Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ .1994
11
Fréttir
Bolvíkingar sækj a um leyfi til tilraunaveiða:
Togarinn Dagrún til síld-
veiða með f lottroll
- tilraimarinnar virði, segir framkvæmdastj órinn
„Við ætlum að gera tilraun með þenn-
an veiðiskap í haust ef færi gefst. Við
erum með síldarkvóta sem við ætlum
að nota í þetta. Þessi kvóti okkar hefur
verið leigður að undanförnu," segir
Björgvin Bjamason, framkvæmda-
stjóri Ósvarar hf. í Bolungarvík.
Ósvör hefur sótt um leyfi til til-
raunaveiða á síld út af Vestíjörðum.
Að sögn Björgvins er hugmyndin sú
að annar tveggja togara fyrirtækis-
ins, Dagrún, veiði síldina í flottroll
ef leyfið fæst. Undanfarin haust hef-
ur orðið vart við talsvert af stórri
síld eða svokallaðri demantssíld á
Vestfjarðamiðum og vilja Bolvíking-
ar freista þess að nýta hana.
„Það vantar alltaf verkefni bæði
fyrir skipin sem og vinnsluna í landi.
Mér sýnist ekki veita af að auka fjöl-
breytni í atvinnulífinu hér á Vest-
fjörðum, í því ljósi er þetta tilraunar-
Topp 10
óvinsælustu frambjóðendurnir í kosníngunum í vor —
1057
701
fli
innar virði,“ segir Björgvin.
Björgvin segir að ef leyfi sjávarút-
vegsráðuneytisins fáist til veiðanna
sé líklegt að veiðarnar fari fram í
október.
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, sagði að erindi
Bolvíkinga hefði borist þeim og feng-
ið jákvæða afgreiðslu. „Mér finnst
athyglisvert að Bolvíkingar skuli
ætla að reyna þessar veiðar. Þessi
síld hrygnir vestur af landinu, út af
Malarrifi. Eftir hrygningu æðir hún
af stað í ætisleit og þá fer hún þarna
norður eftir. Síldarstofninn er í góðu
jafnvægi og okkur telst til að veiða
megi úr honum 120 þúsund tonn á
ári en stofninn er kominn vel yfir
hálfa milljón tonna,“ segir Jakob.
Hann segir að síldin verði allt að 15
ára gömul og verði kynþroska fjög-
urra ára. Síldarkvóti Ösvarar er eini
síldarkvótinn á Vestfjörðum eftir því
sem næst verður komist.
Þú kynnist
íslandi betur ef
þú ert áskrifandi
að DV!
Áskriftarsíminn er
63*27*00
Island
Sækjum
þaö heim!
>
I
>
Kosningamar:
Sigrún og Alfreð
fengu flestar
útstrikanir
Framsóknarmennimir Sigrún
Magnúsdóttir og Alfreð Þorsteinsson
fengu langflestar útstrikanirnar af
öllum frambjóðendum á báðum hst-
um í nýafstöðum borgarstjórnar-
kosningum. 1057 kjósendur strikuðu
Sigrúnu út og 701 strikaði Alfreð út
í kosningunum og er það algjört met
miðað við báða hsta. Þá fengu borg-
arfuhtrúamir Guðrún Ágústsdóttir,
Pétur Jónsson og varaborgarfulltrú-
inn Arthur Morthens um og yflr 100
útstrikanir hver.
„Mjög harður áróður beindist gegn
okkur Sigrúnu síðustu vikur fyrir
kjördag og ég er viss um að engir
aðrir frambjóðendur hafa orðið fyrir
jafn persónulegum árásum og við.
Ég býst við að það eigi sinn þátt í
þessum útstrikunum, auk þess sem
maður heyrir um skipulagðar út-
strikanir hjá vissum aðilum sem ég
vil ekki nefna. Ég lít síður en svo á
þetta sem óvinsældir Framsóknar-
flokksins," segir Alfreð Þorsteinsson
borgarfulltrúi.
Svo virðist sem Inga Jóna Þórðar-
dóttir og Þorbergur Aðalsteinsson
hafi verið talsvert umdehd á lista
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn-
arkosningunum í vor enda fengu þau
166 og 164 útstrikanir. Þá fylgdu
Amal Rún Qase og Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson þeim fast á eftir með
rétt rúmlega 100 útstrikanir.
Borgarstjóraefni framboðshstanna
lenda ekki hátt á óvinsældahstanum
að þessu sinni. 62 kjósendur strikuðu
nafn Áma Sigfússonar út og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir hlaut 20 út-
strikanir. Aðrir frambjóðendur
fengu allt niður í þrjár útstrikanir.
^o.- ^o-é' Frábær gæði
frábæru verði
QT-CD44H
.