Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 5 Fréttir Hvers vegna hætt var við haustkosningar: : Fylgi Jóhönnu í skoðana- könnun DV skipti sköpum - forsætisráðherra taldi krata samþykka haustkosningum þegar hann hóf umræðuna Atburðarásin síðustu daga í hinu svokallaða haustkosningamáli er af- ar sérkennileg. Á mánudaginn sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra við fréttamenn eftir fund með Jóni Bald- vin Hannibalssyni, formanni Al- þýðuflokksins, að hann hefði ekki blásið haustkosningar af þótt minni líkur væru fyrir þeim en áður. Hann sagðist ætla að ræða málið við sam- ráðherra sína, formann og varafor- mann þingflokks og þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hann gæti náð í. Hann myndi svo tilkynna um ákvörðun sína á fimmtudag. En svo allt í einu í gær, þriðjudag, gaf hann út yfirlýsingu eftir ríkis- stjómarfund um að hætt væri við haustkosningar. Skoðanakönnun DV Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV var það niðurstaðan í skoð- anakönnun DV sem skipti sköpum. Hún sýndi að Jóhanna Sigurðardótt- ■iT gæti hugsanlega nær rústað flokkakerfið byði hún fram sér lista. Og hún tók jafnvel meira fylgi frá Sjálfstæðisflokki en Alþýðuflokki. Bæði Davíð Oddsson og Jón Baldvin urðu hræddir við þessa niðurstöðu og því vom haustkosningar blásnar af í gær en ekki beðið til fimmtudags. Kratar hræddir við Jóhönnu Á foringjafundi Alþýðuflokksins á Akranesi síöasthðinn laugardag var samþykkt að leggjast gegn haust- kosningum. Ástæða þess var einfold. Óttinn við sérframboð Jóhönnu Sig- urðardóttur rak menn til þessarar samþykktar enda þótt þá lægi engin skoðanakönnun fyrir. Jóhanna hefur verið á fundaferð um landið síðustu vikurnar og fengið góðar viðtökur. Kratar um land allt vita að Jóhanna á miklum vinsæld- um að fagna um allt land, ekki bara hjá krötum heldur fólki úr öllum flokkum. DV hefur heimildir fyrir því að hefði niðurstaðan í skoöana- könnun DV um fylgi Jóhönnu verið önnur og lakari hefði Jón Baldvin ekki lagst jafn eindregið gegn haust- kosningum og hann gerði, þrátt fyrir fundarsamþykktina. Og Davíð Odds- son hefði ekki verið jafn fljótur að blása þær af og raun bar vitni, ef hann hefði þá gert það. Hvers vegna hóf forsætis- ráöherra umræðuna? Miðað við það klúður sem haust- kosningamáhð hefur lent í hlýtur sú spuming að vakna hvers vegna Dav- íð Oddsson forsætisráðherra hóf að ræða um haustkosningar sem góðan kost fyrir svo sem tveimur vikum eða svo. Það væri afar ólíkt honum að hefja þá umræðu í fuhri óvissu um vilja samstarfsflokksins. Samkvæmt því sem einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins sagði í samtah við DV taldi Davíð sig hafa vissu fyr- ir því að Alþýðuflokkurinn væri samþykkur haustkosningum. Fund- arsamþykktin hjá krötum á laugar- dag mun því hafa komið honum nokkuð á óvart. Hann mun samt hafa verið ákveðinn í að boða til haustkosninga allt þar tíl skoðana- könnun DV birtist á mánudaginn. Sjálfur var Davíð sannfærður um að haustkosningar væm heppilegar, bæði vegna erfiðrar fjárlagagerðar og ekki síður kjarasamninganna sem lausir em um áramót. Davíð benti sjálfur á í samtölum við fréttamenn að þinghald eftir áramót yrði hvorki fugl né fiskur á kosningaári. Enda er alveg ljóst að fjárlagafrumvarpið og fylgifrumvörp þess verða stjóm- arflokkunum erfið í haust. Ríkis- Davið Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson: Þeirra biður erfitt þinghald með aðeins eins atkvæðis meirihluta öruggan við afgreiðslu fjárlaga. Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson stjórnin getur ekki treyst á fylgi þeirra Eggerts Haukdals, Inga Bjöms Albertssonar, Eyjólfs Konráðs JÓns- sonar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Þá er meirihluti stjórnarinnar ekki nema eitt atkvæði. Sumir segja að stundum sé betra að stjórna með naumum meirihluta en miklum og benda í því sambandi á eins atkvæð- is meirihluta viðreisnarstjórnarinn- ar. Þá er bent á það að Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík efni til próf- kjörs á haustmánuðum, sennilega í nóvember. Hætt er við aö Reykjavík- urþingmenn flokksins, sem glíma í prófkjörinu, verði ekki ákafir í að samþykkja mikinn niðurskurð í fjár- lagafrumvarpinu eins og nú er boðað í miðri kosningabaráttu. Fróðlegt meö framhaldið Egih Jónsson, alþingismaður frá Seljavöhum, hefur verið einn ákaf- asti talsmaður þess í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins að efnt verði til haustkosninga. Hann sagði í samtali við DV í gær að ákvörðun Davíðs um að blása þær af kæmi sér mjög á óvart. Hann sagði að það yrði fróð- legt að fylgjast með framhaldinu enda þótt hann ætlaði ekki að vera með neina spá. Hann sagði að sam- starf stjómarflókkanna hefði verið haustkosningar. Hann sagði að hverfa frá þessu sundurlyndi. Ef svo afskaplega ótrúverðugt. Það hefði spumingin nú væri sú hvort flokk- væri ekki væru menn ekki í góðum leitt tíl svo mikUlar umræðu um amir hefðu náð samkomulagi um að málum á næstu mánuðum. Það skiptir ekki neinu máli hvort stofan þín er hentug fyrir hornsófa, sófasett eða bara staka sófa með hægindastól. Við leysum málin með Joker. 5 sæta eða 6 sæta hornsófi, sófasett 3-2-1 eða 3-1-1, 2ja sæta sófi eða 3ja sæta sófi allt eftir hvað hentar þér. Vandað leður á slitflötum og margir leðurlitir Joker 3-1-1 sófasett kr. 149.260,- Joker 3-2-1 sófasett kr. 163.920,- Joker 5 sæta hornsófi kr. 139.960,- Joker 6 sæta hornsófi kr. 154.620,- Joker 2ja sæta sófi kr. 54.640,- Joker 3ja sæta sófi kr. 69.300,- Eigum við ekki að hittast i dag? Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK SÍMI »1-871100 Stadgreiðsluafsláttur eda gód greidslukjör G° UTSALA vegna flutnings Utsalan stendur yfir til 19. agust. GB HUSGÖGN Faxafeni 5 Símar 884080 686675 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.