Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ1994
Dagur í lífi Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna:
Samtöl við reiða
neytendur
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna: „Það hafa komið fjöldamörg samtöl frá reiðum neyt-
endum vegna gjaldtöku bankanna." DV-mynd JAK
Ég vaknaði klukkan hálfsjö
þennan þriðjudagsmorgun. Það
var fyrst og fremst til að sinna
skyldu minni við það að vekja
börnin sem þurftu aö maeta í sína
sumarvinnu. Eftir sturtu og örlít-
inn morgunmat var ég mættur til
vinnu klukkan hálfátta.
Ég hóf vinnudaginn á þvi aö setja
saman erindi til Samkeppnisstofn-
unar þar sem Neytendasamtökin
telja nauðsynlegt að stofnunin
kanni hvort ákvörðunin um gjald-
skrár banka standist samkeppnis-
lög. Það vekur athygh okkar að
þessi gjaldskrá er svipuð frá einni
bankastofnun til annarrar og
ákvörðun um gjaldskrá var tekin á
svipuðum tíma hjá öllum.
Við símann
allan daginn
Það má segja að svo hafi ég verið
í símanum allan daginn. Þar kom
einkum þrennt til. í fyrsta lagi
höfðu Neytendasamtökin auglýst
eftir nýjum ritstjóra á sunnudag-
inn fyrir Neytendablaðið. Það kom
mér á óvart hversu margir hringdu
til að fá upplýsingar um starfið og
segir þaö kannski til um atvinnu-
ástandið í þjóöfélaginu. Ég eyddi
talsverðum tima í að upplýsa
áhugasamt fólk um verkefnið. í
öðru lagi er mikið um sumarfrí í
júlí hjá starfsfólki Neytendasam-
takanna eins og öðrum stofnunum.
Júiímánuður hefur yfirleitt verið
tiltölulega rólegur á skrifstofunni
en kannski vegna þess að fólk er
meðvitaðra um starf Neytenda-
samtakanna hefur verið miklu
meira að gera nú en áður.
Almenningur reiður
í þriðja lagi voru það símtöl
vegna gjaldtöku bankanna. Það
kom berlega í ljós í öllum þeim sím-
tölum sem ég fékk að almenningur
er mjög reiður yfir gjaldtöku bank-
anna og það er full ástæða til þess
í mörgum tilvikum. Ég vil nefna
eitt símtalið sem ég fékk. Það var
um lán sem var komið einn mánuð
fram yfir gjalddaga. Dráttarvextir
voru rétt rúmar 100 krónur en van-
skilagjald var 900 krónur. Við hljót-
um þá að velta vöngum yfir því
hvað raunverulegir dráttarvextir
séu þá komnir upp í. Útlánastofn-
unum er heimilt að innheimta
hæstu löglegu dráttarvexti. Þetta
nægir bönkunum greinilega ekki.
Að okkar mati er þetta orðin sví-
viröa og við ætlum að láta reyna á
þetta fyrir dómstólum.
Það er umhugsunarefni að þegar
kreppir að hjá heimilum skuh
bankarnir níðast á þennan hátt á
heimilum sem eiga í erfiöleikum.
Það er hlálegt að heyra fulltrúa
bankakerfisins segja í góðlátlegum
tón að vanskilagjaldið sé bara til
að hvetja fólk til að borga á réttum
gjalddaga. Það er eins og þessir
menn, í þeim filabeinsturnum sem
þeir búa, haldi að heimilin í land-
inu séu með lán í vanskilum að
gamni sínu. í hvaða veröld lifa
menn sem hugsa á þennan máta?
Með dótturina
á slysadeild
Ég þurfti að fara fyrr úr vinnu
en ég ætlaði mér eða um hálffimm
þar sem yngsta dóttir mín haföi
meitt sig í sumarvinnunni. Ég ók
henni á slysadeild þar sem í ljós
kom að hún hafði tognað. Síðan
aðstoðaði ég aldraða móður mina
sem var að flytja sig um set á dval-
arheimili fyrir aldraða. Eftir það
fór ég heim og eldaði kvöldmat fyr-
ir börnin því konan mín er úti á
landi þessa dagana. Þá tóku kvöld-
fréttimar við. Þar sem ég er frétta-
sjúkur maður er það oft eins og
hálfs tíma prógramm á kvöldin að
innbyrða útvarpsfréttirnar, fréttir
Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins. Að
því loknu plötuðu sonur minn og
kunningi hans mig til að spila spil
sem mér þykir frekar leiðinlegt en
spilaði samt. Það heitir Verðbréfa-
spiliö og gengur út á að græða pen-
inga með því að setja andstæðing-
inn í spilinu eins fljótt á hausinn
og hægt er. Ég slappaði svo af með
því að taka tvær skákir við tölvuna
mína. Mér þykir gaman að tefla og
þegar ég hef engan til að tefla við
er tölvan góður félagi.
Ég sofnaði svo út frá góðri
norskri bók sem ég er að lesa eftir
Wassmo og heitir Hudlös himmel.
Finnur þú fimm breytingai? 267
Er þetta staðurinn sem þú varst að tala um að við gætum fengið okkur Nafn:..........
drykk á?
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er aö gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum hðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun: Rummikub-spil-
ið, eitt vinsælasta fjölskyldu-
spil í heimi. Það er þroskandi,
skerpir athyglisgáfu ogþjálfar
hugareikning.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur. Bækumar, sem eru í
verðlaun, heita: Mömmudrengur,
Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Ban-
væn þrá. Bækumar eru gefhar út af
Frjálsri Qölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 255
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir tvö hundr-
uð sextugustu og fimmtu get-
raun reyndust vera:
1. Kolbrún Árnadóttir,
Mávabraut 9d,
230 Keflavík.
2. Brynjar Ólafsson,
Foldahrauni 40,
900 Vestmannaeyjar.
Vinningarnir verða sendir
heim.