Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm
Áskrift - Dreifing: Simi 632700
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994.
„Bridge í 100 ár“ var yfirskrift
bridgemóts sem haldið var í Perl-
unni í gær. Þar spiluðu 10 landsliðs-
menn og 10 óvanir keppnismenn
sem boðið var sérstaklega. í þeim
hópi var Davíð Oddsson og hér sést
hann við spilaborðið ásamt Gunnari
Helga Hálfdánarsyni. Tilefni mótsins
var að 100 ár eru liðin frá þvi að
byrjað var að spila bridge á Vestur-
löndum. Úrslit mótsins lágu ekki
fyrir þegar blaðið fór i prentun en
viðstöddum þótti framganga Davíðs
nokkuð góð. DV-mynd Brynjar Gautt
Þjóðleikhúsiö:
Engin sátt
við kórinn
VaxtasMptasairmingur:
Tapar Seðla-
bankinn?
- sjá bls. 2
LOKI
Hvers eiga kúabændur að
gjalda?
Jóhannes í Bónusi segir starfsbræður sina vilja eitt heildsöluverð: Ukir kauamönmmi
Vlðl Jóhamtes Jónsson í Bónusi lagði Félag daj túabændur jvörukaupmanna hélt gangi í matvöruverslunum, allt isverð og mér sýnist aðrir kaup-
fram úrsögn úr Kaupmannasam- fund í fyrr akvöld þar sem sam- upp í 75%. Við teljum að einhver menn vilja það sama, Þessir menn
tökunum í gær og þar með úr Fé- þykkt var lagi dagvörukaupmanna sem er stofhun erh ídi um „hvort óeðlileg sölum og framleiðendum í sam- gera verslunina hagkvæmari. Að
deild innan samtakanna. Ástæða mismunun úrsagnarinnar eru kærur sem hor- flytjenda og á kjörum ýmissa inn- handi við verðlagningu á vörum þeir skuli láta sér detta það i hug, íðnfyrirtækjagagnvart þeirra milli verslana. Við getum árið 1994 að búa til eitt verð fyrir
ist hafa Samkeppnisstofnun frá viðskiptavh Samtökum iðnaðarins og Félagi nýju saml rnm sínum standist hin ekki imyndað okkur það að smá- landið allt. Þetta er ekkert annað ceppnislög". Forráöa- söluverslanir geti alltaf selt vörur en öfund. Ég skil þetta ekki.
dagvörukaupmanna sem Jóhannes menn féla telur beinast gegn Baugi, dreifmg- starfsmönn arfyrirtæki sem er í eigu Hagkaups unar í gær og Bónuss. Þeir forráðamenn Fé- mannafund lags dagvörukaupmanna og Kaup- Þórhallur ?sins áttu fund með undir skráðu heildsöluverði þott Kannski er utht mitt svona ömur- um Samkeppnisstofn- búið sé að leggja virðisaukaskatt á legt að allir vorkenna mér og vilja ag hafa boðað til blaða- þær,“ segir Þórhallur. selja mér ódýrar en öllum hinum," ar á mánudag. Jóhannes segir að með erindi segir Jóhannes. Steingrímsson er for- dagvörukaupmanna til Samkeppn- Eins og kom fram í DV í gær
mannasamtakanna, sern DV hefur maður Féla rætt við, segja málið ekki snúast Hannsagði um Baug eingöngu heldur öll heild- þessu máli sölur og dreiflngarfyrirtæki í land- „Við vitui inu. ur á heilds gs dagvörukaupmanna. isstofnunar séu þeir búnir að skipa hyggst Jóhannes stofna samtök um við DV að Baugur kæmi sér í flokk með kúabændum og eigi verslun í óheftri samkeppni. Hann ekkert við. því að sækja um inngöngu i Lands- segist ætla að undirbúa umsókn i n að ákveðinn mismun- samband kúahænda. Vinnuveitendasamband íslands. öluverði hefur verið í „Kúabændur hafa viljað eitt rík-
Formaður Þjóðleikhúskörsins átti
langan fund með þjóðleikhússtjóra í
gær án þess að niðurstaða fengist um
launakjör kórsins hjá leikhúsinu.
