Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 Fréttir Sj ö erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum á árinu: Ástæðulaust að óttast fækkun ferðamanna - segir ferðamálastj óri en boðar til fundar um málið AUs hafa-sjö erlendir ferðamenn beðið bana í slysum hér á landi það sem af er árinu. Þar af hafa sex þeirra látist á ferðamannatímanum sem má ætla að hefjist í maí og ljúki í ágúst eða september. Þetta má lesa úr gögnum sem Slysavamafélagíslands tekur saman um banaslys hér á landi. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda alvarlegra slysa en þau em flölmörg. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segist vona að þessi staðreynd hafi ekki áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands. í raun hafi hann enga ástæðu til að óttast slíkt í ljósi reynslunnar annars staðar frá. Þótt íslendingar látist af slysforum ann- ars staðar í heiminum fækkar ekki ferðum þeirra til útlanda. Fyrsta dauðaslysið átti sér stað í febrúar þegar ekið var á hollenska konu er hún var á leið yfir gangbraut á mótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. í lok aprti lést belgískur ferðamaður í vélsleðaslysi og tveimur dögum seinna fannst skoskur ferðamaður látinn í Bláa lóninu. Ekki er vitað með hvaða hætti maöurinn lést. í ágústmánuði drukknaði banda- rískur hermaður af Keflavíkurflug- velli þegar hann var við köfun í Jök- ulsárlóni og ítölsk kona á ferð um landið með manni sínúm lést í bíl- slysi í Gilsfirði. Síðastliöinn fóstudag lést svo þýsk kona í vélsleðaslysi á Vatnajökli og nokkram dögum fyrr drukknaði ítalskur ferðamaður en talið er að hann hafi fatiiö í Gullfoss. Auk fyrrtaldra banaslysa hefur flöldi ferðamanna slasast misalvar- lega meðan á dvöl þeirra hér á landi stóð. Spænsk kona, sem féll í Deild- artunguhver og brenndist illa, liggur tti dæmis enn í einangrun á bruna- detid Landspítalans. Þá slasaöist fjöldi ferðamanna þegar rúta valt í Botnastaðabrekku. Magnus segist hafa boðað til fundar með aðilum, sem starfa í ferðaþjón- ustunni, í október og þar munu ör- yggismál ferðamanna verða ofarlega á baugi. Áður hefur Magnús sagt í viðtali við DV að farið verði í saum- ana í öryggismálum ferðamanna í vetur en víða sé þar pottur brotinn. Fiskur í neytendapakkningum til Ungverjalands Garðar Guðjónssan, DV, Akranesi; Útgerðarfélagið HB hf. hér á Akra- nesi hefur hug á stórfelldum útflutn- ingi á fiski í neytendapakkningum til Ungverjalands í samvinnu við þýska aðila. Áttatíu tonna tilraunasending fer utan nú í haust og takist hún vel segist Sturlaugur Sturlaugsson, að- stoðarframkvæmdastjóri HB, sjá fram á að unnt verði að selja vera- legt magn á þennan markað. Um er að ræða 300 gramma pakkn- ingar með kola- og ufsaflökum. Stur- laugur segir aö mikill virðisauki fel- ist í þessari vinnslu og með þessu móti megi veita fleiri en ella atvinnu við vinnsluna. Búist er við að Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráð- herra geri opinberlega grem fyrir embættisfærslu sinni sem bæjar- stjóri í Hafharfírði og heilbrigðis- ráðherra á næstu dögum. Samkvæmt heimildum DV hef- ur verið þrýstingur innan ríkis- stjórnariimar um aö Guðmundur Árni skiti skýrslu til samráð- herra sinna og samflokksmanna með trúverðugum skýringum á meintum embættisglöpum að undaniornu. Aöeins þannig verði málinu að fullu lokið. Málefni Guðmundar Áraa komu til umræðu á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun og segir Guð- mundur Árni að þar hafi ekki komið frara nein ósk um skriflega skýrslu. „Hitt er ekkert launungarmái að óskir hafa komið fram um að ég geri nánari grein fyrir þessum málum og ég hyggst gera það á næstu dögum. Ég er að velta fyrir mér hvernig því veröi best fyrir komið þannig að flölmiðlar og almenningur allur fái heillega mynd af þessum málatilbúnaði. Sú mynd verður ekki í þessum brotum sem fjölmiðlar hafa dreg- ið upp,“ segir hann. lágmarki Gaxðar Guðjónsson, DV, Akranea: Líkur eru á að sala á sementi verði svipuö á þessu ári og í fyrra en það var algert botnár í sögu Sementsverksmiöjunnar. Fyrsta september var salan orðin svipuð og fyrstu átta mánuöi ársins í fyrra. Ekki eru mörg ár síðan árleg sementssala var