Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 19 Fom útskurður kemur í leitimar Frá því var greint í DV fyrir réttum þremur vikum að fundist hefðu á Rauðhúsum í Eyjafirði nokkrar ævagamlar fjalir með strikum og smíðamerkjum, þijár þeirra með greinilegum fomum útskurði. Sagt var að fjalimir hefðu verið í árefti framhúss bæjarins sem nú er ekki lengur búið í. Þangað væm fjalirnar komnar frá Möðrufelh í Eyjafirði. Að öllum likindum væm þær frá 11. öld. Ég hef enn aðeins séð myndir af fjölunum. Það sem hér er um þær sagt byggir því á þeim upplýsingum sem þeir hafa veitt er fjalirnar hafa rannsakað. Hvað er svona merkilegt? Allnokkuð hefur verið um fornleif- auppgrefti hér á landi síðasthðin ár og hafa þar komið í ljós margvíslegar mannvistarleifar frá fyrri öldum sem fólgnar hafa verið í jörðu. Það sem er áhugavert og sérstakt við fjalirnar að norðan er að þær hafa verið ofan- jarðar í um níu hundruð ár - lengst af án þess að menn hafi veitt þeim sérstaka athygli svo vitað sé. Land og minjar Guðmundur Magnússon skrifar Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur sýnir eina fjölina sem uppgötvaðist á Rauðhúsum í Eyjafirði en rakin er til Möðrufells. Hinn forni útskurður er vel greinanlegur. DV-mynd GVA Og hvað er það þá sem gerir þessar fomu fjalir merkilegar? Það er ekki aldurinn einn, þótt svo gamall húsa- viður sem hér er um að ræða sé út af fyrir sig hvalreki. Það sem vekur mestan áhuga við gömlu fjalirnar eru strikin, smíðamerkin og skurðurinn sem bregða ljósi á handverk og menningu fyrri alda. Enda þótt fjalirnar hafi fundist í árefti húss hefur upphaflegt hlutverk þeirra verið aht annað. Telja má full- víst að útskornu fjalimar hafi verið hluti af skrautverki í kirkju eða hý- býlum manna. Þær hafa vafalaust verið málaðar og mikið augnayndi. Fleiri fjalir hafa varðveist Útskurðurinn á fjölunum, sem fundust á Rauðhúsum, sver sig áber- andi í ætt við skurð á fjölum frá Möðrufelh í Eyjafirði, en þær fjalir eignaðist Þjóðminjasafnið 1910 og 1915. Mér skilst þó að sjálfstæðar heimhdir séu fyrir því að Rauðhúsa- fialirnar séu upphaflega frá Möðru- fehi komnar. í Þjóðminjasafninu em reyndar fleiri gamlar fiahr, þó/ekki margar, með svipuðum útskurði og á Möðm- feílsfiölum. Þær eru komnar frá Flat- atungu og Bjarnarstaðarhlíð í Skaga- firði, Hólum í Eyjafirði og Gaul- verjabæ í Flóa. Skurðurinn á þessum fiölum öllum tilheyrir í aðalatriðum stílfræðilega svoköhuðum Hringaríkistíma ínorr- ænni skreytihst. Er hann yfirleitt tímasettur til 11. aldar. Hringaríkisstíl Hringaríkisstíh er utan íslands einkum þekktur á Englandi og í vest- urhluta Skandinavíu. Nafnið er dregið af Hringaríki (Ringerike) í Noregi þar sem fundist hafa allmarg- ir rúnasteinar með þessu munstri. Einkennismerki stílsins eru dýra- og jurtamyndir sem sveigjast og fléttast saman eftir ákveðnu kerfi. Jurtaskreytingar einkenna ís- lensku fialimar. Frá því eru þó merkilegar undantekningar sem eru fialirnar frægu frá Flatatungu og Bjarnarstaðarhlíð. Á þeim eru m.a. myndir af dýrum og helgum mönn- um. Athyglisvert er að tréskurður í Hringaríkisstíl hefur nær eingöngu varðveist á íslandi. í öðmm löndum finnst þessi sthl aðahega á rúnastein- um og skartgripum. Hafa fræðimenn komist svo að orði að íslensku fial- irnar brúi í tréskurði stílfræðhega séð bihð á milli útskurðarins á Gauksstaðaskipinu fræga og í staf- kirkjunni í Úrnesi í Noregi. Eina dæmið um tréskurð í Hringaríkisstíl sem mér er kunnugt um er í einu víkingaskipanna sem grafin voru upp í Hróarskeldufirði. Fundurinn á Rauðhúsum er í þessu ljósi búhnykkur fyrir þá sem stunda rannsóknir á skrauthst vikingaald- ar. Hvers vegna á íslandi? Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvers vegna hinn fomi tréskurð- ur frá síðasta hluta víkingaaldar hafi varðveist á íslandi en ekki í öðrum löndum. Þetta er sérstaklega for- vitnhegt þegar haft er í huga að Is- lendingar em óvenjulega fátækir af minjum frá fyrri öldum. Skýringin er væntanlega sú að hér á landi urðu menn að gernýta allan við sem þeir komust yfir. Þegar skóg- amir, sem hér voru á landnámsöld, eyddust varð timbur verðmæt vara sem menn notuðu aftur og aftur viö húsagerð. Fjalir sem í Upphafi voru ef til vhl glæsilegt skrautverk 1 kirkju eða skála höfðingja gátu endað sem árefti í skemmu eða jafnvel girðing- arstaurar. Bent hefur verið á það að í Skaga- firði stóðu uppi alveg fram á 17. öld nokkrar mjög gamlar kirkjur sem kunna að hafa geymt útskornar fialir frá fyrri tíð. Þegar þær voru teknar niður var viðurinn að sjálfsögðu not- aður í bæjarhús eða skepnuhús í sveitinni og þannig varðveittist hann frá öld til aldar. Ástæða er th að gleðjast yfir hinum óvænta fundi fomra fiala í Rauðhús- um. Þær og systur þeirra í Þjóð- minjasafninu em th marks um að á 11. öld áttu íslendingar skurðmenn sem að íþrótt og hst stóðu erlendum útskurðarmeisturum í engu að baki. Fjahrnir bera vott um þróttmikla menningu og sýna að sagnaritun var fiarri því að vera eina hstgreinin sem íslenskir miðaldamenn lögðu stund á. EGLA i -röð ogregla 1 Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur VEP^i ^ÍSL V0U eNSKT Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Skólaostur kg/stk R U M L E G A 15% LÆKKUN! VERÐ NU: 592 kr. kílóið. VERÐ ÁÐUR:^0SnCr. kílóið. Í05 kr. ÞU SPARAR: á hvert kíló. OSTA OG SMIÖRSALAN SF L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.