Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
Fréttir
Davíð ætlar að tryggja tollfríðindi og stofnanaþátt EES í Brussel:
Utanríkismálanefnd
styður sjónarmiðin
- segir Davíð. Tryggja á gildi EES-samningsins
Davíð Oddsson forsætisráðherra
boðaði utanríkismálanefnd Alþingis
á sinn fund um tvöleytiö í gær og
kynnti fyrir nefndinni væntanlega
ferð sína til Brussel þar sem hann
ræðir við forystumenn Evrópusam-
bandsins. Davíð mun hitta Jacques
Delors, forseta framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, Duhane, for-
sætisráðherra Belga, og Jacques
Santer, hinn nýkjörna forseta ESB.
Einnig hefur verið óskað eftir fundi
með Helmut Kohl, kanslara Þýska-
lands. Sá fundur verður þó líklega
ekki fyrr en snemma í haust.
Davíð sagði á blaðamannafundi i
gær að hann hefði kynnt utanríkis-
málanefnd sjónarmið sín varðandi
þær viðræður sem fram færu á
næstu dögum viö forsvarsmenn Evr-
ópusambandsins. Hann sagðist ekki
hafa viljað fara til fundar í Brussel
nema vita að þau sjónarmið, sem
hann hafi um hvernig vinna ætti að
málinu, hefðu stuðning í utanríkis-
málanefnd, þar sem allir flokkar eiga
aðild. Hann sagði það hafa komið
glöggt fram á fundinum í gær að ut-
anríkismálanefndin sem heild styðji
sjónarmið hans um hvernig vinna
ætti að málinu. Það væri mjög mikil-
vægt.
Á fundinum með utanríkismála-
nefnd gerði Davíð grein fyrir því að
meginverkefnið á fundunum með
forsvarsmönnum ESB væri að
tryggja að þeir hagsmunir sem ís-
lendingar hefðu af EES-samningnum
héldust þrátt fyrir að önnur EFTA-
ríki færðust yfir í ESB. Hann gerði
jafnframt grein fyrir því hvernig
tryggja ætti þessa þætti. í fyrsta lagi
ætti að tryggja þau tollfríðindi sem
ísland hefur haft í sérstökum samn-
ingum við þau EFTA-ríki sem nú
hafa gert aðildarsamninga við ESB.
Hér munar mest um síldarmarkaði
í Svíþjóð og Finnlandi. Meginreglan
sé sú að þegar slíkir aðildarsamning-
ar séu gerðir beri að ræða og koma
til móts við samninga sem hafa verið
í gildi milli þessara ríkja og annarra.
Það séu fjölmargir samningar sem ESB
þurfi að gera af þessum ástæðum. Dav-
íð sagði að það ætti að vera tiltölulega
auðvelt að tryggja hagsmuni íslands á
síldarmörkuðum í Svíþjóð og Finn-
landi, það muni verða gert innan svo-
kallaðrar bókunar sex frá 1972.
í öðru lagi á að taka fyrir stofnana-
þáttinn sem mun breytast þegar og
ef EFTA-ríkin ganga inn. Það sé þó
ljóst að sú vinna fái ekki á sig endan-
lega mynd fyrr en í lok desember eða
byrjun janúar 1995 þar sem ekki sé
hægt að vinna þá vinnu að fullu fyrr
en séð verður hversu mörg ríki
munu staðfesta samninginn.
Varðandi tollamálin sagði Davíð að
ESB hefði þegar verið skrifað bréf
og óskað eftir formlegum viðræðum.
Jón Baldvin frestar að taka aðildarmál upp í stjóminni:
Bíður fram
aðnæsta
flokksþingi
- við Davíð ekki eins og andlegir síamstvíburar
Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði i gær utanrikismálanefnd á sinn fund vegna Evrópuumræðna. Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra sat einnig fundinn. DV-mynd JAK
Umræðan um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Eins konar óyf ir-
veguð sumarbóla
- og þetta upphlaup nú er óþarft, segir Davíð Oddsson
„Það hefur nú komið upp fyrr að
við Davíð séum ekki alveg eins og
andlegir síamstvíburar. Viö búum í
frjálsu landi, það eru skiptar skoðan-
ir og ólíkir flokkar," sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra
eftir fund með forsætisráðherra og
utanríkisnefnd í gær þegar hann var
spurður hver yrðu hans næstu skref
í Evrópumálum þar sem ljóst væri
að hann og forsætisráðherra væru
langt frá því að vera sammála og
samstíga.
Jón segist byggja stefnu sína þegar
litið er til framtíðar á samþykktum
flokksþings Alþýðuflokksins.
Flokksþingið hafi ályktað að það
teldi þjóöarhagsmunum íslendinga
best borgið til frambúðar með því að
láta reyna á aðildarsamninga. Þar
hafi jafnframt verið tekið fram að
ekki væri tímabært að taka af skynd-
ingu ákvörðun um að leggja fram
umsókn heldur skyldi það gert eftir
nokkurn aðdraganda og kynningu.
Það yrði að vinna heimavinnuna.
„Persónulega hef ég fyrir löngu
gert upp minn hug og hef ekki legið
á því. Eg tel að þetta sé rétt stefna,"
segir. Jón Baldvin.
Jón Baldvin sagðist ætla að bíöa
með að taka upp umræðu um aðild-
arumsókn í ríkisstjórn þangað til eft-
ir nýtt flokksþing Alþýðuflokksins í
haust.
„Aðild að Evrópusambandinu er
auðvitað svo stórt mál að það verður
að leggja það fyrir íslensku þjóðina,
spurningin er hvenær á að gera það.
