Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 11 Merming Myndlist á bók og diski Nú þegar útgáfa á bókum um ís- lenska myndlist - og myndlist yfir- leitt - hefur dregist saman eins og raun ber vitni verður maður að láta sér nægja að fylgjast með því sem norrænir vinir vorir gefa út af myndlistarefni. Nýverið rak á fjörur mínar bók sem myndlistar- stofnunin Rooseum í Málmey hefur gefið út um sænska myndlistar- manninn Jan Háfstrom í tilefni af yfirlitssýningu á verkum hans sem nú stendur yfir. Háfstrom er meðal þekktustu hstamanna Svía um þessar mundir, fjölhæfur áhuga- maður um jafnt þjóðfélagsmál sem fagurfræði, skapandi margræðra og efnismikilla verka um togstreitu náttúru og byggðar, manns og sið- menningar. Formrænt séð skipar hann sér í sveit með ljóðrænum naumhyggjulistamönnum eins og Robert Ryman, Agnes Martin og Robert Smithson. Ekkert hefur verið til sparað að gera þessa bók veglega úr garði, enda er Rooseum ein af stönd- ugustu stofnunum sinnar tegundar á Norðurlöndum. Pappír, band, prentun, litgreiningar, útlit og þýð- Land, saga og sál Nýjasta ljóðabók Matthíasar Johannessens hefst á löngum bálki sem heitir „Að vökunnar mildandi ljósi“. Hann er settur saman úr prósaljóð- um og fríljóðum, og tekur yfir rúman helming bókar. Auk þess eru þrír aðrir bálkar tölusettra fríljóða: „Við seglhvítan væng“, „Ferð inn í haust- ið“ og „Vestur með vötnum". Inni á milh er með breyttu letri ljóð með hefðbundnum hætti. Síðasta ljóðabók Matthíasar hét „Árstíðaferð um innri mann“, og sá titih segir töluvert um þessa bók líka. Hér ber mikið á myndum víðsveg- ar af landinu. Mest sýnist mér bera á hijúfu landslagi, urð, klettum, ís. En fuglar eru fyrirferðarmiklir líka, einkum í tónum. Svo sem siöur er f ljóðum, þá eru þessar náttúrumyndir mjög litaðar af sálarlífl mælanda ljóðanna. Og það gerist á mismunandi hátt. í fyrsta lagi af andstæðum hrjúfrar náttúru og viðkvæmra lífvera. Einnig er minnt á ýmis atriði úr sögu þjóðarinnar og bókmenntum; Gísla saga Súrssonar er sífelld viðmið- un í síðasta bálkinum, Eggert Ólafsson, ljóð hans og fræg ljóð um hann síðast í fyrsta bálkinum. Hér er feigðin viðvarandi stef, minningar ljóðmæ- landa eru mikið um fólk sem nú er dáið. Orðalag er víða mjög persónulegt, hér er aht krökkt af nýmyndunum skáldsins. Það eru sérkennilegar lýsandi samsetningar í stíl Hómers- kviða, svo sem auðkenndu orðin hér (bls. 23): Bókmenntir Örn Ólafsson en hrappseyjarþögn og riturnar renna spyrjandi augum til himins þar sem Dímonarklakkar í Kehismynd rísa úr aðfallsöldu og hugur minn hvíslar snæfjallagrárri þögn að lundgæfu bergi og klakkprúður topp- skarfur reigir höfuð úr hreiðri og goggsvörtu gargi heilsar óvæntum gesti, en húsfreyjan reisir stéhð á þangblautri syllu og drithvítu skeh- óttu bergi [...] Nú myndu flest skáld láta sér nægja framangreint, að hnita ýmisleg atriði saman th að orka á lesendur. En hér lætur ljóðmælandi ekki þar við sitja, heldur útskýrir beinlínis fyrir lesendum hvemig skUja beri. Ljóðmælandi verður lésendum þá nákominn, ljóðin verða í rabbtóni, og þeim mun auðteknari. Það mun mörgum vel Uka, en persónulega er ég meira fyrir að láta lesendur ráða í ljóðmyndirnar, og ég held það verði áhrifameira th lengdar. Þessar túlkanir innan ljóða eru mjög í stíl svokall- aðra „opinna ljóða", sem Matthías hefur töluvert ort af í gegnum árin. Eins og þau er eftirfarandi dæmi á sérlega hversdagslegu máh (bls. 14): Viö horfðum á tréð sem ég hafði gróðursett eigin