Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 9 dv Stuttarfréttir Burtmeðbyssur Bosníu-Serbar veröa að ílytja þungavopn frá vopnlausa svæð- inu viö Sarajevo fyrir miðnætti en eiga von á loftárásum ella. Ágreiningurhjázúlú Menn óttast blóðbað vegna ágreinings tveggja helstu leiðtoga zúlúmanna í Suður-Afríku. Clinton Bandaríkjafor- seti þykir hafa staðið sig vel i Haítí-málinu ;jpg::jjhaiái;:;:;;vm-i!;:: sældir hans meðal þjóðar- innar því auk- ist til mikilla muna upp á síðkast- ið. íhugarrefsingar Clinton Bandaríkjaforseti íhug- ar viöskiptaþvánganir gegn Jap- önum. Skoða hugmyndir Sendimaður Bandaríkjanna og Assad Sýrlandsforseti skoðuðu hugmjmdn- um frið í Miðaustur- löndum. Músh'mardrepnir Öryggssveitir í Alsír drápu sextán vopnaða íslamska heittrú- armenn. Cariermiðiarmálum Suður- Kóreustjórn hefur V. boðiö Jimmy Carter tii landsins til að reyna að koma á sögu- legum viðræð- um við stjórn- vöid i Noröur-Kóreu um sættir ríkj- anna. Norskar sjoppur kærðar Fyrir dyrum stendur aö kæra norska sjoppueigendur fyrir að selja serbnesk blöð. Það er brot á viðskiptabanni. Löggurmötmæla Norskir lögreglumenn ætla að mótmæla lágum launum viö þinghúsið í dag. Hreppstjórar munu styðja lögregluna. Læknar vilja tryggingu Læknar í Noregi ætla ekki að fljúga oftar með þyrlum til Sval- barða nema þeh' verði tryggðir sérstaklega. ABB kauptr í Ameríku Norræna stórfyrirtækið ABB hefur keypt stórt verktakafyrir- tæki í Bandaríkjunum. AdamsgegnMajor Gerry Ad- ams, leiðtogi Sinn Fcin, póli- tísks arms IRA, veittist harka- lega að Mgjor, forsætísráð- herra Bret- lands, og sagði hann hafa gert sig að flfli í Norður-írlandsmálinu. Fimm ára með lystarstol Fimm ára norskt barn hefur greinst með næringarsjúkdóm- inn lystarstol. Áður var talið að veikin legðist aðeins á fullvaxið fólk. Vilja ekki bamadrykkju Sænski landbúnaðarráöherr- ann hefur lýst áhyggjum vegna fyrirætlunar ESB um að kenna börnum að drekka vín. Reuter, NTB, TT Útlönd Rannsókn á kynferðislegri misnotkun Michaels Jacksons að ljúka: Ekki ákærður Saksóknarar í Los Angeles og Santa Barbara sýslum munu til- kynna í dag að poppsöngvarinn Mic- hael Jackson verði ekki ákærður fyr- ir kynferðislega misnotkun á þrettán ára dreng þrátt fyrir fullyrðingar piltsins í þá veru. Það var sjónvarpsstöð í Los Ange- les sem skýrði frá þessu í gærkvöldi og hafði eftir ónafngreindum heim- ildarmönnum. Talsmaður saksóknara í Los Ange- les sagði aðeins að tilkynning um ákvörðun saksóknaranna yrði gefin út „alveg á næstunni". Saksóknarar sýslnanna tveggja og Larry Feldman, lögfræðingur pilts- ins, áttu með sér fund á mánudag. Howard Weitzman, lögmaður Jack- Michael Jackson væntanlega hreinsaður af öllum áburði. Simamynd Reuter sons, var ekki á fundinum en hann sagðist ekki eiga von á því að skjól- stæðingur hans yrði ákærður. Michael Jackson hefur statt og stöðugt haldið fram sakleysi sínu og segir að hann sé fórnarlamb mis- heppnaðrar fjárkúgunartilraunar fóður drengsins, auðugs tannlæknis í Beverly Hills. í októberhefti tímaritsins GQ segir að pilturinn hafi ekki sakað Jackson um kynferðislega misnotkun fyrr en eftir að faðir hans hafði gefið honum lyf sem oft er kallað „sannleikslyf- ið“. Rannsóknir sýna hins vegar að mjög auðvelt er að sá folskum endur- minningum í huga þess sem er undir áhrifum lyfsins. Faðir piltsins segist aðeins hafa notað lyfið þegar hann dró tönn úr syni sínum. Reuter Ofaníhyld Þjóf ar láta greipar sópa um eldfjallabæ Þjófar láta nú greipar sópa um eig- ur manna í bænum Rabaul á Papúa Nýju Gíneu sem spúandi eldfjöll hafa fært á kaf í ösku og hrakið íbúana á brott. „Ég veit að þjófar hafa farið ráns- hendi um verslunina mína og flóð- bylgja frá höfninni hefur eyðilagt hana,“ sagði Lilian Woo sem ásamt þremur börnum sínum fór með leiguflugi frá Nýja Bretlandseyju upp á meginlandið. Rúmlega þrjátíu þúsund íbúar Ra- baul voru fluttir burtu til nærliggj- andi þorpa eftir að eldgosið hófst snemma á mánudagsmorgun. Emb- ættismenn sögðu að vitað væri um tvö dauðsföll. Reuter Khasbúlatov vill stuðningvið