Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Side 10
12 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 Spumingiii Hvaða fisk finnst þér best að borða? Arnar Geirdal: Djúpsteiktan skötu- sel. Guðrún Magnúsdóttir: Soðinn lax. Ágúst Gunnarsson: Soðna ýsu. Halla Óskarsdóttir: Ýsu. Freyja Björk Kristinsdóttir: Soðna ýsu með kartöflum. Kristinn Ragnarsson: Ýsan er ágæt en ekki ný. Lesendur Misdýrar utan landsferðir Sigurður Gunnarsson skrifar: Enn er alltof dýrt fyrir okkur ís- lendinga að komast til og frá land- inu. Þaö er í raun algjörlega ofviða almennu launafólk að ferðast flug- leiðis til útlanda, verði maður að sæta því að kaupa flugfar á því sem kallast almennt verð. Ef menn vilja notfæra sér afsláttarkjör sem nefnd eru „pex“, „apex“, eða hvaö annað sem veitir afslátt frá venjulegu verði, eru uppi alvarlegar takmarkanir á ferðatíðni, dvalartíma eða þá að það er hreinlega ekki í boði vegna sæta- takmarkana. Hefur enda sætarými stórminnkað með tilkomu nýrra ís- lenskra farþegaflugvéla. Ekki batnar ástandið þegar farið er að rýna í utanlandsferöir til sólar- landa. Þar eru hin auglýstu afsláttar- kjör yfirleitt miðuð við að hjón með tvö börn ferðist saman en ef um er að ræða hjón hækkar verðið ískyggi- lega. Hér er auðvitað um stórkostlega mismunun að ræða, þar sem ekki geta allir útvegað sér börn til að not- færa sér sparnaðarform Flugleiða í sólarlandaferðum. Og enn versnar dæmið. Sé t.d. fylgst grannt með Flórídaferðum, sem nú fylla auglýsingadálkana, má gjarnan sjá auglýstar ferðir um Karíbahafið með t.d. vikusiglingu með farþegaskipi og síðan dvöl ein- hvers staðar á Flórída. Oftast eru þetta svo sem hálfsmánaðar ferðir og svipaö í boði þótt einhverjum dög- um muni milli ferðaskrifstofanna. Nýlega rakst ég á auglýsingar frá tveimur ferðaskrifstofum. Annars vegar var auglýst 14 daga ferð (sigl- ing og Flórídadvöl) á kr. 153.765 á mann í tvibýli miðað við stað- greiðslu. - Hins vegar bauðst 16 daga ferð (sigling og Flórídadvöl) á kr. Það er eins gott að fylgjast með auglýsingunum - samanburðurinn er að sönnu bestur hér sem annars staðar. 129.400 á mann í tvíbýli og þar boðn- ar Visa-raðgreiðslur. Þarna munar hvorki meira né minna en rúmum 24.000 kr. á mann og tveggja daga lengri ferð! Veröið í báðum tilvikum er náttúr- lega alltof hátt fyrir venjulegt launa- fólk hér á landi. í síðara tilvikinu eru þó boðnar raðgreiðslur. Það getur hjálpað einhverjum sem eru ekki búnir að fylla kvótann á korti sínu. - Að greiða annars vegar rúmlega 274 þúsund krónur fyrir hálfsmánað- ar ferð og hins vegar tæp 259 þúsund krónur fyrir ein hjón (liklega hátt á 400 þúsund þegar upp er staðið) er auðvitaðekki á færi annarra en þeirra sem nálgast milljón króna markið í mánaðarlaunum, eða þá hinna sem lifa fyrir daginn í dag og er skítsama um morgundaginn. Hundleiðinlegt íslandsmót B.P. skrifar: Mig langar til að beina þeim til- mælum til stjómar KSÍ, og annarra sem vilja knattspyrnunni vel, að þeir taki sig verulega á og reyni aö lyfta 1. deildar keppninni á lítið eitt hærra plan. Mótið er sundurslitiö og hundleið- inlegt. Það em alltof fáir leikir, mið- að við að liðin em farin að æfa í 10-12 mánuði á ári, en keppa aðeins 18 leiki á íslandsmóti á fjórum mánuðum. Sárafá lið eru í bikarkeppni og ekki hafa landsleikirnir skemmt skipu- lagið þetta sumariö. Heimsmeistarakeppnin kom vissu- lega inn í sumar en hún er nú bara á 4 ára fresti og á ekki að þurfa að riðla mótinu til muna. Síðan koma Evr- ópumeistaramótsleikir 3 riðla eftir að tímabili lýkur hér. KSÍ-menn gætu vel litið til þess sem gert hefur veriö í körfubolta og handbolta. Þar hafa orðið algjör stakkaskipti. Hvað er til ráða? - Jú, hægt er að fjölga liðum upp í 14 og áfram tvö- fóld umferð - hægt er að fækka þeim í 6-8 liða deild meö jjórfaldri umferö eða fyrirkomulagi með einhvers kon- ar úrslitakeppni. Til að ná betri árangri á alþjóða- sviði og gera knattspyrnuna betri og skemmtilegri og til að fá fleiri áhorf- endur þarf vissulega breytingar. Er EES-samningurinn meingalladur? Jafnaðarmaður skrifar: Furðulegt að verkalýðsfélögin skuli ekki hafa verið vakandi gagnvart rýmk- uðum rétti lífeyrisþega, segir bréfritari. Nú hefur komið í ljós að EES-við- skiptasamningurinn sem ísland er aðili aö er meingallaður á ýmsan hátt. Það hefur til dæmis verið bent á að fólk sem