Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Blaðsíða 26
r 34 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 Afmæli Elías Mar Elías Mar rithöfundur, Birkimel 6 A, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Elías fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík 1942, stundaði nám við KÍ 1942^4, sótti bókmenntafyrir- lestra við Danmarks Lærehojskole 1946-47 Og í London 1949-50. Elías var blaðamaður við Alþýðu- blaðið 1945-46 en hefur verið rithöf- undur og þýðandi frá 1946. Jafn- framt var hann blaðamaður á Þjóð- viljanum 1953 og prófarkalesari hjá Helgafellsútgáfunni 1950-72, Máli og menningu 1961-75, Þjóðviljanum 1961-92, Fréttum frá Sovétríkjunum 1965-90 og við Iðunnarútgáfuna frá 1978. Út hafa komiö eftirtaldar bækur eftir Elías Mar: Eftir örstuttan leik, skáldsaga 1946; Man eg þig löngum, skáldsaga 1949; Gamalt fólk og nýtt, smásögur 1950; Vögguvísa, skáld- saga 1950 og þýsk útg. 1958; Ljóð á trylltri öld, ljóð 1951; Sóleyjarsaga I-n, skáldsaga 1954 og 1959; Saman lagt spott og speki, smásögur 1960; Speglun, ljóð 1977; Það var nú þá, smásögur 1985; Hinum megin við sólskinið, ljóð 1990. Smásögur Elíasar hafa m.a. veriö þýddar á norsku, færeysku, þýsku og eistnesku, en sjálfur hefur hann þýtt rit eftir Georg Duhamel, Leonid Leonov, William Heinesen o.fl., þýtt u.þ.b. tuttugu leikrit og þýtt og lesið í útvarp nokkrar framhaldssögur. Ehas var varaformaður Sam- bands bindindisfélaga í skólum 1944^45, sat í stjórn Rithöfundafé- lags íslands 1953-74, ritari þess 1962-63 og sat í Rithöfundaráði 1980-83. Hann var einn af stofnend- um Rithöfundasambands íslands 1974 og Finnlandsvinafélagsins Su- omi 1949. Fjölskylda Hálfsystkini Elíasar, samfeðra, eru Ragnar, f. 21.12.1927, bifreiða- stjóri; Óskar, f. 29.3.1930, vélfræð- ingur; Sigurður, f. 10.11.1933, vél- fræðingur; Vilma, f. 21.12.1940, hús- móðir. Foreldrar Elíasar voru Cæsar Benjamín Hallbjarnarson Mar, f. 25.5.1897, d. 28.8.1978, kaupmaður og rithöfundur í Reykjavík, og Elísa- bet J. Benediktsdóttir, f. 2.1.1901, d. 27.7.1925, iðnverkakona. Ætt Cæsar var sonur Hallbjarnar, verkstjóra og kennara á Akranesi, ættfoður Hallbjarnarættarinnar Oddssonar, prests í Gufúdal, Hall- grímssonar, prests í Görðum á Akranesi, Jónssonar, vígslubiskups á Staðastað, Magnússonar, bróður Skúla fógeta. Móðir Hallgríms var Þórunn Hansdóttir Scheving, klausturhaldara á Möðruvöllum, Lárussonar Scheving, sýslumanns á Möðruvöllum og ættíöður Schev- ingættarinnar. Móðir Odds var Guðrún Egilsdóttir, systir Svein- bjarnar, skálds og réktors, föður Benedikts Gröndals yngri, skálds. Móðir Hallbjarnar var Valgerður Benjamínsdóttir, b. í Langeyjarnesi, Björnssonar. Móðir Benjamíns var Ragnheiður Magnúsdóttir, sýslu- manns í Búðardal, Ketilssonar. Móðir Magnúsar var Guðrún Magn- úsdóttir, systir Jóns vígslubiskups ogSkúlafógeta. Móðir Cæsars var Sigrún Sigurð- ardóttir, b. á Hóh í