Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 Vidskipti Skuldir fyrirtækja við bankakerfið: Minnkað um 5 milUarða Breytingar skulda í bönkum — frá áramótum til iúníloka í milljónum króna — Vextir mega ekki hækka kr/k6 þri Mi Fl Fö Mó Hlutabréf lækka Frekar hátt verð hefur fengist fyrir þorsk á fiskmörkuöunum að undanfömu. Meðalverð var tæpar 100 krónur kílóið á mánu- dag. Þingvísitala hlutabréfa lækkaöi nokkuö á mánudag, fór úr 970 stigum frá því á föstudag í 957, eða lækkun um 1,3 prósent. Staðgreiðsluverð áls var 1582 dollarar tonnið þegar viðskipti hófust í London í gærmorgun. Gengi dollars hefur aðeins sveiflast til að undanfömu. Sölu- gengið var 67,74 krónur á mánu- dag. Hlutabréfaverð í kauphöllinni í London hefur sömuleiðis sveifl- ast til milli daga. FT-SE 100 vísi- talan stóð í 3058 stigum í gær- morgun sem er það lægsta sem sést hefúr sl. viku. Skuldir íslenskra fyrirtækja við bankakerfið hafa minnkað um sam- tals 4,8 milljarða króna frá áramót- um og um 6,7 milljarða síöustu tólf mánuði. Hins vegar hafa skuldir heimilanna aukist um 2 milljarða frá áramótum og um 3,7 milljarða und- anfarið ár. Frá þessu er greint í Fréttabréfi um verðbréfaviðskipti sem Samvinnubréf Landsbankans gefa út. Skuldir ríkissjóðs og ríkisstofnana við bankakerfið voru 15 milljörðum króna meiri í lok júní á þessu ári en á sama tíma í fyrra og 1,5 milljörðum meiri en um áramótin. Skuldir sveit- arfélaga hafa líka aukist eða um rúma 2 milljarða á einu ári. Skuldálækkun fyrirtækjanna í bönkum er í takt við þær fregnir sem borist hafa af jákvæðum milliupp- gjörum fyrirtækja á hlutabréfamark- aði. Hins vegar er tcilið að batinn hafi þegar byijað um mitt síðasta ár. Minna fjárfest Lækkun skulda fyrirtækja við bankakerfið hefur verið almenn í flestum atvinnugreinum frá áramót- um. Mest hafa þær lækkað í verslun- inni, eða um 2,2 milljarða. Þær hafa lækkað um 1,4 milljarða í olíuversl- un, um 800 milljónir í landbúnaöi og 650 milljónir í sjávarútvegi. Ef und- anfarið ár er tekið hafa skuldir sjáv- arútvegsins í bönkum'lækkað um 3,3 milljarða. Minnst hafa skuldirnar Þorskur í gámasölu í Englandi virðist aftur vera að lækka í verði. Meðalverðið í síðustu viku fór niður í 137 krónur kílóið eftir að hafa verið í kringum 170 krónur vikuna áður. Alls seldust 230 tonn í gámasölunni fyrir um 32 milljónir króna. Þar af seldust tæp 100 tonn af þorskinum. Hæsta meðalverð í gámasölu fékkst fyrir kola og grálúðu, tæpar 180 krónur. Tveir íslenskir togarar lönduðu afla sínum í Þýskalandi í síðustu viku. Engey RE seldi 144 tonn fyrir 16,5 milljónir króna. Meðalverðið var 114 krónur kílóið. Á fimmtudag seldi lækkað í byggingarstarfsemi og þjón- ustu frá áramótum. Frá júní 1993 til júní í ár jukust skuldir þjónustufyr- irtækja um tæpar 700 milljónir króna. En öll mál hafa tvær hliðar eins og bent er á í fréttabréfinu. Lægri skuldir bera ekki eingöngu vitni um góða afkomu fyrirtækja heldur einn- ig að fjárfesting í atvinnulífi hefur verið mjög takmörkuð undanfarin misseri. Sökum betri hagvaxtarskil- yrða í þjóðarbúskapnum má hins vegar vænta aukinna fiárfestinga fyrirtækja. Dala Rafn VE 152 tonn fyrir 14,4 milljónir, meðalverð um 95 krónur. Álið á uppleið Sérfræðingar spá því að álverð hækki frekar á erlendum mörkuð- um. Þriggja mánaða verð fór yfir 1600 dollara tonnið í síðustu viku og er 1650 dollara markið í seilingarfiar- lægð. Staðgreiðsluverðið nálgast 1590 dollara. Með stóraukinni eftir- spurn eru birgðir að minnka hjá ál- framleiðendum. Fjörkippur í efna- hag Þjóðveija er talinn hafa mikil áhrif þar á. Því er það tahð brýnasta verkefni hagstjórnar í landinu að bæta stöðu ríkissjóðs svo að lánsfiárþörf hans minnki. „Þetta er öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir vaxtahækkun sem annars gæti fylgt vaxandi fiár- þörf fyrirtækja. Vaxtahækkun nú yrði bæði fyrirtækjum og heimilum svo erfið að afturkippur kynni að koma í hagvöxtinn. Frekari raun- vaxtalækkun, sem gæti fylgt öflugu átaki í ríkisfiármálum, stuðlaði hins vegar ótvírætt að eflingu hans,“ segir m.a. í fréttabréfinu. 