Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
9
Utlönd
Tony Blair, nýr formaöur Verkamannaflokksins:
Tími fyrir Ihalds-
f lokkinn að fara
Tony Blair, 41 árs gamall lögfræð-
ingur, sigraði með yfirburðum í
kosningum um nýjan formann
breska Verkamannaflokksins í gær
og þykir það benda til að flokkurinn
sé að færast nær miöju. Blair tekur
við af John Smith sem lést af hjarta-
slagi í maí síðastliðnum.
„Sláist í för meö okkur í þessa
krossferð fyrir breytingar," sagði
Blair og beindi máh sínu til bresks
almennings sem hefur snúið baki við
Verkamannaflokknum í íjórum
þingkosningum í röð.
Blair dró upp dökka mynd af
ástandinu á stjómarheimili íhalds-
manna sem væru spilltir og úrvinda
eftir of langa setu á valdastólum.
„Ef þið getið ekki breytt þessu landi
til hins betra eftir fimmtán ár getið
þið það aldrei. Það er kominn tími
til að þið takiö föggur ykkar og far-
ið,“ sagði Blair.
Blair fékk 57 prósent atkvæða en
Tony Blair hvetur landsmenn til fylg-
is við Verkamannaflokkinn.
Simamynd Reuter
keppinautar hans fengu miklu
minna: Jon Prescott fékk 24,1 prósent
atkvæöa en Margaret Beckett 18,9
prósent. Beckett tók við forustu
flokksins til bráðabirgða eftir fráfall
Smiths. Prescott var síðan kjörinn
varaformaður Verkamannaflokks-
ins.
íhaldsmenn eru ekki hrifnir af aö
fá Blair í formannssætið og viður-
kenndi einn ráðherranna að hann
væri það versta sem fyrir þá gæti
komið.
„Blair er efnilegasti leiðtogi Verka-
mannaflokksins í heilan mannsald-
ur. Ef einhver getur komið flokknum
aftur til valda er það hann,“ sagði
blaðiö Daily Telegraph.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
birtist í þessari viku, styður 51 pró-
sent kjósenda Verkamannaflokkinn
en 23 prósent eru á bandi íhalds-
flokksins og 21 prósent fylgir Frjáls-
lyndum demókrötum.
Reuter
Þetta eru hvitabirnirnir Coca og Cola og þeir eiga heima í Schönbrunn dýragarðinum í Vínarborg. Það er Cola sem
er að narta í tréð á meðan Coca hvílir sig. Birnirnir voru áður í dýragarðinum í Köln, hétu þá Olga og Olinka en
skiptu um nafn þegar gosdrykkjafyrirtækið studdi þá með fégjöfum. Símamynd Reuter
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér
segir: Suðurlandsbraut 48, 0302, þingl. eig. Lögfræðimiðstöðin hf., gerðar-
beiðendur Gláma Vinnustofa sf„ Iðnlánasjóður og Sig. Georgsson hrl., 26.
júlí 1994 kl. 13.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Þessi glæsilegi sumarbústaður, 54 m2, til sölu. Verð
3 millj. stgr. Uppl. í síma 98-21933
Þrastaskógur
Laust lyfsöluleyfi
sem forseti íslands veitir
Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi í Vestmannaeyjum
(Apótek Vestmannaeyja).
Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi við
11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 og bráða-
birgðalög nr. 112/1994 um breytingu á lyfjalögum
nr. 93/1994, að viðtakandi lyfsöluleyfishafi kaupi
vörubirgðir, búnað og innréttingar lyfjabúðarinnar.
Ennfremur kaupi viðtakandi leyfishafi húseign þá er
lyfjabúðin ásamt íbúð fráfarandi lyfsala er í.
Væntanlegur lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1.
janúar 1995.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfja-
fræðimenntun og lyfjafræðistörf skal senda ráðu-
neytinu fyrir 22. ágúst 1994.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
18. júlí 1994
Danskar skipasmíðastöövar:
Höfða mál gegn
styrkjakerf i ESB
Samtök danskra skipasmiðja hafa
höfðað mál gegn framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins vegna styrkja
til austur-þýskra skipasmíðastöðva
sem þau segja að stefni dönskum
skipasmíðaiðnaði í hættu.
Skipasmíðastöðvarnar gripu til
þessa ráðs eftir að dönsk stjómvöld
neituðu að eiga frumkvæði að mála-
tilbúnaði gegn framkvæmdastjórn-
inni á þeim forsendum að útilokað
væri að vinna máhð.
í yfirlýsingu, sem dönsku samtökin
sendu frá sér í vikunni, segir m.a.
að þau hafi höfðað málið vegna þess
að austur-þýskum skipasmíðastöðv-
um hafi verið leyft að auka afkasta-
getu sína langt umfram það sem seg-
ir í stefnumótandi leiðbeiningum
ESB.
Danir greiddi atkvæði gegn áætl-
unum ESB árið 1992 um að heimila
stófellda aðstoð viö skipasmíðastöðv-
ar í Eystrasaltshéruðum gamla Aust-
ur-Þýskalands en það nægði ekki til
að stöðva framgang málsins.
„Við voru knúnir til að höfða mál
til þess að vernda danskar skipa-
smíðar og störf í greininni fyrir skað-
legum afleiðingum óhóflegra ríkis-
styrkja til samkeppnisaðila okkar,“
segir í yfirlýsingu dönsku skipa-
smíðastöðvanna.
Thorkil Christensen, fram-
kvæmdastjóri samtaka skipasmiðj-
anna, sagði í samtah við Reuters
fréttastofuna að því betur sem hann
skoðaði málið þeim mun sannfærð-
ari væri hann um sigur.
Danskar skipasmíðastöðvar af-
hentu 23 skip sem vógu samtals 1,36
milljónir tonna áriö 1993 en árið á
undan afhentu þær 29 skip sem vógu
824þúsundtonn. Reuter
Það vantar nýja
hugsun í
íslenskan dagblaða
heim. Láttu ekki
segja þér hvað þú
átt að hugsa.
— hin hliðin á málunum. Sími 631-600