Bíldudal, Jóns- sonar, b. í Ásgarði í Hvammssveit, Brandssonar, b. á Dagverðamesi, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðrún Gísladóttir. Móðir Sigurðar á Hóli var Sigríður Jónsdóttir. Móðir Sig- rúnar var Guðrún Níelsdóttir, b. í Hamarslandi í Reykhólasveit, Klemenssonar, og Sesselju Jóns- dóttur. EUsabet var dóttir Benedikts, sjó- manns og b. frá Þingeyrum, Þor- steinssonar, og Guðrúnar Jónsdótt- ur, b. á Hausastöðum á Álftanesi, bróður Guðrúnar, móður Bjöms Elias Mar. Eysteinssonar í Grímstungu, afa prófessoranna Þorbjörns Sigur- geirssonar og Björns Þorsteinsson- ar. Jón var sonur Erlends, b. á Sveinsstöðum, Árnasonar, og Guð- rúnar Jónsdóttur, b. á Sveinsstöð- um, Magnússonar. Móðir Guðrúnar og amma EUsabetar var Anna Magnúsdóttir, formanns í Engey, bróður Hólmfríðar, langömmu Sverris Kristjánssonar sagnfræð- ings, Áka Jakobssonar alþm. og Bergþórs, föður Páls veðurfræðings. Magnús var sonur Eyleifs, „stóra“ í Skildinganeskoti, Þorsteinssonar. Til hamingju með afmælið 22. júlí 90 ára Jón Magnússon, Engjavegi 16, ísafirði. 85 ára GuðrúnLilja Gísladóttir húsmóðir, Vesturbergi 122, Reykjavík, verðuráttatíu ogfimmáraá morgun. Guðrún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinn- ar, Valdísar, Klapparstíg 1, Reykja- vík, á morgun eftir kl. 15. 80 ára Snæbjörn Jóhannsson, Skúlaskeiði 6, Hafnarfirði. 75 ára Ingólfur Maj- asson, MjóuhUð 14, Reykjavík. Ingólfurverður aðheimanáaf- mæUsdaginn. 70 ára Ásbjörn Björnsson, forsijóri Kirkjugaröa Reykjavíkur- prófastsdæmis, Hæðargarði29, Reykjavik. Eiginkona Ás- bjöms er Bjarney Sigurðardóttir fráSeyðisfiröi. Þau verða að heiman á afmæUsdag- inn. Reginn Bergþór Ámason, Dalsgerði 1D, Akureyri. Jakob Þór Óskarsson, Skipholti43, Reykjavík. ÓlaBa Jóhannesdóttir, Eyrarvegi 33, Akureyri. Bjarni Tryggvason, UnufelU 44, Reykjavik. Guðrún Ingjaldsdóttir húsmóðir, Engihjalla 3, Kópavogi. verður sjötug þann 29.7. nk. Eigihmaður Guðrúnar var Eiður Gíslason verkstjóri sem er látinn. Hún tekur á móti gestum í Safnað- arheimiU Grafarvogskirkju laugar- daginn 23.7. milU kl. 16 og 20. 60 ára Birgir H. Helgason, HjaUalundi 18, Akureyri. Ragnhildur Vilhjálmsdóttir, Hófgerði 18 A, Kópavogi. Gísli J. Kjartansson, Sæviðarsundi 22, Reykjayík. 50ára Eyj ólfur Agnarsson, Holtsbúð93, Garöabæ. GuðríðurDóra Axelsdóttir, Kleppsvegi 130, Reykjavík. María Þorgrímsdóttir, Laufvangi 12, Hafnarfiröi. Guðmunda G. Pétursdóttir, Rannveigarstöðum, Djúpavogs- hreppi. PállKarlsson, Kóngsbakka 4, Reykjavik. Ursula Irena Karlsdóttir, Vallholti 23, Akranesi. Snorri Jóhannsson, Sveinskoti, Bessastaðahreppi. Jón I. Guðmundsson, Laugalæk 42, Reykjavík. 