Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994 Svidsljós Toppfyrirsætan Elle MacPherson: Leið illavið tökur á kvik- myndinni Sirens Toppfyrirsætan Elle MacPherson, sem lék í myndinni Sirens, sem enn er verið aö sýna hér á landi, segir að sér hafi liðið illa þegar tökum á myndinni stóð vegna þess að einn aöalleikari myndarinnar, Hugh Grant, hafi neitað aö tala við hana. „Eftir að hafa ekki talað við mig í tíu daga tók hann mig afsíðis og sagð- ist eiga erfitt með að einbeita sér vegna þess að honum fyndist ég vera svo falleg. Þetta varð til þess að brjóta ísinn og ekki seinna vænna því mér hafði liðið mjög illa út af þessu," segir hún. MacPherson, sem nýlega skildi við eiginmann sinn, sem var franskur ljósmyndari, segir að þrátt fyrir að hún og Grant hafi hrifist mjög hvort af öðru þá hafi ekkert meira orðið úr. Þess má geta að Grant, sem er mjög eftirsóttur leikari, er með Eliza- beth Hurley. „Ég fékk það á tilflnninguna aö hann væri ekki á lausu. Hann féll ekki fyrir neinni og hann yirtist vera Elle MacPherson ásamt leikaranum Hugh Grant sem lék með henni í myndinni Sirens. mjög ástfanginn," segir MacPherson. Ófeimin við að sýna nekt sína MacPherson er þekkt fyrir allt annað en að vera feimin við að sýna nekt sína en hún þykir hafa mjög fallegan líkama. „Móðir okkar hvatti okkur til að vera örugg og ánægð í sambandi við líkama okkar og nekt var aldrei neitt vandamál," segir hún. „Ég fæddist nakin, vonast tii að verða grafin nak- in og finnst það allt mjög eðlilegt.“ Þá segist fyrirsætan vera svolítill sukkari vegna þess að hún drekki, fari út að skemmta mér seint á næt- urnar og stundi sólböð en þetta séu allt hlutir sem fyrirsætur eigi alls ekki aö gera. ______ r Attu samleið með frj álshy ggj unni eða viltu vernda samhjálp og velferð? mmm - félagshyggjublaðið. Sími 631-600 VERIÐ VELKOMIN Á ... n Verð kr. 2500, Okeypis ffyrir yngri en 13 ára og eldri en 67 ára. Flest það sem í boöi er á Sæludögunum er innifaliö í verði, þ.m.t. sturtur, bátar og leiktæki. Hægt er aö fá gistingu í svefnskálum og greiðist fyrir það sérstaklega. Þeir sem vilja bregða sér á sjóskíði þurfa einnig að greiöa fyrir þaö sérstaklega. Hægt er að panta gistingu í svefnskálum á skrifstofu KFUM og KFUK viö Holtaveg í Reykjavík, (Sími: 888899). Sjoppa og veitingasala verður í Vatnaskógi á Sæludögunum, en einnig verður aðstaða til að snæða nesti innandyra. Vatnaskógur liggur I Svínadal, u.þ.b. frá Reykjavík. Vegur liggur frá þjóðveginum við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd yfir hálsinn í Vatnaskóg. ÉP /a_LnL afe ■ - AUÐVITAÐ . kvoldvökur SJÓSKÍÐI VARÐELDUR guðsþjónusta krakkaklúbbur kappróður bænastundir ÞRAUTAKEPPNI trönuborgir koddaslagurávatninu FRÆÐSLUSTUNDIR skógarmannakvöldvaka gospeltónleikar FÓTBOLTI BÁTAR FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR brekkuhlaup gönguferðir kaffistofa góð salernisaðstaða O.FL. O.FL. rr+. Sæludagar í Vatnaskógi SEM ER útgáfa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.