Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 Viðskipti Ysa á fiskm. Þr M i FÖ Mð Þingvíst. hlutabr. Þr M i Fö M á Dollarinn Kauph. í New York Hlutabréfa- verðhækkar Fyrir helgi fór ýsukílóiö á fisk- mörkuðum upp í 143 krónur en hefur lækkað síðan. Á mánudag var meðalverðið um 100 krónur. Hlutabréfaverð er á uppleið þessa dagana. Þingvísitala hluta- bréfa hefur hækkað á einni viku um 2,3 prósent, var 920 stig á mánudag Hráolíuverð hefur verið nokk- uö sveiflukennt aö undanfómu en helst enn hátt. Tunnan fór á 18,13 dollara á mánudag. Sömuleiðis hefur sölugengi dollars sveiflast til í kringum 69 krónurnar. Skömmu eftir verslunar- mannahelgi hækkaði hlutabréfa- verð í Wall Street töluvert en hefur verið á niðurleið síðan. Dow Jones vísitalan var 3757 stig á mánudag. Höfuðstöðvar Hampiðjunnar við Bíldshöfða. Milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir að hreinn hagnaður af rekstri varð rúmar 50 milljónir króna. Það er mun betri afkoma en á sama tima í fyrra. DV-mynd GVA Hampiðjan skilar miQiuppgjöri: Stóraukinn hagnaður - fyrstu sex mánuði ársins Hampiðjan tilkynnti hluthöfum sínum á mánudag niðurstöðu milli- uppgjörs fyrir rekstur fyrstu sex mánuði þessa árs. Hreinn hagnaður af rekstri var rúmar 50 milljónir króna sem er mun betri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar 36,5 millj- óna hagnaður varð. Þessar fregnir höfðu reyndar takmörkuð áhrif á hlutabréfamarkaði á mánudag. Þá voru viðskipti með hlutabréf Hamp- iðjunnar um 290 þúsund krónur og gengi bréfanna hélst óbreytt eða 1,45. Um miðjan dag í gær höfðu engin viðskipti átt sér stað með hlutabréf- in. Milliuppgjörið á bæði við Hampiðj- una og dótturfyrirtæki hennar í Portúgal. Rekstrartekjur námu tæp- um 500 milljónum króna fyrstu sex mánuðina sem er 3% aukning frá þvi í fyrra. Áætlanir gerðu hins vegar ráð fyrir samdrætti á þessu ári þann- ig að forráðamenn og hluthafar Hampiðjunnar geta glaðst. Hagnaður af reglulegri starfsemi varð 56 milljónir króna á móti 38 milljónum í fyrra. Þess má geta að hreinn hagnaður allt árið í fyrra var rúmar 40 milljónir. Tekist hefur að lækka skuldir Hampiðjunnar um 240 milljónir frá því í júní 1993 og um 210 milljónir frá áramótum. Skuldirnar námu 789 milljónum í lok júní sl. Eftir fyrstu sex mánuðina í ár nem- ur hlutafé um 324 milljónum og ann- að eigið fé um 398 milljónum. Því nemur eigið fé alls um 723 milljónum. í bréfi sínu til hluthafa bendir Gunnar Svavarsson forstjóri á að afkoman geti enn batnað á síðari hluta ársins þar sem þegar hafl tek- ist að ná þeim markmiðum sem að var stefnt á þessu ári, þ.e. aö minnka afurðabirgðir verulega. Að auki eru söluhorfur góðar fyrir næstu mán- uði. Alverð helst stöðugt Álverð á erlendum mörkuðum hef- ur haldist frekar stöðugt að undan- förnu. Á meðan verðiö sveiíiast ekki meira til en 10-30 dollara tonnið halda álframleiðendur ró sinni. Birgðir halda áfram að minnka og með haustinu má vænta verðhækk- ana í kjölfar árstíðarbundinnar eftir- spumar. Ef marka má gámasölu í Englandi og skipasölu í Þýskalandi virðist verð fyrir íslenskan fisk erlendis á örlítilli uppleið. Þannig hækkaöi þorskverð í gámasölu um tæp 6% milli vikna úr 104 í 110 krónur kíló- ið. Alls seldust 362 tonn fyrir 45 millj- ónir króna í gámasölunni. Ottó N. Þorláksson RE seldi tæp 120 tonn í Bremerhaven fyrir um 14 