Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 13 Fréttir Veiðimennirnir Gunnar (t.v.) og Þórður með nokkra yrðlinga sem þeir hafa alið í sumar. Litli drengurinn á myndinni heitir Kári Þórðarson. DV-mynd Öm Mikið unnið af tóf u Öm Þórarinsson, DV, Fljótum: Með mesta móti hefur verið unnið af tófu í Austur-Fljótum í vor og sum- ar eða alls 31 dýr. Gunnar Stein- grímsson og Þórður Ragnarsson hafa stundað veiðarnar undanfarin ár. Þeir unnu flögur greni að þessu sinni og tókst að ná öllum dýrum á þeim en áður höfðu þeir unnið nokkur hlaupadýr. Að þessu sinni fundust tvö ný greni og það sem óvenjulegt þykir er að tveir refir, annar ársgam- all en hinn eldri voru saman í greni ásamt einni læðu og tveimur yrðling- um. Lágfóta þykir ávallt vágestur ekki síst í varplöndum sem mikið er af í Fljótum og því er lögð talsverð áhersla á að vinna það sem mögulega næst í. Að þessu sinni reyndist a.m.k. ein tófan sem náðist vera dýrbítur en ekki er talið að hún hafi náð að drepa nema eitt lamb áður en hún náðist. Ekki hafa öll dýrin sem þeir félagar náðu verið aflífuð enn, þannig eiga þeir nokkra yrðhnga í heimatilbúnu greni og eru þeri orðnir gæfir hkt og hvolpar. Hafa þeir htlu vakið mikla athygli þéttbýhsbúa sem komið hafa að Skeiðsfossvirkjun 1 sumar. Eng- inn hefur þó enn gefið sig fram sem vill eiga þá th frambúðar. Rækjuvinnslan Dögun: Afkastagetan aukin til muna þetta heldur svona áfram,“ segir Ómar Þór Gunnarsson fram- kvæmdastjóri. Skýringin á aukinni afkastagetu Dögunar er sú að í byrjun árs var skipt um lausfrysti í verksmiðjunni, en þá var fjarlægður afkastahtih lausfrystir sem ætíð hefur hamlað afkastagetunni og settur í hans stað frystir sem afkastar mun meira magni. Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Rækjuvinnslan Dögun hefur aukið afkastagetu sína til muna á þessu ári. Þegar hafa verið unnin 1300 tonn í verksmiðjunni á þessu ári og er það um fjórðungi meira magn en allt árið í fyrra. Rækjuveiðarnar glæddust að nýju í síðustu viku eftir að hafa dott- ið niður um mitt sumar. „Þetta eru sveiflur í þessu og aldrei að vita hvort NLFI: Góðir gestir í heimsókn Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Það er líf og fjör hér á Heilsustofn- un NLFÍ í Hveragerði og ekki láta allir hehsuleysið aftra sér frá því að njóta hsta og menningar. Þannig var samkomusalurinn hér fuhur af fólki fyrir skömmu þegar góðir gestir komu í heimsókn. Þetta voru Mar- grét Bóasdóttir sópran, Beate Ec- htler-Kaher messósópran og Stephan Kaher píanóleikari. Þau fluttu magn- aða tónlistardagskrá og hlutu verð- skuldað lof fyrir. Gestirnir fluttu sönglög eftir íslenska og erlenda höf- unda. Þremenningarnir hafa starfað saman síðan árið 1989 og haldið tón- leika víða um Þýskaland. Þau hittast yfirleitt árlega og í október nk. eru fyrirhugaðir sex tónleikar í Munchen og Heidelberg. Þetta er í þriðja sinn sem þau leika saman og syngja á íslandi. Kaupfélag Árnesinga: Þorsteinn Pálsson nýr kaupf élagsstjóri Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Örtölvutækni og áður í Hag- kaupi, hefur verið ráðinn kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Þorsteinn var ráðinn úr hópi 30 umsækjenda og tekur við starfinu um næstu mánaðamót. Þorsteinn tekur við af Sigurði Kristjánssyni sem sagði starfi kaup- félagsstjóra lausu fyrr í sumar vegna ágreinings við stjórn kaupfélagsins. Afsögn sóknamefndar: Niðurstaðan þyngri en orð fá lýst „Ég harma þetta mjög og vonaði í lengstu lög að til þessa kæmi ekki. En ég get jafn lítið við þessu gert og ég hef htið vald th að skipa embætt- um þjóðkirkjunnar. Niðurstaðan er mér þyngri en orð fá lýst. Þetta mál hefur hvílt sárt og mikið á mér og mér þykir þetta hryggilegt aht sam- an. Eg sé eftir þessu fólki,“ sagði Ólafur Skúlason biskup við DV um þá niðurstöðu meirihluta sóknar- nefndar Seltjarnarnessóknar að segja af sér vegna endurkomu sr. Solveigar Láru'Guðmundsdóttur í sóknina. - segir biskup íslands í yfirlýsingu meirihlutans, sem DV birti úr í gær, er biskup gagnrýndur fyrir að hafa tekið lögfræði æðri sið- og trúfræði. Biskup sagði málið það einfalt að prestar væru opinberir starfsmenn og hann gæti ekki rekið eða skipað þá, aðeins veitt þeim áminningu og það hefði hann gert við Solveigu og sent hana í leyfi. „En ég er líka embættismaður og verð að fara að lögum landsins, ekki bara lögum Guðs. Sá tími er löngu hðinn að þegar landslög og Guðs lög greindi á skyldu Guðs lögin ríkja,“ sagði Ólafur. Ekki lá ljóst fyrir í gær hvað gert yrði eftir afsögn meirihlutans. Aðal- safnaðarfundur fer fram í janúar nk. og óvíst er hvort boða þurfl til auka- aðalfundar eða hvort minnihluti nefndarinnar, sex manns að tölu, sitji fram að aðalfundi. Biskup hefur fengið lögfróða menn í málið sem á sér ekki fordæmi á síðari tímum, þ.e. afsögn meirihluta sóknarnefndar. Solveig Lára vhdi ekki tjá sig um afsögn meirihlutans þegar DV hafði samband við hana en hún hóf störf að nýju í sókninni í gær. f verslunum BYKO og Byggt og búið bjóðast stór og smá heimilistæki á hagstæðu verði. ÞVOTTAVÉL AV 637 TX Tekur 5 kg. 16 þvottakerfi Stiglaus hitastillir Tromla og belgur úr ryöfríu stáli. KR. 47.300,- KÆLISKÁPUR RF 270 B Kælir: 190 Iftrar Frystír,- 80 Iftrar Hæö: 149 cm Breidd: 55 cm Dýpt: 60 cm KR. 58.800,- tKBIÞfcfcWttMÍP kæliskApur DF 230 S Kælir: 185 lítrar Frystir: 45 lítrar Hæö: 139 cm Breidd: 55 cm Dýpt: 59 cm KR. 46.600,- L Skiptiborö 41000, 641919 áWCTIffl ÞURRKARI S 54 K Tekur 4,5 kg af þvotti. Tvö hitastig: ^O C fyrir viðkvæman ivott. >0 C fyrir venju- legan þvott Tromla úr ryöfríu stáli. Tromla snýst í báöar áttir. Hólf og gótf, afgreiðsla 641919 tTTHTHM.llU.IHIi.mi.aiHmitff.ift msma Almenn afgreiðsla 54411, 52870 i ARISTON Falleg, sterk og vönduð ítölsk heimilistæki KR. 39.500,- CBEOaBSþ Almenn afgreiösla 629400 o MS2 tif.iiininhiuj Almenn afgreiösla 689400, 689403 nm Grænt númer 996410 Sérhæft skrifstofutækninám Tölvunám 82 klst. Tölvur í fyrirtækjum 88 klst. Bókhaldsnámskeið o.m.fl. ; M»' ■ • . SEM MARK ER TEKIÐ Á ,£>URKENN,n«UM .' - - - - A "■■■■■■_ «jl ■ ■ ■ o> _____fjg Tölvuskóli Revkjavíkur i B BORGftRTÚNI 28. 105 REVKJflUÍK, sfmi 616699. fax 616696 : ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.