Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
5
Fréttir
Brugðist við breyttum aðstæðum 1 Evrópu í forsætisráðuneytinu:
Mikil vinna innt af hendi
- segir Eyjolfur Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra
„Það er út í hött að halda því fram
að vinna við að halda utan um sam-
skipti okkar við ESB þessa dagana
og að bregðast við breyttum aðstæð-
um sé ekki í fullum gangi,“ segir
Eyjólfur Sveinsson, aðstoðarmaður
forsætisráðherra, í viðtali við DV.
Því hefur verið haldið fram síðustu
daga að engin undirbúningsvinna að
frekari samskiptum íslands og Evr-
ópusambandsins fari fram í ráðu-
neytunum. Óttast ýmsir að tíminn
sé aö hlaupa frá íslendingum.
Eyjólfur segir að Davíð Oddsson
forsætisráðherra hafi á undanforn-
um vikum átt fundi með utanríkis-
eða Evrópu'málaráðherrum Bret-
lands, Þýskalands, Hollands og Dan-
merkur, auk þess sem mikill undir-
búningur hafi verið inntur af hendi
fyrir fund forsætisráðherra íslands,
Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og
Finnlands nú í byjun mánaðarins en
Davíð stýrði þeim fundi. Þar hafl
meginumræðuefnið verið samskipti
við ESB og breytingar á samstarfi
þessara þjóða.
„Þaö er verið að vinna að úttekt
fyrir ríkisstjórnina á áhrifum ESB-
aðildar á ýmsa þætti hvað varðar
íslenskt efnahags- og þjóðlíf í Há-
skóla íslands. Einnig er unnið hörð-
um höndum að undirbúningi þeirra
aðgerða sem nauðsynlegar verða
hvað varðar breytingar á tollamálum
ef hin ríkin á Norðurlöndunum sam-
þykkja inngöngu í ESB. Þar á meðal
hefur verið sent bréf til fram-
kvæmdastjórnar ESB þar sem óskað
hefur verið eftir viðræðum um tolla-
mál,“ segir Eyjólfur.
Að sögn Eyjólfs fer Davíð Oddsson
til Brussel í næstu viku og hittir þar
að máli Jacques Delors, forseta fram-
kvæmdastjórnar ESB, og mun fara
yfir stöðuna með honum og helstu
frammámönnum í þeim tilgangi að
halda áfram þeirri vinnu sem hefur
verið í gangi vegna breyttra að-
stæðna.
Eyjólfur segir það fráleitt að halda
því fram að íslendingar séu á ein-
hvern hátt sofandi hvaö varðar sam-
skiptin viö ESB. Staðreyndin sé sú
að tengsl íslands við Evrópu og af-
staðan til ESB hafi verið eitt megin-
verkefni íslenskra stjórnvalda síð-
asthðin ár. Samningurinn um evr-
ópska efnahagssvæðið hafi tekið
gildi um síðustu áramót og það sé sá
samningur sem tryggi viðskiptalega
hagsmuni okkar í samskiptum við
Evrópu.
Frumvarp um menntastefnu:
Samræmdum
próf um fjölgað
í drögum að nýrri menntastefnu
fyrir grunn- og framhaldsskóla,
sem lögð hefur verið fram, er lagt
til að gæðastjórnun verði tekin upp
í skólum landsins og að grunn-
skólanemendum verði tryggðir ár-
lega a.m.k. 180 kennsludagar og
framhaldsskólanemendum a.m.k.
160 kennsludagar.
Þetta kemur fram í tiilögum
nefndar um mótun menntastefnu
sem kynntar voru á blaðamanna-
fundi með Ólafi G. Einarssyni
menntamáiaráðherra. í tillögunum
er einnig lagt til að samræmdum
prófum í grunnskóla verði fjölgað
og þeim komið á víðar á námsferl-
inum. Nefndin leggur einnig til að
komið verði á einsetnum skólum
og að skólatíminn verði lengdur úr
níu mánuðum í tíu.
Þormóður rammi á Siglufirði:
32,6 milljóna
króna hagnaður
Lúðvík Nordgulen verktaki ræðir hér við starfsmenn sína, þá Ómar og Ágúst. Þeir hafa undanfarið unnið að því
að hreinsa tæpa 20 kílómetra af rafmagnsköplum úr „iðrum“ Reykjavíkur og nágrennis. DV-mynd JAK
- fyrstu fimm mánuði ársins
Skipt um lífæðar Reykjavíkur og nágrennis:
270 tonn af sagnfræði-
legum köplum úr jörðu
- hætt notkun rafmagnskapla sem fengust í gegnum MarshaUaðstoðina
Fyrstu fimm mánuði þessa árs
varð 32,6 milljóna króna hagnaður
af rekstri Þormóðs ramma hf. á
Siglufirði. Veltan eftir sama tíma var
602 milljónir króna. Þetta er ekki
jafn- góður árangur og eftir fyrstu
fimm mánuðina í fyrra. Þá varð
hagnaðurinn tæpar 38 milljónir og
veltan 577 milljónir.
Ástæðan fyrir ágætri afkomu Þor-
móðs ramma er fyrst og fremst rekin
til þess að fyrirtækið hefur síðustu
ár lagt meiri áherslu á úthafsveiðar.
Siguijón J. Sigurössosn, DV, Isafiröi:
Twin Otter flugvél Flugfélagsins
Ernis kom til ísafjarðar nýlega eftir
að hafa verið eitt og hálft ár í Angóla
í leiguverkefnum á vegum innanrík-
isráðuneytis Angóla.
