Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1994, Side 26
34
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994
Afmæli
Sæmundur Óskarsson
Sæmundur Óskarsson fram-
kvæmdastjóri, Ofanleiti3, Reykja-
vík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Sæmundur er fæddur á Akureyri
og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá
Verslunarskóla íslands 1942 og frá
verslunarskólanum Bar-Lock In-
stituded í Stokkhólmi 1947. Sæ-
mundur lauk prófi frá stýrimanna-
skólanum í Hámösand 1957 ogfrá
stýrimannaskólanum í Kalmar ári
síðar en báðir skólamir em í Sví-
þjóð.
Sæmundur vann við sölu-
mennsku hjá heildverslunum en
einnig við sjómennsku á sfidarskip-
um ogtogurum. í ársbyrjun 1953 fór
hann til Svíþjóðar og þaðan í lang-
sighngar um heimshöfin á skipum
frá Svíþjóð, Noregi og Panama. Sæ-
mundur var stýrimaður hjá
Broström-samsteypunni og síðar
hjá útgerðarfélaginu sænska, Lloyd.
Hann kom heim til íslands 1961 og
ári síðar stofnaði Sæmundur heild-
verslunina S. Óskarsson & Co. Hann
rak fyrirtækið til 1981 en þá seldi
Sæmundur heildverslunina. Hann
stofnaði síðan heildverslunina Esju
sf. sem fjölskylda hans rekur nú.
Sæmundur hefur starfað mikið
fyrir KA, Knattspymufélag Akur-
eyrar. Hann er einn stofnenda KA-
klúbbsins í Reykjavík, 1978, og hefur
verið formaður hans frá upphafi.
Fjölskylda
Sæmundur kvæntist 11.9.1957
Ingu Óskarsdóttur (f. Sommer), f.
10.6.1937 í Þýskalandi, skrifstofu-
stjóra. Foreldrar hennar: Rudolf og
Herta Sommer, þau em bæði látin.
Fyrri kona Sæmundar var Eivor (f.
Holm) frá Falun í Svíþjóð, þau
skildu 1951.
Böm Sæmundar og Ingu: Helga,
f. 26.3.1965, starfsmaður Esju sf.,
maki Guðni Ingi Johnsen, tækni-
stjóri á Stöð 2, þau eiga tvo syni,
Sæmund Inga og Þórð Inga; Óskar,
f. 4.2.1970, starfsmaður Esju sf.,
maki Torfhildur Sigurðardóttir.
Dóttir Sæmundar og Eivor: Guðrún
Kristína, f. 9.9.1950, maki Martin
Planefiord, sem á og rekur hrein-
gemingarfyrirtæki í Ákesberga í
Svíþjóð, dætur þeirra em Marie
Helene og Irene Helene.
Systkini Sæmundar: Magnús, f.
10.6.1930, fyrrv. borgarlögmaður,
maki Ólína Ragnheiður Jónsdóttir,
þau eiga fiögur böm; Guðfinna, f.
15.6.1928, húsmóðir í Reykjavík,
maki Þorsteinn Pálmason, látinn,
jámsmíðameistari, þau eignuðust
fimmböm.
Foreldrar Sæmundar: Óskar Sæ-
mundsson, f. 29.12.1887 í Bolungar-
vík, d. 26.8.1970, kaupmaður og
Guðrún Magnúsdóttir, f. 13.4.1900 á
Kjörvogi í Ámeshreppi í Stranda-
sýslu, d. 2.1.1947.
Ætt
Óskar var sonur Sæmundar, sjó-
manns í Bolungarvík, Benedikts-
sonar, b. á Finnbogastöðum í Ámes-
hreppi, bróður Guðmundar, langafa
Huldu Jensdóttiu-, forstöðukonu
Fæðingarheimfiis Reykjavíkur-
borgar. Benedikt var sonur Sæ-
mundar, b. á Gautshamri á Sel-
strönd, Bjömssonar, prests í Trölla-
tungu, Hjálmarssonar, langafa
Margrétar, langömmu Sighvats
Björgvinssonar ráðherra. Móðir
Óskars var Sigríður Ólafsdóttir, b.