40ára Þórunn Hulda Davíðsdóttir, Engihjalla 23, Kópavogi. Helena Kolbrún Leifsdóttir, Faxatúni 2, Garðabæ. Gladys Ninna Maríasson, Rangárseli 20, Reykjavík. Sigurður Kristinn Einarsson, Jörfabakka 22, Reykjavik. Kristínn O. Guðmundsson, Birtingakvísl 14, Reykjavík. Tómas Aldar Baidvinsson, Þrúðvangi 31N, Hellu. Anna Maria Egilsdóttir, Fögmbrekku, Bæjarhreppi. Málfríður Jónsdóttir, Hjallaseh 22, Reykjavík. Sverrir Karlsson, Ástúni8,Kópavogi. Erla Harðar- dóttirhúsmóð- ir, Sjávarflöt7, Stykkishólmi. Eiginmaður Erluer Jósep Örn Blöndal læknir. Þauverðaaö heiman. Sigurbjörg Hrönn Hauksdóttir, Hlaðhömrum 40, Reykjavík. Jóhann Hannibalsson, bóndi að Hanhóh í Bolungarvik, verður fertugur 27.7. nk. Sambýhskona hans er Guðrún Stella Gissurardóttir skólastjóri. Þau taka á móti gestum við heimili sittlaugardaginn23.7. frá kl. 20. Snorri Bjamason Snorri Bjarnason, tónmenntakenn- ari og ökukennari, Rjúpufelh 12, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Snorri fæddist á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðs- skólanum í Reykholti 1962 og tón- menntaprófi frá Tónlistarskólanum íReykjavíkl968. Snorri var stundakennari við Mýrarhúsaskóla 1968-69, við Breiðagerðisskóla 1968-72, viö Aust- urbæjarskólann 1969-72 og við Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar 1969-72 en hefur verið kennari við Fehaskóla frá 1972. Snorri var organleikari við kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík 1967-73 og í Feha- og Hólasókn 1973-76. Þá hefur hann stundað öku- kennslu, umferðarfræðslu og bif- reiðaakstur á sumrin. Snorri hefur setið í stjórn Öku- kennarafélags íslands, er félagi í Kiwanisklúbbnum Vífh og verður forseti hans á næsta ári. Fjölskylda Snorri kvæntist 8.7.1967 Maríu Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 8.7.1947, skrifstofumanni. Hún er dóttir Jóns Arasonar Tryggvasonar, veitinga- þjóns í Reykjavík, og Fjólu Stein- dórsdóttur húsmóður. Synir Snorra og Maríu Ingibjargar eru Jón Bjarni Snorrason, f. 16.1. 1968, bifreiðastjóri; Halldór Snorra- son, f. 12.2.1969, efnafræðingur; Ásgeir Snorrason, f. 3.12.1982, nemi. Systkini Snorra eru Halldór Bjarnason, f. 5.8.1945, trésmiður í Borgarnesi; Armann Bjarnason, f. 27.3.1947, b. að Kjalvararstöðum; Ásdís Bjarnadóttir, f. 27.7.1948, d. 2.4.1950; Guðný Bjarnadóttir, f. 10.12.1950, ljósmóðir í Vestmanna- eyjum. Foreldrar Snorra voru Bjarni Þor- steinn Halldórsson, f. 16.11.1905, d. 30.7.1984, bóndi á Kjalvararstöðum, og k.h„ Þórlaug Margrét Símonar- dóttir, f. 6.3.1909, d. 3.11.1973, hús- freyja. Ætt Bróðir Bjarna er Helgi íslensku- fræðingur. Systir Bjarna var Helga, amma Svavars Gestssonar, alþm. og fyrrv. ráðherra. Önnur systir Bjarna er Ástríður, móðir Sigurðar Helgasonar, deildarstjóra í mennta- málaráðuneytinu. Bjarni var sonur Halldórs, b. á Kjalvararstöðum, Þórðarsonar, b. í Skáneyjarkoti, bróður Ástríðar, ömmu Guðjóns Baldvinssonar, formanns BSRB. Þóröur var sonur Halldórs, b. í Skáneyjarkoti, Þórðarsonar og Ingi- bjargar Samsonardóttur, b. á Rauðsgili, Jónssonar. Móðir Ingi- bjargar var Helga Tómasdóttir frá Ásgeirsá í Víðidal. Móðir Halldórs á Kjalvararstöðum var Helga Sig- hvatsdóttir, b. á