A að leita álits þjóðarinnar fyrirfram
um þá spurningu hvort rétt sé að
leggja inn umsókn eða á að gera það
þegar samningsniðurstöður liggja
fyrir. Hvort tveggja kemur til greina
að mínu áliti,“ sagði Jón Baldvin
aðspurður hvort umsókn um aðild
væri ekki svo stórt mál að um það
þyrfti að kjósa strax í haust.
„Það að hlaupa allt í einu til núna
og segja að við eigum að fara í hrað-
ferð að aðild að Evrópusambandinu
er svona einhvers konar sumarbóla
sem rýkur upp, eins og stundum vill
gerast hér á Islandi, mjög óyfirvegað,
í alvarlegu máli. Þess vegna var ég
mjög ánægður með þaö að utanríkis-
málanefnd hefur ekkert látiö þessa
umræðu trufla sig. Menn eru algjör-
lega klárir á þeirri stefnumótun sem
ísland hefur ákveðið," sagði Davíð
Oddsson forsætisráðherra í gær á
blaðamannafundi sem haldinn var í
kjölfar fundar utanríkismálanefndar
með forsætisráðherra. Þar kynnti
Davíö Oddsson sjónarmið sín sem
hann mun ræða við forsvarsmenn
ESB í Brussel í næstu viku.
Davíð Oddsson sagði í gær að ís-
lendingar myndu með EES-samn-
ingnum halda nánast öllum þeim
efnahagslega ávinningi sem ESB-
aðild gæti veitt okkur. Með EES-
samningnum þyrftum við hins vegar
ekki að samþykkja yfirráð yfir fisk-
veiðilögsögu okkar.
Davíð sagði það mat utanríkis-
málanefndar að ekkert hefði gerst á
síðustu vikum eða dögum sem rétt-
lætti breytingu á stefnu íslands. Það
væri engin tímapressa nú því að allir
vissu að ekki yrðu tekin inn ný ríki
í ESB fyrr en eftir ríkjaráðstefnu sem
haldin yrði árið 1996. íslendingar
ættu í fyrsta lagi kost á þá að sækj-
ast eftir aðild. Hann sagði það alveg
ljóst að ekkert „standandi boð“ væri
til íslands um aðildarviðræður. Það
hefði komið fram hjá öllum sem rætt
hefði verið við innan bandalagsins
að ekki yröu tekin fleiri ríki inn fyrr
en í fyrsta lagi 1996 og sennilega
seinna.
„petta upphlaup núna er óþarft.
íslendingar eru ekki að einangrast
og við töpum engum rétti,“ sagði
Davíö.
Ekki múlbinda
utanríkisráðherra
Forsætisráðherra sagði að menn
hefðu hingað til ekki viljaö leiðast
undir sameiginlega fiskveiðistefnu
og stjórnun Evrópusambandsins.
Það hefði hvergi komið fram að skil-
málum Rómarsáttmálans varðandi
það atriði geti verið breytt. Hins veg-
ar útilokaði hann ekki aðild að ESB
í framtíöinni, til dæmis ef afstaða
ESB í sjávarútvegsmálum breyttist.
Davíð sagði að skýrsla Háskóla ís-
lands um kosti og galla aðildar væri
fyrst og fremst gerð í upplýsinga-
skyni. Hann sagðist ekki halda að
niðurstaðan mundi valda byltingu.
Það yrði pólitísk ákvörðun hvort
ætti að sækja um aðild eða ekki. Ut-
anríkisnefnd mundi fá skýrsluna til
umfjöllunar og hún síðan gerð kunn.
Um yfirlýsingar Jóns Baldvins
Hannibalssonar um hugsanlega að-
ildarumsókn íslands sagði Davíð að
í fundargerðum frá ferð Jón Baldvins
í Evrópu fyrir skömmu væri ekkert
um það að finna að Jón Baldvin hefði
lýst yfir að íslendingar stefndu að
aðild. Jón Baldvin kynni að hafa sagt
eitthvað í þá veruna í ræöu í kvöld-
verðarboði. „Ég ætla hins vegar ekki
aö múlbinda utanríkisráðherrann,
hann má hafa sínar eigin skoðanir."
Davíð sagði að stefna ríkisstjórnar-
innar í Evrópumálum væri óbreytt.
Jón Baldvin hefði ekki komið með
neina tillögu um breytta stefnu held-
ur væru þeir sammála um að það
mikilvægasta sem gera þyrfti núna
væri að tryggja samninginn um evr-
ópska efnahagssvæðið og fulltrúar
stjórnarandstööuflokkanna þriggja í
utanríkismálanefnd væru sammála
því.
Þingflokkur Framsóknarflokksins:
Jón Baldvin
segiafsér
- eða fylgi stefnu Alþingis
„Þingflokkurinn mótmælir
vinnubrögðum utanríkisráðherra í
Evrópumálum og telur að fram-
ganga hans skaöi málstað íslend-
inga. Utanríkisráðherra er tals-
maður íslands í mikilvægasta ut-
anríkismáli þjóðarinnar í dag.
Honum ber að fylgja eftir stefnu
Alþipgis í málinu. Ef hann treystir
sér ekki til þess á hann að segja af
sér,“ segir í ályktun þingflokks
Framsóknarflokksins sem kom
saman eftir fund utanríkismála-
nefndar í gær.
Þingflokkurinn telur að það komi
ekki til greina að sækja um aðild
að Evrópusambandinu. Ekkert hafi
komið fram sem réttlæti slíka
stefnubreytingu. Þingflokkurinn
styður eindregið ályktun Alþingis
frá 5. máí 1993 sem flutt var af for-
ystumönnum Framsóknarflokks-
ins um að íslendingar leiti eftir tví-
hliða viöræðum við Evrópusam-
bandið.