á Minnahrauni í Bolungarvík, Guð-
mundssonar, b. á Minnibakka,
Helgasonar. Móðir Sigríðar var Sæ-
unn Sigurðardóttir, b. í Hagakoti,
bróður Hafliða, langafa Þorsteins,
afa Þorsteins Pálssonar ráðherra.
Guðrún var dóttir Magnúsar, b. á
Kjörvogi, Guðmimdssonar, b. á
Finnbogastöðum, Magnússonar, b.
á Finnbogastöðum, Guðmundsson-
ar, b. á Finnbogastöðum, Bjama-
sonar, forfoður Finnbogastaðaætt-
arinnar. Móðir Guðmundar Magn-
ússonar var Guðrún Jónsdóttir, b. á
Látmm á Látraströnd, Ketilssonar
og konu hans, Karítasar Pétursdótt-
ur, systur Jóns, prófasts á Stein-
nesi, langafa Sveins Bjömssonar
forseta. Jón á Steinnesi var langafi
Jóns Þorlákssonar forsætisráð-
herra og Þómnnar, móður Jóhanns
Hafsteins forsætisráðherra. Móðir
Guðrúnar var Guðrún, systir Jóns,
Sæmundur Óskarsson.
afa Hannibals Valdimarssonar, foð-
ur Jóns Baldvins ráðherra. Guðrún
var dóttir Jóns, b. í Stóru-Ávík í
Víkursveit, Péturssonar, b. á Dröng-
um, Magnússonar. Móðir Jóns var
HaÚfríður Jónsdóttir, b. á Melum,
Guðmundssonar.
Sæmundur og Inga taka á móti
gestum á afmælisdaginn í Víkinga-
sal Hótel Loftleiða frá kl. 17-19.
Svanhvít Egilsdóttir
Svanhvít Egilsdóttir, fyrrv. pró-
fessor við tónlistarháskólaim í Vín,
Hrauntungu 10, Hafnarfirði, er átt-
ræðídag.
Starfsferill
Svanhvít er fædd í Hafnarfirði og
ólst þar upp. Hún er gagnfræðingur
frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði.
Svanhvít innritaöist í Tónlistar-
skóla Reykjavíkur 1930 og útskrif-
aðist þaðan 1934 en hún stundaði
þar nám í píanóleik hjá dr. Franz
Mixa og dr. Páh ísólfssyni. Svan-
hvít, sem stundaði söngnám í
Leipzig 1935 og í Hamborg 1938, er
með diplom frá tónlistarháskólan-
um í Graz í Austurríki 1945. Hún
var í söngnámi hjá Sigurði Demetz
Franzsyni á Ítalíu 1954 og síðar hjá
dr. Reichert í Salzburg og útskrif-
aðist frá Mozart-skólanum þar.
Svanhvít var prófessor við tón-
listarháskólann í Vín 1961-84 og
hefur síðan haldið námskeið í
Finnlandi, Japan og á íslandi og
kennt í einkatímum. Svanhvít, sem
var búsett erlendis í 40 ár meira
og minna og þá aðallega í Austur-
ríki, er einn af stofnendum Ein-
Páll Þórðarson
Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri
Læknafélags íslands, Strýtuseli20,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Páll er fæddur á Borgarfirði eystra
og ólst þar upp. Hann er stúdent frá
MA1964, stundaði nám í viðskipta-
fræði við HÍ1964-65 og lauk kandi-
datsprófi í lögfræði 1971. Páll var
við nám við norræna hetisuvemd-
arháskólann í Gautaborg nóvemb-
er-desemberl980.
Páll hóf störf þjá Reykjavíkurborg
1971 og var skrifstofustjóri Félags-
málastofnunar borgarinnar frá 1.
september til 1. mars 1972 er hann
var ráðinn framkvæmdastjóri
læknasamtakanna. Páll hefur jafn-
framt rekið eigin bókhalds- og fram-
talsþjónustu frá 1974.