Hörður Guðmundsson, flugstjóri
og eigandi Ernis, og Hálfdán ingólfs-
son flugmáður flugu vélinni heim
með millilendingu í Sviss en þar var
Tvö skip, Arnarnes og Sunna, eru
gerð út til rækjuveiða á Flæmingja-
grunni við Nýfundnaland og hefur
veiðin gengið vel.
Að auki gerir Þormóður rammi út
Sigluvík og Stálvík sem bæði stunda
rækjuveiQar á hefðbundnum slóðum
innan 200 mílnanna. Fyrirtækið rek-
ur að auki frystihús, rækjuverk-
smiðju, saltfiskverkun og reykhús.
Um 250 manns starfa hjá Þormóði
ramma sem er stærsti atvinnurek-
andinn á staðnum.
vélin yfirfarin. Hörður segir að félag-
ið hafi verið meira og minna í verk-
efnum á borð við þetta í Afríku sl. 5
ár. Hann hefur sjálfur starfað í Mos-
ambique og Kenýa fyrir Sameinuðu
þjóðirnar, alþjóðlegar stofnanir og
Rauða krossinn.
„Það er búist við að við forum aftur
út í haust. Við áttum að fara til An-
góla í júní en því var frestað vegna
átaka í Yemen,“ sagði Hörður.
„Það má segja að verið sé að skipta
um lífæðar höfuðborgarinnar og ná-
grennis hennar," sagði Lúðvík
Nordgulen, rafvertaki hjá Rafmagn-
sveitu Reykjavíkur.
Undanfarið hefur verið unnið að
því að taka upp rafmagnskapla sem
gegndu því hlutverki að flytja raf-
magn til Reykjavíkur og nágranna-
sveitarfélaganna. Um er að ræða þrjá
30 kílóvolta kapla sem hver er um
sex til sjö kílómetrar að lengd. Segja
má að þeir hafi sagnfræðilega skír-
skotun þar sem hér er um að ræða
kapla sem fengust í gegnum Mars-
hallaðstoðina snemma á sjötta ára-
tugnum. Upphaflega stóð til að þeir
yrðu einungis í notkun í um 20 ár
en líftími þeirra varð tvöfalt lengri
eða allt þar til á seinasta ári. Þá voru
teknir í notkun þrír 120 kílóvolta
strengir og rafmagnskerfið styrkt
verulega og flutningsgeta rafmagns
aukin.
Jón Haukur Jóelsson, sem starfar
hjá innkaupadeild Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, sagði í samtali við DV
aö kapallinn væri úr blýi og kopar
og vægi hver metri af honum um 14
kíló auk einangrunar. Þeir eru
skornir niður í sex metra lengdir og
má ætla að þegar verkinu lýkur hafi
verið teknir kaplar úr jörðu sem vega
273 tonn.
Jón Haukur segir að yfirleitt séu
kaplar sem þessir látnir liggja í jörðu
eftir að notkun þeirra sé hætt. Blýið
úr þeim geti hins vegar á mjög löng-
um tíma farið út í jarðveginn. I þessu
tilviki hafi aðstæður þótt heppilegar
til að taka þá upp þar sem þeir lágu
í rörum.
Eftir að verkinu lýkur verður
kapallinn seldur hæstbjóðanda og
segir Jón Haukur að Rafmagnsveitan
vonist til að hagnaður af sölu hans
borgi þann kostnað sem hljótist af
að ná honum úr jörðu.
Heim úr leiguverkefnum í Angóla
Litlar líkur á sölu jarða, dala eða landshluta þrátt fyrir EES:
Ekkert gerst í sölumálum
segir Magnús Leopoldsson, fasteigna- og jarðasali
„Það hefur ekkert gerst í þessum
málum. Við höfum fengið nokkrar
fyrirspumir frá útlendingum sem
ekki hafa náð lengra. Ég er ekki viss
um að þær tengist EES-samningnum
því þeir aðilar sem eru að spyrjast
fyrir um jarðir hérlendis em yfirleitt
á einhvern hátt tengdir íslendingum.
Við verðum hins vegar ekki vör við
dæmigerða fjárfesta," segir Magnús
Leopoldsson, löggiltur fasteignasali
og framkvæmdastjóri Fasteignamiö-
stöðvarinnar, en það fyrirtæki hefur
verið ráðandi í sölu jarða og landa á
íslandi.
Andstæðingar EES-samningsins
héldu því fram í umræðunum um
samninginn á Alþingi að hann yrði
til þess að útlendingar gætu keypt
heilu dalina eða jafnvel landshlutana
á íslandi og alls ekki ólíklegt að það
myndi gerast. Steingrímur Her-
mannsson, þáverandi formaður
Framsóknarflokksins, lýsti til dæmis
áhyggjum sínum af því að útlending-
ur gæti keypt Laxárdal í Dalasýslu í
heilu lagi. Hann vildi takmörkun á
meiri háttar eign útlendinga að ís-
lenskum löndum. EES-samningur-
inn tók gildi 1. janúar í ár.
Magnús segir að áhyggjur manna
um að dalir eða jafnvel heilu lands-
hlutarnir verði seldir útlendingum
væru ástæðulausar, í það minnsta
enn sem komið er.
Magnús segir að fyrirtæki sitt hafi
mjög stóra hlutdeild í sölu jarða hér
á landi. Framboðið nú sé keimlíkt
því sem verið hefur en salan heldur
þyngri. Hann kennir efnahags-
ástandinu um það. Hann segist hafa
orðið var við aukinn áhuga íslend-
inga sem búa erlendis um jarðakaup.