Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994
33
Hér má sjá áhugasama Austramenn sem eru í sjálfboöavinnu við að
þökuleggja áhorfendasvæði, sem tekur um 800 manns í sæti, við nýja
grasvöllinn á Eskifirði. DV-mynd Emil Thorarensen, DV, Eskifirði.
Kristbjörn Albertsson, kennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Njarðvík og
varafulltrúi i hinu nýja sameinaða sveitarfélagi Keflavíkur, Njarðvikur
og Hafna, hélt nýlega upp á 50 ára afmæli sitt með glæsibrag í safnaðar-
heímili Njarðvíkur. Fjölmargir gestir samfögnuðu afmælisbarninu á þess-
um merku tímamótum í lifi hans. Á myndinni má sjá Kristbjörn (t.v.)
ásamt Ragnari Erni Péturssyni, veitingamanni í Keflavik og formanni
íþróttaráðs Keflavíkur. DV-mynd Ægir Már
Sviðsljós
Tombóla
Helga Irma og Llnda Björk héldu tom-
bólu til styrktar Rauða krossi íslands og
söfnuðu alls 2600 kr.
Kjalarnesprófastsdæmi
Ársfundur Kjalamesprófastsdæmis
verður haldinn 1. október n.k. í Hafnar-
borg í Hafnarfirði. í tengslum við fundinn
veröur efnt til listastefnu allra listgreina
undir yfirskriftinni „Stefnurmót listar og
trúar." Undirbúningshópur býður alla
áhugasama myndlistarmenn til samfé-
lagsborðs þar sem við munum sameigin-
lega brjóta brauö, neyta vínsog hugleiöa
viðfangsefnið Altarið. Áhugasamir
myndlistarmenn eru vinsamlega beðnir
um að tilkynna þátttöku sína á símsvara:
91-650128 eigi síðar en 16. ágúst nk.
Tapað fundið
Týndurköttur
Svartur köttur, með hvlta bletti á hálsi
og kviði, týndist frá Njörvasundi 17 sl.
sunnudagsmorgun. Kötturinn var með
gráa og rauða hálshól. Finnandi er vin-
samlega beðinn að hringja í s. 889124.
Tilkynningar
Útiskákmót
Útiskákmót Skákfélags Hafnarfjarðar
verður haldiö fóstudaginn 12. ágúst 1994,
kl. 15. Mótið mun fara fram á Thorsplani
við Strandgötu. Verði ekki hægt aö tefla
úti verður mótið flutt í húsnæði Skákfé-
lags Hafnarfjarðar að Brekkugötu 2,
Hafnarfirði.
Tombóla
Egill, Gunnar, Ásdís og Ámi héldu tom-
bólu og söfnuöu 3572 kr. til styrktar
Rauða krossinum.
Gengiðámillifjarða
í miðvikudagskvöldferð sinni stendur
Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferð
úr Grófinni suður í Skerjafórð og til baka.
Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20.
Gangan tekur um þijár klst. og allir eru
velkomnir.
Silfurlínan
Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta
fyrir eldri borgara alla virka daga kl.
16-18.
Þakkir:
Öllum þeim, sem heiðruðumigá sjötugs-
afmæli mínu hinn 29.júlí 1994 með heimsókn-
um, gjöfum, blómum og árnaðaróskum, eða
sýndu mér sóma á annan hátt, flyt ég minar
hjartanlegustu þakkir. Vinátta ykkar og vel-
vild snart hjarta mitt, gerðu mér afmælisdag-
inn ógleymanlegan ogfærðu mérmikla gleði.
Ingi R. Helgason
Fréttir
Piero Strozzi með Orra Vigfússyni og ítölskum félaga sínum á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal en í þessu holli
veiddist 26 punda laxinn. Piero er mikill íslandsvinur og hefur komið til veiða á íslandi í fjöldamörg ár.
DV-myndir VOO
„Þad vilja
allir hjálpa"
- segir Orri Vigfússon
Þeir voru á bökkum Laxár i Kjós
fyrr í sumar, saman á stöng, þeir
Ágúst Einarsson og Einar Oddur
Kristjánsson og veiddu ágætlega.
Páll Jónsson leigir Laxá í Kjós
næsta sumar. DV-mynd G. Bender
LaxáíKjós:
Páll Jónsson leigir ána næsta sumar
Töluverðar breytingar virðast
vera að verða á veiðimarkaðnum
þessa dagana og fleiri og fleiri veið-
iár settar í útboð. Fyrir skömmu
var Langá á Mýrum boöin til leigu
í heilu lagi en henni hefur verið
hingað til skipt í fjögur svæði og
hún leigð þannig fjórum aðilum.
En núna verður breyting bjóöi ein-
hver í ána.
„Það hafa þrír spurst fyrir en
ekkert tilboð er ennþá komið,“
sagði Jóhannes Guðmundsson á
Ánabrekku í gærkvöldi er við
spurðum frétta af leigumálum
Langár á Mýrum.
Heimildir okkar segja að Páli
Jónssyni, kenndum viö Pólaris,
veröi leigð Laxá í Kjós næsta sum-
ar. Páll leigöi ána í næstum 20 ár
og þekkir hana vel.
„Við ætlum að leigja Páli ána
næsta sumar, það er rétt, það hefur
verið gengið frá þeim málum,“
sagði Jón Gíslason á Hálsi í Kjós,
formaður veiðifélags Laxár í Kjós,
í gærkvöldi.
„Það eru að koma þakkarbréf í
hverri viku eða greinar í erlendum
blöðum, ekki bara veiðitímaritum
heldur allflestum blöðum heims-
ins,“ sagði Orri Vigfússon í gær-
kvöldi en laxakvótakaup hans
vekja meiri og meiri hrifningu um
allan heim.
„Ég var að fá ristjómargreinina
í Trout and Salmon og þeir þakka
mér fyrir góða veiðiferð sem þeir
fóru til Skotlands fyrir skömmu.
Þetta voru laxar frá 18,5 til 28,5
pund sem þeir veiddu og meðal-
þyngdin var frábær, 22 pund. Jack
Charlton, fyrrverandi þjálfari írska
landliðsins í heimsmeistarakeppn-
inni í knattspyrnu, ætlar að hjálpa
mér með kaup á reknetunum fyrir
ströndum Bretlands. Það eru allir
boðnir og búnir að hjálpa manni í
þessu máli. Það er hægt aö nefna
mörg nöfn eins og Karl Bretaprins.
Viö fórum í skemmtilegan veiðitúr
í Selá og veiddum 32 laxa, flestum
var löxunum sleppt aftur í ána. Á
þessari stundu hefur Laxá í Aðal-
dal gefið 875 laxa og hann er 26
pund sá stærsti," sagði Orri enn-
fremur.
Rupert Lea, fjármálasérfræðingur Barings, með 18 punda fisk ur Bjarnar-
hyl í Selá i Vopnafirði sem hann veiddi á flugu númer 14. Rupert er einn
af fyrstu stuðningsmönnum kvótanefndarinnar í Bretlandi. Veiðiholl hans
veiddi 32 laxa sem flestum var sleppt aftur í Selá. DV-mynd Orri