Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. JÚLl 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SÍMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar déildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Umræða til góðs Stjórnarflokkamir hafa aö undanfömu verið aö skipt- ast á skotum vegna afstöðunnar til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Menn eru jafnvel að tala um stjórn- arslit og haustkosningar vegna ágreinings milli stjómar- flokkanna um aðild eða ekki aðild að ESB. í gær fundaði utanríkismálanefnd Alþingis með for- sætisráðherra og bæði nefndin og ráðherrann lýstu yfir því að stefnan væri óbreytt, umsókn væri ekki á dagskrá en forsætisráðherra gat ekki setið á strák sínum en sló því fram að hávaðinn að undanförnu væri einhvers kon- ar sumarbóla sem hjaðnaði sjálfkrafa. Þá sneið átti Jón Baldvin að taka til sín - enda ekki skemmt. Allt er þetta auðvitað merki um óróleika í stjórnarsam- starfmu en óþarfi er hins vegar að gera lítið úr umræðum um Evrópumál og ástæðulaust er að draga þá ályktun að ágreiningur um afstöðuna til Evrópubandalagsins leiði til stjómarshta á næstunni. Að minnsta kosti þarf það ekki að gerast. Enginn hefur enn sett fram þá skýlausu tillögu að umsóknaraðild skuh send að svo stöddu - jafn- vel ekki Jón Baldvin. Umræðan að undanförnu hefur aftur á móti verið th góðs að því leyti að hún upplýsir almenning um kostina í stöðunni og varpar ljósi á þann áherslumun sem ein- stakir stjómmálamenn hafa til málsins. Skýrslu Háskóla íslands er sömuleiðis beðið með eftirvæntingu vegna þess að hún á að vera hlutlaust mat á því hverjir eru kostirnir og gallamir við inngöngu í Evrópusambandið. Ekkert er eðlilegra og nauðsynlegra en ítarleg skoð- anaskipti um stöðu íslands í tengslum við þá þróun sem á sér stað í Evrópu. Satt að segja værum við iha stödd ef umræða um þau mál kæmist ekki á skrið, hvað þá ef hún er þögguð niður! Það er hlutverk stjómmálamamia að velta upp nýjum hhðum, nýjum möguleikum, nýjum kostum fyrir nútíð og framtíð. Hin póhtíska umræða er hinn lýðræðislegi vettvangur fyrir skapandi hugsun, nýsköpun, orð og at- hafnir. Það væm meiri hengilmænumar í póhtíkinni ef enginn heföi hugmyndaflug eða áræði til að hafa skoðun á þessu stórmáh dagsins. Að því leyti á Vhhjálmur Eghsson hrós skhið fyrir innlegg sitt í umræðuna að hann hefur mælt með um- sóknaraðild fyrr frekar en síðar á þeirri forsendu að hér sé á ferðinni spuming um sjálfstæði þjóðarinnar. Vh- hjálmur spyr: Vih þjóðin loka sig af og taka í framtíðinni við fyrirskipunum og lagaboðum sem ghda um alþjóðlegt samstarf án þess að hafa þar nokkuð um að segja? Eða vih þjóðin vera með í þeirri ákvarðanatöku og hafa þann- ig áhrif á þau skhyrði og það umhverfi sem þjóðir heims búa sér? í stað þess að taka undir þann málflutning að inn: ganga í alþjóðlegt bandalag sé afsal á fuhveldi og sjálfsá- kvörðunairétti eins og almennt hefur verið haldið fram snýr Vilhjálmur þessum rökum við og segir að ísland glati hluta af sjálfstæði sínum með því að standa utan- dyra. Hér skal látið hggja milli hluta hvor skoðunin er rétt en þessi röksemdafærsla er ekki vitlausari en hvað ann- að og hefur ghdi þegar þjóðin gerir upp hug sinn. Afstaðan th Evrópuasambandins er svo stórt og af- drifaríkt mál að þjóðin verður að fá tíma th að melta rök með og móti - fá fram ólík sjónarmið. Stjómarsht af þeim sökum eru ekki tímabær og mgla aðeins fólk í rím- inu. Hvort heldur íslensk stjómvöld ráðast th inngöngu eðá ekki þarf sú stefna er vera vel ígrunduð og í sátt við meirihluta landsmanna. Ehert B. Schram Refsiaðgerðir gegn írak: Aðtrúa eigin áróðri Enn einu sinni er komið að því að endurskoða í Öryggisráðinu refs- iaðgerðirnar gegn írak, og enn mun fara svo að þeim verður haldið áfram. írakar hafa að undanfornu sýnt fulla samvinnu og gert allt sem eftirlitsmenn hafa fyrir þá lagt, en það er ekki nóg og verður aldrei nóg. Stríðið út af persónulegum móðg- unum Sabah ættarinnar í Kúveit í garö Saddams Husseins fyrir 4 árum rifjaði upp gamlar minningar fyrir George Bush, þáverandi for- seta, um síðari heimsstyrjöldina, og hann komst að þeirri niðurstöðu að upp