Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Síða 8
10
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994
Fréttir
Anton Ingvarsson, stýrimaður á Hágangi H:
Þeir f óru með mig eins
og otíndan glæpamann
- aðbúnaðurinn í fangelsinu fyrir neðan allar hellur - mun kæra þessa meðferð
Anton Ingvarsson, stýrimaður á Hágangi II.: Tólf timar liðu frá púðurskotinu þar til Norðmenn létu til skarar
skríða. Simamynd NTB
„Það var farið með mig eins og
ótíndan glæpamann og ég trúi því
ekki að svona sé farið með grunaða
menn heima á íslandi. Aðbúnaður-
inn í fangelsinu var fyrir neðan
allar hellur. Það var ekkert í klef-
anum nema harður bekkur og ör-
þunn dýna. Fyrri nóttina bað ég
um teppi og mér var boðið upp á
drulluskítugt og rennandi blautt
teppi sem ég afþakkaði. Um miðja
nótt bað ég aftur um teppi þar sem
mér var kalt, ég fékk þá aftur þetta
sama teppi í sama ásigkomulagi.
Klefinn var gluggalaus og allur
grútskítugur," segir Anton Ing-
varsson, fyrsti stýrimaður á Há-
gangi H„ í samtali við DV rétt eftir
að honum var sleppt úr norsku
fangelsi, þar sem hann sat í ein-
angrun í tvo sólarhringa fyrir að
hafa hleypt af púðurskoti á miðun-
um við Svalbarða.
„Mér var haldið í varðhaldi í
meira en þrjá sólarhringa án þess
aö mér væri birt ákæra. Á íslandi
gildir 24 tíma regla um fangelsis-
vist án úrskurðar. Aðbúnaðurinn
í fangelsinu lagaðist ekki fyrr en
daginn eftir og þá fyrir þrýsting frá
fiölmiðlum og lögmanni mínum.
Það er mín skoðun að norsk stjórn-
völd hafi verið að nota lögregluna
hér til að leysa úr þessu klúðri sínu.
Þetta mál er einn allsherjar brand-
ari, ef það má orða það sem svo,“
segir Ánton.
Hleypt af haglabyssu
Atburðurinn sem varð upphaf
allrar vitleysunnar var þegar An-
ton hleypti af haglabyssu í návist
varðhöa af Senju sem voru á gúm-
bát að reyna að hindra veiðar Há-
gangs II. á fiskverndarsvæðinu við
Svalbarða. Fyrstu fréttir af atburð-
um bentu til að skotið hefði verið
að Norömönnum með það fyrir
augum að skaða þá. Hvað var það
sem raunverulega gerðist?
„Ég var á vinnsludekki að slægja
fisk þegar skipstjórinn kallaði nið-
ur og sagðist vera að hífa. Ég fór
upp á dekk til að fylgjast með, það
var þokumistur og ég sé að hrað-
bátur kemur á mikifii ferð. Ég náði
í spúlslönguna og ætlaði að flæma
þá í burtu með því aö sprauta á þá.
Það var ekki nægur kraftur á sjón-
um til að þessi áform gengju upp.
Á meðan á þessu stóð náðu þeir
að húkka á vírinn og þá kastaðist
til togblökk og var nærri komin í
höfuð háseta sem stóð þar. Það er
ljóst að þar vantaði htið upp á að
yrði slys. Þá fór ég upp og náði í
haglabyssu og púðurskot, hlóð
hana og beindi henni upp í loftið
og skaut. Þá var trolhð komið upp
en pokinn úti, þeir fiarlægðust þá
en tóku til við að reyna að krækja
í pokann sem flaut fyrir aftan. Ég
hlóð þá byssuna aftur og miðaði
henni skáhallt upp í loftið er ég
ákvað að skjóta aftur. Þeir fiar-
lægðust þá í einum grænum hvelli.
Þeir létu okkur svo í friði alla nótt-
ina eða næstu 12 tímana þegar svo
darraðardansinn byrjaði og þeir
heimtuðu að fá að koma um borð
og hófu í framhaldinu skothríð.
Ásömu slóðiraftur
Anton segist ákveðinn í að sækja
rétt sinn í þessu máh og ætlar ekki
að sætta sig við þessa meðferð.
„Ég er ákveðinn að sækja rétt
minn í þessu máU. Núna bíð ég
þess aö komast á sjó. Ég er hvergi
banginn við að fara aftur á sömu
slóðir og ætla að nota sömu aðferð-
ir og áður við að fæla fugla, bæði
stóra og smáa, frá skipinu,“ sagði
Anton Ingvarsson.
