Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 Fréttir Sonardóttir Gunnars Gunnarssonar rithöfundar um Skriðuklaustur: Fjölskyldunni sárnar meðferðin á gjöf inni - menntamálaráðherra vonast eftir lausn á næstu vikum „Þarna ríkir ófremdarástand og ég hef gert tilraunir til þess á þriðja ár að fá viðtal við menntamálaráðherra vegna Skriðuklausturs og annarra mála sem tengjast afa mínum en ekki fengið," segir Franzisca Gunnars- dóttir en hún er sonardóttir Gunnars Gunnarssonar skálds sem ánafnaði íslenska ríkinu Skriðuklaustur til eignar. Eins og DV skýrði frá á fimmtudag- inn er óánægja ríkjandi með það fyr- ir austan að Skriðuklaustur fái ekki þann menningarlega sess sem skilyrt er í gjafabréfinu. Franzisca, sem ver- ið hefur í forsvari fyrir afkomendur Gunnars, segist hafa barist fyrir því um árabil að skilyrði gjafabréfsins yrðu uppfyllt. Franzisca segist hafa ákveðið við fráfall afa síns og föður að setja meiri hörku í málin en þeir höfðu beitt. Málsókn hótað „Afi minn hafði gert það sem hann gat af prúömennsku til að reyna að fá þessi mál í lag og sama gerði faðir minn. Ég ákvað þegar þeir voru fallnir frá að hóta hreinlega málsókn fyrir brot á öllum liðum gjafabréfs- ins. í framhaldi af því var húsið lag- fært prýðilega og því komið í stand. Viðgerðinni lauk 1989 og síðan hefur ekkert gerst í þessum málum og mér er sagt að húsið sé að drabbast nið- ur,“ segir Franzisca. Franzisca segir að allri fjölskyld- unni hafi sárnað og gramist meðferð- in á gjöfinni. Hún segist vilja sjá Skriðuklaustur þjóna menningar- hlutverki á einn eöa annan veg. „Það sem vekur eftirtekt mína er að alhr landshlutar, að Austfjörðum undanskildum, eiga sér menningar- setur. Að mínu mati er Skriðuklaust- ur einmitt sá staður sem gæti gegnt því hlutverki. Samkvæmt heimildum DV eru dæmi um aö afkomendum Gunnars hafi ekki verið heimilað af húsráð- endum að skoða húsið. Katrín Gunn- arsdóttir, systir Franziscu, staðfesti þetta í samtali við DV. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra segir í samtali við DV að hann kannist við að það sé rétt hjá Franziscu aö hún hafi ekki fengið áheym hjá sér en það þýði þó ekki aö ekkert sé unnið í máhnu af hendi ráðuneytisins. „Þetta mál hefur svo sannarlega fengið umfjöllun hér í þessu ráöu- neyti. Þaö hefur verið sérstakt áhugamál hjá mér að koma málefn- um Skriðuklausturs í lag. Þessi mál eru ekki í nógu góðu lagi. Mennta- málaráðuneytið fékk yfirráð yfir þessum staö eftir að thraunastarf- semi á vegum landbúnaðarráðuneyt- is var hætt. Ég verð að viðurkenna aö það hefur tekið lengri tíma en ég hefði viljað aö ná fram þeim breyt- ingum sem ég vil sjá þama,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þaö séu að sínu mati tvær viðunandi leiðir til að koma málum í lag þannig að viöun- andi sé. Ákvörðun á næstu vikum „Við erum að vinna að því að semja reglur um notkun hússins. Þar erum við bara ekki alveg komnir að landi. Við höfum ekki gert það upp við okk- ur hvort húsið aht verður tekið und- ir fræðimenn og listamenn eða hvort það verði föst búseta í húsinu til að sinna þar bæði vörslu og veitinga- sölu. Þannig væri hægt að taka á móti ferðamönnum sem koma marg- ir á hverju ári. Þetta eru þeir kostir sem mönnum sýnast vera í boði. Það er alveg á hreinu að við höfum áhuga á því að koma þessum málum í það lag sem sæmir en það er það ekki i dag. Viö munum hafa samband við ættingja Gunnars Gunnarssonar áð- ur en kemur að lokaákvörðun í þessu máli sem ég vona að verði á næstu vikum," segir Ólafur. Kringlan: Opiðásunnu- dögumeinu sðnniímánuði Ákveöið hefur veriö að hafa opið í Kringlunni fyrsta