PáÚ var varaformaður Orators og
ritstjóri Úlfljóts 1968-69, í stjóm
stúdentafélags HÍ1969-70 og hefur
setið í sfióm Félags um hetibrigðis-
löggjöffrá stofnunþess 1991.
Fjölskylda
Páll kvæntist 11.2.1967 Þorbjörgu
Einarsdóttur, f. 17.11945, húsmóður.
Foreldrar hennar: Einar Sigfússon,
fyrrv. bóndi í Miðgarði í Stafholts-
tungum, og Kristín Þ. Ottesen, for-
stöðukona Mæðraheimfiis Reykja-
víkurborgar.
Dætur Páls og Þorbjargar: Sigrún,
f. 25.8.1967, rekstrarfræðingur, hún
á einn son, Skúla Halldórsson;
Kristín, f. 9.7.1971, háskólanemi;
Ama, f. 20.2.1975, nemi.
Systkini Páls: Sigurlaug, f. 28.10.
1945, gjaldkeri hjá DV; Bima, f. 26.2.
1949, stjómmálafræðingur og blaða-
maður; Jón, f. 21.4.1954, sjávarút-
vegsfræðingur og forstöðumaður
sjávarútvegsdeildar Háskólans á
söngvarafélagsins á íslandi 1954.
Fjölskylda
Svanhvít giftist 20.12.1934 fyrri
manni sínum, Óskari Guðnasyni
prentara, þau skildu. Svanhvít gift-
ist 28.7.1945 seinni manni sínum,
Jan Moravek tónlistarmanni, þau
skildu.
Systkini Svanhvítar: Jensína, f.
21.9.1905, látin; Sigríður, f. 2.11.
1906, látin; Guðmundur, f. 25.10.
1908, látinn; Einar, f. 18.3.1910;
Gunnþórunn, f. 10.6.1911; Nanna,
f. 10.8.1914, látin; Gísh Jón, f. 31.3.
1921, látinn; Ingólfur, f. 4.12.1923,
látinn. Fóstursystkini Svanhvítar:
Gísh Sigurgeirsson, látinn; Margr-
ét Sigurgeirsdóttir, látin; Hahdór
Sigurgeirsson.
Foreldrar Svanhvítar: Egill Guð-
mundsson frá Hehu, f. 2.11.1881,
Svanhvit Egilsdóttir.
d. 29.9.1963, sjómaður og Þórunn
Einarsdóttir, f. 16.12.1883, d. 28.5.
1947, húsmóðir, þau bjuggu í Hafn-
arfirði. Fósturforeldrar Svanhvít-
ar: Sigurgeir Gíslason, f. 9.11.1869,
d. 1952, verkstjóri í Hafnarfirði, og
Marín Jónsdóttir, f. 2.5.1865, d.
1953.
Svanhvít tekur á móti gestum á
heimili sínu fimmtudaginn 11. ág-
ústeftirkl. 19,30.
Páll Þórðarson.
Akureyri.
Foreldrar Páls: Þórður Jónsson,
f. 23.1.1918, skrifstofumaður og
verkstjóri á Borgarfirði eystra en
nú staifsmaður Ögurvíkur hf„ og
Sigrún Pálsdóttir, f. 15.41917, fýrrv.
skólastjóri Bamaskólans á Borgar-
firðieystra.
Páh og Þorbjörg taka á móti gest-
um á afmæhsdaginn í Gömlu rúg-
brauðsgerðinni, Borgartúni 6, frá
kl. 17-19.
Brynjar Þormóðsson
Amþór Brynjar Þormóðsson,
verkamaður og sjómaöur, Sólvaha-
götu 64, Reykjavík, er.fimmtugur í
dag.
Fjölskylda
Bryifi ar er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann var til sjós
1962-84 og leysti af á togurum frá
Reykjavík og var auk þess á milli-
landaskipum og fiskibátmn. Hann
var vaktmaður hjá Sjálfsbjörg en
hefur haft umsjón með vélum á
Landspítalanum frá 1990.