Úttekt á tekjum popptónlistarmanna:
Björk Guðmundsdóttir
tífaldar tekjur sínar
- gamlabrýniðBjöggiHalldórsíöðrusæti
Gríðarlegur tekjumunur er á tekj-
um popptónUstarmanna ef marka
má álagningarskrá skattyfirvalda
sem nú Uggur frammi. Langtekju-
hæst er Björk Guðmundsdóttir, fyrr-
um SykurmoU, sem var með 958 þús-
und krónur á mánuði í fyrra. Hefur
Björk þar með ríflega tífaldað tekjur
sínar frá árinu áður þegar hún var
með 82 þúsund krónur á mánuði.
Ekki hálfdrættingur á við hana er
Björgvin Halldórsson, sem þó er í
öðru sæti, með rétt rúmlega 400 þús-
und krónur á mánuði. Á hæla hans
kemur Andrea Gylfadóttir með 374
þúsund króna mánaðartekjur og
Tækkar Utið eitt frá fyrra ári.
Gunnar Þórðarson, sem var tekju-
hæstur poppara í fyrra með 561 þús-
und krónur, hrapar niður í 335 þús-
und og hafa tekjur hans því lækkað
um 40 prósent á milU ára.
Sveiflukóngurinn Geirmundur
Valtýsson, Megas og Friðrik Karls-
son eru allir með tekjur á bihnu 200
til 300 þúsimd. Athygli vekur að
þekktir popparar, sem átt hafa vel-
gengni aö fagna, viröast ekki græða
mikið á verkum sínum. Þannig virð-
ast mánaðartekjur Stefáns Hilmars-
sonar, Þorvaldar B. Þorvaldssonar,
Bubba Morthens og Gunnlaugs Bri-
em rétt losa 100 þúsund krónur. Þá
eru tekjur Eyþórs Arnalds í Tod-
mobile einungis 48 þúsund krónur á
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Garðars Briem hdl. vegna Sigurðar Valdimarssonarferfram nauð-
ungarsala á eftirfarandi lausafé að Skeifunni 4, Reykjavík, 18. ágúst 1994
kl. 11.00.
Seldir verða eftirtaldir munir: Útrúllingsvél, Rondo, snr. 2776. Bolluvél,
Fortuna. Bökunarofn, Rototherm, snr. 53279-730-101. Skurðarvél, Mono,
snr. 22839. Tvíbökunarskurðarvél, snr. 870914. Bökunarofn, Revent, snr.
8621046. Peningakassi, Omron. Kleinuhringjavél með steikingarpotti. Bök-
unarofn, Dahlen, snr. D-32E. Frystiklefi, Isobar. Hrærivél, Haas, snr. 5821.
Hrærivél, Björn, snr. 7084. Hrærivél, snr. 862587. Vog, Ishida. Taldir eign
íslandsbrauðs hf.
SÝSLUMADURINN i REYKJAVÍK
Vidskipfalífið
í hnotskurn
Tekjur poppara
- niánaóaxtekjur í þúsundum króna á árinu 1993
179 Vilhjálmur Guðjónsson
86 Páll Óskar Hjálmtýsson
1S8 Grétar Örvarsson
401 Björgvin Halldórsson
76 Sigtryggur Baldursson
87 Einar Örn Benediktsson
958 Björk Guðmundsdóttir
H5 Gunnlaugur Briem
l,
U4 Ásbjörn Morthens (Bubbi)
110 Þorvaldur B. Þor valdsson
155 Helgi Björnsson
l.
132 Stefán Hilmarsson
t
48 Eyþór Ar nalds
i'iSaist.
219 Magnús Þór Jónsson (Megas)
l
166 Sigríöur Beinteinsdöttir
263 Geirmundur Valtýsson
231 Friðrik Karlsson
I
374 Andrea Gylfadóttir
335 Gunnar Þóröarson
0 500
1000
QXS
mánuði samkvæmt útsvari. Einar
Örn Benediktsson, Sigtryggur Bald-
ursson og Páll Óskar Hjálmtýsson
eru með htlu hærri tekjur eða á bil-
inu 76 til 87 þúsund krónur á mánuði.
Úttekt þessi nær einungis til tekna
en ekki launa. Um er að ræða skatt-
skyldar tekjur í fyrra eins og þær
voru gefnar upp til skatts eða áætlað-
ar og útsvar reiknast af.