sækir vinnu á Norður- löndunum missir sjálfsögð umsamin réttindi. Athygli vekur aö hvorki Alþýðusamband íslands né Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sáu þessa vankanta og hlýtur það að teljast furðulegt. Annað í EES-samningnum mælir á móti því að unglingar vinni á sumrin en það hefur þótt sjálfsagt mál hér á landi. Ekki gerðu ASÍ eða BSRB neina athugasemd við þetta atriði. Þá kem ég enn að einu mikilvægu atriði. - Hér á landi geta menn hætt störfum við 67 ára aldursmarkið og fá þá ellilífeyri. í flestum öðrum lönd- um mega menn hætta störfum 60 ára eða 65 ára og fá þá tilskilin ellilauna- og lífeyrisréttindi. Það væri fróðlegt að heyra hvað ASÍ og BSRB hafa um það mál að segja því á það má líta sem mikilvægt kjaramál að sem flestir fái að njóta lífeyris síns!! Færri eiga kost á því að njóta lífeyr- is 67 ára og er furðulegt að ASÍ og BSRB skuli ekki hafa sett þetta mál á oddinn í kjarasamningum - að miða starfslokaaldur t.d. við 65 ár og menn geti þá hætt störfum kjósi þeir það. Einnig ef lífeyrisþegi, sem hefur borgað lífeyri í segjum 30 ár og feflur þá frá, geti ávísað á ættingja ef ein- hveijir eru. Það er og furðulegt að öll verka- lýðsfélög skufl vera sofandi gagnvart þessum málum. Vonandi sjá verka- lýðsleiðtogamir að sér og kreíjast leiöréttingar á þessu. Eða eins og vitur maöur sagði: Betra er seint en aldrei. DV Húsgögninekki heimfrítt! Sigfús skrifar: Eg þurfti nýlega að kaupa mér skrifborð og stól af betra taginu og eins manns rúm með gafli. Ég leitaöi fyrir mér með verð, gæði og aðra þjónustu, svo sem um það hvort ég þyrfti nú að flytja þetta sjálfúr. í ijórum húsgagnaversl- unum af fimm, sem ég kom í, varð ég að greiða sjálfur fyrir. f þeirri fimmtu var heimkeyrsla ókeypis og þar keypti ég líka mitt góss. - Það er reyndar furðulegt að heimsendingarþjónusta á hús- gögnum skuli ekki vera innifalin i verði. Stór heimilistæki er þó farið að senda heim ókeypis en svo hefur ekki alltaf veriö. Það er því kominn timi á húsgögnin aö þessu leyti. Fáirstyðja Hágangs- menn Björgvin hringdi: Það er nú varla hægt að segja að íslenskir sjómenn hafi erindi sem erfiði þarna norður í Smug- unni. Við töku Hágangs II. kemur svo enn tíl atriði sem ekki ein- faldar máliö, þ.e. aö skipið er ekki einu sínni skráö hér á landi. Það atriði veldur þvi svo að mun færri styðja þá Hágangsmenn heldur en vera myndi ef skipið væri skráð hér. - Allt er þetta Há- gangsmál því úr böndunum hvað íslenska lögsögu snertir og ætt- um við nú að vera búnh að læra okkar lexiu af öllum lögsögudeil- unum sem viö höfum staðið i gegnum tíöina. Lausa hundaáað skjóta Sigurbjörg hringdi: I frétt um lausa hunda á Álfta- nesi segh að þarna hafi m.a. ver- ið um að ræða scháferhund sem stökk með opið ginið að dreng og réðst að honum. Lítið annað er hægt að.gera en að kæra atvikiö. Þarna hefúr þó veriö um einhvers konar óhapp að ræða er hundarn- h sluppu óséðh frá hundahótel- inu. En hundar eru ávallt hættu- legir ókunnum. Það þýöir ekkert að sýna sjónvarpsmyndh frá þvi er hundar flaðra upp um böm sem hafa umgengist þá meira eöa minna. - Lausaganga hunda er bönnuð hér á höfuöborgarsvæé- inu og gangi hundar þar um laus- h á umsvifalaust að fara fram á að þeh veröi skotnir. Þarfeinhverþjón- ustuVeðurstofu? Óskar Guðmundsson hringdi: í framhaldi af skrifúm um slæ- lega frammistöðu Veðurstofunn- ar í spám sínum má einfaldlega spyrja sem svo: Þarf einhver þjónustu Veðurstofunnar? Mér skilst að spár, t.d. fyrir flug, komi á gegnum gervihnött til flug- tumsins hér, veðurkort fyrh skip á fjarlægari miðunum og fragt- skipin komi sömuleiðis frá gervi- hnetti eða faxi. Ég get ekki skilið að nokkur reiði sig i raun á spá Veöurstofunnar hér. Hvað er.þá eftir annað en að leggja hana niö- ur - og spara verulegar fjárhæð- ir? Hræddur um Jóhönnu Hihnar skrifar: í hugsanlegu sérframboði Jó- hönnu Sigurðardóttur er mönn- um tíðrætt um að fylgi hennar mælist railli 5 og 7% í nýlegmn skoðanakönnunum. En það er ekki allt sem sýnist. Ég treysti ekki á þetta fylgi þegar á hólminn er komiö. Menn hafa tilhneigingu til að veðja á þann sterka og Jó- hanna er alein i framboði enn sem komið er. Ég er því vemlega hræddur um Jóhönnu og framtíð hennar i stjórnmálum. - Eins og hún er þó skellegg og hefði getað þraukað enn um stund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.