24 milljóna viðskipti Viðskipti með hlutabréf námu um 24 milljónum króna í síðustu viku. Mest var keypt af Grandabréfum, eða fyrir 4,2 milljónir. Alls fóru fram við- skipti í 17 hlutafélögum sem teljast nokkuð lífleg viðskipti hvað það varðar en upphæðirnar voru ekki miklar. Eimskipsbréfin hækkuðu í síðustu viku en lækkuðu aftur í verði á mánudag. Hlutabréf Flugleiða hafa haldist óbreytt í verði undanfarið. Á einni viku hefur þingvísitala húsbréfa hækkað um 1 prósent og var 138,5 stig á mánudag. Eimskip gefur út skuldabréf Eimskip hefur geilð út skulda- bréf að fiárhæð 250 milljónir króna. Lánstími bréfanna er 8 ár. Landsbréf hf. átti hagstæðustu tilboð i bréfin af öðrum verö- bréfafyrírtækjum. Óskað var eft- ir tilboöum bæði í íslenskum krónum og ECU-mynt. Þetta er í fyrsta sinn sem skuldabréfaútboð er tniðaö við ECU hjá íslensku einkafyrirtæki. Formleg sala bréfanna hefst 27. september nk. Fjármagnið er ætlað til ýmissa fiárfestinga Eimskips á næst- unni. Þar ber hæst byggingu nýrrar þjónustumiðstöðvar frys- tivöru á athafnasvæöi Eimskips í Sundahöfn. Sömuleiðis hafa Eímskipsmenn verið að fiárfesta í nýjum flutningaskipum. Breytingará vísitölum Hagstofan hefur reiknað út nýja vísitölu byggingarkostnaðar fyrir októbermánuö eftir verðlagi um miðjan september. Vísitalan reyndist vera 198,3 stig sem er 0,1% hækkun frá því í ágúst. í samræmi við hækkun byggingar- vísitölunnar hefur verið ákveðið að hækka húsaleigu um 0,5% frá 1. okt. nk. Launavísitala fyrir september er 133,2 stig og hækkar um 0,1% frá fyrra mánuöi. Lánskjaravisi- talan fyrir október er 3378 stig, 0,15% hærri en i september. Kaupþingstofn- ar lifeyrissjód Verðbréfafyrirtækið Kaupþing hefur stofnað Lífeyrissjóðinn Einingu, Um séreignasjóð er að ræða sem jafnfrarat býður upp á tryggingavernd með samningi viö Vátryggingafélag íslands, VÍS. Það er nýjung á meöal ís- lenskra séreignalifeyrissjóða. Meðal einkenna séreignasjóðs er að inneign sjóðfélaga erfist við andlát hans. Árleg umsýslugjöld Einingar nema 0,5% af eign sjóðsins og annast Kaupþing rekstur hans. Formaður sjóðsfiórnar er Baldur Guðlaugsson hrl. Aðrir sfiórnar- menn eru Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri SPRON, Sólon Sigurðsson, bankastjóri í Búnaö- arbankanum, Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, og Bjarni Ármannsson, forstöðu- maður fiárvörslu- og markaðs- sviðs Kaupþings. BjörníWorid Classselur Ingólfscafé Björn Leifsson, veitingamaður Þjóðleikhúskjallarans og eigandi World Class likamsræktarstöðv- arinnar, hefur selt veitinga- og skemmtistaðinn Ingólfscafé við Hverfisgötu. Nýir eigendur Ingólfscafés eru Gunnar Hjaltested endurskoð- andi og Þórarinn Ragnarsson i Staldrinu. Skuidabréffyrir Smilljarða Á þessu ári hafa 16 fyrirtæki og ýmsir opinberir aðilar boðið skuldabréf á almennum markaöi fyrir 5 milljaröa króna. Ávöxtun bréfánna hefur verið frá 4,9 til 8,0%. Þetta kemur fram í Vís- bendingu. Þessir aðilar eru Iðnlánasjóður, Verslunarlánasjóður, Reykjavik- urborg, Landsvirkjun, Hafnar- fiaröarbær, Skeljungur, Grandi, Oliufélagið, Eimskip, Sements- verksmiöjan, Samvinnusjóður ís- lands, ÚA, Garðabær, Akranes- bær, KEA og Nýherji. Útflirtningsafurðir, gjaldmiðlar og verðbréf ■MMMML ■MMMMMMMMMMMMMMMMML. MMMMMMMMML Mi DV] Gámasalan í Englandi: Þorskur lækkar á ný

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.