Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Síða 17
16 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 25 - Iþróttir DV Iþróttir Líður jaf nvel verr en Díönu“ Paul Gascoigne hjá Lazio lýsir miklum hremmingum og slæmu sálarástandi og íhugar að fara í felur til Ástraliu Sálarástand knattspymukappans Pauls Gascoignes er bágborið þessa dagana og ef marka má orð hans á dögunum í ítölskum sjónvarpsþætti á þessi snjalli knattspymumaður hjá Lazio við mikla erfiðleika að etja. Hann hefur sem kunnugt er átt við langvarandi meiðsh að stríða og er nú að jafna sig eftir fótbrot. Fjölmiðlar, breskir og ítalskir, hafa verið iðnir við að skrifa um Gassa og hann hefur ekki fengið neinn frið með sitt einkalíf. Gefum Gassa orðið: „Eg hef verið leiddur í gildrur í lifinu. Ég hef hlustað á of margt fólk, fólk sem ég hefði ekki átt að hlusta á. Ég hef þegar tekið við of miklu skítkasti. Almenningur heldur að ég sé bjánalegur og vitlaus. Það er ekki rétt. Mig langar til að vera vinur allra og vil reyndar að friður ríki með öllum í veröldinni. Ég er ekki hryllileg persóna þó ég hafi stundum verið það. Mig langar bara til að vera hamingjusamur. Ég hef hins vegar ekki verið hamingjusamur því ég hef hlustað á of marga,“ segir Gascoigne og er mikið niðri fyrir. „Ég á í erfiðleikum með að treysta nokkrum einasta manni. Ég get ekki eign- ast nýja vini. Ég hef hafnað boðum um hjálp og farið í felur fyrir öllu og öllum.“ Oftar en ekki hefur Gassi verið á forsiðum breskra og ítalskra blaða. Samband hans við Sheryl Kyle hefur gengið brösulega og sem stendur eru þau ekki saman. Hann hefur viðurkennt að hafa lagt á hana hendur. Gassi segir: „Við höfum ekki enn byrjað aftur saman. Við höfum varla rætt þann möguleika og ég er sáttur við stöðuna eins og hún er í dag. Ég átti við vandamál að stríða og ég lét það bitna á manneskjunni sem ég elskaði." „Ég er ekki sá besti í heiminum“ Áfram heldur Gassi: „Eg þarf ekki að sanna neitt lengur á knattspyrnuvellin- um, það hef ég þegar gert. Ég get leikið gegn þeim bestu. Ég er ekki að segja að ég sé sá besti í heiminum. Pele og Maradona eru þeir bestu og ég held að mig vanti enn nokkuð á til að vera borinn saman við þá.“ Ber ómælda virðingu fyrir Dino Zoff Orsökin fyrir því að Gascoigne á í gífurlegum sálrænum erfiðleikum þessa dagana er einkum það gríðarlega álag sem á honum hefur hvílt frá því hann fór til Ítalíu. „Mér líður mjög illa og ég held að ég hafi þegar fengið meira skítkast á mig heldur en Díana prinses'sa. Mér líður jafnvel verr en Díönu. Þeir tímar hafa komið á ítalíu að Dino Zoff, sem keypti mig til Lazio frá Totten- ham, var sá eini sem ég gat talað við. Ég ber ómælda virðingu fyrir honum. Hann vann allt sem hægt var að vinna á knattspyrnuvellinum." Hef ekki gert neitt rangt á Ítalíu Um dvöl sína á Ítalíu segir Gascoigne ennfremur: „Ég hef ekki gert neitt rangt á Itaiíu. Jú, einu sinni greip fiölmiðlamaður mig hálstaki og ég lét hann hafa það óþvegið. Að öðru leyti hef ég ekki gert neitt rangt. Ég hef lagt hart að mér við að læra ítölskuna þó ég hafi oft verið hræddur við að tala hana mikið af ótta við að gera einhver mistök," segir Gassi. Um framtíðina segir hann: „Ef ég kemst í mitt besta leikform þá skulum við sjá hvað gerist. Héðan í frá mun ég vera ég sjálfur. Ég mun ekki taka við meira skítkasti." Breskir fiölmiðlar hafa haft eftir Gassa að hann íhugi að flytjast til Ástrahu eftir að veru hans hjá ítalska hðinu Lazio lýkur. Hann segist ekki fá stundleg- an frið í Englandi og við slíkar aðstæður muni hann ekki lifa stundinni lengur. Paul Gascoigne ásamt Guðna Bergssyni er hann dvaldi hér á landi um tíma árið 1990. Handboltaúrslit Úrslit á opna Reykjavíkurmót- inu í handknattleik í gærkvöldi urðuþessi: A-riðiU: Valur-KA..............21-21 KA-U-18..............36-21 ÍH - Vaiur............21-27 B-riðill: Haukar-ÍR.............27-25 Fylkir-Fram...........26-20 C-riðill: Víkingur - Afturelding.19-19 D-riðill; FH - Sfiarnan.........24-19 Breiðablik - KR......24-26 Jóhannesí3.