Samningaviðræður munu halda
áfram.
Formaður kórsins, íris Erlings-
dóttir, vildi ekki tjá sig um málið að
svo stöddu. Heimildir DV herma að
kórinn hóti að segja upp störfum í
heilu lagi fáist kjör hans ekki leiðrétt.
Svo gæti farið að Seðlabankinn tap-
aði á nýjum vaxtaskiptasamningi
sem gerður var við banka og spari-
sjóði fyrir tímabilið 1. september til
næstu áramóta.
Samningurinn byggist á þeirri for-
sendu að verðbólga næstu Qóra mán-
uði verði 1,07%. Samkvæmt verð-
bólguspá Gjaldeyrismála er gert ráð
fyrir 1,7% verðbólguhraða á þessu
tímabili. Þar kemur fram að bankinn
gæti tapað á samningnum sökum
hærri veröbólgu.
Elnetsf.:
Vill sjónvarpa á
landsbyggðinni
Elnet sf. hefur sótt um leyfi til út-
varpsréttarnefndar til dreifingar á
Qölrása sjónvarpi með örbylgju í sjö
kaupstöðum á landsbyggðinni. Sótt
er um 12 sjónvarpsrásir á hverum
stað og er ætlunin að nota 11 þeirra
til endurvarps á gervihnattarefni, en
ein yrði notuð undir staðbundið efni.
Umsókn Elnets varðar Akureyri,
Húsavík, Egilsstaði, Vestmannaeyj-
ar, Sauðárkrók, ísafjörð og Selfoss.
Móðureðlið lætur ekki að sér hæða og það sannaði tíkin Hnáta fyrir skömmu. Þegar komið var að goti hjá læðunni
á Álfhólsvegi 27 í Kópavogi fyrr i liðnum mánuði kom í Ijós að taka þurfti kettlingana með keisaraskurði. Læðan
lifði ekki aðgerðina af og því var úr vöndu að ráða fyrir heimilisfólkið. Með litlum árangri var reynt að koma mjólk
og annarri næringu ofan í litlu kettlingana. Tíkin á heimilinu horfði upp á lífsbaráttu ungviðisins og sýndi með
hátterni sínu að henni stóð ekki á sama. Mjólk fór að streyma í júgrið og innan tiðar var hún byrjuð að bjóða
kettlingunum ylvolga tikarspenana. Nú, hálfum mánuði síðar, hugsar hún um kettlingana eins og eigin afkvæmi,
bæði fæðir þá og þrífur. Á myndinni sést heimasætan, Elísabet Heiða, fylgjast með heimilisdýrunum. I hennar
augum eru undur náttúrunnar mikilfengleg. DV-mynd GVA
Veðrið á sunnudag
ogmánudag:
Kaldi og
víðast
skýjað
Á landinu verður víðast austan-
og suðaustangola eða kaldi og
víðast skýjað. Skúrir verða um
sunnan- og vestanvert landið en
annars þurrt, 7-14 stiga hiti.
Veðrið í dag er á bls. 53
ÓRYGGI - FAGMENNSKA
LANDSSAMBAND
ÍSL. RAFVERKTAKA
t
i
i
5
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Fáist leyfi útvarpsréttarnefndar til
dreifingar á þessum stöðum verða
kerfin sett upp í tengslum við fyrir-
hugaða kapalsjónvarpsstöð í Reykja-
vík. Samkvæmt áætlunum Elnets
geta um 10 þúsund áskrifendur
tengst kerfunum þegar sú stöð fer í
loftíð. Gengiö verður frá þessum
búnaði þannig að auðvelt sé að tengja
hann ljósleiðarakerfi Pósts og síma.
Gangsetja á fyrstu kerfin í desember
á þessu ári.
Samkvæmt upplýsingum frá Elnet
verða sjónvarpskerfin rekin með
auglýsinga- og áskriftartekjum. Not-
endur fá myndlykil sem stjómar að-
gangi þeirra að dagskrá. Um er að
ræða sömu tækni og Fjölvarp ís-
lenska útvarpsfélagsins nema hvað
hægt verður að opna allar dagskrár
samtímis.