Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Blaðsíða 8
8
Matgæðingur vikunnar
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur, þroskaþjálfar eöa fólk með uppeldismenntun
óskast til starfa á leikskólann Hlíðarborg v/Eskihlíð.
Nánari upplýsingar getur leikskólastjóri í síma 20096.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277
Karate - fyrir alla
Námskeiðin eru að hefjast.
Skipt er í flokka eftir aldri og
getu.
Karate eykur styrk, eflir sjálf-
straust, bætir einbeitingu og agar
andann sem og líkamann.
Karatefélagið Þórshamar
Brautarholti 22, sími 14003
Hússtjórnarskólinn í Reykjavík
Sólvallagötu 12
sími 11578
Námskeið veturinn 1994-1995
1. Saumanámskeið, 7 vikur
Kennt mánudaga kl. 9-12, fatasaumur
' / " kl. 19-22
þriðjudaga kl. 14-17
" kl. 19-22
miðvikudaga kl. 19-22
(Einnig bótasaumur og útsaumur)
2. Vefnaðarnámskeið, 7 vikur
Kennt verður mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga
kl. 13.30-16.30.
3. Matreiðslunámskeið 6 vikur
Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl. 18-21.
4. Stutt matreiðslunámskeið, 1-3 skipti
Kennt verður kl. 13.30-16.30 og 18-21
- Grænmetis- og baunaréttir, 3 dagar
- Fiskréttir, 2 dagar
- Gerbakstur, 2 dagar
- Orkurýrir hollusturéttir, 3 dagar (fyrir þá sem vilja
halda grönnu vaxtarlagi og eru meðvitaðir um sam-
band góðrar heilsu og hollrar fæðu)
- Pastaréttur, 1 dagur
- Pitsugerð fyrir fjölskylduna, 1 dagur
- Súpur og smábrauð, 2 dagar
- Frysting grænmetis og sultugerð, 2 dagar
Upplýsingar og innritun í síma 11578
mánudaga til fímmtudaga kl. 10-14.
Skólastjóri
Hrísgrjóna-
rækjusalat
- fiskxéttur og Tutti frutti
„Ef ég fæ góöar uppskriftir upp í
hendurnar sleppi ég þeim ekki
enda hef ég mjög gaman af aö prófa
nýja rétti. Hins vegar er ég ekki í
matarklúbbi en þeir eru mjög vin-
sælir hér á Akranesi," segir Þóra
Björk Kristinsdóttir hjúkrunar-
fræöingur sem er matgæöingur
vikunnar að þessu sinni. Enn um
sinn heldur matgæöingsdálkurinn
sig við Skagann.
„Mig langar að bjóöa upp á for-
rétt, fiskaðalrétt og eftirrétt. Allt
eru þetta fljótlegir og þægilegir
réttir sem notið hafa mikilla vin-
sælda á mínu heimili," segir Þóra.
Forrétturinn heitir einfaldlega
hrísgrjónarækjusalat og er upp-
skriftin miðuö viö fjóra:
Hrísgrjónarækjusalat
350-400 g af góöum rækjum
125 g soðin hrísgrjón
1 lítil dós af litlum grænum baun-
um (má sleppa)
Marinering
6 msk. matarolía
2 msk. edik
salt
karrí (ekki mikið)
1 msk. fínt hakkaður laukur
1 harðsoðið egg (fínt hakkað)
2 tsk. sykur
steinselja, fínt skorin.
Rækjum og hrísgrjónum og
baunum er blandað í stóra skál eða
fjórar litlar. Olían og edikið er hrist
saman, bragðbætt með salti og
Þóra Björk Kristinsdóttir.
karrí, síðan er lauk, eggi, steinselju
og sykri blandað saman við. Marin-
eringunni er síðan hellt yfir hrís-
grjónin og rækjumar og hrært var-
lega í. Skreytt með bestu rækjun-
um og steinselju. „Þetta er mjög
góður forréttur með ristuðu brauði
eða sem snarl eftir leikhúsferð.