væri kominn nýr og ennþá verri Hitler. Stríöið var háð sem eyðilegging- arstríð til að leggja í rúst sem mest af efnahagslegum undirstöðum „þriðja ríkisins", svo sem raforku- ver, sementsverksmiöjur og iðju- ver hvers konar í þessu landi sem var efnahagslega mest þróað allra arabalanda og á ýmsan hátt hið vestrænasta. Olía og Kúrdar Sú röksemd að olíuaðflutningar umheimsins væru í hættu hefur aldrei staðist, rétt eins og Japanir, Þjóðverjar og fleiri vissu, eins og sést á því að enda þótt Kúveit væri úr leik í tvö ár og Irak fái enn ekki að selja olíu er samt offramboð og lækkandi verð á heimsmarkaði. Stríðið leysti uppreisn Kúrda úr læðingi einu sinni enn og hafði þau áhrif ein að þrengja enn kosti þeirra. Það er kaldhæðnislegt að enginn veitir þvi athygli hvað er nú að gerast í Tyrklandi, hinum raun- verulega erkióvini Kúrda, þar sem 300 þúsund manna herlið hefur á þessu ári á skipulegan hátt lagt byggðir Kúrda í auðn með tugþús- unda manntjóni, á sama tíma og Tyrkir leggja til herflugvelli fyrir Bandaríkjamenn til að „vernda" Kúrda í írak, sem eiga í blóðugu borgarastríði innbyrðis, rétt eins og venjulega. Clinton og þjóðarstoltið Almenningsálitið er ótrúlega ginnkeypt fyrir áróðri, einkum um framandi slóðir. Stríðslygar verða gjarnan að sannleika. Sú staðreynd blífur að írakar voru hraktir frá Kúveit, og sigurvegararnir skrifa söguna. En Kúveit var aukaatriöi, höfuðmáliö var að kollvarpa Hitler. Allir hljóta að styðja það, þótt 50 árum of seint sé. Þessar refsiaðgerðir beinast gegn KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður einum manni, en bitna þó á öllum öðrum en honum sjálfum, einkum hinum minni máttar, börnum og gamalmennum, sem deyja úr sótt- um og vannæringu svo skiptir hundruðum þúsunda, af einni ástæðu eingöngu: Stríðið náði ekki þeim raunverulega tilgangi að koll- varpa Adolf H. Saddam. Um það snýst allt saman. Því er Clinton bundinn til að halda refsiaðgerðum áfram, enda þótt þjóðir heims séu farnar að ókyrrast yfir þeim, hvernig sem írakar hamast við að uppfylla öll skilyrði. Öll stefnan í þessu máli byggist á því að Bandaríkin eru enn bundin af stríðsáróðri George Bush og geta ekki dregið í land, sjálfum sér og Sameinuðu þjóðunum til vansæmdar. Gunnar Eyþórsson „Stríðslygar verða gjarnan að sann- leika. Sú staðreynd blífur að írakar voru hraktir frá Kúveit, og sigurvegar- arnir skrifa söguna.“ „Stríðið náði ekki þeim raunverulega tilgangi að kollvarpa Adolf H. Saddam,“ segir Gunnar m.a. í grein sinni. - Saddam Hussein, einvaldur i írak. Skoðanir annarra Lánskjaravísitalan tifar „Eitt af því jákvæða í efnahagsliílnu er að verð- bólga er í lágmarki. Hins vegar stafar þaö að hluta til af samdrætti, þar á meðal tekjusamdrætti í þjóöfé- laginu. Þær kenningar hafa verið uppi að þegar verð- lag er stöðugt, eigi aö aftengja lánskjaravísitöluna, því að hún sé óréttlátt mælitæki. Nú'hefur verðbólga verið í lágmarki um sinn, og ekkert bólar á þessum ráðstöfunum. Lánskjaravísitalan heldur þó áfram að mæla og hækka skuldirnar hjá þeim sem skulda og færa til fjármuni i þjóðfélaginu." Ur forystugrein Tímans 20. júlí. Innlendir orkugjafar „Opinberir aðilar þurfa að leita farvegs fyrir rannsókna- og þróunarfé hjá fyrirtækjum sem aö- stöðu hafa og getu til þess að nýta innlenda orku- gjafa... Sjálfsbjörg okkar til framtíðar byggist á hugvitsamlegri nýtingu þessara auðlinda. Afkom- endur okkar geta vonandi glaðst á 100 ára afmælinu: á fyrstu 50 árunum náðum við valdi á fiskimiðunum, á næstu 50 árunum náðum við tökum á orkUnni.“ Friðrik Danieisson efnaverkfræðingur i Mbl. 21. júli. Bylting hugarfarsins í ríkisfjármálum „Það er rétt hjá Friðrik Sophussyni að í tíð þess- arar ríkisstjórnar hefur orðið gjörbylting hugarfars- ins um hvernig að fara eigi meö ríkisfjármálin. Þaö þótti eðlilegt og sjálfsagt fyrir nokkrum árum að fjár- málaráðherra færi í Seðlabankann og skrifaði út innstæðulausar ávísanir... Stjórnmálamenn geta ekki lengur gengið um og dreift innstæðulausum ávísunum eöa slegið víxla út á framtíðina í sama mæli og áður.“ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 20. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.