sunnu- dag hvers mánaöar fram th vors og er fyrsti sunnudagurinn á morgun. Sumiudagsopnunin er gerö í thraunaskyni til að koma tíl móts við þá þjóöfélagsþróun að hjón vinni bæði fullan vinnu- dag utan heimilis og hafi því ekki tíraa th aö versla nema á kvöidin og um helgar. Á morgun verður opið frá kl. 13-17 og um þessar svoköhuðu Kiingluhelgar verða ýmsar kynningar í húsinu og tísku- og danssýningar. Um helgina verö- ur lögð áhersla á að kynna vetr- artískuna í fatnaði og fórðun ásamt skólavörum og skólafatn- aði. Einnig eru bókaverslanirnar með skiptibókamarkaði. Kaupfélag Ámesinga: Enginn ágreiningur Vegna fréttar DV í gær um nýj- an kaupfélagsstjóra Kaupfélags Árnesinga vhl fráfarandi kaupfé- lagsstjóri, Sigurður Kristjánsson, koma því á framfæri að hann hafi ekki hætt vegna ágreinings við stjórn kaupfélagsins. Fuh sátt haii ríkt um starfslok hans eftir 12 ára setu í stól kaupfélagsstjóra. Hættu við að bjóða 1 Hvalfjarðargöngin: Töldu fjármögnun ekki nógu trygga - ekkert tilboðanna í samræmi við útboðsgögn Hojgaard & Schultz, stærsta verk- takafyrirtæki Danmerkur, og sænska orkufyrirtækið Vattenfah AB hættu við að bjóða í fram- kvæmd Hvalfj arðarganganna en fyrirtækin voru í forsvari eins þeirra fjögurra norrænu hópa sem fengu leyfi th að bjóða í fram- kvæmdimar. Forráðamenn fyrirtækjanna munu hafa sett fyrir sig greiðslu- skhmálana eins og þeir lágu fyrir frá Speli hf. í sumar. Þeir töldu erfiðleikum bundið að fá trygging- ar frá bönkum th að geta fjármagn- að framkvæmdina vegna þess hve greiðsluskilmálarnir væru óljósir. Það væri með öðrum orðum ekki tryggt aö þeir fengju peningana aö fuhu til baka að verki loknu en sá verktaki sem valinn verður á að fjármagna framkvæmdina á verk- tímanum. „Þeim fannst tryggingar fyrir greiðslum, eins og þær komu fram í gögnum frá Speh, óljósar og ekki nógu ömggar til þess að þeir vhdu leggja á sig þessa vinnu. Annars fannst þeim verkefnið sem slíkt gott og ekkert athugavert við tækrúlegu hhðina og útfærsluna. Fjármögnunin væri einfaldlega ekki nógu trygg. Ég býst við að ef opinber aðhi hefði lagt nafn sitt við framkvæmdina þá hefðu fyrirtæk- in skhaö inn tilboði,“ segir Jón Hjaltalfn Magnússon hjá Norrænni verktækni en hann er umboðsmað- ur fyrirtækjanna hérlendis en þau eru bæði meðeigendur aö Norr- ænni verktækni. Þegar tilboð í framkvæmdirnar vom opnuð sl. þriðjudag bámst þrjú. Aðeins eitt þeirra gerir ráð fyrir þáttum eins og fiármagns- kostnaði og áhættu og ekkert th- boðanna er að öUu leyti í samræmi við útboðsgögnin. Það er taUð vera vegna óvissu um fjármögnunar- þáttinn. Ekki er enn búið að ganga frá langtímafjármögnun framkvæmd- anna. Gert er ráð fyrir að erlendir bankar láni 63% af fjármagninu og afgangurinn komi frá innlendum aðilum, aðallega lífeyrissjóðum. Verktakinn á að fjármagna fram- kvæmdir á verktíma að fuUu og fær ekkert greitt fyrr en göngin eru að fullu frágengin. Herjgaard & Schultz: Hafa unnið á íslandi Hojgaard & Schultz er gamalgróið fyrirtæki en þaö var stofnað árið 1918. Fyrirtækið er í eigu sjálfs- eignarfélagsins Knud Hejgaard stiftelse. Stofnandi þess var Knud Hejgaard en hann var vinur og skólafélagi Jóns Þorlákssonar, fyrrum forsætisráðherra og borg- arstjóra. Þeir luku báöir verkfræði- prófi í Kaupmannahöfn árið 1893. Jón fékk Hojgaard & Schultz til að vinna við Ljósafossvirkjun árið 1937 en fyrirtækið hjálpaði auk þess th við fjármögnunina. Á ámn- um 1939 til 1947 vann fyrirtækið við uppbyggingu Hitaveitu Reykja- víkur, byggingu Skeiðfossvirkjun- ar í Fljótum og orkuvers við Laxá í Suður-Þingeyjasýslu. Verkstjóri fyrirtækisins á íslandi á þessum