-4.sæti Jóhannes B. Jóhannesson hafn- aði í 3.-4. sæti á heimsmeistara- móti unghnga í snóker í Firrn- landi. Miðasala á HM í handbolta hófst í gær: „íslendingum tryggðir miðar á lágmarksverði" - segir Valdimar Grímsson hjá Ratvis Atiizwa ISLANDSMÓTIÐ 1. DEILD KVENNA MIZUNO-DEILDIN Laugard. 3. sept. kl. 14.00. Garðabær Stjarnan-Haukar Egilsstaðir Höttur-Valur Sunnud. 4. sept. kl. 14.00 Akranesvöllur ÍA-UBK KR-völlur KR-Dalvík í gær hófst sala á svokölluöum slembimiðum á leiki heimsmeistara- keppninnar í handknattleik sem fram fer hér á landi á næsta ári. Það er Ferðaskrifstofan Ratvís sem sér um miðasöluna en eins og áður hefur komið fram í DV þá gerði HSÍ samn- ing við Ratvís um alla miðasölu á heimsmeistarakeppnina. Slembimiðasalan stendur fram til 10. september en salan á þeim miðum byggist á því að viðkomandi aðili leggur inn kaupbeiðni á miðum, há- mark 10 kaupbeiðnir. Viðkomandi aðili getur ekki valið ákveðna leiki heldur verður það hrein tilviljun á hvaða leiki miðinn gildir. Miða- magnið í slembimiðaforsölunni eru um 10% af heildarfiölda miða í riðla- keppninni eða um 5000 talsins. Einn slembimiði gildir á eitt leikvöld þar sem eru þrír leikir og kostar 2500 krónur. „Það er ekki spurning að þeir sem kaupa slembimiðana eru að spara sér peninga því miðaverð kemur örugg- lega til með að stíga. Með þessu er verið að tryggja íslenskum áhorfend- um miða á lágmarksverði á leikina. Markaðsverðið á miðunum verður mun hærra. Þaö er mikil hætta á að fólk brenni inni með að fá miða ef það tekur ekki þátt í þessu og því er Valdimar. in með nálægt 5000 fyrirspurnir frá erlendum aðilum. Við förum að selja þeim miða um mánaðamótin. Því skorum við á íslendinga að taka þátt í þessu og sofa ekki á verðinum," sagði Valdimar. Valdimar segir að ef ekkert verður af byggingu á nýju íþróttahúsi sé nokkuð ljóst að Ratvís verði að vísa 1500 til 2000 erlendum ferðamönnum frá íslandi á meðan á keppninni stendur. Kaupbeiðnir vegna slembimiðasöl- unnar verða birtar á íþróttasíðum DV fram til 10. september. ISLAIUD - S 7. SEPT. KL. 20:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, sunnudaginn 4. septemberkl. 11:00- 18:00 og mánudaginn 5. september kl.l 1:00 - 18:00. ATH! MIÐAR VERÐA EKKIAFHENTIR FYRIR UTAN ÞENNAN TÍMA. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt á skrifstofu KSÍ á sama tíma og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. Þeir mæta Svíum Á þriðjudaginn kemur, 6. sept- ember, leika Islendingar og Svíar í Evrópukeppni leikmanna 21 árs og yngri. Leikurinn verður háður á Kaplakrikavelli i Hafnhrfiröi og hefst klukkan 17.15. í gær var tilkynntur 16 manna hópur sem er þannig skipaður: Markverðir:.... Eggert Sigmundsson..........KA AtliKnútsson................KR Aðrir leikmenn: Pétur Marteinsson.........Fram Kristinn Hafliöason.......Fram Helgi Sigurðsson..........Fram Sturlaugur Haraldsson.......ÍA Kári Steinn Reynisson.......1A Oskar Þorvaldsson...........KR Tryggvi Guðmundsson........KR Lárus Orri Sigurðsson......Þór GuðmundurBenediktsson......