Úlfsstöðum, Þórð- arsonar. Móðir Helgu var Þorgerður Jónsdóttir, b. á Úlfsstöðum, Gríms- sonar og konu hans, Valgerðar, syst- ur Sigurðar, b. í Sanddals-tungu, langafa Ásmundar rafvirkja, afa Ásmundar Stefánssonar, fyrrv. for- seta ASÍ. Valgerður var dóttir Jóns, b. og dbrm. í Deildartungu, ættföður Deildartunguættarinnar, Þorvalds- sonar. Móðir Ástríðar, Guðný, var Snorri Bjarnason. dóttir Þorsteins, b. á Gróf í Reyk- holtsdal, Sigmundssonar og konu hans, Guðríðar Jónsdóttur. Þórlaug Margrét var dóttir Símon- ar, á Sauðárkróki, Jónssonar, b. í Lágmúla og á Neðra-Nesi á Skaga Einarssonar, b. á Veðramóti, Böðv- arssonar. Móðir Símons var Ingi- björg Símonardóttir, b. á Gauks- stöðum á Skaga, Þorlákssonar, og Guðrúnar Þorvaldsdóttur, b. á Skef- hsstöðum, bróður Guðmundar á Hrafnaghi, langafa Pálma, alþm. á Akri, og Ingibjargar, móður Magn- úsar frá Mel fjármálaráðherra. Þor- valdur var sonur Gunnars, ættföður Skíðastaöaættarinnar, Guömunds- sonar. Móöir Þórlaugar Margrétar var Guðrún Þorsteinsdóttir, b. í Breiðu- mýrarholti í Stokkseyrarhreppi, Þorsteinssonar, og Guðlaugar Stef- ánsdóttur. Snorri tekur á móti gestum í Kiw- anishúsinu, Brautarholti 26, mhh kl. 18og20ídag. Emil Ragnarsson Emil Ragnarsson bifreiðastjóri, Eyrargötu 21, Eyrarbakka, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Emh fæddist á Fáskrúðsfirði en ólst upp á Eyrarbakka. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum á Selfossi 1960 og hefur sótt fjölda námskeiða. Emh stundaði fiskvinnslu, sjó- mennsku og var við loftlínulagrúr hjá RARIK og Landssímanum auk þess sem hann ók mjólkurbhum og steypubílum. Hann var verkstjóri hjá Eyrar- bakkahreppi 1973-77, fangavörður á Litla-Hrauni 1977-87, starfaði síðan hjá ýmsum verktakafyrirtækjum, en er nú vörubhstjóri hjá Klæðn- inguhf.íGarðabæ. Emil kvæntist 12.8.1967 Ingibjörgu Guðmundsdóttur, f. 23.1.1946 ræsti- tækni. Hún er dóttir Guðmundar Hreins Gíslasonar, b. að Uxahrygg á Rragárvöhum, og Hólmfríðar Magnúsdóttur húsfreyju. Börn Emils og Ingibjargar eru Inga Björk, f. 20.10.1965, gift Haraldi Ólasyni og eru börn þeirra Emh Ingi, Hólmfríður Lilja og Ólöf Helga; Halla Guðlaug, f. 6.6.1967, í sambúð með Sævari Halldórssyni og eru dætur þeirra Emma Ósk og Guðlaug Lhja; Guðlaugur Ragnar, f. 30.1. 1970, í sambúð með Astrósu Guð- mundsdóttur en dóttir hans er Elsa Björg; SigurðurÞór, f. 11.1.1971, í sambúð með Hafrúnu Ósk Gísla- dóttur en dóttir þeirra er Birgitta Þóra; Guömundur Hreinn, f. 11.1. 1971. Systkini Emhs eru Páh Birgir, f. Emil Ragnarsson. 26.2.1939, búsettur á Selfossi; Kjart- an, f. 5.11.1942, búsettur í Keflavík; Arnheiður, f. 5.11.1942, skrifstofu- maður í Reykjavík. Kjörforeldrar Emils: Ragnar Run- Ólfsson, f. 28.9.1918, d. 13.4.1991, verkamaður og bifreiðastjóri á Eyr- arbakka, og Lilja Sigurðárdóttir, f. 26.3.1919, húsmóðir. Emh verður að heiman á afmæhs- daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.