Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Page 6
6
FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994
Neytendur
i>v
- hversu oft er hins vegar mat hvers og eins
Það getur komið sér afar illa að eiga hvergi afrit af tölvugögnum eins og
dæmin sanna. Að máti Friðriks tölvufræðings er regla númer eitt, tvö og
þrjú að taka afrit.
„Frumreglan er sú að taka afrit en
það er það sem fólk klikkar almennt
á. Flestir líta svo á að þeir séu ekki
með neitt merkilegt í tölvunum sín-
um og því þurfi þeir ekki að taka
afrit,“ sagði Friðrik Skúlason tölvu-
fræðingur í samtali við DV er hann
var spuröur hvernig fólk ætti að bera
sig að við að geyma tölvugögn.
„Ég er t.d. sjáifur með tölvu heima
sem í eru eingöngu tölvuspil. Ég tek
aldrei afrit af henni en ef eitthvað
kæmi fyrir harða diskinn tæki mig
óratíma að finna allar disketturnar
og setja allt inn aftur. Þaö mundi
vera miklu þægilegra ef ég ætti afrit.
Hversu oft afrit er tekið verður hins
vegar að ráðast af því hvaða gögn
menn eru með, þ.e.a.s. hversu mikils
menn meta tímann sem færi í það
að setja það inn aftur sem hugsan-
lega gæti tapast," sagði Friðrik.
Aðspurður sagði hann að það færi
alveg eftir því hvernig menn taka
afrit hversu tímafrekt það væri.
„Sumir taka bara afrit af því sem
Notaðir VOLVO bílar með sex mán. ábyrgð.
Allt að 36 mán. greiðslukjör!
þeir eru að vinna með þá stundina
og þá kemst það fyrir á lítilli diskettu
og tekur u.þ.b. eina mínútu. Ef menn
eru hins vegar að taka viðameiri af-
rit tekur það lengri tima og þá getur
borgað sig aö taka afrit á segulband.
Þetta er allt frá því að menn taki af-
rit einu sinni á dag upp í það að taka
afrit tvisvar til þrisvar á ári. Þeir
hörðustu eru e.t.v. með sjö segulbönd
merkt vikudögunum og taka svokall-
að uppfærsluafrit daglega. Einu sinni
í mánuði taka þeir heildarafrit af öllu
saman og geyma í eitt ár,“ sagði Frið-
rik.
Best að eiga tvö afrit
Hann sagði það vera til í dæminu
að eitthvað kæmi fyrir á meðan ver-
ið er að taka afrit og því væri gott
að eiga alltaf eitt eldra afrit. „Það
borgar sig reyndar að eiga alltaf tvö
afrit, eitt sem er geymt rétt hjá tölv-
unni til að bjarga sér ef á þarf að
halda og annað sem er geymt í öðru
húsi. Menn þurfa oftast á afriti að
halda þegar þeir óvart eyöa ein-
hverju sem ekki átti að eyða og þá
er ómögulegt að þurfa e.t.v. að fara
í hinn enda bæjarins til að ná í það.
Það leiðir bara til þess að menn taka
ekki afrit,“ sagði Friðrik.
Hann sagði að til væri hugbúnaður
til að einfalda afritun en menn gætu
líka tekið afrit á diskettu af því sem
mestu máli skipti. „Það er ekki nauð-
synlegt að taka alltaf afrit af öllu sem
er inni í tölvunni. DOS og Windows
taka t.d. mikið pláss en það er engin
ástæða til að taka afrit af hugbúnaði
sem maður hefur keypt og á til.“
Hvemig er best ad geyma tölvugögnin?
Skiptir
mestu máli
að taka afrit
Lokaður skápur besta
geymslan
„Það skiptir miklu máli að afritin
séu ekki geymd á sama stað og tölv-
an. Ef eitthvað kemur fyrir, t.d.
kviknar í, kemur afritið að litlum
notum. Best er að geyma þaö í öðru
húsi, í það minnsta í öðru herbergi,
eða taka jafnvel bankahólf á leigu.“
Aðspurður sagði hann disklinga og
segulbönd ekki þola snöggar hita-
breytingar, frost, ryk, mikinn loft-
raka né beina sól. „Ég mæli með því
að menn geymi þetta bara í venjuleg-
um, lokuðum skáp,“ sagði Friðrik.
Opið laugardag. kl. 10-17
Opið sunnudag kl. 13-16
FAXAFENI 8 • SÍMI 91- 685870
Volvo 240 GL ’88
ek. 82.000 km, sjálfsk., beige met., m.