árum var Kay Langvad. Hann hætti árið 1947 og keypti fyr- irtækiö E. Phh & son og stofnaði síðar ístak. Sonur Kay, Soren Langvad, á nú um 90% í ístaki. ís- tak, E. Phil & son og sænska fyrir- tækið Skansa AB sendu thboð í gerð Hvalfjarðarganganna. Vattenfall AB var upphaflega sænskt ríkisfyrirtæki en var breytt í hlutafélag árið 1990. Fyrirtækið er mjög stórt. Starfsmenn em 9200 talsins. Fyrirtækið er eins konar „Landsvirkjun" Svíþjóðar. Óhapp varð við afgreiðslu ferjuskipsins Norrænu sl. fimmtudag þegar verið var að hifa bil upp á sólþilfar skips- ins. Járn eða rör, sem myndaði klafa sem festur er í bilinn, brotnaði en við það slitnaði vírinn í klafanum sem tengdur var við vír lyftikranans á hafnargarðinum. Biliinn féll niður á grindverk aftast á sólþilfarinu og vo sait um stund en staðnæmdist siðan. Mikil dæld i þaki bilsins hefur vafalitið hjálpað til eða afstýrt því að hann féll niður á þilfarið fyrir neðan en þar voru margir farþegar og þó þeir hafi ef til vill ekki verið beint undir bilnum er ekki fjarri því að hulin verndarhönd hafi afstýrt því að slys varð. Margir þeirra sem á hafnargarðinum voru munu hafa þakkað í hljóði þegar sýnt var að allt fór vel. DV-mynd Jóhann Jóhannsson, Seyðisf irði Nýjar reglur um kvótaframsal: í krafti kvótaeignar er verið að hafa af okkur stórviðskipti - segirframkvæmdastjóriFiskmarkaðs Suðumesja „Mér sýnist þetta ganga í þá áttina að þetta eyðileggi fiskmarkaðina. Þetta minnkar viöskiptin við þá og menn munu leita meira inn í föst viöskipti. Við höfum verið á þeirri skoðun að framsaliö ætti að vera sem frjálsast, þessar reglur voru ein- göngu settar th að vernda rétt sjó- mannanna en það er auðvitað slæmt ef þær koma í veg fyrir eðlhega hag- ræðingu," segir Helgi Laxdal, for- maður Vélstjórafélags íslands. Nýjar kvótaregiur, þar sem bannað er að færa frá skipum meira en sem nemur 15 prósentum af hverri teg- und kvóta veiðiskips, sæta nú harðri gagnrýni og þykja beinast m.a. að fiskmörkuöum. Reglumar kveða á um að ekki megi færa til skips kvóta í sömu tegund og fært var frá því. Þessar reglur urðu th sem sáttaleið til að Ijúka sjómannaverkfahinu sl. vetur. Fiskmarkaður Suðumesja hefur fært nokkur þúsund tonn á trhlu og síðan af henni og til skipa sem lagt hafa upp á markaðnum. Til að fá við- skiptin hefur markaðurinn útvegað kvóta. Nýju kvótareglumar koma í veg fyrir þetta. Ólafur Jóhannsson framkvæmdastjóri segir ljóst að þessar reglur hafi verið settar til þess að koma í veg fyrir að fiskmarkað- arnir haldi sínum viðskiptum. „Það eru öfl í þessu þjóðfélagi að hafa af okkur stórviðskipti í krafti kvótaeignar. Þetta em með öðrum orðum sægreifarnir sem era að fá sitt í gegn. Við björguðum á sínum tíma fjölda smáútgeröa með því að taka upp það fyrirkomulag að útvega þeim kvóta. Nú er búið að úthoka þennan möguleika," segir Ólafur: Ólafur segir að Sjómannasamtökin hafi séð kvótabraskarana í sér og öðrum sem tengjast fiskmörkuðum. Þetta hafi hins vegar verið mikih misskhningur þeirra. „Þeir fóru í mikla fundaherferð um landið þar sem við vorum úthrópaöir sem kvótabraskarar. Við voram ekki í þessum millifærslum af því að við græddum á því. Þetta var gert til aö forðast að missa viðskipti til eigenda kvótans. Þessar reglur sem nú era komnar í ghdi þýða auðvitað að þeir eru búnir að ná sínu fram og þá hættum við bara þessum millifærsl- um,“ segir Ólafur. Helgi Laxdal segist í rauninni aö- eins sjá tvær leiðir í stöðunni nú. „Annaðhvort verður aö taka upp gamla Verðlagsráðið á ný eða að all- ur fiskur verður að fara með laga- boði um fiskmarkaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.