Rétturinn er léttur og góður í
maga.“
Fiskréttur
2 ýsuflök
2 litlar púrrur eöa einn lítill laukur
Sósa
1 tsk. sinnep
1 tsk. karrí (sléttfull)
1 msk. edik
2 msk. brætt smjör
5 msk. tómatsósa
1 dl rjómi
Flökin eru roðhreinsuð, skorin í
bita og raðað í smurt eldfast mót,
púrrulaukur skorinn í sneiöar og
raðað ofan á. Allt hrært saman sem
á að fara í sósuna og henni blandað
yfir og smjörbitar settir ofan á.
Bakað í ofni við 190 gráður í 20
mínútur. „Þctta er góður gestarétt-
ur sem ég hef oft búið til. Ég hef
hrísgijón með þessum rétti sem ég
sýð á venjulegan hátt en set kjúkl-
ingatening og smjörklípu út í vatn-
ið. Þau verða bragðbetri með því.“
Tutti Frutti
200 g gráfíkjur
2 rauð eph
Grand Marnier eða sérrí
„Látið liggja í líkjörnum yfir nótt.
Síðan er einni heildós af blönduð-
um ávöxtum og heildós af perum
blandað saman, perurnar fyrst
skomar í litla bita. Því næst er
þessu öllu þlandað saman og rétt-
urinn ætti að duga fyrir tíu manns.
Með þessu ber ég vanillurjóma. Þá
blanda ég saman vanillubúðingi,
t.d. Ötker, og þeyttum rjóma. Þetta
er ákaflega fljótlegur en ekki síöur
ljúffengur réttur sem ég fékk einu
sinni hjá gamalli vinkonu minni
hér á Akranesi," segir Þóra Björk.
Hún ætlar að skora á Málfríði
Björnsdóttur, læknaritara á Akra-
nesi, að vera næsti matgæðingur.
„Hún er mikill listakokkur og dug-
leg að galdra fram alls kyns góð-
gæti, bæði í ofni og pottum."
Hinhliðin
Það skemmtilegasta er
að keppa í torfærunni
- segir Einar Þór Gunnlaugsson, nýbakaður íslandsmeistari í torfæru
„Það er eitthvert kærumál í gangi
en það breytir því ekki að ég er
íslandsmeistari og úrskurður dóm-
aranna á að standa og mun gera
það,“ segir Akureyringurinn Einar
Þór Gunnlaugsson, nýbakaður ís-
landsmeistari í torfærukeppni, sem
sýnir lesendum DV hina hliðina í
dag. í torfærukeppninni ekur Ein-
ar á Norðdekk-drekanum sínum,
en dags daglega rekur hann hjól-
barðaverkstæði á Akureyri sem
ber nafn hans.
Fullt nafn: Einar Þór Gunnlaugs-
son.
Fæðingardagur og ár: 27. janúar
1965.
Maki: Helga Ragnhildur Kristjáns-
dóttir.
Börn: Hafdís Alma, 5 ára, Harpa
Svava, 1 árs.
Bifreið: Konan á Subaru.
Starf: Framkvæmdastjóri.
Laun: Allt of lág.
Áhugamál: Torfæra og jeppa-
mennska.
Hvað hefur þú fengið margar tölur
réttar í lottóinu? Fjórar.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Keppa í torfæru.
Hvað fmnst þér leiðinlegast að
gera? Standa í kærumálum.
Uppáhaldsmatur: Svínakjöt.
Einar Þór Gunnlaugsson.
DV-mynd gk ,
Uppáhaldsdrykkur: Kaffi.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Ég fylgist
bara með torfærukeppni.
Uppáhaldstímarit: Oll aksturs-
íþróttablöð.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Þær eru
svo margar.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Hlynntur.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Konuna mína.
Uppáhaldsleikari: Enginn sérstak-
ur.
Uppáhaldsleikkona: Engin sérstök.
Uppáhaldssöngvari: Bubbi Mort-
hens.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn þeirra er í uppáhaldi hjá mér.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Andrés Önd.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Mótor-
sport.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins- hér á landi? Hlynnt-
ur.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Bylgjan.
Uppáhaldsútvarpsmaður;. Enginn
sérstakur.
Hvort horfir þú meira á Ríkissjón-
varpið eða Stöð 2? Ríkissjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður? Birgir
Þór Bragason.
Uppáhaldsskemmtistaður: Fer
aldrei á skemmtistaöi.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: KA.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að standa mig vel í
lífsbaráttunni.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Það
var enginn tími fyrir frí.