um 130 þúsund tonn og fyrir fáum árum árum störfuðu 180 manns hjá fyrirtæk- inu. í fyrra seldust aðeins 90 þús- und tonn af sementi og starfs- mönnum hefur fækkað í 90. í dag mælir Dagfari Flokkurinn yf irgaf Jóhönnu Oft kemur það fyrir í pólitíkinni aö fólk segir sig úr flokkum. Það er engin nýlunda og gerist þá þegj- andi og hljóðalaust að viðkomandi gerir það upp við sjálfan sig og skrifar þá flokknum bréf með úr- sögn og málið er úr sögunni. Ursögn Jóhönnu Sigurðardóttur úr Alþýðuflokknum hefur annan aðdraganda. Jóhanna hefur verið í Alþýöuflokknum frá fæðingu ef ekki lengur. Amma hennar var forystukona 1 flokknum og pabbi hennar var þingmaður fyrir flokk- inn og Jóhanna hefur verið í flokkseigendafélaginu svo lengi sem elstu menn muna. Síðan varð hún þingmaður og ráðherra fyrir flokkinn og varaformaður og varla fer á milti mála að manneskja með stikan frama í flokki hlýtur að telj- ast einn af máttarstólpum og for- ystumönnum í sínum flokki. Svo vel stóð Jóhanna í flokknum að hún taldi rétt aö gefa kost á sér sem formaður og fékk í þeirri kosn- ingu 40% fylgi á flokksþingi sem mátti kallast gott á móti formanni sem sat fyrir. En eitthvaö fór þessi kosning fyr- ir bijóstið á Jóhönnu, sem fann það út að flokkurinn væri á móti sér og allt í einu fór Jóhanna að tala um aö Alþýöuflokkurinn væri ekki samstíga sinni eigin pólitík og Jó- hanna fór út á land og heimsótti frænkur sínar og nána vandamenn í flokknum og annað fólk sem mátti vera að því að tala við hana. Jó- hanna fór að tala um sérframboð eða framboð með öðrum flokkum og allt í einu var Alþýðuflokkurinn orðinn hinn versti flokkur, svo að ekki sé talað um forsytu flokksins, sem Jóhönnu hefur verið í sér- stakri nöp við í langan tíma. Og svo gerðist það að Jóhanna skrifaði flokknum bréf og sagði sig úr honum. Ekki var það vegna þess aö Jóhanna hefði vaxið frá flokkn-- um og fjarlægst hann. Nei, nei, ekki aldeilis. Ástæðan var sú að flokkurinn hafði íjarlægst hana. Það er flokkurinn sem hefur skipt um skoðun og pólitík en ekki Jó- hanna. Alþýðuflokkurinn er ekki sá sami Alþýðuflokkur og Jóhanna þekkti þegar hún var að alast upp. Hann hefur tekið umtalsverðum breytingum, að mati Jóhönnu og þó einkum fyrir tilverknað forystu flokksins á undanförnum árum. Þetta kann að hljóma einkenni- lega í eyrum þeirra sem hafa fylgst með Alþýðuflokknum og séð Jó- hönnu vera bæði þingmann, ráð- herra og varaformann í þessum sama flokki, sem nú hefurfjarlægst Jóhönnu svo mikið að hún getur ekki lengur verið í honum. Alþýöuflokksmenn kannast ekki við þetta. Þeir halda að flokkurinn sé sá sami og hann hefur alltaf ver- ið en kannske er það misskilningur og nú ætlar Jóhanna að stofna nýj- an flokk sem er í rauninni sá Al- þýðuflokkur sem alþýðuflokks- menn eiga að vera í. Ef Jóhönnu verður að ósk sinni munu kjósend- ur yfirgefa núverandi Alþýðuflokk fyrir þá sök að vera öðruvísi Al- þýðuflokkur heldur en gamli Al- þýðuflokkurinn hennar Jóhönnu. Þeir munu í staðinn geta kosið nýj- an Alþýðuflokk sem er Alþýðu- flokkur eins og Alþýðuflokkur á að vera. Það er auðvitað slæmt þegar flokkar breytast með þessum hætti og hætta að vera þeir flokkar sem þeir voru áður. Jóhanna Siguröar- dóttir getur að sjálfsögðu ekki gert neitt við því, enda var hún sjálf í forystu flokksins þegar hann breyttist. Hún tók þátt í því að breyta honum og stóð svo allt í einu uppi með þá staðreynd að hún hafði breytt flokknum í annan flokk sem var henni ekki að skapi. Flokkur- inn var orðinn annar flokkur held- ur en sá flokkur sem hún var í. Jóhanna breytir auðvitað ekki sinni eigin pólitík að hentisemi flokksins og ef flokkurinn er svo ólánssamur að breytast öðruvísi en Jóhanna þá er ekkert annað hægt fyrir Jóhönnu heldur en að ganga úr flokknum og stofna annan flokk sem er henni að skapi. Þetta er það sem Jóhanna er að gera til að hafa hér Alþýðuflokk sem er betri Alþýðuflokkur og ööruvísi en sá Alþýðuflokkur sem hún tók þátt í að breyta. Ef þetta tekst verður Alþýðuflokkurinn ekki Alþýðuflokkur heldur er Al- þýðuflokkurinn sá Alþýðuflokkur sem Jóhanna stofnar. Þetta verða menn að hafa í huga við næstu- kosningar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.