Þór AuöunnHeigason..............FH Hákon Sverrisson...........UBK ÞórðurGuðjónsson......Bochum OttóOttósson................Sfiömunni EiðurSmári Guðjohnsen......Val Júdókappinn Bjami Friðriksson lætur til sín taka: Stoff nar nýtt ffélag kjörið tækifæri að senda inn kaup- beiðni um slembimiða," sagði Valdi- mar Grímsson hjá Ratvís í samtali við DV í gær. Þeir sem detta í lukkupottinn geta með því að eignast slemþimiða fengið miða á úrshtaleikinn. „Ég er hræddastur við að fólk ætli sér að bíða of lengi eins og íslendingum er tamt. Stað- reyndin er nefnilega sú að við erum kom- Bjarni Friðriksson með bronsverð- launin sem hann hlaut á ólympíu- leikunum i Los Angeles árið 1984. „Ég hef ákveðið að stofna nýtt júdó- félag eða júdódeiid og tilgangurinn er fyrst og fremst að auka útbreiðslu íþróttarinnar," sagði Bjarni Friðriks- son, fyrrum júdókappi, í samtali við DV í gær. Bjarni hefur sem kunnugt er hætt keppni en þar með er ekki sagt að hann hafi hætt afskiptum af eftirlætisíþrótt sinni. „Ég hef orðið mér úti um aðstöðu í húsnæði World Class og þar er allt tilbúið, 120 fermetra salur með góðum dýnum. Ég mun kenna mikið hjá fé- laginu og einnig Eiríkur Ingi Kristins- son, íslandsmeistari í 71 kg flokki, og vera kann að fleiri þekktir þjálfarar bætist við. Ég hef gengið lengi með þetta í maganum og nú verður þetta að veruleika. Kennslan hefst þann 12. september. Fólk á öllum aldri er vel- komið, alveg frá „Old Boys“ og niður í unga krakka. Hægt er að láta skrá sig hjá World Class." - Hvað mun nýja félagið heita? „Það er ekki ákveðið enn. Ég hefði helst viljað stofna júdódeild hjá ein- hverju stóru félaganna í Reykjavík en ef þaö gengur ekki kemur Júdóskóli Bjarna vel tii greina." - Nú kepptir þú lengi undir merki Ármenninga. Hvaö segja gömlu félag- arnir? „Þeir hafa tekið þessu vel og sam- keppnin er af hinu góða. Það eru eng- in illindi í þessu,“ sagði Bjarni Frið- riksson. Fyrir í Reykjavík eru júdódeild Ár- manns og Júdófélag Reykjavíkur. Að sögn Bjarna er starfið lítið hjá JFR en að sama skapi mikið hjá Ármenning- um. Með stærri leikjum hér á landi hin síðari árin - landsliðshópurinn fyrir landsleikinn gegn Svíþjóð tilkynntur 1 gær A blaðamannafundi, sem KSI efndi til gær vegna Evrópuleiksins gegn Svíum á miðvikudaginn kemur, til- greindi Ásgeir Elíasson landshðsþjálf- ari hvernig undirbúningi yrði háttað fyrir einn stærsta knattspyrnulands- leik sem hér hefur verið háður á síðari árum. Ásgeir tilkynnti einnig landshðs- hópinn fyrir leikinn og kom ekkert á óvart í því vah. Á fundinum kom fram að forsala að- göngumiða gengi mjög vel og tók forsal- an mikinn kipp í fyrradag. Seint á mið- vikudag var þriðjungur miða í stúku eftir og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, átti allt eins von á því að þeir mið- ar myndu ganga út í dag. í gær voru á annað þúsund miðar í sæti seldir þann- ig að ljóst má vera að áhorfendur ætla ekki að liggja á hði sínu. Það kom fram í máh landsliðsþjálfar- ans að hann teldi íslenska liðið hiklaust eiga um 50% vinningslíkur með skyn- sömum leik. Aðspurður um styrleika Svíanna sagði Ásgeir þá örugglega erf- iða viðureignar. „Það er alveg ljóst að misheppnaðar sendingar, sem stundum hafa sést í undanförnum leikjum, verða að vera í lágmarki í þessum stórleik. Fyrir þær verður okkur refsað um leið. A þessari stundu get ég ekki séð að við seljum einhvern „yfirfrakka" á Tomas Brohn. Við höfum hins vegar góðar gætur á honum sem og öðrum leikmönnum Svía,“ sagði Ásgeir Elíasson. Landsliðið kemur saman á laugar- dagskvöldið og verður saman við æfing- ar fram að leik. Leikmenn með erlend- um félagsliðum koma til íslands á sunnudag. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að eftirspurn eftir miðum á leik- inn færi stigvaxandi með hverjum deg- inum og átti hann von á því að áhorf- endur yrði ekki undir tólf þúsundum. 