uppreisnarmenn Rúslan Khasbúlatov, fyrrum for- seti rússneska þingsins og erkifjandi Borísar Jeltsíns forseta, fór fram á stuðning stjórnarinnar í Kreml við uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu, heimalandi sínu. Khasbúlatov tók þátt í blóðugri uppreisn gegn Jeltsín í október í fyrra en var náðaður. Hann hóf aftur þátttöku í stjórnmálum í fyrra mán- uði og reynir að steypa Dudajev, for- seta Tsj etsj eníu, af stóli. Reuter Ein kona lét lífið þegar gata í Miinchen lét undan þunga strætisvagns og afturendi hans fór ofan I djúpa holu i malbikinu. Á þriðja tug manna slasað- ist I óhappinu sem varð á annatima í gærkvöldi. Ekki er vitað hvers vegna svo fór sem fór. Símamynd Reuter Lögregla á Haití ber lýðræðissinna til bana: Aristide óánægður með samning við herstjórana Jean-Bertrand Aristide, útlægur forseti Haíti, gerði þaö lýðum ljóst í gær að hann væri hundóánægður með samninginn sem gerður var við herforingjastjómina um að koma honum aftur til valda. Bandarískir embættismenn báðu hann um að sýna biðlund og buðu til fundar í varnarmálaráðuneytinu Pentagon. í fyrstu yfirlýsingu sinni frá því Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkja- forseta, tókst að koma í veg fyrir yfir- vofandi innrás Bandaríkjanna á Ha- ítí með samningum við herforingja- stjórnina, vekur það athygli að Ar- istide leggur ekki blessun sína yfir samkomulagiö. Einn af ráðgjöfum Aristides sagöi að hann vildi að bandarísk stjóm- völd lofuðu að her Haítí yrði afvopn- aður þegar Aristide tekur við völdum Haitímaður fórnar höndum yfir liki vinar síns sem lögregla barði til bana í gær. Simamynd Reuter á ný. Herforingjamir eiga að fara frá eigi síðar en 15. október. Bandarískar hersveitir stóðu að- gerðalausar hjá í gær þegar óeirða- lögregla Haítí réðst að hópi stuðn- ingsmanna Aristides og barði fólkið með kylfum og riffilskeftum. Einn maður lést af völdum barsmíðanna. Jimmy Carter kenndi afvegaleiddri stefnu Bandaríkjanna og tregðu ráðamanna til að ræða við andstæð- inga sína um hnútinn sem Haítí- deilan var komin í. Leiðtogar öldungadeildar Banda- ríkjaþings hvetja til þess að við- skiptaþvinganir gegn Haítí veröi taf- arlaust afnumdar en Madeleine Al- bright, sendiherra hjá SÞ, sagði að það yrði ekki gert fyrr en eftir 15. október. Reuter Herstjórarnirí Burma hitta andófskonu Herforíngj- arnir sem fara með völdin í Burma áttu í gær fund mc*ð andófskonunni Aung San Suu Kyi og var það i fyrsta sinn sem hún fékk að hitta háttsetta menn stjórnarinnar frá því hún var hneppt í stofufangelsí fyrir fimm árum. Sjónvarpið i Burma sýndi myndir af fundinum sem það sagöi hafa verið vinsamlegan. Suu Kyi hlaut friðarverölaun Nóbelsárið 1989. Reuter Langar þig« tölvu sem... I* er með flunkunýju PCI Local Bus SVGA skjátengi sem er 60% hraðvirkara en hefðbundið IVESA Local Bus skjátengi og 700% hraðvirkara en hefðbundið ISA skjátengi? I* hefur ISA og/eða PCI Local Bus tengiraufar eflir þínu vali? • er búin nýrri IDE tengingu (Enhanced IDE) sem hefur ISCSI hraða og tengir jafnt diska sem CD-Rom og segulbands- stöðvar og leyfir stærri diska en 528 MB? • hefur nýtt samsíðatengi (Parallel port) sem er 20 sinnum I hraðvirkara en hefðbundin samsíðatengi og hentar því einkar vel t.d. fyrir geislaprentara? • hefur innbyggt Ethernet tengi fyrir þá sem eru með tölvunet? • er hægt að fá sem Multimedia tölvu fyrir hlægilegt viðbótar- gjald? (Með hljóðkorti, CD- ROM hátölurum, hljóðnema og hugbúnaði). 1« er með sérstökum orku- sparnaðarbúnaði sem dregur úr orkunotkun um allt að 60%? • kostar minna en þig grunar, Iþrátt fyrir allan þennan búnað? ... ef þig langar í tölvu sem hefur alla þessa kosti, , ætfir þú að líta inn I verslun okkar / ITullp Computers leggur mikla ■ áherslu á gæði og hefur fengið IS09001 vottun fyrir þróun, framleiðslu og þjónustu. IÞú getur því treyst á Tullp! ■ TuLp computers I Gæðamerkið frá Hollandi I crj) i NÝHERJI I SKAFTAHLtÐ 24 - SÍMI 69 77 00 ■ Alltaf skrefi á undan OPIÐALLA LAUGAR- DAGA 10.00-16.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.