útv. segulb. Verð 870.000 kr. Ný Nokia
vetrardekk í kaupbæti.
Volvo 240 GLI ’91
ek. 65.000 km, sjálfsk., beige met., m.
útv. segulb., saml., læst drif. Verð kr.
1.250.000. Ný Nokia vetrard. fylgja.
Volvo 740 GLE station ’87
ek. 97.000 km, sjálfsk., blár met., m.
útv. segulb., saml. Verð kr. 1.190.000.
Ný Nokia vetrardekk í kaupbæti.
Volvo 740 GL ’87
ek. 100.000 km, 5 gíra, Ijósgrænn met.,
m. útv. segulb., saml., læst drif. Verð kr.
880.000. Ný Nokia vetrard. í kaupbæti.
Volvo 240 GL ’87
ek. 64.000 km, 5 gíra, grár met., m. útv.
segulb. Verð kr. 750.000. Ný Nokia vetr-
ardekk í kaupbæti.
Volvo 740 GL ’87
ek. 89.000 km, sjálfsk., Ijósgrænn met.,
m. útv. segulb., saml. Verð kr. 950.000.
Ný Nokia vetrardekk í kaupbæti.
ísl. tómatar
46%
mismunur
198
Hæsta Næst Lægsta
verð lægsta
Verslanir í könnuninni:
Hagkaup (259), Bónus (189),
Fjaröarkaup (199),
Garöakaup (229),
Kjöt & fiskur (299),
10-11 (198), Nóatún (349)
—...... =JaT*l=
Barkifyrir
snúrusúpu
Hver kannast ekki við flæktar
rafmagnssnúrur í hrúgu fyrir aft-
an græjurnar eða sjónvarpið. Nú
hefur Umboðs- og heildverslunin
Esja fundið svar við þessu og
hafið innflutning á sérstökum
börkum sem ætlaðir eru til að
hylja snyrtilega þessar garna-
ílækjur á gólfinu.
Eftir barkanum endilöngum er
rauf svo hægt sé að stinga snúr-
unum inn í hann og safna þeim
þannig saman í einn barka. Þetta
lítur mun betur út á eftir, auk
þess sem það er öruggara þegar
böm eru annars vegar. Barkarnir
fást m.a. í Byko og er útsöluverð
þar 950 kr.
Hvemig
meðhöndla
á sveppi
Frystir: Þeir sem tína sveppi eru
oft í vandræðum með hvemig
þeir eiga að meðhöndla þá til
geymslu og hafa margir farið þá
leiðina að steikja þá upp úr smjöri
og frysta svo. Að sögn dr. Guðríð-
ar Gyðu Eyjólfsdóttur sveppa-
fræðings er hætt við aö smjörið
þráni viö slíka geymslu og eyði-
leggi hið eiginlega bragð svepp-
anna.
„Best er að snöggsjóða þá í ör-
litlu vatni. Notið botnviðan pott
og hrúgið í hann niðursneiddum
sveppum þar til þeir þekja botn-
inn. Hellið u.þ.b. 1 desílítra af
vatni út í, saltið örhtið og sjóðið
í 4-5 mínútur," sagði Guðríður
Gyða. Hún sagði að í fyrstu tækju
sveppirnir allt vatnið upp í sig en
þegar liði á suðuna færu þeir að
skila því aftur og yrðu þá mjúkir
og fínir. Þeir eru síðan látnir
kólna og frystir í hæfilegum
skömmtum.
Þurrkaðir: Ef þið viljið hins
vegar þurrka sveppi er best að
setja þá á grind í ofn þar sem
heitt loft leikur um þá. Galhnn
við blástursofn í þessu tilviki er
sá að sveppirnir vilja hitna um
of. Ef ofninn er notaður verður
að passa það mjög vel. Sveppir
geymast yfirhöfuð mjög iha og
því er nauðsynlegt að meðhöndla
þá sem fyrst eftir aö þeir eru tind-
ir. „Ef ekkert er að gert halda
maðkarnir í þeim áfram að vaxa
og dafna og éta sveppinn aö inn-
an. Svo labba þeir í burtu með
sveppinn í maganum," sagði
Guðríður Gyða.
Ódýrar
skólatöskur
í tilefni unhjöhunar okkar um
tilboð á ritfóngum fyrr í vikunni
fréttum við af ódýrum skólatösk-
um í Bókaversluninni Kiljunni.
Þar fást t.d. Wiz skólatöskur á
1.995 kr. og bakpokaskólatöskur
á 2.395 kr. en þetta verð eru tölu-
vert undir venjulegu útsöluverði.