18 manna hópur, sem Ásgeir Elíasson valdi í gær fyrir leikinn gegn Svíum, lítur annars þannig út en á þriðjudag tilkynnir hann endanlega þá 16 leik- menn sem verða á leikskýrslu: Markverðir: Birkir Kristinsson..............Fram Kristján Finnbogason..............KR Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, fyrirliði,... Val Izudin Daöi Dervic KR Rúnar Kristinsson KR Ólafur Þóröarson ÍA ÍA Sigursteinn Gíslason ÍA ÍA Ólafur Adolfsson ÍA Breiðablik Ntimberg ArnarGunnlaugsson Bjarki Gunnlaugsson Krisfián Jónsson AmórGuðjohnsen Hlynur Stefánsson Eyjólfur Sverrisson Þorvaldur Örlygsson Örebro Besiktas Stoke City Slakt gegn Finnlandi Halldór Halldóisson skriíar: Islenska drengjalandshðið u-16 ára lék gegn Finnum í Evrópukeppni landsl- iða í gærkvöldi og tapaði 0-2. Leikurinn fór fram á KR-vellinum. Bæði mörk- in voru skoruð í fyrri hálfleik af Ville Lehtinen. íslenska liðið náði frekar illa saman, sérstaklega í fyrri hálfleik, og gerðu Finnar þá út um leikinn. Síðari hálfleikurinn var mun betri og áttu okkar strákar góðar sóknarlotur en mistókst uppi við markið. í íslenska liðinu eru tæknilega betri strákar en í því finnska en þeir höfðu kraftinn og hraðann fram yfir og það dugði. Mikil spenna í Eyjum Gífurleg barátta bestu kylfinga landsins er framundan í Vestmannaeyjum um helgina en þá fer þar fram síðasta stigamótið sem gefur stig til landsliðs. Staða efstu manna fyrir mótið er þannig aö íslandsmeistarinn, Sigurpáll Geír Sveinsson, GA, er efstur með 263 stig. Annar er Sigurjón Amarsson, GR, með 244 stig, Kristinn G. Bjarnason, GL, er þriðji með 243 stig og Björg- vin Sigurbergsson, GK, er fiórði með 242 stig. Birgir L. Hafþórsson, GL, er fimmti með 241 stig og Sigurður Hafsteinsson, GR, sjötti með 236 stig. Næsta verkefní landsliðsins er heimsmeistaramót áhugamanna sem fram fer í október. Körfubolti: Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum: Joe Wright, ein mesta skyttan sem leikið hefur körfuknattleik hér á landi, er á leiðinni til ís- lands á ný og mun leika með Grindvíkingum á komandi leik- tíð. Wright lék með liði Breiðahliks síðari hluta vetrar 1993 og skoraði þá yfir 50 stig að meðaltali í leik. Wright mun taka stöðu Tonys Smiths sem stakk af til Tyrklands á dögunum og lét engan vita nema stúlku sem ók honum á fiugvöllinn. Að sögn Ægis Ágústssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, verður reynt að fá Wright löglegan fyrir Evrópuleik Grindavíkur á þríðjudag. Hann verður til reynslu hjá Grindvík- ingum sem ætia að athuga sér- staklega live góðan varnarleik hann getur leikið. Grindvíkingar hugleiöa að fara fram á skaða- bætur frá Tony Smith en hann haföi fengið greitt fyrir farseðla og hluta af umsömdum launum, nokkur hundruð þúsunda. Smith getur ekki farið til annars liðs í Evrópu nema með samþykki Grindvíkinga. Joe Wright í leik með UBK. Egilsstaðavöllur laugardaginn 3. september 1. deild kvenna kl. 14 HÖTTUR-VALUR 3. deild karla kl. 16 HÖTTUR-DAL VÍK Allir á völlinn! Áfram Höttur. ISLAND - SVÍÞJÓÐ Á LAUGARDALSVELLI 7. SEPTEMBER ethaf ...hjá Eymundsson og ESSO. 95 KAUPBEIÐNI Nafn: Kennit: Heimilisfang: Slmi: Q EuroQ Visa.nr: Gildistlmi: Q Póstkrafa: r~l Stór-Reykjavlkursvæðið Q Akureyri Q 1 slembimiði Q 2 slembimiöar Undirskrift: Þú fyllir út kaupbeiðni/r og velur hvort þú viljir sjá leikina á Akureyri eða Stór-Reykjavíkursvæðinu. í slembimiíapottinum vería 5000 miíar og því er ekki öruggt aú þú (áir miða. Slembimiíinn gildir á eitt leikkvöld sem eru 2 eða 3 leikir. I pottinum verða 250 miðar á útsláttarkeppnina og eru þeir mun verðmeiri. Ef heppnin er með þér getur þú fengið miöa á úrslitaleikinn fyrir aðeíns 2500 kr.! Þeir aðilar sem verða dregnir út fá skrillegt svar fyrir I október og greiða þeir 2500 kr. fyrir slembimiöann. W RÁTVÍS **H0 ICilAND 1995 Pósthólf 170,602 Akureyri. einkasöluaðili S: 96-12999, 96-12800, 91-641522

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.