóss hefur
ákveðið að veita hitaveitu
bæjarsins lántökuheimild uppá
þrjár til ijórar millj. kr. svo hægt
verði að heíja framkvæmdir við
borun tilraunaholu eftir heitu
vatni að Reykjum. Tilboð um
borunina hefur borist frá Jarð-
borunum hf. og býst Skúli Þórð-
arson, bæjarstjóri, við að á
næstu dögum verði gengið frá
samningum við fyrirtækið um
þetta verkefni.
í fundargerð veitunefndar
Blönduóss kemur fram að væntan-
leg tilraunahola verði að hámarki
440 metra djúp. Verkið verður
unnið á 13 dögum og tilboð Jarð-
borana hf. er uppá tæpar 2,7 millj.
kr., en lækkar um 120 þús. kr. per.
dag verði verktíminn skemmri og
hækkar um 150 þús. kr. per dag.
lengist hann. Framkvæmdaáætlun
er unnin í samráði við Grím
Bjömsson, jarðfræðing hjá Orku-
stofnun, sem hefur gert tillögu um
staðsetningu holunnar. Annar
kostnaður vegna þessa verkefnis
er áætlaður 500 þús. kr.
Skúli Þórðarson segir það fjarri
lagi að skortur á heitu vatni sé fyr-
irséður á Blönduósi. Hins vegar
þyki mönnum rétt að bora til-
raunaholu til að kanna stöðuna -
og baktryggja sig þannig að í
næstu framtíð þurfi ekki að koma
til skorts á heitu vatni á veitu-
svæðinu. -sbs.
Brugöiö á leik í Noröurgötunni
Þær Selma, Rakel og Sunna „híuðu“ á ljós-
myndara Dags þegar hann hitti þær í Norð-
urgötunni á Akureyri í gær. Þær stöllurnar
voru ánægðar með lífið og tilveruna, enda
ekki ástæða til annars. Veðrið var á mild-
um nótum á Akureyri í gær og Veðurstofan
lofar Norðlendingum bærilega góðu veðri
næstU daga. Mynd: BG
Miklar tekjur fylgdu Halló Akureyri um verslunarmannahelgina:
300 milljónir króna
Eg gæti trúað því að tekjur
sem komu inn í bæinn með
þessari hátíð um helgina nemi
allt að 300 milljónum króna. í
Bindi
frá kr. 990
Skyrtur
frá kr. 990
Fínar buxur
frá kr. 2.990
Stakir jakkar
frá kr. 3.990
Jakkaföt
frá kr. 7.990
fyrra voru menn að tala um 180
til 200 millj. kr., en ljóst er að
það met hefur heldur betur verið
slegið,“ sagði Magnús Már Þor-
valdsson, framkvæmdastjóri
Halló Akureyri, í samtali við
Dag.
Viðskipti í verslunum og hjá
þjónustufyrirtækjum á Akureyri
voru með mesta og besta móti um
verslunarmannahelgina. Magnús
Már Þorvaldsson segir að eftir
þessa sömu helgi í fyrra hafi menn
í viðskiptalífinu verið býsna
ánægðir með hvemig til tókst og
ekki sé kátína manna að þessu
leyti minni nú. „Nú segja menn
bara jóla hvað? Það er alveg sama
í hvaða geira viðskiptanna menn
eru. Meira að segja vom viðskipti
í tískuvörubúðum aldrei líflegri en
einmitt nú, en slíku hefði ég aldrei
trúað að óreyndu," sagði Magnús
Már.