Bryiy ar kvæntist 1966 fyrri konu
sinni, Jónu Ingibjörgu Benedikts-
dóttur, f. 29.12.1943. Þau skildu 1972,
Jóna Ingibjörg, sem er frá Minni-
Brekku í Fljótum er nú búsett í Vest-
mannaeyjum og gift Braga Svan-
bergssyni sjómanni. Þau eiga tvö
böm. Foreldrar hennar: Benedikt
Ingvar Stefánsson, b. í Minni-
Brekku, og Kristín Pálsdóttir, látin.
Brynjar kvæntist 1978 seinni konu
sinni, Huldu Markúsdóttur, f. 24.2.
1930, d. 1987, frá Borgareyrum í V-
Eyjafiahahreppi. Fyrri maður
hennar var Ami Pétursson. Þau
eignuðust þijá drengi. Foreldrar
hennar: Markús Jónsson söðla-
smiður og Sigríður Magnúsdóttir.
Dóttir Brynjars og Jónu Ingibjarg-
ar: Kristín Inga, f. 16.4.1968, hús-
móðir í Hafnarfirði, maki Guð-
mundur Rúnar Sveinsson rafvirki.
Þau eiga þrjú böm, Brynju Björgu,
Kristínu Unni og Svein Braga.
Brynjar átti sex systkini en tvö em
látin.
Arnþór Brynjar Þormóðsson.
Foreldrar Brynjars: Þormóður
Ottó Jónsson, f. 1.10.1917, d. 1965,
frá Skuld á Blönduósi, og Emiha
Benediktsdóttir, f. 19.7.1908, d. 5.7.
1993, frá Bervík á Snæfellsnesi.
Brynjar er að heiman.
Til hamingju með afmælið 10. ágúst
85 ára
50 ára
SteinunnHall,
Vesturgötu 52, Reykjavík.
Sjöfn Sigurðardóttir,
Hagamel 30, Reykjavík.
80 ára
Ólöf Gunnsteinsdóttir,
Nesi, Selfiamamesi.
75 ára
Halldór Jónsson,
Mannskaðahóh, Hofsósi.
Arngrímur Gíslason,
Bogaslóð 6, Höfn í Hornafiröi.
70ára
Aðalsteiun Sigurs teinsson,
Sólhaga, Vatnsleysustrandarhr.
Hanna Sigurrós Hansdóttir,
Háengi4,SeIfossi.
Ágúst Bjarnason,
Vogatungu 61, Kópavogi.
Sigríður Matthiasdóttir,
Hlíðarlundi 2, Akureyri.
Rut Margrét Friðriksdóttir,
Réttarholti 3, Selfossi.
Jón Ragnar Björgvinsson,
Hrauntungu 101,Kópavogi.
Unnur G ísladó ttir,
Huldubraut 27, Kópavogi.
Margrét Kaldalóns verslunar-
stjóri, Bauganesi 29, Reykjavík.
Eiginmaður hennar er Sigvaldi
Snær Kaldalóns kennari.
Nanna Jónsdóttir,
Hlégerði 29, KópavogL
Júlíus Þorbergsson,
Heiöarási3, Reykjavik.
Elsa Ingvarsdóttir,
Hjarðarholti 3, Akranesi.
HaukurHallsson,
Æsufehi4, Reykjavík.
40ára_______________________
Susanne Marie Ólafsson,
Markholti 6, Mosfehsbæ.
Maria Jónsdóttir,
Löngumýri 26, Garðabæ.
Karl Antonsson,
Smáratúni35, Keflavik.
Rannveig Haraldsdóttir,
Aðalstræti 39, Patreksfirði.
Baldvina G. Valdimarsdóttir,
Stórholti 6, Akureyri.
Hafliði Eliasson,
Holtastig 15, Bolungarvík.
Herdís Snorradóttir,
Miðvangi 10, Hafnarfiröi.
Ragna Finnsdóttir,
Norðurgötu 50, Akureyri.
Helga G. Hjörleifsdóttir,
Öldugranda 1, Reykjavík.
Ingigerður S. Höskuldsdóttir,
Furugrund 1, Akranesi.
Sævar Pálsson,
Svarthömrum 48, Reykjavík.