Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 3 Fréttir Skoðanakönnun DV um tungumálakennsluna: Þjóðin vili að enskan taki við af dönskunni - sem fyrsta erlenda tungumálið í grunnskólum landsins Enska í stað dönsku - sem fyrsta erlenda tungumál 1 skólum landsins - 58% Höfuðborgin 70,1% Fylgjandi 29,9% Andvígir 67% Landsbyggðin Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinn- ar vill að enska verði fyrsta erlenda tungumálið sem grunnskólanemar leggja stund á í stað dönskunnar eins og nú er. Þetta kemur fram í skoð- anakönnun DV sem framkvæmd var um síðustu helgi. Niðurstöður könnunarinnar urðu á þann veg að 62,5 prósent aðspurðra vilja að enska leysi dönsku af sem fyrsta tungumálið í skólum landsins, 26,7 prósent eru andvíg, 10 prósent eru óákveðin og 0,8 prósent neita að svara. Sé einungis tekið mið af þeim sem afstöðu taka reyndust 71,1 pró- sent fylgjandi breytingunni en 29,9 prósent andvíg. Úrtakið í könnunni var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milh höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur því að að enska leysi dönsku af hólmi sem fyrsta erlenda tungumálið í skólum landsins?" Sé afstaða kjósenda greind eftir búsetu kemur í ljós að danskan á meiri stuðning meðal höfuðborg- arbúa en landsbyggðarinnar. Á höf- uðborgarsvæðinu reyndust 58,3 pró- sent fylgjandi því að danskan viki fyrir enskunni í grunnskólum lands- ins en á landsbyggðinni reyndust 66,7 prósent fylgjandi breytingunni. leyfi í 10 daga - 36fiskiskipánleyfis „Þeir voru sviptir veiðileyfi í 10 daga eöa til 16 ágúst. Þaö komu engar athugasemdir frá þeim og þeir nýttu sér ekki andmæla- rétt,“ sagði Þóröur Eyþórsson hjá sjávarútvegsráðuneytinu vegna máls tveggja krókaleyfisbáta. Svo sem DV greindi frá fyrir helgi voru tveir krókaleyfisbátar sakaðir um að hafa tekið við afla úr snurvoðarbát og landað sem sínum eigin. Veiöieftirlitsmenn, sem skoðuðu fiskinn, töldu úti- lokað að hann hefði verið veiddur á króka. Þeir fengu því tilkynn- ingu frá Fiskistofu um að þeir yrðu sviptir veiðileyfi ef þeim tækist ekki að gera grein lyrir sínum málum iiman ákveðinna timamarka. Eigendurnir gerðu ekki athuga- semdir við þessar ávirðingar og voru því sviptir veiðileyfi. Ekki er vitað hvaða bátur veiddi fiskinn sem færður var í krókabátana sem eru samkvæmt heimildum DV gerðir út frá Arn- arstapa á Snæfehsnesi. Ahs eru nú 36 fiskiskip án veiði- leyfis vegna sviptingar, þar af einungis þessir tveir krókaleyfis- bátar. 1111111111111111111111111111111! 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 i 1111111111111M111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111! 1111111111111111111 (11 i 111111111,11,11,1111,11,11,1,, 1, 11,1, ,j_ KSÍ 0G C0CA-C0LA 11. ágúst KL. 10:00 -16:00 Eftirtalin félög stilla upp knattþrautum KSÍ og Coca-Cola á æfingasvæðum sínum: Reykjavík og nágrenni: FH - FRAM - KR - VALUR - UBK - STJARNAN - HK - FYLKIR - ÍR - ÞRÓTTUR - VÍKINGUR - HAUKAR - FJÖLNIR - GRÓTTA - LEIKNIR - AFTURELDING Vesturland og Vestfirðir: ÍA - BÍ - SKALLAGRÍMUR - SNÆFELL - VÍKINGUR - GRUNDARFJÖRÐUR Norðurland: ÞÓR - KA - LEIFTUR - VÖLSUNGUR - DALVÍK - TINDASTÓLL - KS - HVÖT - UMFL - K0RMÁKUR - NEISTI - HSÞ-B - EILFÍFUR Austurland: ÞRÓTTUR - HÖTTUR - AUSTRI - HUGINN - LEIKNIR - NEISTI - SINDRI - VALUR Suðurland og Suðurnes: ÍBK - ÞÓR - TÝR - GRINDAVÍK - SELF0SS - REYNIR - VÍÐIR - ÆGIR - HAMAR - NJARÐVÍK - ÞRÓTTUR 5=) 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111,111, |, 11,1111,11, |, 1111,1111,1111,111111111, |, 1111111,1111,111,111111111,111111,111,, 11111,1111111,1,1,, 11111111111,11! 1111111,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.