milljónir króna. Sér í lagi fékkst gott verð fyrir grálúðuna og karfann. Hærra meðalverð hefur ekki fengist í Þýskalandi síðan um miðjan júní sl. Hlutabréf í Eimskip og Flugleiðum hækkuðu i verði milli vikna. Hækk- unin á Eimskipsbréfunum kom á mánudag þegar viðskipti með bréfin námu 6 milljónum og gengið fór í 4,39. í síðustu viku var höndlað með hlutabréf fyrir 11,5 milljónir króna, þar af fyrir 4,2 milljónir með bréf Skeljungs. Eins og kemur fram í grafi hér til hliðar hækkaði þingvísitala hlutabréfa jafnt og þétt. ,í''] v J- H u.-, 1 Útflutningsafurðir, gjaldmiðlar og verðbréf ESSSSBS Rilumvið- skiptasiðferði Viðskiptaifæðistofhun Háskól- ans og Framtíðarsýn lif. hafa gef- ið út fjórða ritið í smáritaröð sinni. Ritið nefnist Viðskiptasið- ferði og er eftir Þröst Sigurjóns- son viðskiptafræðing. Almennt séö er þessu riti ætlað að vekja sfjórnendur á íslandi til umhugsunar um viðskiptasið- ferði og mikilvægi þess við stjórn- un fyrirtækja. Kynning og um- fjöllun um viðskiptasiðareglur er meginviðfangsefni ritsins. Sér- staklega er fjaliað um þætti sem varða innleiöingu slíkra reglna og allmörg dæmi eru gefin. 7.5 milljarða krónafasteigna- viðskipti Fasteignamati rikisins bárust samtals 429 kaupsamningar yfir einbýlishús og raðhús á höfuð- borgarsvæðinu á síðasta ári að söluverðmæti um 4,7 milljarðar. í fasteignaskrá eru ríflega 14 þús- und slík hús á svæðinu. Sam- kvæmt þessu skiptu um 3% ein- býlis- og raðhúsa um eigendur á árinu 1993. Séu makaskiptasamningar teknir með voru kaupsamningar 620 talsins að söiuvirði um 7,5 milljarðar króna. Samkvæmt því skiptu 4,3% einbýlis- og raðhúsa á höfuðborgarsvæðinu um eig- endur. Kreditkort með neyðarþjónustu Kreditkort hf. hafa gengið frá samningi um neyöarþjónustu fyrir korthafa Maestro-debet- korthafa við GESA Assistance en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í slíkri þjónustu um allan heim. Samkvæmt samningnum mun GESA í neyðartilvikum, eftir beiðni Kreditkorta, láta í té reiðufé í hvaða landi sem er til allra korthafa íslenskra Maestro- og Cirrus-korta sem hafa glatað korti eöa því hefur verið stolið frá þeim. Reiðuféð í hverju tilviki er að hámarki um 500 dollarar, eða um 35 þúsund krónur. 9.5 milljarða viðskipti á Verð- bréfaþingi Alls urðu viöskipti á Veröbréfa- þingi íslands fyrir um 9,5 millj- arða króna í júlí sl. Þar af urðu viðskipti með hlutabréf aðeins fyrír 38 milljónir, eða um 0,4% af heildarviðskiptum. Þetta kem- ur fram í fréttatilkynningu frá Verðbréfaþingi. Frá áramótum hefur þingvísitala hlutabréía hækkað um tæp 8%. Ávöxtun skuldabréfa hækkaöi milh mánaða og var áætluð með- alávöxtun húsbréfa í júlí 5,24% og 4,98% á 3-5 ára spariskírtein- um. 2,3 prósent vevðbóiga ífréttatilkynningu frá Hagstof- unni má sjá að verðbólga á ís- landi er nokkuð undir meðaltali Evrópuríkja en svipuð og í Bandaríkjunum, eða 2,3%. Er þá miðaö viö hækkun neysluverðs- vísitölu frá júni 1993 til júní 1994. Til samanburðar má geta að eng- in veröbólga er í Kanada, 0,7% í Japan, 2,6% í Bretlandi en 10,9% í Grikklandi. Kauplagsneftid hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaöar miöað við verðlag í ágústbyrjun. Vísitalan reyndist vera 170,5 stig og hækkaði um 0,1% frá júlímán- uði. Visitala vöru og þjónustu hækkaði um sama hlutfall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.