Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Blaðsíða 32
F R ÉXXAS KOXIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
3.000 krónur.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700
Frjálst, óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 22. JÚU 1994.
Kvöldfimdur 1 Eyjum:
Kapallinn
verðurfærður
„Þaö verður allt gert sem hægt er
til þess aö stefna að færslu kapalsins
næsta sumar. Það er til lengri tíma
litiö rekstraröryggi fyrir Póst og
síma. Ef strengurinn verður ekki
færður verður byrjað að toga yfir
hann þvers og kruss og þá veit maö-
ur ekki hvenær skaðinn verður. í
vetur verða hafnar rannsóknir á
botninum fyrir væntanlega legu nýs
strengs," segir Magnús Kristinsson,
útgerðarmaður í Vestmannaeyjum.
Fundi útvegsbænda og Pósts og
síma í gærkvöldi um færslu sæsíma-
strengsins frá miðunum lyktaði með
sáttum um að leysa verkefnið.
„Árangur fundarins er að við höf-
um tekið upp samvinnu við útvegs-
bændur. Fundurinn var málefnaleg-
ur og við ræddum um hvaða leiðir
væru heppilegastar til þess að fara í
kringum veiðisvæðin á Kötlunrygg
og sunnan Vestmannaeyja. í dag ætl-
um við ásamt þeim að skoða hvort
þurfi að færa strenginn jafn mikið
og upphaflega var talið en það kemur
til með að kosta minna. Líklegt er
að strengurinn fyrir sunnan Vest-
mannaeyjar verði tekinn upp og
lagður niður aftur. Umlögnin um
hrygginn þyrfti ekki að vera jafn stór
og við héldum í fyrstu,“ segir Þor-
^ varður Jónsson, framkvæmdastjóri
fjarskiptasviðs Pósts og síma.
ForsetiíSÍ:
Áframhald-
andi skoðun
um helgina
„Næsta skref er að finna út hvort
aðrir en borgin hafa áhuga á að
leggja fram fé og verður í því sam-
bandi meðal annars rætt við ríkis-
valdið. Það verður að vinna máhð
hratt því að við erum að falla á tíma
og því verða áframhaldandi fundir
og skoðun á ýmsum flötum í dag og
um helgina," segir Ellert B. Schram,
forseti ISÍ.
Ákveðið var á fundi innan íþrótta-
hreyfingarinnar í gærmorgun að láta
á það reyna hvort hægt yrði að afla
fjár tO jafns við 270 milljóna framlag
borgarinnar til byggingar nýrrar
íþróttahallar í Laugardal.
Jeppi valt
Jeppi valt við Grýtubakka í Höfða-
hverfi við Eyjafjörð í gær. Ökumaður
var fluttur á slysadeild og virtust
meiðsl ekki alvarleg. Jeppinn er hins
vegar talsvert skemmdur.
LOKI
Er utanríkisráðherra þá með
sumar-bólusótt?
Davíð segir ný aðildarríki ekki inn í ESB fyrr en ’97-’98:
Það veit eng-
inn hvað er rétt
- nema umsókn sé send, segir Vilhjálmur Egilsson alþingismaður
„Það veit enginn hvað er rétt og myndi hugsanlega ekki ijúka fyrr þess að sannfæra viðsemjandann
ekki rétt í þessu efni. Það er auðvit- en 1998. um það.
að undir öllum kringumstæðum Vilhjálmur segir að auövitað eigi Vilhjálmur tók sem dæmi um
rétt að við getum ekki hafið við- að semja um frekari þróun EES- hversu fljótt hlutimir geti breyst
ræður fyrr en 1997 til 1998 ef við samningsins eins og ríkisstjórnin innan ESB að það heföi verið við-
látum ekki reyna á það fyrr. Það hyggist gera. Það sé hins vegar al- tekin stefna innan Evrópubanda-
veit það enginn fyrr en við Iátum veg óháð umræðu um aðild að ESB lagsins að EFTA-ríkin gætu ekki
á umsókn reyna,“ segir Vilhjámur og útiloki ekki þá vinnu. Vilhjálm- fengið aðild fyrr en eftir ríkjaráð-
Egilsson, alþingismaður Sjálfstæð- ur segir að íslendingar ættu að stefnuna 1996. Það hafi hins vegar
isflokksíns og formaður Verslunar- beita þeim rökum ef til aðildarvið- breyst árið 1992 og nú séu EFTA-
ráðsíslands,enDavíðOddssonfor- ræðna kæmi að við værum hluti ríkin flest búin að gera samninga
sætisráðherra sagði í gær að það af EFTA og þar sem nýbúið sé að við bandalagið. Því sé ekki hægt
lægi fyrir af hálfu ESB að ný aðild- semja við hinar EFTA-þjóðirnar að segja til um hvenær við gætum
arríki yrðu ekki tekin inn í sam- ættum við að komast inn fyrr en komist inn í ESB öðruvísi en að
bandiö fyrr en að aflokinni ríkja- aðrir - fyrir ríkjai'áðstefnu sam- senda umsókn.