í Degi í gær sagði Daníel Guð-
jónsson, yfirlögregluþjónn á Ak-
ureyri, að hátíðin Halló Akureyri
væri þannig skilgreind að allur
löggæslukostnaður lenti á lög-
regluembættinu sjálfu. Þeir sem
að hátíðinni stæðu þyrftu ekkert
að taka þátt í kostnaði, andstætt
því sem er á öðmm útihátíðum þar
sem mótshaldarar greiða fyrir
veitta þjónustu. „Já, þetta er rétt
hjá Daníel og mér finnst sjálfsagt
að við skoðum fyrir næsta ár að
taka þátt í þeim kostnaði sem lög-
reglan hefur af þessu. Þeir veita
góða þjónustu og ekki er nema
sanngjamt að við komum þama
eitthvað til móts við lögregluna að
þessu leyti,“ sagði Magnús Már
Þorvaldsson. -sbs.
Skólaþjónusta Eyþings:
Þann 1. ágúst síðastliðinn
yfirtóku sveitarfélögin
rekstur grunnskólanna eins og
kunnugt er og frá sama tíma
voru fræðsluskrifstofur lagðar
niður.
Skólaskrifstolá á vegum Ey-
þings hel'ur verið opnuö á Ak-
ureyri og er Jón Baldvin Hann-
esson forstöðumaður skrifstof-
unnar. Hann sagði í samtali við
Dag að ætlunin væri að Skóla-
skrifstofan veitti sálfræðiráð-
gjöf og kennsluráðgjöf og hefur
gengið nokkuð vcl að manna
stöður á skrifstofuna; nema sál-
fræðinga, en enginn sækir um
þær stöður. Jón Baldvin telur að
biðlaun sern sálfræðingar eiga
rétt á el'tir lokun Fræösluskrif-
stofanna, sé ástæðan lýrir þvt'
að jieir haldi að sér höndum.
Um stöður við útibúið á Húsa-
vík hefur enginn sótt þrátt fyrir
að auglýst Itafi verið bæði eftir
sálfræðingi og scrkennsluráð-
gjafa og segir Jón Baldvin að cf
ekki takist að ráöa fólk til starfa
þá verði lítið um þjónuslu við
skólana, en áfrant vcrði auglýst
í þeirri von að úr rætist. GKJ.
Hólar í Hjaltadal:
Yfirfullt
um helgina
Mikil aukning hefur orðið í
gistingu á tjaldsvæði og í
húsum á Hólum í Hjaltadal í
Skagafirði.
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri Ferðaþjónust-
unnar á Hólum, segir að 250 fleiri
hafi gist í húsum í ár en á sama
tíma í fyrra og einnig hafi mun
fleiri gist á tjaldstæðinu. „Fólk er
að átta sig á þvf hve mikill upp-
gangur hefur orðið í ferðaþjónustu
og allri afþreyingu í Skagafirði og
sú þjónusta sem við bjóðum upp á
hér hefur greinilega verið að
spyrjast út.“
Um 400 manns gistu að Hólum
um verslunarmannahelgina þrátt
fyrir rigninguna og var allt yfir-
fullt. Að sögn Guðrúnar var bróð-
urparturinn fjölskyldufólk sem
kom til að slappa af í fallegu um-
hverfi. mgh
Ástjarnar-
fáninn er
kominn
í leitirnar
Eins og greint var frá í
blaðinu í gær gerði ein-
hver sér ferð að sumarheimil-
inu á Ástjörn og nam á brott
fána sumarheimilisins.
Bogi Pétursson, forstöðu-
maður Ástjarnar, hafði sam-
band við Dag í gærmorgun og
upplýsti að fáninn væri kom-
inn. í leitimar. Maður hafði
gefið sig fram við lögregluna á
Þórshöfn og afhent fánann.
„Við Ástimingar höfum tekið
gleði okkar á ný og munum
draga fánann að hún í dag
(gær),“ sagði Bogi. óþh
VEÐRIÐ
A Norðurlandi vestra er
spáð sunnan og suðaustan
golu eða kalda og sums
staðar rigningu en þurru
veðri að kalla þegar líður á
daginn. Hiti 9-16 stig. Á
Norðurlandi eystra er búist
við suðaustan kalda, skýj-
uðu veðri en lengst af þurru.
Hiti 12-18 stig.