höndum á árum áður og garðyrkjumaðurinn sagði, Hér er sveppagróður - og benti - og þama hefur stofninn fúnað og skemmst, nei, það dugar ekki að khppa, við verðum að fella þetta tré. Eina tréð sem ég hef gróðursett, sagði ég, En því er ekki við bjargandi, sagði hann, Við fellum tréð, sagði ég og hug- ur minn beindist ósjálfrátt að fúnum stofni og feysknum greinum míns innra manns. ' En svo einfalt orðaðir textar geta leynt á sér, eins og ljóð þrungið mót- sögnum, og snýst þó óvænt í lokin (bls. 15): Merking fjallsins andstæða við himin en það kallast á við andstæðu sína því hún gefur fjallinu merkingu einsog ég leita sjálfs mín í þér og andstæða þín er ég sem þú leitar einsog himinn opnist að fjalli, þannig er einnig ástin, hún leitar sín sjálfs og finnur sjálfa sig enn í andstæðu sinni einsog eldfiah sem leggur umhverfi sitt undir ösku og hraun, þannig leitar ást mín andstæðu sinnar í þér sem ferð hana eyðandi eldi. Matthías Johannessen: Land mitt og jörö. Hringskuggar 1994, 53 bls. dmarit fyrir alla Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT Í SÍMA ingar texta, allt er þetta eins og best verður á kosið. Ljóð til myndlistarmanns Sérstaka athygh vekur að bókin er byggð upp sem Ijóðabálkur sem sænsk skáldkona, Katarina Frost- enson að nafni, hefur ort th Háfstroms, auk þess sem umslag aftast í henni hefur að geyma geisladisk með samtölum lista- mannsins (á ensku) við nokkra starfsbræður og gagnrýnendur, þá Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson Steven H. Madoff, Richard Nonas og Ingram D. Marshall. Inn á mhh ljóðanna og geisladisksins eru síð- an Utmyndasíður, viðtal Lars Nittve safnstjóra við Háfstrom, hugleiðingar hans um lífið og th- veruna ásamt upplýsingum um fer- il. Við þetta verður bókin nánast eins og sjálfstætt listaverk, bók- verk, sem gaman er að handfiatla og eiga. Maður veltir fyrir sér hvort listaverkabókaútgáfan sé að þróast í þessa átt, að slíkar bækur komi í auknum mæli til með að innihalda ekki einasta prentað mál, heldur ýmislegt tölvutækt efni, geislaplöt- ur, jafnvel mynddiska. En þegar nýjabrumið er farið af þessari bók er hætt við að lesanda þyki tengslin mihi oft ágætra ljóð- anna og verka Háfstroms ekki sér- staklega náin; sömuleiðis að fin prentun og pappír henti ekki gróf- ari verkum hans og að samtöhn á geisladiskium séu fremur ómark- viss - þótt gaman sé að heyra í við- mælendum. Þeir sem vUja nálgast þessa bók geta haft samband beint við Roose- um í Málmey. Katarina Frostenson - Jan Háfstrem, 112 bls. Rooseum, Malmö 1994 Kæliskápur C1270 w H. 149, b. 55, d. 60 190 1 kælir - 80 1 frystir Verð kr. 63.420,- 60.249,- stgr. Umboðsmenn um land allt BRÆÐURNIR DIORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 markt toPpli topp 40 íslenski listinn er birtur í DV á hverjum fimmtudegi og á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel Ólafsson stöðu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög- um á bakvið athyglisverða flytjendur og yfldtfK lög þeirra. Á Bylgjunni, laugardaga milli g \ kl. 16 og 19 er staða laganna 40 svo ^ kynnt á ný og þau endurflutt. ^ BOTT UTVARPI fSLENSKI LISTINN er unninn I samvinnu DV. Bylgjunnar og Coca-Cola á fslandi. Mikill fiöldi fólks tekur þátt I aö velja JSLENSKA LISTANN f hverri Yflrumsjðn og handrit eru f hðndum Ágústs Héðinssonar, framkvæmd f höndum starfsfólks DV en tæknlvinnsla fyrir útvarp er unnln af Þorstelnl ÁsgeirssynK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.