ráðstefnu sem á að hefjast 1996 en bandsins 1996. Það ætti að freista
Olíuleki varð í Sundahöfn i gærkvöld. Það voru skipverjar á Dettifossi sem urðu varir við olíubrák milli skips og
bryggju á 20 til 25 metra löngu svæði. Við vettvangskönnun vaknaði grunur um að olían hefði komið úr Dettifossi
og gat hefði komið á einhverja tanka undir sjólínu. Eftir að tekist hafði að hreinsa olíuna var Ijóst að hætt var að
leka. Var ákveðið að hafast ekki frekar að í málinu þar sem skipið var á leið í Evrópusiglingar og átti að fara í
slipp erlendis og yrði málið kannað nánar þá. DV-mynd Sveinn
Veðrið á morgun:
HitilOtil
20 stig
Norðvestlæg átt um norðanvert
landið og skýjað og dálítil rigning
eða súld úti við ströndina. Um
sunnanvert landið verður suð-
austlæg átt og víða bjart veöur.
Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í inn-
sveitum sunnan- og vestanlands.
Veðrið í dag er á bls. 36
Lyfjaleifar 1 Gými?
Égræði
það ekki
- segir dýralæknir
Grétar Hrafn Harðarson, héraðs-
dýralæknir á Hellu, sagðist við DV í
morgun ekki telja tímabært að skýra
frá niðurstöðum sem liggja fyrir
vegna rannsóknar á sýnum úr gæð-
ingnum Gými sem var felldur að
loknu nýafstöðnu landsmóti. Hann
sagðist reyndar ekki hafa fengið
skýrslu frá Rannsóknarstofnun há-
skólans í lyfjafræöi. Aðspurður
hvort hann hefði fengið munnlega
niðurstöðu frá Þorkeli Jóhannessyni
prófessor sagði hann: „Ég ræði það
ekki við þig.“
Grétar sagði að sýslumanni hefði á
fyrstu stigum málsins verið gert við-
vart vegna málsins þar sem farið
hefði verið fram á opinbera rann-
sókn. „Ef eitthvað óeðlilegt kemur
fram eiga lög um dýravernd við um
þetta mál," sagði Grétar um ástæðu
afskipta sýslumanns.
„Ég tel þetta ekki tímabært og ætla
að bíða. Þetta hggur reyndar ekki
endanlega fyrir. Ég er búinn að fá
krufningsskýrsluna sem skýrir
áverkana en þeirri rannsókn er þó
ekki endanlega lokið vegna vefja-
skoðunar," sagði Grétar. Hann sagð-
ist ekki búast við endanlegri skýrslu
frá Þorkeli fyrr en eftir helgi eða jafn-
vel ekki fyrr en í fyrstu vikunni í
ágúst.
Jarðskjálfti
á Kaldadal
Vart varð jarðskjálfta í Kalmans-
tungu í Hvítársíðu í nótt. Að sögn
Ástu Sigurðardóttur, húsfreyju í Kal-
manstungu, sem gengin var til náða
þegar jarðskjálftans varð vart rétt
fyrir klukkan 1 í nótt, var um að
ræða einn skjálfta sem greinilega
varð vart og nokkurra smærri eftir-
skjálfta.
„Ég var nú komin upp í rúm en
ekki sofnuð og þetta virkaði eins og
högg og titringur," sagði Ásta.
Samkvæmt upplýsingum á veður-
stofu áttu skjálftarnir upptök sín á
Kaldadal við Langjökul og var sá öflug-
asti um 3,2 stig á Richter. Tuga eftir-
skjálfta varð vart á bilinu 2 til 2,5 á
Richter. Samkvæmt sömu heimildum
er svæðið þekkt skjálftasvæði og þarf
þetta ekki að boða annað og meira.
Innbrotíbfl
Brotist var inn í bifreið við Bald-
ursgötu í gær. Úr bílnum var stolið
ferðaútvarpstæki og skjalatösku. í
töskunni voru reikningseyðublöö en
eigandi bílsins reyndist starfsmaður
öryggisgæslufyrirtækis sem meðal
annars selur þjófavarnakerfi.
Ertu búinn að panta?
P 7
dagar
til þjóðhátíðar
FLUGLEIDIR
Innanlandssími 690200