Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994 11 í fjörunni á Vatnsholti í Staóarsveit unnu þáttakendur listaverk sem flóðið tók svo. DV-mynd Símon Sigurmonsson Svíar á mynd - listarnám- skeið til íslands Tíu Svíar eru nú á myndlistarnám- skeiði á Snæfellsnesi. Þeir eru allir í félagi sem heitir Levande verkstad eins og annar leiðbeinandinn á nám- skeiðinu, Steinunn Helgadóttir. „Þetta er í fyrsta skipti sem komiö er til íslands á svona námskeið. Þetta er í raun náttúruferð þar sem unnið er með listgreinar inn á milli,“ grein- ir Steinunn frá. Hún er nemandi úr skóla í Stokkhólmi sem heitir Le- vande verkstad og er innan lýðhá- skólakerfisins. Nemendur úr skól- anum hafa stofnað félag með sama nafni í þeim tilgangi að standa fyrir endurmenntunamámskeiðum og til að halda hópinn að því er Steinunn útskýrir. „Sem dæmi um hvernig við vinnum þá gerðum við eftir eina gönguferð hér á nesinu hálsmen úr leir með formi einhvers sem hafði orðið á vegi okkar, einhvers sem maður hafði fest hugann og tilfinningar við. Hálsmen- in voru síðan þurrkuð og grafin í jörðu og brennd við 500 gráðu hita.“ í gönguferð um fjöruna á Vatns- holti í Staðarsveit safnaði hópurinn saman steinum, þangi, reka, skeljum og ýmsu öðru. „Ur þessu var búin til í fjörunni landslagsmynd af fjalla- hringnum fyrir ofan okkur. Síðan kom flóðið og tók listaverkið.“ Eftir aðra skoðunarferð og umræð- ur um náttúruna og þjóðsögur um kraftinn á Snæfellsnesi skrifuðu þátttakendur eigin frásögn um ein- hvern sem þeir hittu á leið sinni. „Þetta er aðferð til að vinna með listgreinar án þess að maður æth að gerast listamaður. Þetta er til að efla og styrkja einstaklinginn og nota eins mörg tjáningarform og við get- um notað því við höfum svo mörg. En sumt liggur í dvala og annað tek- ur yfirhöndina," leggur Steinunn áherslu á. Flestir þátttakenda á námskeiðinu starfa við uppeldis- og kennslustörf í Svíþjóð. Stóðhesturinn Þór frá Höskuldsstöðum er nefndur eftir knattspyrnufélaginu Þór á Akureyri. Jóhannes Svan Ólafsson gaf honum nafnið og heldur í hann. Graddi nefndur eftir knattspymufélagi Margir hestaeigendur nefna fáka sína eftir goðunum gömlu; Frey, Tý, Óðni og Þór. Það vekur því litla at- hygli þó að stóðhestur frá Höskulds- stöðum í Eyjafirði sé nefndur Þór. En sagan á bak við nafnið er athyglis- verð. Fyrir þremur árum, er Jóhannes Svan Ólafsson, sonur annars eigand- ans, Ólafs Hafbergs Svanssonar á Akureyri, varö sex ára fékk hann að velja nafnið og það stóð ekki á svar- inu. Þór skyldi hesturinn heita eftir uppáhaldsknattspyrnufélaginu á Akureyri. Jóhannes Svan er nú níu ára og spilar knattspyrnu í 6. flokki með uppáhaldsfélagi sínu, Þór á Akur- eyri, en graddinn Þór sinnir skyldum sínum í stóði í Húnavatnssýslu. Þór er undan Gassa frá Vorsabæ á Skeiðum og Hrafntinnu frá Hösk- uldsstöðum í Eyjaflrði og fékk 8,28 fyrir byggingu og 7,70 fyrir hæfileika og 7,99 í aðaleinkunn í forskoðun á Melgerðismelum í vor. Eigendur eru Ólafur Hafberg Svansson og Hösk- uldur Jónsson á Akureyri. -E.J. Stendur niikið til? Langtímalán til framkvœmda viö fasteignir íslandsbanki veitir langtímalán til allt ab 12 ára vegna vibamikilla framkvœmda á fasteignum svo sem til vibhalds á húsnæbi, vibbyggingar eba annarra endurbóta. Þessi lán henta vel einstaklingum sem hyggja á slíkar framkvœmdir. • Lánin eru skuldabréfalán, tryggö meö veöi í fasteign • Upphœö láns og vaxtakjör taka miö afgreiöslugetu umsœkjanda, tryggingum og fyrirhuguöum framkvœmdum • Hámarksiánsfjárhœö er 3.000.000 kr. • Hámarkslánstími er 12 ár • Afborganir eru mánaöarlega Ábur en lán er tekib abstobar starfsfólk bankans vibskiptavini vib ab gera sér grein fyrir greibslubyrbi lánsins og þeim kostnabi sem lánsvibskiptum fylgja og bera saman vib greibslugetuna. Á þann hátt er metib hvort lántakan er innan vibrábanlegra marka. Láttu ekki skynsamlegar framkvœmdir stranda á fjármagninu. Langtímalán íslandsbanka er kostur sem vert er aö athuga. Kynntu þér möguleikana í næsta útibúi bankans. ÍSLAN DSBAN Kl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.